Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1979. Nokkrir fróðleiksmolar um hass: Hassus skrifar: í Dagblaðinu síðastliðinn föstudag 5/1 var spurningu um hass svarað af heimilislaekni og tel ég það jákvæða þróun í rannsóknarblaðamennsku hér- lcndis. Tilgangurinn með þessu bréfi er að skýra viðhorf hassneytandans, en fyrsta forsenda einhverrar vitn- eskju um hass hlýtur að vera að hafa reykt það. Ég treysti mér ekki til að láta fullt nafn fylgja þvi fordómarnir eru sterkir enda hafa yfirvöld verið ötul að æla áróðri yfir landsmenn. Hver treystir mönnum sem byggja af- komu sína á einhverjum hlutum til að dæma þá hlutlægt? Menn sem vinna við það að handtaka hassreykinga- nienn á skemmtistöðum og yfirheyra þá eftir að þeir hafa viðúrkcnnt að þcir hafi neytt hass. Og hika ekki við að loka unglinga inni. Alkóhólisti getur alltaf hlaupið í faðm þjóðfélagsins Það getur enginn sagt að þessir menn séu einungis að gera skyldu sina. Þeir vita vel hvað hass er, þeir hafa lesið fleira en Dagblaðið á föstudaginn enda er fátt um svörin þegar neytand- inn spyr i yfirheyrslu hvað sé nú skað- lcgt við hass. Þeir vita líka að lækna- „Hið framsækna hass leysir vonandi hið afturhaldssama brennivín af hólmi" dóp er ofnotað af fleirum en Önnu Dóru í Eldhúsmellum ogekkertergert i þvi. Það er engin nýlunda að fólk velti fyrir sér spurningunni um áhrif hass á þjóðfélagið og einstaklinginn. Oftast er hass skoðað út frá áfengi og verður sú leiðin farin hér. Ekki stendur á svörunum ef heimilislæknirinn er spurður um skaðsemi áfengis, jú það er á hreinu að það drepur heilafrumur, eyðileggur magann, lifrina og mörg önnur líffæri, skemmir kynlífið og er stór baggi á þjóðfélaginu. Rikið selur áfengi fyrir gígantískar upphæðir ár- lega, en þó tapar það á sölunni vegna afleiðinga neyzlu þess, þ.e.a.s. sjúkra- húsa- og löggæzlukostnaðar, sem við skattborgararnir verðum að greiða. Tap atvinnuveganna vegna tapaðra vinnustunda er líka mikið, því timbr- aður maður mætir ekki í vinnuna, það vita allir. Heilu heimilin leggjast í rúst og flestir hjónaskilnaðir hérlendis eiga rætur sínar að rekja til drykkju. Talið er að alkóhólismi geti verið arfgengur og áfengisbölið verður stærra og stærra enda ekki nema von þar sem ýtt er undir það af yfirvöldum. Þar á ég við að alkóhólistinn getur leyft sér að drekka á kostnað þjóðfélagsins, honum eru stöðugt gefin tækifæri, hann getur gengið á milli hressingar- L:. koslrœli 9 sími 11811 hæla og lifað fritt. Hann sekkur aldrei svo djúpt að hann geti ekki hallað sér í arma þjóðfélagsins. Ekki hefur neitt verið sannað af vís- indamönnum sem bendir til að hass sé skaðlegt fyrir líkamann nema að það er sjálfsagt jafnhættulegt fyrir lungun að anda að sér hassreyk og öðrum reyk (ekki er heldur nauðsynlegt að reykja það því til eru aðrar leiðir), en aftur á móti er talið að það geti verið hægt að nota það i baráttunni gegn gláku. Get- gátur hafa verið uppi um félagslegar afleiðingar hassneyzlu, t.d. að nem- endur verði slappir í skóla, menn missi viljastyrkinn og flýi raunveruleika erfiðrar lifsbaráttu. Viljastyrkurinn hlýtur að hafa verið lítill fyrir Þau tvö ár sem ég hef reykt hefur minn námsárangur verið síður en svo lélegri en áður og það sama á við um mina kunningja. Ef menn missa vilja- styrkinn hefur hann undantekningar laust verið lítill fyrir. Ég tel að ntaður nálgist fremur raunveruleikann þvi hugsunin verður raunsæ og enginn er að flýja erfiða lífsbaráttu heldur að sækjast frekar eftir henni vegna þeirra erfiðleika sem fylgja þvi að reykja I fordómafullu, vanhugsuðu þjóðfélagi. Hass er ekki ávanabindandi og leiðir ekki til notkunar sterkari efna. Við þurfum ekki annað en að líta til Bandaríkjanna þar sem meirihluti ungmenna hefur reykt og ekki er hægt að álíta að það litla brot sem fer út í neyzlu sterkra, ávanabindandi efna geri það af völdum hass, því þá getum við alveg eins sagt að bjórinn, kókið eða hvað sem er sem þetta fólk neytti áður hafi verið orsökin. Höldum okkur frekar við vísindaleg vinnu- brögð og vísum órökstuddum tilgátum á bug. Einnig veit ég að áhugi minn og minna vina fyrir öðrum efnum er ekki fyrir hendi og persónulega hef ég reykt á hverjum degi i lengri tima en ekki snert efnið þess á milli þannig að ekki er ég ncinn lyfjaþræll. Hass kemur ekki i veg fyrir að nokkur verði dópisti en orsakar það ekki heldur. En af hverju reykir fólk hass? Helztu ástæðurnar, og þá dæmi ég að sjálfsögðu út frá sjálfum mér, cru að öll nautn verður mun betri svo sem að hlusta á músík, að borða, einnig eykur það ánægju af kynlífi og veitir al- menna líkamlega og andlega vellíðan. Listamenn nota líka oft hass því það frjóvgar hugsun og hugarflug. Það er hugvikkandi, vekur fólk til umhugsun- ar og eykur skilning á lífinu, tilverunni og einstaklingnum. Á þetta ekki að- eins við um þegar menn eru undir áhrifum heldur yfirleitt. Þá er ótaldir þeir kostir sem það hefur umfram áfengi að ekki verður maður þunnur, þarf ekki að fá útrás fyrir kyn- ogárás- arhvöt og vera öðrum til óþæginda eins og oft fylgir víndrykkju. Ekki eru allir vissir um að hass sé svo óskaplega skaðlegt. Ríkið getur ekki grætt eins á hassi Af hverju er hass þá ekki leyfilegt? Ástæður þess eru einkum sögu- og efnahagslegar eins og heimilislæknir DB benti réttilega á í svari sinu á föstudaginn, þ.e. að undanfarandi kynslóðir í hinum vestræna heimi hafa drukkið áfengi frá örófi alda og íhald- semi er þeim jú eðlislæg, en efnahags- lega veit ég að í Kanada var gerð stór athugun á afleiðingum hassneyzlu á land og þjóð. Komizt var að þeirri niðurstöðu að ef hassneyzla yrði leyfð myndu tekjur rikis og áfengisauð- hringa minnka mikið og ekki væri mikið á hasssölu að græða þvi grammið (nægir fyrir 4—6) kostar inn- an við 100 kr. i framleiðslulöndunum. Engar forsendur eru fyrir hassbanni hérlendis fyrst ríkið græðir ekki á sölu þess eða er kannski hagur innflytjenda borinn ofar hagsmunum hins almenna skattgreiðanda af okkar „alþýðlegu" ríkisstjórn; ekki ætti það að vera ótt- inn við að alþýðan, sem er alltaf sagt að hugsa „rétt” í kjörklefunum, færi að hugsa. Við viljum svör, engan þvætting. Sem betur fer virðist baráttan fyrir frjálsu hassi fara sigrandi í hinum vest- ræna heimi og eru stjómvöld þegar farin að gefa eftir í Hollandi og í sumum fylkjum Bandaríkjanna. í ná- grannalandi okkar Danmörku hafa verið stofnuð stór samtök hassreyk ingamanna og í Kristjaníu eru hass- neytendur farnir að berjast með lög- reglunni gegn neyzlu sterkari efna. Umræðan er komin á það stig að hin virtari dagblöð eins og t.d. Informa- tion eru farin að skrifa fyrir hassi i leiðurum sínum. Með von um skilning gagnvart þeim sem vilja nota heilann i stað þess að skemma hann, og hið framsækna hass leysi afturhaldsvímugjafann, brenni- vínfeilspor liðandi kynslóðaafhólmi. Gaman væri að heyra álit fleiri sem hafa aðra heimildarmenn en al'tur- haldssinna. Helztu heimildir greinar- stúfs þessa eru bók unnin upp úr skýrslu fyrrnefndrar kanadískrar könnunar, Drugs and the Mind eftir Robert S. De Ropp, Delta 1976, New York. Allt sem þú hefur viljað vita um kynlifið en ekki þorað spyrja um eftir David Reuben, örn og Örlygur 1972 Reykjavík, eigin reynsla, og viðtöl við fjölda fólks sem hefur eitthvað með þessi mál að gera. Konan hvetur fólk til aö muna eftir fiðruðu vinunum sinum á Tjörninni. I lifi þeirra er ekki alltaf sumar, sól og nóg af brauðmolum. Munið eftir öndunum Kona hringdi: Sagðist hún hafa farið um daginn að gefa öndunum á Tjörninni í Reykjavík brauðmola. Endurnar hefðu greinilega verið glorsoltnar því þær réðust á brauðið með argi og slagsmálum. Hvatti konan Reykvíkinga til að sinna þessum fiðruðu vinum sinum betur. ®ÍD Hring» í Heimilis- J.I 1,1 C/ læknir 27022 ftaddir lesenda taka við milli kl. 13 og 15, skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" f síms 27022, kl. 13-15 alla virka daga. eöa skrifiö

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.