Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. saga Kristmundur Bjamason: SAGA DALVÍKUR I. Útgefandi: Dalvikurbœr. Prentað á Akureyri 1978. 468 bls. Á siðustu árum hefur hlaupið mikill vöxtur i söfnun og skráningu heimilda úr sögu einstakra byggðariaga. Mörg sveitarfélög leggja nú metnað í að halda til haga margs konar fróðleik frá horfinni tið, og má slíkt kallast héraða- metingur af betra tagi. Dalvikingar tóku þar til hendi furðu snemma því að nú eru tveir áratugir siðan þeir byrjuðu að safna „hvers konar fróð- leik um byggðarlagið meðal heima- manna og sumpart brottfluttra Dal- vikinga”. (Formáli að Sögu Dalvíkur). Það var þó ekki fyrr en 1975 sem bæjarstjórn Dalvikur réð Kristmund Bjarnason til að skrá sögu byggðar- lagsins og liggur nú frammi fyrri hluti þess verks, mikið rit og vandað á alla grein. Þess má og geta að annar doð- rantur sem varðar sögu byggðarinnar kom einnig á markað nú í árslok, seinna bindi Svarfdælinga eftir Stefán Aðalsteinsson, en það er ábúendatal þar sem rakið er hverjir búið hafa á svarfdælskum býlum svo langt aftur sem heimildir endast. Hvor tveggja þessi rit eru góður fengur, að sjálf- sögðu einkum þeim sem upprunnir eru i Svarfaðardal, en einnig öðrum al- mennum áhugamönnum um söguleg- an fróðleik. Og þeir virðast býsna margirá voru landi. Byggðarsaga — landssaga Nú má spyrja sem svo hvort ástæða sé til að rekja sögu einstakra byggðar- bifreiðaþjónustu í norðurenda Bílasölunnar Skeifunnar, Skeifunni 11. Björt og rúmgóð húsa- kynni, mjög góð þvottaaðstaða. Opið alla daga frá kl. 8—22. Verið velkomin. * Bifreiðaþjónustan, Skerfunni 11 VIÐ STÆKKUMI OG BREYTUM NU bjóðum við flestar byggingavörur á sama stað í nýinnréttuðu húsnæði á 1. og 2. hæð, samtals 600 m2. Komiö og skoöið. — Það er hagkvæmt að verzla allt á sama stað. fjtveggjastelnn Þakpappi Eldhúsinnréttingar Veggfúúur Milliveggjaplötur Múrnet Plaströr & fíttings Veggstrigi Spónaplötur Rappnet Gluggaplast Gólfflisar Grindaefni Skrúfur Álpappir Veggflísar Plastcinangrun Þakrcnnur Garðastál Lim Glerullareinangrun Hreinlætistæki Lamir & skrár Gólfdúkur Stcinullareinangrun Blöndunartæki Rafmagnsverkfæri Korkflísar Glcrullarhólkar Viðarþiljur Málningarvörur Saumur Þakjárn Baðskápar Verkfæri ALLT UNDIR EINU ÞAKI BYGGINGARVÖRUDEILD JÓN LOFTSSON HF. HRINGBRAUT121 ✓ Frá Dalvík laga sér á parti, þar sem samfélagsþró- un og atvinnuhættir séu með næsta áþekkum hætti víðs vegar um land. Slíkt má auðvitað til sanns vegar færa. Saga sjávarþorps eins og Dalvíkur sem vex út úr sveitarsamfélagi gæti staðið sem dæmi um mörg slik þorp. En ég hygg að saga Dalvíkur sé að minnsta kosti glöggt dæmi um þá öru fram- vindu atvinnumála allan fyrri hluta aldarinnar að sjávarpláss og útgerðar- bæir rísa á legg og toga til sín æ meira vinnuafl úr sveitunum. Og á Dalvik hefur þetta gerzt á undra skömmum tíma þar sem segja má að staðurinn hafi byggzt frá grunni á þessari öld. Það var árið 1887 sem sú fjölskylda sezt að á Dalvik (eða Böggvisstaða- sandi sem fyrr nefndist svo) sem kalla má frumbyggja staðarins. Þar sem ekki er lengra aðseilast aftur í timann en svo að fyrstu innfæddu Dalviking- arnir hafa verið að safnast til feðra sinna á siðustu árum, gefur augaleið að hægara er að náigast heimildir en ella myndi. Og þetta hafa Dalvíkingar skilið þegar þeir hófust handa á réttum tima að efna til sögu sinnar. Saga eins byggðarlags er einkum og sér i lagi persónusaga. Atvinnuhættir og félagsgerð er víða svipað, en það breytir ekki því að „hver einn bær á sína sögu", svo sem Matthías kvað er hann leit yfir Skagafjörð, — og átti ekki við þá bæi eina sem komu við landssöguna. — Þannig hefur lika Kristmundur Bjarnason litið á og í meðförum hans kviknar til lífs horfin kynslóð Svarfdæla. Einkenni bókar hans er viðtækur mannlífsáhugi og frásagnargleði höfundar. Saga hans er læsileg og alþýðleg í bezta skilningi. Alþýðleiki Nú kunna menn að spyrja hvað átt sé við með alþýðlegri sagnaritun. Þvi er þá til að svara að alþýðleiki Krist- mundar Bjarnasonar birtist helzt í þvi að henda á lofti alls konar sögusagnir og krydda með þeim frásögn sína. Per- sónufróðleikurinn er víðtækur, en það er sú tegund söguritunar sem mestum vinsældum á jafnan að fagna. Yfirlit um atvinnuhætti, í þessu tilfelli saga útgerðar, myndi alls ekki reynast eins áhugavekjandi þótt þarft væri. Hins vegar er hætt við að sá rammi sem Dalvíkursögu er markaður yrði miður heppilegur til slíkra nota. Efnisskipan þessa bindis er þannig að fyrst er lýst staðháttum, dregið upp sögusviðið. Annar hluti fjallar um sveitarhætti á 18. öld með upphafi í manntalinu 1703. Síðan er nokkuð rakin saga Svarfdæla á 19. óld, há- karlaveiðar Eyfirðinga, upphaf þil- skipaútgerðar og greint frá félagslegu framtaki Svarfdæla á seinni hluta aldarinnar. 1 siðasta hluta er svo lýst sjósókn frá Böggvisstaðasandi og rak- in landnámssaga Dalvíkur. Sleppir frá- sögn þessa bindis þegar fyrsti tugur tuttugustu aldar er hálfnaður og vél- bátaöld að hefjast. 1 seinna bindi verður sagan rakin fram undir miðja öldina, að líkindum miðað við þann endapunkt er Svarfaðardalshreppi var skipt 1946 og Dalvíkurhreppur stofn- settur. Stílíburður og yfirsýn ■Kristmundur Bjarnason skrifar nokkuð íborinn stil, er hneigður til sér- vizku i orðafari og sums staðar nokkurt kjams i frásögninni (sbr. kafla um Sigurð Jónsson á Böggvisstöðum og kvennamál hans). Kaflinn um tengdason hans, Baldvin Þorvaldsson á Böggvisstöðum, er hins vegar einn hinn skemmtilegasti í bókinni og nýtur sín þar vel frásagnargáfa höfundar. Annars er það mest um vert hve Kristmundur Bjarnason hefur getað hamið þetta efni vel, svo margir sem hér eru nefndir til sögu og viða komið við. Ég hygg að þeir sem á annað borð hafa gaman af ritum af þessu tagi geti lesið Sögu Dalvikur sér til ánægju þótt þeir þekki lítt til staðhátta. Það kemur til af þvi hve höfundur hefur góða yfir- sýn um efni sitt og skipar þvi vel niður og læsilega. Heimildaskrá mikil er í ritinu og ekkert að meðferð heimilda að finna sem stundum vill brenna við i slíkum ritum. Ekki er minnst vert um mynda- safnið í bókinni sem er með ólikindum stórt, hefur verið grafið upp kynstur af gömlum Ijósmyndum. Sannast að segja mega myndirnar ekki fleiri vera án þess að þær ríði textanum á slig. Frágangur texta er góður og prent- villur hef ég ekki rekizt á. Er þá ekki annað eftir en þakka höfundir verkið og útgefanda myndarskap í heiman- búnaði. Vonandi eignast fleiri byggðarlög jafnvandaða sögu og þessa. Mestu skiptir að slík verk séu svo vandlega grundvölluð að ekki þurfi um að bæta því að heimildir fara forgörðum óðfluga. Er þvi mest um vert að bjarga þeim undan sjó. En hitt er ekki síður ánægjulegt að um þær sé fjallað af sagnaritara sem kann jafn vel til iþróttar sinnar og höfundur Dal víkursögu. v Bók menntir GUNNAR V STEFÁNSSO

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.