Dagblaðið - 10.01.1979, Síða 9

Dagblaðið - 10.01.1979, Síða 9
Nú eru ekki margir eftir af þeirri kynslóð listamanna sem komst til þroska á árunum 1910—20. Það er helst Joan Miró sem þraukar, bráð- hress þótt hálfníræður sé. Skömmu fyrir áramót lést I Róm kollega hans og sporgöngumaður, ítalinn Giorgio de Chirico, niræður aðaldri. Hann var ekki áhrifamikill hin siðari ár, — en á árunum milli 1920 og 30 var de Chirico átrúnaðargoð dadaista og súr- realista með myndum sem hann hafði málað á árunum 1913—18. Þær eiga engan sinn lika og ekki hefur neinn listamaður reynt að feta í fótspor de Chiricos siðan, þótt ýmisleg tækni- brögð og takta hafi menn fengið að láni hjá honum. De Chirico var fæddur í Grikklandi 1888, sonur ítalsks verkfræðings sem þar vann um tíma. Sérstök áhugamál Sjálfur ætlaði de Chirico að gerast verkfræðingur og hóf nám i þeirri grein en uppgö.tvaði þá að listin átti hug hans allan. Lærði hann þá til verka i málaralist hjá grískum og itölskum kennurum og var árið 1911 kominn til Parisar og umgekkst Appolinaire og vini hans, kúbistana. Hins vegar var de Chirico alls ekki áhugasamur um kúbisma og hafði meiri áhuga á barnslega einlægum málverkum hins næfa tollgæslu- manns, Henri Rousseau og meðal ann- arra átrúnaðargoða má nefna symból- ista eins og Böcklin og Klinger sem báðir voru hallir undir dulspeki ýmiss konar í málverkum sínum og teikning- um. Sömuleiðis lét de Chirico sér annt um eldri málara, t.a.m. Piero della Francesca, Massaccio og Uccello, sem allir eru boðberar dulúðgi og stillingar i list sinni. De Chirico var einnig bók- menntalega sinnaður og las Nietszche og fleiri hugsuði sér til gagns. Einkennilegt Ijós Á þessu má sjá að de Chirico fór ekki troðnar slóðir í áhugamálum sínum á þeim tíma er fútúrismi og kúbismi réðu lögum og lofum í heims- borgunum. Upp úr 1912 fór hann að mála þær myndir sem hann er þekkt- astur fyrir, — borgarmyndirnar. En þetta voru engar venjulegar staðarlýs- ingar, heldur eins konar draumaborg- ir. Mannlaus stræti enduðu í auðum torgum þar sem ekkert laufblað bærist og einkennilegt Ijós leikur um furðuleg minnismerki, klassískar styttur, turna, vatnsbrýr eða grafhvelfingar. Þessi myndveröld er enn sérkennilegri fyrir það að listamaðurinn tekur sér ýmis bessaleyfi með fjarvídd, stærðir og hlutföll og sömuleiðis virðist birta mál- verkanna eiga upptök sín annars staðar en venjulegt er. Þessi málverk virðast eins og leikmyndir, þar sem einmana og döprum sálum er boðið að leika hlutverk sin í lífinu. Smátt og smátt fór að lifna yfir þessum mynd- um er leið á áratuginn, járnbrautir De Chirico — Hektor og Andromede Smáauglýsingar BIAÐSINS De Chirico — sjálfsmynd Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld brunuðu framhjá út við sjónhringinn, flöktandi skuggar féllu inn i myndirnar af einhverjum verum utan við þær og síðan fóru að birtast alls kyns brúður og búkar sem nefndar voru klassískum nöfnum. Uggur og kvíði Sjónarspil þeirra er órætt, — oft þrungið ugg eða kvíða. Fleiri undur og stórmerki ágerðust í verkum de Chiri- cos og er súrrealistar hófu starfsemi sína um 1922, fannst þeim heimur þessa ítalska myndspekings eins og forboði þeirra eigin kenninga. En þótt myndveröld de Chiricos sé óneitanlega draumkennd, þá er hún annars eðlis en súrrealískar draumsýnir eins og þær koma fram i Dali eða Ernst. Þessi munur verður best skýrður með tilvís- un í þá hreyfingu sem de Chirico tók þátt í á árunum 1917—18 ásamt sam- landa sínum Carlo Carrá, svo og Giorgio Morandi. Þeir de Chirico og Carrá hittust á spítala í Ferrara, þar sem þeir lágu báðir sárir eftir átök I fyrri heimsstyrjöld og tókust með þeim góð kynni þar sem báðir voru lista- menn. Yfirnáttúrleg list Héldu þeir áfram málaralist af þeirri gerð sem de Chirico hafði lagt grund- völl að og kölluðu „pittura meta- fysica”, — þ.e. hún miðaði að því að gæða fyrirbæri og hluti úr hinni sjáan- legu veröld nýju lífi, — hefja þá upp í æðra veldi með þvi að taka þá úr eðli- legu samhengi og setja þá inn í annað umhverfi og ókennilegra. Við það urðu þeir „yfirnáttúrlegir”. Súrreal- istar höfðu mestan áhuga á því.sem gerist i draumum, en þeir de Chirico og Carrá vildu magna veruleikann upp í yfirskilvitlegan heim. Enda leið ekki á löngu uns sló í brýnu milli hinna frönsku súrrealista, sem tekið höfðu de Chirico upp á arma sér, og þessa italska sérvitrings, sem ekki vildi hlýða boðum og bönnum André Bretons. En hins vegar urðu súrrealískir listamenn eins og Emst, Dali, Miró o.fl. fyrir miklum áhrifum af de Chirico. Eftir 1920 söðlaði de Chirico um, hin yfir- náttúrlega veröld hvarf í skuggann fyrir hreinum landslagsmyndum og uppstillingum af klassiskum toga og síðan sneri hann sér alveg að ítalskri barokklist og gekk í björg, listrænt séð, öllum aðdáendum sínum til mikillar gremju. Mikill persónuleiki Af hinni hressilegu sjálfsævisögu de Chiricos má ráða að honum gramdist áhugi manna á eldri myndunum og skeytingarleysi varðandi þær síðari. Tók hann þá til þeirra ráða að kópera eigin myndir i metafýsiskum stíl og dreifa á markaðinn til að gera bröskur- um með myndlist erfitt fyrir. Hafði þessi ráðstöfun einhver áhrif og hefur verið mikill höfuðverkur listfræðinga æ siðan. En með Giorgio de Chirico er mikill persónuleiki fallinn í valinn og í dag er ferðalangurinn fer um borgir á Ítaliu þá rekst hann oft á torg og stræti sem hann freistast til að kalla „eins og eftir de Chirico". Þannig þröngva lista- menn okkur til að skoða veröldina frá eigin sjónarhorni. De Chirico —Torg Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10.JANÚAR 1979. SMIÐUR DRAUMABORGANNA Um listamanninn Giorgio de Chirico Gripið simann gerið góð kaup

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.