Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 24
10 konur togarasjómanna á Bjartí f engu að f Ijóta með í f isksöluf erð fyrir jólin: „Skeggið” hrímað Það er hrímað „skeggið” á þessum gömlu og virðulegu húsum i Pösthússtrætinu i Reykjavík þessa dagana. Eins gott er að ganga ekki of nærri húsveggjum ef fer að hlána og grýlukertin leita skyndilega niður á við. DB-mynd Hörður. Dómur fallinn í máli Nesco h.f. gegn Neytendasamtökunum: „Fréttatilkynning Neytenda- samtakanna í meginatriðum sönn segir í niðurstöðum dómsins Fallinn er dómur í máli Nesco hf. gegn Neytendasamtökunum. Garðar Gislason, settur borgardómari, kvað upp dóminn. Forsaga þessa máls var á þá leið, að auglýsing birtist í blöðunum frá Nesco hf. haustið 1977, þar sem Grundig sjónvarpstæki er auglýst. Vitnað er í yfirgripsmikla könnun tímaritsins Test, sem gefið er út af vestur-þýzku neytendasámtökunum. í auglýsing- unni sagði að í þessari könnun hafi 36 tækniatriði verið skoðuð og einkunnir gefnar (tveir plúsar mest og tveir mín- usar minnst). Séu plúsarnir lagðir saman og minusar dregnir frá fái Grundig fleststig. Næsta skref þessa máls var að i blöðunum 20. okt. 1977 birtist til- kynning frá Neytendasamtökunum þar sem varað er við þessari auglýs- ingu og sagt að þar sé farið mjög frjáls- lega með staðreyndir og dregnar skakkar ályktanir af gefnum forsend- um. Auglýsandinn beiti þeirri lævisu brellu að leggja saman plúsa og draga síðan minusana frá. Þetta sé mjög vill- andi þar sem tækið geti fengið plús fyrir mjög lítilvæg atriði, en aftur á móti minus fyrir mikilvægari atriði. Þetta varð til þess að Nesco hf. fór í mál við Neytendasamtökin og geiði kröfu um, að tilkynning Neytenda- samtakanna yrði dæmd dauð og ómerk. Varakrafan laut að tveimur setningum í tilkynningunni a.v. þar sem segir að i auglýsingunni sé farið mjög frjálslega með staðreyndir og h.v. þar sem talað er um að auglýsand- inn beiti lævisri brellu. Niðurstaða dómsins var á þá leið að aðalkrafa stefnanda var ekki tekin til greina þar sem fréttatilkynning Neyt- endasamtakanna sé i meginatriðum sönn. Hins vegar segir I niðurstöðu dómsins, að stefndu hafi ekki sýnt fram á, að stefnandi hafi beitt „lævísri brellu” og beri því að ómerkja þá setn- ingu. Um fyrri setninguna segir, að svo mikill sannleikur felist í henni að krafa stefnanda um ómerkingu verði ekki tekin til greina. Þá hafði stefnandi gert kröfu um birtingarkostnað en hún var ekki tekin til greina en stefndu, Neytendasam- tökin, greiði stefnanda, Nesco hf., kr. 90.000 í málskostnað. Jón Magnússon, lögfræðingur Neytendasamtakanna, sagði i samtali við DB að hann væri ánægður með þessar niðurstöður. Auðvitað væri alltaf skemmtilegast að vinna mál 100% en hann teldi að Neytendasam- tökin mættu vel við una. - GAJ Verzluðu fyrir fjórar milljónir á tveim dögum — heimilistæki og munaðarvamingur í f iskilestinni heim Tíu eiginkonur sjómanna á skuttogar- anum Bjarti frá Neskaupstað gerðu jóla- innkaup fyrir tæpar fjórar milljónir króna á tveim dögum í Blackpool á Eng- landi fyrir jólin, að sögn dagblaðs i. Fleetwood. Að sögn blaðsins komu konurnar með togaranum, sem landaði I Fleetwood, og fóru aftur með honum heim eftir kaup- æðið, enda nægt lestarrými fyrir varn- inginn eftir löndunina. Segir í blaðinu að meðal varnings hafi verið þvottavélar, ísskápar, sjónvarps- tæki, hljómflutningstæki og ýmsar neyzluvörur. Haft er eftir Jimmy Hind, talsmanni Marr og Son, umboðsaðila íslenzkra tog- ara I Fleetwood, að algengt sé að ís- lenzkar konur komi með togurunum I verzlunarferðir fyrir jólin. Þá mun algengt að áhafnirnar kaupi ýmsan varning fyrir eina til tvær millj- ónir við vcnjulegar aðstæður. Getið hefur verið um þessa innkaupaferð kvennanna frá Neskaupstað í öðru brezku blaði, en þar voru upphæðir ekki nefndar. -GS Wives on a shop spree -by trawler TE7N housewlvea flndshed a £6,000, two-day shoppdng spree ln Black- pooi ,yesterday — then aet saii on the 1,000-mlle trip borne to Iceland. The wlvw arrVved in the trawier BJartur wtiich waa Uind- tag^a oatch at Pleet- Thé BJartur U one ,of a fl fleet oí loelandlc trawiefli M wtoich laöd their catahei in Britain. And at thU time of the year moet crewa bring their wlvea Chriatmaa •hopplng. Chcaptr Jimmy Hind, a apokes- man for J. Marr and Son, a«ents for the Ioelandera at Pleetvood, aaid : “Crewa take home £2,000-£3,000 worth oí gooda whbn^yer they nd Uere. * “ Every ahip haa at ieast two oc three wcmen abo&rd, but in the BJar- tur'e oaae there are 10. "We have 27 trawlera due in Brltein. "ObÝioualy they are oominjt partly ío do their Chrlatmas shopping1 beoause aooda are enor- mously cheaner here.*’ Wlves return wlth raahing machli -------------V8.J ■■1 mm TÁR Úrklippan úr brezka blaóinu undir fyrirsögninni: Eiginkonur f kaupæði — með togara. fifáJsí, nháð dagbJað MIÐVIKUDAGUR 10. JAN. 1979. Týndu strákarnir fundnir í óhreinu taui um borð íBakkafossi: Ætluðu að stinga af íBanda- ríkjunum — vil ekkert hafa eftir þeim um vitleysis- áform þeirra þar, segir skipstjórinn „Ég vil bara ekkert láta uppi um áform piltanna eftir að þeir kæmu til Bandarikjanna, þau eru tóm vitleysa,” sagði Arngrímur Guðjónsson, skipstjóri á Bakkafossi, er DB ræddi við hann á leið til Bandaríkjanna I gær, eftir að eftirlýstu piltarnir tveir höfðu fundizt þar um borð. Strákarnir áformuðu að láta aldrei til sín sjást um borð og laumast í land I Portsmouth, er skipið legðist þar að, og koma ekki með því aftur. Á laugardag laumuðust þeir um borð I Reykjavíkurhöfn skömmu fyrir brottför og földust I lest þar til á sunnudagskvöld- ið að þeir földu sig I skáp fyrir óhreint tau. Annar þeirra var einmitt að bregða sér eftir vatnssopa þegar til hans sást i gættinni. „Það getur svo sem vel verið að ég láti strákana vinna fyrir farinu með skúring- um eða öðru,” svaraði Arngrímur, er hann var spurður um umgengni við strákana þá daga sem eftir eru af sigling- unni til Bandaríkjanna, en þeir eru nú búnir að fá klefa með hreinu á rúmun- um. -G.S. Laugaveg- ur 1 seldur á 75 millj. króna Húseignin Laugavegur 1 hefur nú skipt um eigendur. Kaupendur eru Garðar Svavarsson hjá Tómasi og tann- læknarnir Birgir Jóhannsson og Hörður Sævaldsson. Söluverðið er kr. 75 millj- ónir. Seljendur eru Sigurbjörn i Vísi Þor- kelsson og niðjar hans og erfingjar Guð- mundar heitins Ásbjörnssonar. í húsunum, sem keypt voru er leik- fangaverzlunin Leikhúsið, sem áður var Dyngja og Gimli, Skósalan og gamla, góða Vísisverzlunin ásamt bakhúsi. Lóðin er um 550 fermetrar. „Við erum nú ekki farnir að ræða það,” sagði Garðar hjá Tómasi, þegar fréttamaður spurði hann, hvort þeir fé- lagar ætluðu að byggja þarna á lóðinni. BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.