Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. 5 Nýjar kröftihugmyndir flugmanna Flugfélags Islands: Sömu laun fyrir að f Ijúga DC-10 og Fokkerunum "SH Vaxandi alvara er nú að færast í þær hugmyndir flugmanna Flugfélags íslands að krefjast sömu launa og Loftleiðaflugmenn án tillits til flug- vélategunda en sem kunnugt er bera flugmenn stærri véla meira úr býtum en hinir. Verður því væntanlega regin- munur á launum DC-IO breiðþotunn- ar og flugmanna Fokker-vélanna, sem aðallega eru notaðar innanlands, þótt starfsaldur flugmanna kunni að vera sá sami. Full harka er hlaupin i þetta mál i kjölfar samkomulags Félags Loftleiða- flugmanna og stjórnar Flugleiða þess efnis að flugmenn Loftleiða verði flug- menn Flugleiða ekki fyrr en 1. október, enda liggi þá fyrir samein- aður starfsaldurslisti flugmanna beggja félaganna. Þetta þýðir að tveir Flugfélagsflug- stjórar, sem áformað var að þjálfa á breiðþotuna, verða ekki þjálfaðir á hana a.m.k. fyrst um sinn og aðrar til- færslur munu einnig bíða. Álita Flugfélagsmenn að með þessu samkomulagi hafi Flugleiðir veitt ákveðnum hópi manna einkaleyfi á ákveðnum flugleiðum og ákveðnum flugvélategundum. Því verði ekki beitt öðrum meðulum en að knýja fram a.m.k. launajöfnuð meðal flugmanna Flugleiða með tilliti til starfsaldurs. Benda þeir á að Loftleiðamenn hafi m.a. sagt, er rætt var um að þeir yngstu úr röðum þeirra færu ef til vill í innanlandsflug, að slíkt þýddi skert öryggi þar sem þeir væru ekki þjálfaðir við þær aðstæður. Þá eru Flugfélagsmönnum minnis- stæð þau ummæli flugmálastjóra fyrir nokkrum árum þegar hann sagði að flugmenn i innanlandsflugi gerðu kraftaverk upp á hvern dag miðað við þær aðstæður sem þeir byggju við. FÍ- menn telja að eigi beri að refsa slikum hæfileikamönnum með lægri launum en menn fá fyrir auðveldara flug. - GS Flugfélagsmenn telja engu máli skipta gagnvart launum þótt 300 fleiri far- þegar rúmist fyrir aftan flugmennina í DC-10 'en Fokker, innanlandsflugið sé mun erfiðara. — DB-mynd um borð I nýju breiðþotunni: HV Innlán í þrjá mánuði með 25% ársvöxtum — lánkjör á endurkeyptum af urðalánum lækka Frá og með deginum í dag verða teknir upp í lánastofnunum vaxtaauka- reikningar sem hægt er að segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Innlánsvextir af þeim verða 25%, samkvæmt auglýs- ingu Seðlabankans i Lögbirtingarblað- inu í dag. Áfram verða óbreyttir vaxtaauka- reikningar með 12 mánaða uppsögn og vextir á þeim óbreyttir eða 32%. Er ætl- unin með þessu sögð sú að bæta hag þeirra sem ekki telja sér hentugt að binda fé sitt til 12 mánaða, eins og gilt hefur um vaxtaaukareikninga til þessa. Útlánsvextir á vaxtaaukalánum verða óbreyttir, eða 33% ársvextir, auk 1% lántökugjalds. Frá og með deginum i dag tekur gildi breyting á lánskjörum endurkeyptra af- urðalána vegna útflutnings en vextir af þeim lækka úr 18% í 8 1/2%. Jafnframt verða lánin bundin gengi Bandaríkja- dollars svo að lánskjör verða ekki siðri en þau sem erlend fyrirtæki, sem keppa við íslenzka útflytjendur, búa við. Eiga þessi nýju kjör bæði við um endurkaup- anleg lán út á útflutningsframleiðslu og sérstök útflutningslán sem ætlunin er að taka upp til að flýta greiðslu afurðaand- virðis til framleiðenda. Jafnframt þessum breytingum á vaxtakjörum hefur verið ákveðið að draga úr vaxandi misræmi milli endur- Sígarettureykingar aukast — önnur notkun tóbaks hefur dregizt saman Tóbakssala jókst nokkuð á síðasta ári milljón vindlar seldust á árinu, 46 tonn 100 kg af munntóbaki en munntóbaks- ef miðað er við árið 1977. Sala tóbaks af reyktóbaki, 14 tonn af neftóbaki og notkun er nánast að leggjast af. - JH frá ÁTVR árið 1978 nam 2011 grömm- um á hvern landsmann. Salan er 0.5% meiri en árið 1977 enda var áróður gegn reykingum þá með mesta móti. Heildarsala tóbaks árið 1978 var 449 tonn sem er rúmum fimm tonnum meira en árið áður. Mest munar um það að sala á sigarettum jókst um 4.6% og sala sígarettna er þrír fjórðu af heildarsöl- unni. Sala á vindlum hefur aftur á móti minnkað um 10%, reyktóbaki um 8%, neftóbaki um 9.1% og munntóbaki um 27%. Alls seldust rúmlega 348 milljón stykki af sígarettum á sl. ári eða um 1560 sígarettur á hvern íbúa. Sextán kaupa Seðlabankans á afurðalánum annars vegar og ráðstöfunarfjár hans í formi bundinna innistæðna frá innláns- stofnunum hins vegar. Munu endur- kaupahlutföll miðað við afurðaverð- mæti lækka um 3% við upphaf þessa árs. Samtimis er þess vænzt að innláns- stofnanir auki viðbótarlán sin út á af- urðir um sama hlutfall svo að heildar- fjármögnun afurðabirgða haldist að jafnaði óbreytt. Seðlabankinn hefur áform um að hækka enn frekar vexti, einkum á vaxta- aukareikningum, til þess að hvetja til enn frekari innlends sparnaðar. Tölu- legar athuganir hafa sýnt náið samhengi milli peningalegs sparnaðar og hæðar raunvaxta. Af framkvæmd þeirra áforma verður þó ekki í bili, að ðsk ríkisstjórnarinnar, þar sem heildarstefnumótun i efnahags- málum liggur ekki enn fyrir. „Án ráðstafana til þess að tryggja raunhæfa lánskjarastefnu, er tryggi bæði eðlilegt framboð á innlendu lánsfé og komi í veg fyrir verulegan eignatil- flutning frá sparifjáreigendum til skuld- ara íegna neikvæðra raunvaxta, getur orðið erfitt að ráða bót á þeim efnahags- vanda, sem nú er við að glíma,” segir i frétt frá Seðlabankanum. - BS Hagkaup á Akureyri stækkar við sig Stórverzlunin Hagkaup í Reykjavík færir enn út kviarnar. Hagkaup hefur um nokkurt skeið rekið verzlun við Tryggvabraut á Akureyri, en það hús- næði þótti of litið og óhentugt. Hag- kaup hefur þvi keypt húsnæði bif- reiðaverkstæðisins Baugs við Norður- götu 62. Talið er að kaupverð hússins sé um 100 milljónir. Skipulagsnefnd Akureyrar hefur enn ekki lagt blessun sina ýfir verzl unarrekstur i stórum stíl við Norður- götu, samkvæmt frétt í Akureyrar- blaðinu Degi, en að tilskildum leyfum hafa Hagkaupsmenn hugsað sér að hefja verzlun á hinum nýja stað i sumar. Starfsmönnum hjá bifreiðaverk- stæðinu hefur verið sagt upp störfum frá og með 30. marz nk. en enn um sinn verður viðgerðum haldið áfram á verkstæðinu. -JH Vantar ykkur klœðaskápa, bað- innréttingar eða sérsmíðuð hús- gögn? Við smíðum allt sem ykkur vantar. Sérhúsgögn Inga og Péturs, Brautarhotö 26,2. hæð, slmi 28230.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.