Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. ibúa landsins sjálfs. Svo virðist því vera að Manley hafi reist ríki sínu hurðarás um öxl. Fyrst i stað gckk bó allt að óskum. Greiðslur frá bauxitnámum (notað við fram- leiðslu áls) i landinu, sem voru að mestu í erlendri eigu, voru miklar og vaxandi. Opinberar framkvæmdir og þjónusta jókst mjög og laun verka- manna hækkuðu mikið. Þau héldu jafnvel áfram að hækka eftir að er- lendar tekjur ríkisins fóru að minnka. Manley forsætisráðherra vingaðist við Castro á Kúbu. Það var liður í stefnu hans sem sjálfstæðs leiðtoga rikis í þriðja heiminum. Hann þjóð- nýtt einnig bauxitnámurnar. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að kalla stjórn hans marxiska. í þjóðnýtingu hefur ekki verið framkvæmt meira á Jamaica en fyrir löngu hefur verið gert i Bretlandi til dæmis. En þetta hafði aftur á móti mjög afdrifarikar afleið- ingar á fjárfestingu erlendis frá. Aðilar sem áður höfðu fjárfest eða hugðust fjárfesta á Jamaica héldu að sér höndum. Sérhæft fólk og miðstéttin á Jamaica fluttu sparifé sitt í erlenda banka. Meira að segja fór að bera á brottflutningi fólksins sjálfs. Jafnhliða þessu minnkuðu tekjurnar af bauxitnámunum. Meira að segja straumur ferðamanna minnkaði vegna stöðugra fregna af óeirðum í höfuðborg landsins. Kunnugir benda á, að óeirðir milli tveggja óaldarflokka unglinga séu eng- an veginn óeðlilegar í þjóðfélagi, þar sem 60% íbúa eru yngri en þritugir og a.m.k. þriðjungur sé at- vinnulaus og geti ekki gert sér vonir um neina slíka i náinni framtíð. Aftur á móti munu þessar óeirðir vera meira en eitt hundrað og fimmtíu kílómetra frá því svæði þar sem ferðamenn dveljast einkum. Ferðamenn hafa aftur á móti ekki látið sér segjast og straumur þeirra minnkar stöðugt til Jamaica. Ekki hefur heldur dregið úr óeirðunum þrátt fyrir að raggisöngvarinn frægi Bob Marley sneri aftur til Jamaica en hann flúði þaðan eftir að tilraun hafði verið gerð til að myrða hann fyrir að styðja Manley i kosningunum árið 1976. Á hljómleikum hans komu Maniey forsætisráðherra og forustu- maður stjórnarandstöðunnar báðir fram og reyndu að fá hina stríðandi flokka til að sættast en án árangurs. Útlitið er sem sagt heldur dökkt á Jamaica. Þeim er skammtað knappt lánsfé og erlendur gjaldeyrir hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum. Jamaica dollarinn hefur fallið mikið, verðbólgan er mikil og kemur það mikið fram á dagiegum neyzluvörum íbúanna, atvinnuleysi eykst og launahækkanir hafa verið frystar við mun lægra mark en verðbólgu nemur. Sérfræðingar telja að aðgerðir í efnahagsmálum muni verða til góðs fyrir Jamaica ef til lengri tíma er litið. Aftur á móti.er það lítil huggun fyrir Manley forsætisráðherra. Hann verður að leysa málin fyrst til skamms tíma og ekki er víst að til þess gefist honum tækifæri. fyrst og fremst er einfaldlega þetta: Þeir skilja ekki hver alvara Alþýðu- flokknum er I því efni að ná skjótum og varanlegum árangri í átökunum við verðbólguna. Þeir skildu ekki mál- flutninginn, þeir skildu ekki kosninga- úrslitin — þeir léku sér að Kröfluvirkj- un — og hvernig eiga þeir allt í einu nú að fara að skilja? Vera má að þetta hafi verið að renna upp fyrir þeim nú allra siðustu daga, en sé skilningurinn að verða til, þá er það hægfara og sárs- aukafull fæðing. Segja má, að þegar litið er afturábak og athuguð samfélagsumfjöllun tals- manna Alþýðuflokksins, þá er verð- bólgan og fylgikvillar hennar grund- vallaratriði. Framhjá því verður aldrei horft. Þegar allt þetta umhverfi er skoðað, allur málflutningurinn fyrir kosningar, þá er auðvitað deginum Ijósara að það umbótanet, sem Alþýðu flokkurinn boðaði, hvílir á því, aðjafn- vægi verði komið á íefnahagsmálum. Það er eins og að ætla að höggva í vatn að gera einstakar úrbætur án þess að þetta meginmarkmið náist fram. Þetta hefur verið og er kjarni málsins. Við segjum að aðrir stjórnmálaflokkar, hvort sem þeir eru í stjórn með okkur eða stjórnarandstöðu við okkur á Al- þingi, hafi ekki skilning á þessu, fremur en þeir skildu á sínum tima að fjórðungur landsmanna skyldi veita okkur brautargengi. Og f ramhaldið var Á þetta höfum við stöðugt lagt áherzlu, þó vitað sé að árangur er enn gersamlega ófullnægjandi. Við tókum þátt I að veita brautargengi bráða- birgðaráðstöfunum í efnahagsmálum, fyrst 1. september og síðan 1. desem- ber, án þess að nokkur heildarstefna lægi fyrir. Það má deila um hversu réttlætanlegt það var, en við höfum viljað vinna mikið til að þessi stjórn gæti heppnazt. Þegar hins vegar var Ijóst I. desember að enn stefndi í fullkomnar bráðabirgðaráðstafanir og að 1. marz verður enn á ný állt upp í loft í samfélaginu, tóku þingmenn Al- þýðuflokksins sig til og sömdu frum- varp tíl laga um jafnvægisstefnu i efna- hagsmálum og samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu. Þetta frumvarp var að verulegu leyti byggt á greinargerð sem fylgt hafði bráðabirgðaráðstöfun- um 1. desember. Þingflokkur og flokksstjórn Alþýðuflokksins sam- þykktu að fjárlög skyldu ekki sam- þykkt fyrr en afstaða stjórnarflokk- anna hinna lægi fyrir til þessa frum- varps, tíl þess að gera efnahagsráðstaf- anir til tveggja ára. Samstjórnarflokk- ar okkar þekktu auðvitað sérhvert efnisatriði þessa frumvarps, um þetta hafa verið nær látlaus fundahöld frá því í vor. Þar kom ekkert á óvart. Þess vegna hefði ékki verið ofætlan að taka afstöðu til þess fyrir jól. En þetta fór i taugarnar á Lúðvík og þreytta liðinu hans. Þeir kölluðu þetta sandkassaleik, heimsku, barnaskap og fleiri orðum. í ástum er talað um afbrýðisemi — sennilega er lika til afbrýðisemi í póli- tík. Allt um það, þá varð endirinn sá að stjórnarflokkarnir tveir gáfu um það hátiðlegar yftrlýsingar að því verki að gera heildstæða áætlun til tveggja ára, sem hafi verðbólgumarkmið í fyrirrúmi, skuli lokið fyrir 1. febrúar n.k. Að þvi loforði fengnu féllst Al- þýðuflokkurinn á málamiðlun og fjár- lögin voru samþykkt fyrir jól. Auðvitað voru þetta veruleg átök. Og vegna þessa fóru verðbólgukallarn- ir í fyrirgefningarleikinn. Þeir mega auðvitað biðja hver annan fyrirgefn- ingar eins oft og þá lystir. Og þvi oftar, því betra, ef einhverjum líður betur. En táraflóð og fyrirgefningarbeiðnir verðbólgukalla eru auðvitað ekkert aðalatriði málsins. Aðalatriði málsins er einfaldlega það að sé málflutningur Alþýðuflokksins undanfarin ár dreg- inn saman í einn farveg, þá er jafn- vægisstefna I efnahagsmálum nauð- synleg forsenda annarra breytinga. Róttækur uppskurður af því tagi, sem við leggjum til i frumvarpi okkar um Jafnvægisstefnu I efnahagsmálum og samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu. Grundvallarhugmyndin er sú að veru- legur uppskurður sé gerður á ríkisfjár- málum, fjárfestingum, peningamálum og öðrum meginþáttum efnahagsmála rikisins. Siðan verði sett þak á launa hækkanir, þó þannig að sérstakur kaupauki komi á lægstu laun, og enn- fremur að verðlagi verði haldið í skefj- um innan svipaðra marka. Það et grundvallarhugmynd að launþegar i landinu vilji taka fullan og ábyrgan þátt I slíkum aðgerðum, ef þeir geti treyst því að rikisvaldið gangi á undar með raunverulegu fordæmi. Þetta er hægt að gera. Alþýðu flokknum er mikil alvara. Þessar hug myndir hafa verið kynntar Alþýðu bandalagi og Framsóknarflokki fyrit löngu síðan. Tímum bráðabirgðaráð stafana verður að Ijúka, vegna þess a( þær bera verðbólguna i sér. Okkur cr alvara. Okkur er mikil alvara. Takisi þetta, þá gerum við landi og þjó( mikið gagn. Takist þetta ekki, þá er samfélagið í mikilli hættu. Þeirri hættu verður að forða. ÞANINN STRENGUR - Það var i morgunsárið að mennirnir með ölið kvöddu dyra. Þetta var bakdyramegin á þekktu veitingahúsi í Kaupmannahöfn. Þegar hurðinni var lokið upp tóku útkeyrslumennirnir að rogast með Carlsbergkassana inn á lagerinn. Annar maðurinn var um fimmtugt. Hann hafði verið i útkeyrslunni í 30 ár. Þessi maður var þrekinn og saman- rekinn með mikil vöðvabúnt, sem safnast höfðu og harðnað í áratuga glímu við þessi ágætu drykkjarföng. Hann hafði byrjað á útkeyrslunni ungur og ekki hlotið neina skóla- menntun. Samt sem áður leið honum vel og hann var með dálitla ístru og holdmikið andlit sem var síbrosandi. Honum Iá ekki hátt rómur, en samt hafði hann oftast orðið í pásunum. Hann var meistari í hinum milda danska húmor. Þeirri listrein sem aldrei hefur verið ríkisstyrkt eða metin af opinberum aðilum en stendur oft ekki að baki list þeirra hjá því Konunglega. Hinn maðurinn sem rogaðist með kassana var ungur. Hann var rúmlega þrítugur og hafði verið í útkeyrslunni i hálft ár. Þessi maður var stundum dálítið fúll. Han var grannur og notaði gleraugu. Ungi maðurinn átti að baki allt aðra sögu en sá eldri. Þessi ölburður var nánast eina likamlega vinnan sem hann hafði unnið um ævina. Foreldr- ar hans voru efnað miðstéttarfólk og börn þeirra gengu menntaveginn. Skólagangan var ekki nein kvöl> fyrir þennan unga mann. Hann hafði fengið frá Guði góðar gáfur og runniö i gegnum öll skólastigin án nokkurra erfiðleika. Fyrir ári lauk hann háskóla- prófi með prýði og framtíðin blasti við honum björt og fögur eins og í gamalli skáldsögu. Ungi maðurinn bjó sig undir að koma undir sig fótunum og flytja endanlega undan verndar- væng og vasapeningum fjöl- skyldunnar. Offramleiðsla menntamanna byrjuð á íslandi En þegar til kom voru Ijón á veginum. Það þjóðfélag sem eytt hafði ótöldum milljónum í meira en tveggja áratuga skólagöngu mannsins hafði þegar til kom ekki þörf fyrir sér- fræðilega starfskrafta hans. Valið var nú útkeyrslan á ölinu eða önnur álika störf ef heppnin var með eða at- vinnuleysiskaup. Það má ef til vill segja hinu danska samfélagi til hróss að ungi maðurinn fékk brauð til lágmarks- neyslu, hvort hcldur hann valdi þann kostinn að gera ekki neitt eða fékk að vinna verkamannavinnu í eðlilegan lögboðinn vinnutima. Þessi saga er rifjuð upp hér af sér- stökum ástæðum. Allir sem eitthvað þekkja til á Norðurlöndunum vita að hún er sönn. Sú geigvænlega þróun hefur átt sér stað að offramleiðsla er orðin á menntamönnum á Norðurlöndunum. Þeir hafa ekki Kjallarinn Hrafn Sæmundsson meðal annars það að verkum að lifs- kjör eru þeim mun verri. Þetta gerist vegna þess að stór hluti þessara lána hefur farið i óarðbæra fjárfestingu eða beina eyðslu. Þrátt fyrir opin dæmi allt í kringum okkur vilja íslendingar ekki læra neitt af reynslu annarra. Nánast í hvert einasta skipti sem fjölmiðill kemur fyrir skynfæri almennings eru dæmi um ástandið i þjóðfélaginu. Efnahagslífið er eins og þaninn strengur sem brostið getur hvenær sem er úr þessu. Pólitískt minni lengur að neinu öruggu að hverfa eftir að skólagöngu er lokið. Þetta ástand er þegar byrjað hér á Islandi. En reynsla Norðurlandanna og raunar fleiri vestrænna landa, m.a. Bandarikjanna, hefur ekki kennt Islendingum neitt. íslendingar vinna þarna eins og á mörgum öðrum sviðum eftir þeirri höfuðreglu að byrgja ekki brunnana fyrr en öll börn- in eru dottin í þá. Meðan Norðurlöndin gera ýmsar örvæntingarfullar tilraunir til að leyna þessum vanda þá gera tslendingarekki neitt. Danir eru sýnu verst settir. Þar er opið atvinnuleysi staðreynd og ekki hægt að leyna því. Danir hafa einfald- lega ekki efni á að borga niður at- vinnuleysið. Það gera Svíar hins vegar og nota sinn mikla þjóðarauð til þess. Þeir geta þess vegna staðið bæði vitur- lega og manneskjulega að málunum. En hvað duga peningarnir lengi. Hag- vexti eru takmörk sett, jafnvel i rikustu þjóðlöridum. Efnahagslífið eins og þaninn strengur Það sem íslendingar standa frammi fyrir í þessum efnum er að það hrúgast upp fólk með framhaldsskólamenntun í ýmsum greinum sem þjóðfélagið hefur ekki þörf fyrir á þeim starfsvett- vangi sem það er lært til. Hingað til hefur tekist að fela þennan kúf. Annars vegar með því að hrúga fleira og fleira fólki í þjónustu- greinar. Þetta hefur verið mögulegt vegna þessaðstofnað hefurveriðtil of- boðslegrar skuldasöfnunar erlendis sen nemur nú um 200 milljörðum króna. Innanlands hafa verið gefin út rikisskuldabréf, sem nema miklum fjárfúlgum. Auk þessa alls er yfir- dráttur rikisins hjá Seðlabankanum nú um 25 milljarðar. Þessa peninga verður almenningur einnig að greiða í einu eða öðru formi. Auðvitað þarf ekki ýkja mikla skynsemi til að sjá að þetta getur ekki gengið öllu lengur. Vextir og af- borganir af öllum þessum lánum gera nánast ekki neitt Það er augljóst að meiri úrvinnsla og nýr iðnaður er það eina sem rétt getur við efnahagslifið í framtíðinni og tekið á móti sivaxandi fjölda fólks á vinnumarkaðinn. Til eru þeir sem segja að allt lagist þegar þorskurinn stækki. Þetta er sefjun og það getur auk þess orðið bið á þvi að þorskurinn stækki. Enn ræður veiðimannahugsunarhátturinn ríkjum á sjó og landi og þessi aðlaðandi og verðmæta skepna fær lítið griðland þrátt fyrir handahófskenndar friðunarráðstafanir. Þetta orsakast af pólitísku hugleysi stjórnmálamanna. Þeir hafa meira að segja hingað til ekki haft hugrekki til þess að láta fiskimennina veiða þær tegundir sem nóg er af í sjónum. ! iðnaðinum standa málin þannig að til eru heil bókasöfn af áætlunum og tillögum um iðnaðinn. Engar af þessum áætlunum hafa veriö fram- kvæmdar. Gott skóladæmi um þá meðhöndlun sem iðnaðurinn fær er Coca Cola stríðið. Án nokkurrar könnunar í nútíð eða fortið er Cola og smjörlikið látið knýja fram með aðstoð verkalýðshreyfingarinnar fjórðungs- hækkun á verði framleiðslunnar. Þetta gerist þegar glíman við vísitöluna og verðbólguna er háð upp á líf og dauða, ekki sisi i þágu iðnaðarins. í þeirri stöðu er einum þrýstihópnum sleppt lausum úr búrinu. Eftir á sýnist almenningi að þessi hækkun sé nú aðallega notuð í maraþonauglýsingar í samkeppninni. Þanrrig ber allt að sama brunni. Pólitiskt minni almennings er nánast ekki neitt. Eftir aðeins örfáai mánuði frá andarslitrum rikisstjórnar sem á sér enga hliðstæðu i stjórnmála- sögunni gleypir almenningur við á- róðursblekkingum og talnalestri sem borinn er á borðið. Almenningur gerir sér enga grein fyrir því og gerir engan greinarmun á raunverulegum kaupmætti launa og japlar enn á kosningaslagorðinu „samningana i gildi”. í raun eru siðustu vikumar eini tíminn i mörg ár, sem samningar Itafa verið í gildi hjá þorra launafólks hvað kaupmátt snertir. Sú viðmiðun er það eina sem raunhæft er I nútíð og framtíð. Hrafn Sæmundsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.