Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1979. Útgafandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdaaljóri: Svoinn R. EyjóHason. Ritatjóri: Jónas KriatJAnaaon. Fróttaatjóri: Jón Birgir Póturason. RitstJómarfuHtrúi: Haukur Haigason. Skrifstofustjóri rítstjóman Jóhannes ReykdaL iþróttir. Hailur Simonarson. Aflstoðarfróttastjórar Atfl Steinarsson og Ómar Valdi- marsson. Menningarmál: Aflalstainn IngóHsson. Handrít: Asgrímur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Bragi Slgurflsson, Dóra Stofánsdóttir, Gissur Sigurfls- son, Gunniaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Svoinn Þormóflsson. Skrífstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorioHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þvorhoiti 11. Aflabimi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2500 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Sotning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Andvígir iðnaði „Efsú staða kæmi upp í iðnaði, segjum sápuiðnaði, að framleitt væri meira en þörf væri fyrir til innanlands- neyzlu af handsápu, mundu stjórnvöld seint grípa til þess ráðs að greiða niður sápuna til útflutnings til þess eins að halda uppi atvinnu í iðngreininni.” Þetta ágæta dæmi tók Reynir Hugason verkfræðingur í kjallaragrein í Ðagblaðinu í fyrradag, þar sem hann gagnrýndi skortinn á iðnaðarhugarfari hjá ráðamönnum veiðimanna- og hjarðmannaþjóðfélags íslands. Ef handsápa væri afurð hins hefðbundna og lögvernd- aða landbúnaðar, ættum við sápufjall eins og við eigum nú smjörfjall. Enginn framleiðandi þyrfti að taka tillit til markaðs fyrir handsápu. Hann léti bara framleiða lát- laust og takmarkalaust á ábyrgð og kostnað hins opin- bera. í byrjun vandans mundi ríkið hefja niðurgreiðslur á sápu til að fá fólkið til að kaupa meira af henni. Jafn- framt yrðu skattar fólksins hækkaðir að sama skapi. Þegar þetta ráð nægði ekki, mundi ríkið taka afganginn fullu verði og selja síðan úr landi fyrir tæplega eða rúm- lega flutningskostnaði. Það heita útflutningsuppbætur. „í landbúnaði aftur á móti þykir sjálfsagt, að framleitt sé meira en sem svarar til innanlandsneyzlu. Umfram- framleiðslan sé síðan niðurgreidd af stjórnvöldum til út- flutnings til þess að halda uppi atvinnu í landbúnaði”, segir Reynir Hugason. Dálítið skiljanlegri er peningaausturinn í sjávarútveg. Áratugum saman hafa fiskveiðar verið undirstaða vel- sældar íslendinga. Nú er hins vegar svo komið, að afli á sóknareiningu fer ört minnkandi og fiskveiðarnar verða senn að stafkarli í atvinnulífinu. Löngu eftir að þessi þróun var augljós öllum, sem nenntu að líta í kringum sig, var haldið áfram að lána mönnum botnlaust og vitlaust fyrir fiskiskipum. Flotinn er fyrir löngu orðinn of stór og hver viðbótartogari bakar þjóðinni tjón. Eigin fé og lánsfé þjóðarinnar er mokað í algjöru til- gangsleysi í landbúnað og fiskveiðar, meðan fiskvinnsla og iðnaður búa við svelti. Þetta gerist enn, meira en ára- tug eftir að upplýst var, að iðnaðurinn þyrfti að sjá um atvinnutækifæri unga fólksins í framtíðinni. Reynir Hugason minnir á nýjustu aðgerðir stjórn- valda gegn iðnaði, tollalækkanir, skattahækkanir og sér- stakan, nýjan skatt á byggingaframkvæmdir. Hann segir, að enn einu sinni ætli að sannast, að hið opinbera um- hverfi sé beinlínis fjandsamlegt iðnaði hér á landi. Reynir segir, að iðnaðarhugarfar sé, „þar sem sá skiln- ingur ríkir m.a. að velgengni og blómlegur hagur at- vinnufyrirtækis jafngildi nægri atvinnu og hagsæld starfsfólksins, einnig jafngildi nákvæm og vönduð vinnu- brögð starfsfólksins háu verði og öruggum markaði fyrir framleiðsluvörur fyrirtækisins og þar með atvinnuöryggi fyrir starfsfólkið”. Reynir telur, að skilning á þessu sé víða að finna meðal fólksins í landinu, þótt ráðamennirnir séu andvígir iðnaði. Almenningur sé farinn að óttast um sinn hag. Hann sé farinn að skilja, að ekki gangi lengur að fara troðnar slóðir í atvinnumálum þjóðarinnar. Afleiðingin af óbeit ráðamanna þjóðarinnar á iðnaði er vísvitandi stýring fjármagns frá arðbærum verkefnum til hinna arðminni. „Þessu fylgja óhjákvæmilega lægri lífskjör, minni tækniframfarir og dulið atvinnuleysi”, segir Reynir í kjallaragreininni í Dagblaðinu. Jamaica: BÁGAR H0RFUR í EFNAHAGSMÁLUM 0G ÖLL RÁÐ í HÖNDUM ALÞJÓDABANKANS Ríkisstjórn og stjórnarandstaða á Jamaica í Karabíska hafinu eru sam- mála um eitt atriði í það minnsta. Það er að ástæða sé að óttast framtíðina. Ég held að fá ríki hefðu staðizt slík á- föll án almennrar uppreisnar eða neyðarástands í landinu, er haft eftir einum ráðherra landsins og hann sagði einnig að ljóst væri að það áfall sem Jamaica hefði orðið fyrir virtist hafa slegið skyndilegum doða yfir allan landslýð. Ráðherrann sagðist aftur á móti ekki vita hvað yrði þegar Ijós rynni upp fyrir fólki hvert stefndi. Talsmaður stjórnarandstöðunnar sagðist vera sammála þessari skoðun ráðherrans. Nauðsynlegt væri að rýra lífskjör og draga úr framboði ýmissa neyzluvara auk þess sem verulegt at- vinnuleysi væri fyrirsjáanlegt. Allt getur gerzt hér á Jamaica á næstu mánuðum, sagði talsmaðurinn, jafn- vel götuóeirðir. Hvaða ósköp eru það svo sem riðið hafa yfir Jamaica? Jú — fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins komu í heimsókn. Þá fékk Michael Manley forsætisráðherra landsins sönnur fyrir því, eins og svo margir leiðtogar rikja i 3ja heiminum, aö þrátt fyrir frelsi frá hinum gömlu ríkjum eru lönd þeirra ekki að fullu frjáls. Þrátt fyrir eigin fána og her og jafnvel eigin flugfélög þá er frelsið ekki nema að hluta til staðreynd. Þegar peningana þrýtur þá koma einhverjir ákveðnir og fremur leiðin- legir menn frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Alþjóðabankanum og segja til um hvernig fleyta eigi öllu á- fram. Svo virðist sem nær alltaf hafi skipanir þessara bankafulltrúa í för með sér rýrnun lífskjara hinna fá- tækustu. Ráðamenn ríkja þriðja heimsins eiga um tvennt að velja i samskiptum sínum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hlýða skipunum fulltrúa hans eða gera það ekki. Hvorugur kosturinn er góður. í síðara tilfellinu er ríkið skilið eftir á köldum klaka og án aðstoðar sjóðsins. Ef þjóðarleiðtogarnir velja fyrri kostinn eiga þeir á hættu að ibúar landsins snúist gegn þeim og jafnvel reki þá frá völdum og út í yztu myrkur. Manley forsætisráðherra hefur verið fremur óheppinn síðustu árin i stjórnarathöfnum sinum. Sú staðreynd hjálpar þó lítið. Hann kom til valda árið 1972 I frjálsum kosningum og sigraði aftur með yfir- burðum árið 1976. Þá hljóðuðu lof- orðin um að auka sjálfræði landsins efnahagslega gagnvart útlöndum. Einnig var lofað meiri jöfnuði meðal Nauðsyn efnahags- áætlunar til langs tíma Þeir eru borubrattir verðbólgukall- arnir sem eru í forustu fyrir verðbólgu- flokkunum i ftólitík. Þeir kunna að spila innbyrðis á tiltekin spil, leika valdapóker. Þeir hafa tileinkað sér vissar leikreglur. Sumt má, annað má ekki. Þeir leika sinn samtryggða leik, tala sitt samtryggða tungumál. Þeir hafa ekki áhyggjur. Þeir eru verðbólga holdi klædd. Þeim hefur ekkert.dottið nýtt í hug í áratug eða meir. En þeir eru kúnstugir þá þeir vakna af dvalan- um og láta til sín heyra. Skömmu fyrir jól gerðist það á AI- þingi að Ólafur Jóhannesson bað Geir Hallgrimsson afsökunar. Og á hverju skyldi verðbólgukall númer eitt vera að biðja verðbólgukall númer tvö af- sökunar? Auðvitað á tilveru Alþýðu- flokksins, framkomu hans og fram- ferði. Vandlætingin, hneykslunin skein úr andliti afsökunarbeiðanda. Sá sem tók við afsökunarbeiðninni tók því með kurteisi og ró, en virtist auð- vitað ekkert telja eðlilegra en að skipzt væri á samtryggðum fyrirgefningar- orðsendingum. Og þriðji verðbólgu- kallinn mátti ekki vera maður að minni. Lúðvík Jósepsson hefur ritað langar blaðagreinar til þess að býsnast á framkomu kratanna, sem hann telur ýmist heimskulegar eða barnalegar, nema hvort tveggja sé. Og hann tekur auðvitað fullan þátt I hinum verð- bólgna fyrirgefningarleik gömlu kallanna. Hann hefuraldrei vitaðann- aö eins. Eitt er vist: Ró þessara manna hefur verið raskað. Þeir hafa haldið um stjórnartauma hér á landi allan þenn- an áratug. Þeir hafa leikið sér til skipt- is. Efnahagslífið er orðið að forarpytti, verðbólgan virðist óviðráðanleg, og þeir virðast hver öðrum slappari þegar kemur að raunverulegum úrlausntim. En það skiptir ekki máli. Þeir biðja hver annan fyrirgefningar I hring, þannig að áhorfendur verða tárvotir um hvarmana. Þaðer aldeilis tignarleg sjón og heyrn þegar verðbólgukall- arnir byrja að biðja hver annan fyrir- gefningar. Aldeilis tignarlegt að sjá og heyra. Þreytumerki Þeir virðast eiga það sameiginlegt, Ólafur Jóhannesson, Gcir Hallgríms- Kjallarinn Vilmundur Gylfason son og Lúðvik Jósepsson, að þeir telja að tilkoma stórs þingflokks Alþýðu- flokksins hafi orðið Alþingi til bölvun- ar, vansæmdar og minnkunar. Þing- flokkur Alþýðuflokksins fellur alls ekki inn i munstur þeirra um stjórn- mál. Alþýðuflokkurinn fer I taugarnar á þeim, hann þreytir þá. Þeir eru allir sannfærðir um að fjórðungur ís- lenzkra kjósenda hafi gert hin ferleg- ustu mistök, þegar hann veitti Alþýðu- flokknum brautargengi. Það hvarflar ekki að þeim að sjálfir hafi þeir saman eða sundur mótað ranga stefnu sem þurfi að leiðrétta. Það er aðeins ein skekkja i heimsmynd þeirra: Vitlausir kjósendur. Hver með sínu nefi vilja þeir kosningar, segja þeir, til þess að leiðrétta þau mistök sem orðið hafa. Þeir vilja frið. Þeir vilja gömlu leik- reglurnar, gömlu skiptin, gamla góða friðinn. Og gömlu góðu verðbólguna, sem þeir kunna að lifa í. Hvort sem lesnar eru áramótagrein- ar þessara manna eða hlustað á þing- ræður þeirra, skin þessi vilji í gegn. — En þó er eins og stundum hvarfli að þeim efi. Getur verið að fjórðungi Ís- lendinga hafi verið alvara? Og getur verið að fylkingin sé stöðugt að stækka, að alvaran og þunginn í mál- flutningnum sé stöðugt að aukast? Mér er ekki grunlaust um að eins og eitt og eitt augnablik læðist þessi efi að verðbólguköllunum þremur. Hvað veldur þessu ergelsi? Undanfarin misseri hefur ekki á Ís- landi verið deilt um málefni sem skipta má til hægri og vinstri eins og stundum áður. Það hefur verið deilt um afmörkuð málefni, sem verður að skýra af sjálfu sér. Allur þessi áratugur hefur verið áratugur efnahagslegrar óstjórnar. Það leit vel út í byrjun. Það var fjárfest ótæpilega, meðal annars í stórvirkum atvinnutækjum eins og skuttogurum. Ríkisbúið var blómlegt í upphafi áratugarins. En þessi stefna var keyrð úr hömlu. Samfélagið varð, þegar framí sótti, að greiða fyrir það sem borgaði sig ekki af sjálfu sér. Skipt var um stjórn um miðjan áratuginn, en ekkert skánaði, versnaði ef eitthvað var. Verðbólgnum framkvæmdum var haldið áfram. Nú var fjárfest í vit- lausum orkuverum, sem frægt er. Verðbólgan geisaði áfram. Samfélagið vaknaði við það að i skjóli verðbólgu blómstraði mikil spilling. Eignatil- færslur voru stjórnlausar, misnotkun mikil. Stjórnkerfið réð engan veginn við vandann. Dómskerfið var liðónýtt, skattsvik blómstruðu. Stjórnkerfið sjálft var á bóiakafi I þessum verð- bólguleik. Þetta var myndin sem blasti við. Misseri eftir misseri var hægt að rekja þessa þróun með rökstuddum dæmum. Æ fleirum þótti þetta ástand óbærilegt. Verðbólgukallarnir þrir hristu auðvitað hausinn og héldu áfram með sinar kröflur. Aðfinnslur og gagnrýni fóru i taugarnar á þeim, töfðu hinn stórfenglega leik. Svo.komu kosningár. Mikill hluti þjóðarinnar reyndist hugsa töluvert öðruvisi en verðbólgukallarnir þrír. Alþýðuflokkurinn, með kosninga- stefnuskrá sem um margt gekk á skjön við hefðbundið tungutak stjórnmál- anna, reyndist hljóta mikið brautar- gengi. Ólafur Jóhannesson tilkynnti þjóðinni næsta dag að hann skildi ekki kjósendur Alþýðuflokksins. Ólíklegt má telja að Geir Hallgrímsson og Lúð- vík Jósepsson hafi botnað öllu meira í kjósendum Alþýðuflokksins. En þeir skilja hins vegar kjósendur hvor ann- ars — eða þykjast skilja þá að minnsta kosti. Það sem þessir menn skilja ekki

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.