Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1979. ----- -------------------------- DB á ne ytendamarkaði í garðinum Einfaltogfljótlegt: Það lengir Jífdaga’ skónna um mörgár „Við erum voðalegir labbakútar með skóburstun. Mér finnst alveg stórmerkilegt þegar fólk kaupir sér skó fyrir allt upp í 40 þúsund krónur, skuli það ekki kaupa sér eitthvað af þessum vatnsverjandi efnum sem til eru fyrir skóna sína,” sagði Gísli Ferdinandsson skósmiður, sem gert hefur við skó höfuðborgarbúa í sl. 22 ár. „Óburstaðir skór fara ákaflega illa í bleytu og ekki bætir saltið á götunum úr skák. Hins vegar má verja skóna með góðum áburði, t.d. er ágæt vörn i leðurfeiti. Auðvitað eru til einstaka menn sem bursta skóna sina að staðaldri. Einn af þeim er til að mynda arabi sem er bú- settur hér. Það er alveg unun að fá skóna hans til viðgerðar, þeir eru svo vel burstaðir. Það þarf ekki nema þurrka af þeim með klút þá eru þeir alveg glansandi finir. Annars er það vist orðinn einhver lúxus núna að bursta skóna sina, rétt eins og að bursta tennurnar. Skó- áburður er orðinn dýr vara með alls kyns lúxustollum. Við erum hér með áburð, að visu fylgir púði með, sem kostar upp i 700 kr. Svo er líka til áburður án púða á 635 kr. Venjulegur skóáburður kostar hins vegar 395 kr. Áburðurinn sem kostar 635 kr. er til i mun fleiri litum en sá ódýrari eða i allt að 40 litum. Dósirnar eru lika stærri og i þeim er mýkra skókrem sem gefur betri gljáa en venjulegur „gamaldags” áburður. Til er silikrem til að vatns- verja skóna með og kostar dósin 635 kr. Vatnsverjandi leðurfeiti kostar 680 kr. (stór dós) og vatnsverjandi efni í úðabrúsa kostar um 1140 kr.” Sagði Gísli að þetta úðaefni væri mjög gott. Ekki væri ástæða til að úða mjög miklu á skóna í hvert sinn. Heldur aðeins litlu magni en hins vegar er til bóta að grípa oft til brús- ans. Til þess að geta burstað skóna sína með góðum árangri þarf nauðsynlega að hafa góðan bursta bæði til þess aö bera á með og til þess að bursta gljáa í skóna. Hjá Gisla sáum við fyrsta flokks skóbursta frá blindraiðn, sem handunnir eru úr hrosshári. Venju- Gtsli Ferdinandsson skósmiður hefur gert við skó borgarbúa i 20 ár. Hann segir að við séum mestu slóðar með að bursta skóna okkar. DB-mynd Bjarnleifur. legur bursti kostar ekki nema 600 kr„ litill bursti til þess að bera á með kost- Egg í karrýi Það er næsta sjaldgæft að snjór sitji lengl á grelnum trjánna, i það minnsta á Suð- vesturlandL Það hefur þó gerzt I þvi snjó- og kuldakasti sem undanfarið hefur gengið yfir landið. Þegar snjórinn blotnar verður hann margfalt þyngri en þegar hann er „þurr” og getur hæglega brotið stórar greinar. Þvi er ráðlegt að hrista snjóinn af greinunum. ar 300 kr. Þegar skóburstarnir eru orðnir óhreinir eftir langa notkun má þvo þá upp úr góðu sápuvatni og þá verða þeir sem nýir. Gisli sagði að mjög hefði færzt í auk- ana á síðari árum aö fólk léti sóla skóna sina. „Einu sinni kom til mín þekktur maður og sagði mér að hann hefði ekki efni á að kaupa sér ódýra skó! Það er nefnilega heilmikill sann- leikur í þessum orðum. Það margborg- ar sig að kaupa dýra og vandaða skó. Þá er hægt að láta sóla aftur og aftur. Þótt það kosti vitanlega nú orðið sitt, DB-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson. þá borgar það sig samt. Ef keyptir eru ódýrir skór er maður rétt búinn að ganga þá til þegar þeir eru orðnir ónýt- ir. Það er líka alltaf óþægilegt að vera í nýjum skóm,” sagði Gisli skósmiður. Í dag kostar minnsta viðgerð sem framkvæmd er á skósmíðavinnustofu 590 kr„ minnsta bót sem sett er á kost- ar 770 kr. Nýir sólar á karlmannsskó kosta 3.790 kr.(úr nælon) en leðursóli kostar 4.580 kr.Nýir nælonsólar á há- hælaða kvenskó kosta 3.530 kr. en ef sólinn er úr leðri kostar hann 4.200 kr. A.Bj. Þetta eru nauðsynleg áhöld til þess að lengja lifdaga skónna. Þegar burstarnir eru orðnir óhreinir er hægt að gera þá sem nýja með þvi að þvo þá upp úr heitu sápuvatni. 4egg 1 dl rjómi eða vatn 1/2 tsk. borðsalt. Bræðið smjörlíki i potti. Saxið lauk- inn og látið hann út í ásamt karrýinu. Þeytið eggin b'tið eitt og blandið vatninu eða rjómanum saman við. Hellið eggjablöndunni í pottinn og látið hana hlaupa eins og hrærð egg. Berið réttinn fram á ristuðu brauði eða með reyktum fiski, grænmeti og þ.h. Verð: Hráefnið í réttinn kostar í kringum 430 kr. ef notaður er rjómi, en ekki nema 336 kr. ef notað er vatn. Er þá reiknað með ristuðu brauði en ekki neinu grænmeti. A.Bj. Gott er að eiga á takteinum upp- skriftir að einföldum og fljótlöguðum réttum, sem hægt er að grípa til þegar mikið liggur við. Meðal slíkra rétta eru t.d. hrærð egg, sem bera má fram með ýmsu móti. í Hússtjórnarbókinni er meðal annars uppskrift að hrærðum eggjum með karrýi: 1 laukur 1 tsk. karrý 20 g smjörliki Uppskrift dagsins BURSTIÐ SKÓNA YKKAR í ÓFÆRDINNI LÆRIÐ AF REYNSLUNNI Nú eftir að snjórinn er kominn sjáið þið kannski eitt og annað sem hefði átt að gera áður, nefnilega að binda upp smátré og runna til þess að þau sligist ekki af snjónum. Eða verði fyrir átroðningi af börnum og öðrum óvitum. Fulloröið fólk er oft á tíðum ekki síður hugsunarlaust, þótt það ætti að hafa meira vit. Áður en snjór leggst að á að vera búið að koma sterklegu priki fyrir við hverja plöntu og vefja greinunum þétt að þvi. Á einum stað — og sjálfsagt víðar. hefur verið kostað til gróðursetningar trjáplantna við fjölbýlishús en síðan var ekkert gert plöntunum til varnar. Nú í snjónum voru þær nærri því í kafi og um og yftr trjánum voru fótspor og spor eftir sleða. Hræddur er ég um að sumir áliti að ekki sé til neins að gróð- ursetja tré á slikum stöðum. Það er mesti misskilningur. Það þarf aðeins að gera svolitið til þess að verja gróðurinn. Það er bæði ódýrara og far- sælla en að kaupa nýjar plötur að vori. Annað sem ætti að gera, og er enn hægt, er að sjá um að snjórinn sligi ekki limgerði og stærri stök tré, sem ekki eru tök á að binda upp. Það er að hrista snjóinn af greinum og kvistum. Það er að vísu sjaldgæft að snjórinn' sitji lengi á greinunum, en ef hann blotnar verður hann margfalt þyngri og getur mölbrotið þétta runna og lim- gerði. Með svolitilli athygli og framtaks- semi má hæglega koma í veg fyrir skemmdir á gróðri af völdum snjóa. Kópavogi um nýár, Hermann Lundholm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.