Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.01.1979, Qupperneq 8

Dagblaðið - 10.01.1979, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. Útsala á hljómplötum og kassettum, afsláttur 20-60%. & 'txé&jj. Skipholti 19 RVK sfmi 29800, BILAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, til dæmis: Franskur Chrysler '71 Fiat128'73 Toyota Crown '67 BMW 1600'69-70 Volvo Amazon '65 Fiat 125 '73 Einnighöfum viö úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 11397 BifneiÖasaf% Laugavegi 118 EGILS Sími 15700 Wagoneer Custom árg. 1974,6 cyl., beinsk., ekinn 71000 km. Cherokee „S" árg. 1974, beinsk., 6 cyl., ekinn 80000 km. Cherokee „S" árg. 1976, 8 cyl., sjálfsk. með Quadra Track, ekinn 36000 km. Toppbíll. Jeep CJ5 árg. 1974,6 cyl., 258 cid. með blæjum, ekinn aðeins 40000 km. Jeep CJ5 árg. 1977, 6 cyl., 258 cid. með blæjum, ekinn aðeins 18000 km. Stór- glæsilegur jeppi. Lancer1400 árg. 1977,4 dyra, ekinn aðeins I lOOOkm. Bronco árg. 1974,6 cyl., beinsk., ekinn 81000, á nýjum dekkjum. Góður bill. Mercury Comet, 4 dyra árg. 1974,6 cyl., beinsk., ekinn 67000 km. Chevrolet Nova árg. 1972,6 cyl. beinsk. Peugeot 504, bensín, árg. 1975,ekinn 115000 km. Saab 96 árg. 1969. Sunbeam Alpina árg. 1970, sjálfsk., ekinn aðeins 20000 milur. Sunbeam 1600 de Luxe 4 dyra, árg. 1974, ekinn 36000 km. Hunter de Luxe árg. I974,ekinn 15000 á vél. Matador árg. 1973, ekinn 80000 km, 6 cyl. beinsk. Okkur vantar nýlega bíla af öllum gerðum á skrá og eins og flestir vita selst bíllinn ef hann fœr að standa. Ekkert innigjald. Atvinnu í íslenzkum sjávarplássum fómað fyrir hagsmuni olíu- fursta? engar veiðiheimildir útlendinga við Island, segir Pétur Guðjónsson „Gráa skýrslan þýðir um 85 þúsund tonna niðurskurð á aflamagni okkar frá þvi sem áður var talið mesta hugsanlegt aflamagn,” sagði Pétur Guðjónsson í viðtali við DB. Hann bætti við: „Nú er þannig komið að tafarlaust verður að segja upp öllum samningum um fiskveiðar útlendinga sem nú eru í gildi. íslenzk stjómvöld hafa verið að gefa milljarða verðmæti á sama tíma og íslenzkt fiskiðnaðarverkafólk og ís- lenzkir sjómenn eru reknir út i at- vinnuleysi. Á undanförnum árum hafa islenzk stjórnvöld gefið olíufurstunum í Noregi, einni ríkustu iðnaðarþjóð heims, Belgum, og Færeyingum, sem eru hvort eð er samkvæmt eigin vali á stórum styrkjum frá danska ríkiskass- anum, milljarða verðmæti. Ég segi gefið, vegna þess að ekkert hefur verið látið á móti. Um enga gagnkvæmta samninga er að ræða þar sem þessar þjóðir hafa ekkert til að láta á móti í gagnkvæmum sarttning- um,” sagði PéturGuðjónsson. „Kolmunninn, sem fiskaður var við Færeyjar og íslenzk skip hættu fljót- lega við, reyndist svo horað rusl að ókleift reyndist að landa því með venjulegum aðferðum. Við eigum sjálfir kolmunna yfir allt sumarið. þegar hann er feitastur og beztur,” sagði Pétur Guðjónsson. „Færeyingar veita sjálfir Efnahags- bandalagsríkjunum, þar á meðal Bretum og Þjóðverjum, heimild til veiða á 40 þúsund tonnum af bolfiski,” sagði Pétur, „og í framkvæmd hefur þetta þýtt að enn í dag fiska enskir tog- arar við Jsland í gegnum Færeyinga. Heimildir lslendinga til handa Fær- eyingum á bolfiskveiðum við Jsland þýða að þeir geta veitt brezkum togur- um heimild til veiða á jafnmiklu afla- magni við Færeyjar, sem þeir gætu ekki gert ef engar veiðiheimildir fengjust við Jsland. Svona er nú hægt að plata sveita manninn,” sagði Pétur. „Íslcnzkir sjó- menn voru yfirleitt í tveggja til þriggja mánaða veiðibanni á siðastliðnu ári og sama er orðið uppi á teningnum í loðnuveiðum. Ef virða á nýjustu niðurstöður Haf- rannsóknarstofnunarinnar verða islenzkir sjómenn reknir út í 4—6 mánaða atvinnuleysi á árinu I979. Val íslenzkra stjórnvalda í dag er þvi hvort þau vilji frekar atvinnuleysi í ís- lenzkum sjávarplássum eða hjá olíu- furstunum í Noregi, riku iðnaðarþjóð- inni, Belgum eða danska rikiskassan- um. Ákvörðunin er einfaldlega sjálf- tekin þegar litið er á þessar staðreyndir málsins,” sagði Pétur Guðjónsson, for- maður samtaka áhugamanna um sjávarútvegsmál. - BS Söngviðburður á Akureyri Síðastliðinn laugardagur var mikill dagur fyrir söngelska Akureyringa. Tenórinn Kristján Jóhannsson söng hér í Borgarbíói við ágætan undirleik Thomas Jackmans fyrir húsfylli áheyr- enda og sannaði að hann er þess trausts verður sem ýmsir merkir staðarmenn hafa sýnt honum með stuðningi og góðum óskum. Einnig að hann er verður vissrar óvildar sem ósvikið „talent” hlýtur að verða fyrir, við þröngar aðstæður. Það er annars ævintýri líkast að fylgjast með verðandi stórtenór „syngja sig upp” á svona hljómleikum. Þetta byrjaði raunar ekkert alltof glæsilega. Fyrstu lögin þrjú voru ís- lensk, Kvöldsöngur eftir ókunnan, íslenskt vögguljóð á hörpu eftir Jón Þórarinsson og Minning eftir Jóhann Ó. Haraldsson. Þetta eru auðvitað alveg Ijómandi lög, hvert á sinn hátt, en einhvern veginn kunni Kristján ekki á þeim tökin, þau hljómuðu dá- litið stirð og varfærnisleg, líkt og þreifað væri fyrir sér í köldu myrkri. Og hljóðfærið sjálft, röddin, virtist alls ekki neitt sérstakt. En svo kom eins og dagrenning, í Ninu Pergolesis, maður fann og heyrði að nú var eitthvað að ske. Óskalag allra tenóra Tónarnir urðu þýðari og samtengd- ari og raddbeitingin öll eðlilegri og tagi ná með hárfínni beitingu brjóst og höfuðtóna, virðist mér alltaf, þá sjaldan maður verður fyrir honum, lík- asturgöldrum. Nú kom gamli maðurinn, faðir Kristjáns, Jóhann Konráðsson, til skjalanna og sungu þeir feðgar fallegan dúett eftir Áskel Jónsson, Ég sé þig aðeins eina, við mikinn fögnuð. Jóhann þarf vart að kynna, hann er löngu landskunnur fyrir glæsilegan söng og „stemmningu”. Þama söng hann neðri röddina, á barítón-sviði, og meðfædd smekkvísi og sönggleði leyndi sér ekki. Það er eitthvað ein- kennilegur maður sem ekki varð snort- inn af innilegum og látlausum söng feðganna í þessu lagi og tveim í lok hljómleikanna enda held ég að hann hafi ekki verið i salnum. Hlutverkinu vaxinn Upp frá þessu gat Kristjáni ekkert brugðist. Næstu fimm atriði voru stórar og gríðar vandmeðfarnar aríur úr ítölskum óperum. En það var sama hvort um var að ræða flutning á hálf- impressionískum arlum úr Fanziulla del West og Turandot eftir Puccini eða lýrískri dramatik Donizettis og Verdis, að ekki sé talað um Celo e mar úr La Gioconda eftir Poncielli, Kristján var alls staðar hlutverkinu vaxinn. Þarna var greinilega staddur sá stórtenór sem öll bæjarfélög á Ítalíu og Íslandi dreymir um aðeignast. Nú er ekki að efa að söngmenntaðir allt sem til þarf, hæfileika, þrek og áræðni, og ekki síst þá fantisku ein- beitni sem er undirstaða alls árangurs i listum og vísindum. En hvað bíður Kristjáns hér heima, að loknu námi? Ekkert, alls ekki neitt. Aðöllu óbreyttu verður hann neyddur til að flytja af landinu og leita sér og fjölskyldu sinni viðurværis á fjarlæg- umstöðum. Útlegð eða slippurinn Þetta er svo sem ekkert nýtt. Hlut- skipti flestra góðra islenskra söngvara hefur annað hvort orðið ævilöng út- legð eða slippurinn, skrifstofan og jarðarfararsöngur í viðlögum. Nú reyna nokkrir okkar bestu söngvara að klóra í bakkann enn einu sinni með þvi að stofna prívat óperuflokk, og skulu þeir ævinlega hafa þakklæti fyrir dugnað og áræði. En mönnum hlýtur að vera Ijóst að ópera á slíkt erindi við þjóðina (það sannar aðsókn að slikum sýningum) að ríkisvaldið verður að losnaði hljómurinn smámsaman við ræmu og hrjúfleika sem gætti í byrjun. Og svo kom Core N’Grato, þetta óska- lag allra tenóra, og þá var allt komið á sinn stað. Þá heyrði maður loks að þarna var ekki aðeins frábær náttúru- rödd og kraftur á ferðinni heldur mikil kunnátta og ósvikið músíkalitet. Þessi ótrúlegi hljómur, sem menn af þessu menn, margir, geta fundið ýmislegt að tækni Kristjáns enda er hann enn í miðju námi suður á Ítalíu. Því ber til daémis ekki að leyna að enn skortir nokkuð á að hann hafi fullt vald á veikum söng, sem vill verða dálítið mattur og reikull í tóninum. En maður efast ekki eitt augnablik að þetta á eftir að lagast því pilturinn virðist hafa Kristján Jóhannsson tenör. koma til hjálpar, og það fljótt. Ópera er eins og öll önnur leikhússtarfsemi svo dýrt fyrirtæki að hún verður að greiðast niður ef hún á ekki að sitja föst á viðvaningsplaninu. Ef við teljum okkur ekki hafa efni á þessu og hrekjum annað eins dýrmæti og góða söngvara úr landi, eða látum þá koðna niður í sinnuleysi, þá höfum við heldur ekki efni á að standa uppréttir þegar til lengdar lætur. - LÞ

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.