Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 22
22 ÍTM An EMI Films piesenljlion A lemence Goidon pioduclion RYAN O’NEAL BRUCE DERN ISABELLE ADJANI ökuþórinn Afar spennandi og viðburðahröð ný enskbandarísk litmynd. Leikstjóri WALTER HILL Íslenzkur texti. Bönnuðinnan 14ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. AUSTURBÆJARBlÓ: I kúlnaregni IThe Gaunlletl, aðalhlutverk; Clint Eastwood kl. 5, 7.10 og 9.15. Bönnuð innan 16 ára. íslenzkur texti. Ha-kkað verð. GAMLA BÍÓ: Lukkubíllinn í Monte Carlo kl. 3,5,7 og 9. HAFNARBÍÓ: Sjá auglýsingu. HASKÓLABlö: Himnariki má bíöa (Heaven Can Wait). aðalhlutverk: Warren Beatty, James Mason og Julie Christie kl. 5,7 og 9. Hækkað verð. Islenzkur texti. LAUGARÁSBlÓ: Likklæöi Krists kl. 3. Ókindin II (Jaws II) kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 16 ára. íslenzkur texti. Hækkað verð. BÆJARBtÓ: Verstu \ illinga, ^estursins kl. 5. Billy Joekl. 9. NÝJA BlÓ: Silent Movie kl. 3,5.7. og 9. REGNBOGINN: Sjá auglýsingu. STJÖRNUBÍÓ: Morð um miðnætti (Murder by Death), leikstjóri: Robert Moore. aðalhlutverk: Peter Falke, Truman Capote og Peter Sellers. kl. 5. 7. 9 og 11. íslenzkur texti. Hækkað verð. TÓNABÍÓ: Bleiki pardusinn leggur til atlögu iThe Pink Panther Strikes Again), kl. 5,7.10og9.15. HAFNARFJARÐARBÍÓ: Draumabíllinn (The Van), leikstjóri: Sam Grossman, aðalhlutverk: Stuari Getz, Dcborah White og Harry Moses, kl. 9. PfllR USTIHOV • 1AHT BIRKIN • LCHS CHIliS BITTIDAYIS • MU fARROW • JOH HHCH OUVUHTKSTY • I.S.KHUR GTORGf Kf HHHW • AHGtli LAHSBURY SIMOH MocCORKIHDAlf • DAYID NIYfH MAGGIf SMITH • UCKWARDfH . iijjH/t cHBtsiMS DfATHOHTHf Hllf Frábær ný ensk stórmynd, byggð á sögu eftir Agatha Christie. Sýnd við metað- sókn víða um heim núna. Leikstjóri: John Guillermin Islenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 3,6 og 9. Hækkað verð. salur Convoy Spennandi og skemmtileg ný ensk- bandarisk Panavision-litmynd. með Kris Kristofferson, Ali MacGraw — Leik stjóri: Sam Peckinpah. Íslenzkur texti. Sýndkl. 3.05, 5.40,8.30og 10.50. salur^^ Chaplin Revue Tvær af hinum snilldarlegu stuttu myndum Chaplins sýndar saman: AXLIÐ BYSSIIRNAR og PÍLA- GRÍMURINN Sýndkl. 3.15,5.10,7.10,9.10og 11.10. --------salur D--------— Baxter Skcmmtileg ný erisk fjölskyldumynd í iiium. um lítinn dreng með stór vanda- mál. Britt Ekland Jean Pierre Cassel Leikstjóri Lionel Jeffries Sýnd kl. 3.15.5.15,7.15, 9.15 og 11.15. Skemmtilegasta og nýjasta gamanmynd Disney-félagsins um brellubílinn Herbie. Aðalhlutverk: Dcan Jones og Don Knotts. íslenzkur texti Sýnd kl.5,7 og9. Lukkubíllinn í Monte Carlo (Herbie Goes to Monte Carlo) ALÞÝÐU- LEIKHÚSIÐ Við borgum ekki! Við borgum ekki! Eftir Dario Fo í Lindarbæ. 3. sýning fimmtudag kl. 20.30. Miðasala í Lindarbæ kl. 17.00— 19.00 alla daga og kl. 17.00— 20.30 sýningardaga. m GAMLA BIO Slmi 1J47S JÓLAMYND 1978 Dauðinn á Níl ÁGATHA CBRISTKS DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10.JANÚAR 1979. Sjónvarp ») ð Útvarp Sjónvarp íkvöld kl. 21,50: Fjölþjóðafyrírtækin tekin til bæna „Þetta er hollenzk mynd sem lýsir í nokkuð gagnrýnum tón starfsemi fjöl- þjóðafyrirtækja og þeim áhrifum sem starfsemi þeirra getur haft,” sagði Ingi Karl Jóhannesson um myndina Fjöl- þjóðafyrirtæki og starfshættir þeirra, sem sýnd verður í sjónvarpinu kl. 21.50 í kvöld. „Myndin er gerð árið 1976 af hol- lenzkri sjónvarpsstöð. Hún verður sýnd hér í tvennu lagi, fyrri hlutinn í kvöld og sá seinni eftir hálfan mánuð.” sagði Ingi Karl. Fjölþjóðafyrirtækið Elkem-Spigenerket stendur að Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga við Hvalfjörð. DB-mynd Helgi Pétursson Elías Daviðsson kerfisfræðingur hefur skrifað nokkrar greinar i blöð um fjöl- þjóðafyrirtæki og auðhringa. Grein um áhrif þeirra á íslandi skrifaði hann í DB árið 1977. Þar segir Elias meðal annars: „Almennt er talið að fyrirtæki er starfar i fleiri en einu landi, en lýtur samt samræmdri stjórn, sé fjölþjóðlegt fyrirtæki. Það hefur verið sýnt fram á að i mörgum greinum athafnalífsins, einkum þó i tækni- og fjárfrekum grein- um eru það fáein fjölþjóðafyrirtæki sem ráða ferðinni. Rikjandi markaðsað- stæður þessara fáu fyrirtækja gerir það fýsilegt fyrir þau að samræma verðlagn- ingu og almenn stefnumál sín á milli (hringamyndun) i staðinn fyrir að heyja djarfa samkeppni er gæti skaðað þau öll.” Elías segir að fjölþjóðafyrirtæki velti um eða yfir 10% af þjóðarframleiðslu alls mannkyns og þau ráði yfir tveim þriðju allra alþjóðaviðskipta. Um fjórð- V ungur þessara viðskipta fari fram milli útibúa og dótturfyrirtækja og sé þvi ekki háður eftirliti af hálfu þjóðríkja. Hundrað stærstu efnahagseiningar í heimi eru að sögn Eliasar 51 hringur og 49 þjóðríki. 20 stærstu hringarnir eiga höfuðstöðvar í Bandarikjunum og v'elta mun meiru en flest sjálfstæð þjóðriki. „Almennt lita forráðamenn fjölþjóða- hringa á jörðina sem eitt stórt afhafna- svið sem skiptist í einstök þjóðríki aðeins vegna „úreltra kenninga og fordóma”. ... velferð þess þjóðríkis sem fyrirtækið starfar i er fjölþjóðahringunum óvið- komandi, enda reknir í hagnaðarskyni”. • Elías kemur inn á ástæður fyrir því að fjölþjóðafyrirtæki hyggi á starfsemi á Islandi. Fyrirtækin sæki þangað sem ódýrt vinnuafl eða ódýr orka sé fyrir hendi. Hér sé ekki ódýrt vinnuafl en nóg af ónýttri orku. Bandariski herinn sé trygging fyrir þvi að þessi fyrirtæki fái að starfa í friði. Galla þess að starfrækja fjölþjóðafyrirtæki fyrir þjóðríki telur Elías þá að ríkið verði smátt og smátt háð þeim fjárhagslega og eigi þannig erfitt að semja við fyrirtækin sér í hag. Fjölþjóðafyrirtæki stuðli ekki að sjálf- stæðri atvinnuuppbyggingu i þjóðríkjum og atvinnulýðræði sé útilokað í þeim. Vegna hersins séu mörg fjölþjóðafyrir- tæki fús að starfa hér sem tryggi enn betur en áður návist hans áfram. Auðvitað eru ekki allir sammála þess- um ummælum Elíasar. Mjög lítil ummæli hafa hins vegar komið fram til stuðnings fjölþjóðafyrirtækjum. Meira að segja hefur því verið haldið fram á prenti á tslandi að hugtakið fjölþjóða- hringur væri ekki til, heldur aðeins hug- smíði samsærismanna KGB, sbr. Mbl. 13.2. 1977. - DS / t-----------------------------------\ Pétur Einarsson sér um þáttinn Loft og láð. Hann er þess utan starfsmaður Flug- málastjóra. DB-mynd Árni Páll LOFT OG LÁÐ — í útvarpi kl. 22,10 fkvöld: Rætt við tvo f lug- menn, vestfirzka „Þessir þættir eru ætlaðir til almennra upplýsinga um flugmál og eru í útvarp- inu hálfsmánaðarlega. í þættinum i kvöld ræði ég við tvo flugmenn frá Isa- firði, Hálfdán Ingólfsson og Hörð Guð- mundsson," sagði Pétur Einarsson um þáttinn Loft og láð sem hann er með á dagskrá útvarpsins í kvöld. „Hörður. er landsþekktur flugmaður og einn sá alþekktasti á Vestfjörðum. Hann er eigandi flugfélagsins Arna og Hálfdán hefur flogið hjá honum. Hálf- V______________________________________ dán þarf víst ekki að kynna fyrir Dag- blaðslesendum, þeir þekkja hann orðið i gegn um svifdrekana. Nú, ég ræði við þá félagana um líf þeirra i fluginu og ýmislegt sem fyrir þá hefur komið,” sagði Pétur. „Þættinum Loft og láð er ætlað að benda á það sem nýtt kemur fram i fluglistinni auk þess sem tekið er fyrir það sem merkilegt er í fortið og það sem kann að skipta máli í framtíð.” - DS DJASSÞÁTTUR —útvarp kl. 21,00 íkvöld: Parker og Gillespie „Ég ætla að minnast litillega á tvo mikla höfðingja,” sagði Jón Múli Árnason er hann var spurður um djass- þáttinn í kvöld. „Annar er dauður, það er Charles Parker. En hinn er sprelllifandi, John Birks Gillespie, kallaður Dizzy. Ég skal segja þér að það hefur verið viss orðrómur á kreiki í vissum kreðsum í Reykjavík um að Dizzy væri væntan- legur og það jafnvei áður en þessi mán- uður væri úti. Ég veit ekki hvort það er satt.” — Á hvaðspilarhann? „Á hvað hann spilar. Nei, heyrðu nú. Á hvað spilaði Bach? Auðvitað spilar Dizzy á trompet. Það vita nú allir. Nema kannski maðurinn sem hélt að Count Baise væri úr Borgarnesi,” sagði Jón Múli. Djassáhugi Jóns Múla er orðinn svo víðfrægur að Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, formaður starfsstúlknafélagsins Sóknar, sá sig tilneydda til að biðja hann afsökunar á því að hún hefði ekki áhuga á djassi í Morgunpóstinum sl. mánudag. - DS V_______________________)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.