Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 23
23 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. <§ Útvarp Sjónvarp I RÆTUR—sjónvarp í kvöld kl. 21,00: LÁGU í EIGIN I I mm. fe|jI íþrælaskipunumfrá VI1VIII IM VII Afríku til Ameríku ; ' - ' Þrælarnir voru aö jafnaði látnir viðra sig nokkrum sinnum á leiðinni yfir hafið. Margir notuðu tækifærið til að fremja sjálfs- morð. Myndaflokkurinn Rætur byrjaði með brauki og bramli siðasta miðvikudag. Hylli flokksins víða um heim hefur verið gífurleg og þykja sumum fáir flokkar betri. Eins og þeir sem horfðu á fyrsta þátt- inn sáu er greint frá þrælaflutningum frá Afríku til hins „góða” kristna heims. Þrælamir voru fluttir á skonnortum, sem oft voru vikum og jafnvel mánuð- um saman í hafi. Fyrir Afrikubúa alls óvana sjó hlýtur sá tími að hafa verið ■ hreint víti. í bókinni Rótum. sem myndaflokkur- inn er gerður eftir, er sagt frá lið- an þrælanna um borð i skonnortunni sem flutti þá yfir hafið. Þrælarnir voru hlekkjaðir samanoglágu I röðunt á botni lestar skipsins. Þar urðú þeir að liggja í eigin úrgangi hvað sem á gekk. Þeir voru hlekkjaðir það þétt saman að allar hreyfingar þeirra voru nær útilokaðar. Einu sinni eða tvisvar á leiðinni voru allir reknir upp á þiljur með barsmíðum. Þar voru þrælarnir látnir*þvo sér upp úr söltum sjó, þrátt fyrir öll kaunin sem þeir hlutu af veru sinni i lestinni. Margir nýttu þau tækifæri sem þessar útiferðir. buðu upp á til þess að fremja sjálfs- morð með því að kasta sér í sjöinn. Gerðar voru tilraunir til uppreisnargegn hvita manninum en þær báru ekki árangur. Var það bæði vegna lélegs skipulags hjá negrunum og eins af því að þeir voru af ólikum ættbálkum og skildu illa mál hver annars. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir þrælar voru fluttir frá Afriku. Vitað er að mikill meirihluti þeirra dó í hafi en á tímabili var hálf milljón þræla i Bandaríkjunum. Var það á timum frels- isstriðsins og'voru þá þeir þrælar sem fluttir höfðu verið til landsins búnir að fjölga sér eitthvað. Árið 1860 voru 3.980.000 þrærar í Bandaríkjunum og 500.000 frjálsir blökkuménn. -DS Útvarp i Miðvikudagur 10. janúar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón leikar. 13.20 Litli barnatíminn. Sigriður Eyþórsdóttir stjórnar. 13.40 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Á norðurslóðum Kanada” eftir Farley Mowat. Ragnar Lárusson les þýðingu sína (10). 15.00 Miðdegistónleikar: Emil Gilels og Hljóm- sveit tónlistarháskólans í París leika Pianó- konsert nr. 3 í d-moll op. 60 eítir Rakhmani- noff; André Clutens stj. 15.40 íslenzkt mál. Endurt. þáttur Jóns Aðal- steins Jónssonar frá 6. þ.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popphorn:HalldórGunnarsson kynnir. 17.20 (Jtvarpssaga barnanna: „Dóra og Kári” eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Sigrún Guðjóns- dóttir les (4). 17.40 Á hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór flyturskákþátt. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Gestir i útvarpssal: Darid Simpson og Edda Erlendsdóttir leika Sónötu i e-moll fyrir selló og pianó op. 38 eftir Johannes Brahms. 20.00 Úr skólalífinu. Kristján E. Guðmundsson stjórnar þættinum. 20.30 (Jtvarpssagan: „Innansveitarkronika” eftir Halldór Laxness. Höfundur les (4). 21.00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Ámason ar. 21.45 íþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson stjórnar flug- málaþætti. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 (Jr tónlistarlífinu. Knútur R. Magnússon sér um þáttinn. 23.05 „Hrafninn flýgur um aftaninn”. Baldvin Halldórsson leikari les úr kvæðabók Baldurs Pálmasonar. 23.20 Hljómskálamúsik. Guðmundur Gilsson kynnir. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur H.janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Viðar Eggerts- son heldur áfram að lesa „Gvend bónda á Svínafelli’* eftir J.R. Tolkien (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjónarmaður: Pétur J. Eiríksson. G Sjónvarp i Miðvikudagur 10. janúar 18.00 Kvakk-kvakk. ítölsk klippimynd. 18.05 Gullgrafararnir. Fjórði þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. ' 18.30 Könnun Miðjarðarhafsins. Lokaþáttur. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 19.00 Rætur. I. þátturendursýndur. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjónarmaður örnólfurThorlacius. 21.00 Rætur. Bandariskur myndaflokkur i tólf þáttum. byggður á sögu eftir Alex Haley. Annar þáttur. Fyrsti þáttur lýsti fæðingu Kúnta Kinte i þorpi einu í Gambíti árið 1750 og uppvexti hans fram undir þroska^'gslu um 15 ára aldur. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.50 Fjölþjóðafyrirtæki og starfshættir þeirra. Hin fyrri tveggja hollenskra mynda um fjöl- þjóðleg fyrirtæki. Fjallað er um fyrirkomulag slikra fyrirtækja og lýst með dæmum.lner áhrif þau geta haft á líf heilla þjóða. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.40 Dagskrárlok. ELBA BRÉFABINDI ER ÞAÐ EKKI YKKAR HAGUR AÐ KAUPA ÓDÝR OG VÖNDUÐ (ÍLBA) BRÉFABINDI? Málaskóli 26908 • Danska, enska, þýzka, franska, spænska, ítalska og íslenzka fyrir útlendinga. • Innritun daglega kl. 1—7 e.h. • Nýjar kennslubækur í ensku. • Kennsla hefst 15. jan. • Næstsíðasti innritunardagur. ■26908...... Halldórs- Rannsóknastofnun landbúnaðarins Keldnaholti, 110 Reykjavík, óskar að ráða tvo skrifstofumenn. Vélritunarkunnátta og kunn- átta í ensku og Norðurlandamálum nauðsyn- leg. Laun samkvæmt íaunakerfi ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins ÖKUÞÓRINN BRUCE DERN ISABELLE ADJANI Æsispennandi litmynd. Bönnuö innan 14 ára. Hækkad verd. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.