Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1979. Erlendar fréttir REUTER 8 Bretland: Thorpe fyrír rétt 30. apríl Noregur: TAPA MILUÖRDUM VEGNA NÝJU SKATTALAGANNA? — norskir hátekjumenn með 60 milljarða króna skattaf rádrátt í erf iðleikum með útgevð skipa sinna Jeremy Thorpe þingmaður og fyrr- um leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi mun koma fyrir rétt hinn 30. april næstkomandi vegna ákæru um þátt í morðtilraun. Var þetta tilkynnl í gær en málið verður rekið í Old Baily dómhúsinu i London. Búizt er við að réttarhöldin taki þrjá mánuði. Thorpe er sakaður um að hafa ráðið mann til að ráða Norman Scott fyrr- um sýningarmann af dögum en Scott hefur haldið þvi fram, gegn andmæl- um Thorpe, að þeir hafi haft kyn- ferðissamband sin á milli. Þrir menn eru einnig ákærðir fyrir hlutdeild í málinu. Allir ákærðu neita sakargift- um. Svo virðist sem breytingar á skatta- lögunum norsku sem gengu í gildi snemma árs árið 1977 muni hafa al- varlegri afleiðingar í för með sér fyrir þá sem nutu en búizt hafði verið við. Tilgangur löggjafans var að hleypa nýju blóði í norskan skipa- smíðaiðnað, sem stendur heldur höll- um fótum. Var því heimilað að fjár- festingar i skipafélögum sem keyptu skip smíðuð i Noregi væru frádráttar- bærar til skatts eftir föstum reglum. Gripu margir Norðmenn þetta tæki- færi til að minnka skattana en þetta var bundið við skip, sem samið var um smiði á fyrir árslok 1977 og smíði lokið fyrir árslok 1979. Ekki minnkaði það áhugann að hægt var að greiða fram- lag sitt til skipasmíðinnar á þrem árum en skattfrádrátturinn kom allur á fyrsta ári. Samkvæmt upplýsingum opinberra aðila notfærðu rúmlega tvö þúsund manns sér þetta tækifæri og samið var um smiði rúmlega sjötíu skipa með þessum kjörum. Var þar aðallega um að ræða hátekjumenn og mun skattafrádráttur þeirra vegna þessara nýju laga nema um það bil 900 milljónum norskra króna eða jafnvirði tæplega sextíu milljarða islenzkra króna. Nú mun heldur vera komið babb í bátinn hjá mörgum þessara rúmlega tvö þúsund Norðmanna. Sumir eiga i erfiðleikum með að greiða síðustu af- borgunina af framlagi sinu til skipa- kaupanna. Hitt mun þó vera öllu al- varlegra, að mörg skipanna, sem verið er að Ijúka smiði á um þessar mundir, verða verkefnalaus og eru einnig óhag- kvæm í rekstri af ýmsum orsökum. Svo virðist sem ekki hafi verið gætt nægilegrar hagsýni þegar farið var út í skipakaupin. Getur því verið að margir þeirra sem ætluðu að verja fé fyrir skattinum og fjárfesta í skipum tapi því að stórum hluta. Cleveland: Raforkuver og lóöir seldar til að komast hjá gjaldþroti Clevelandborg i Ohiofylki i Bandarikj- unum leitar nú kaupenda að landareign- um, sem ákveðið hefur verið að selja til að komast hjá gjaldþroti og einnig til að koma i veg fyrir að segja þurfi upp nokkur hundruð starfsmönnum borgar- innar. Cleveland, sem er stærsta borgin i Ohiofylki, er í miklum fjárhagskröggum og i desember síðastliðnum féllu i gjald- daga afborganir af miklum bankalánum og greiðslu í eftirlaunasjóði. Borgarstjórnin hyggst bjarga fjár- hagnum með því að selja raforkuver, sem rekið hefur verið með tapi og hækka skatta á launagreiðslur um 50%. Ekki er þó fullvíst að þetta nái fram að ganga. íbúar í Cleveland verða að samþykkja ráðstafanir i almennri atkvæðagreiðslu, sem fram á að fara hinn 27. næsta mán- aðar. Martins reynir að mynda stjórn Wilfried Martins, leiðtogi flæmska hluta Kristilega sósíalistaflokksins í Belgiu, tók að sér i gær að reyna að mynda nýja rikisstjóm í landinu. Hann neitaði að gefa upp nokkur timamörk um það hvenær hann hygðist hafa lokið stjórnarmyndun. Chicago: Eiturgas í íbúðarhverfi Um það bil sjötíu þúsund kílógrömm af eiturgasi láku út úr járnbrautartanki í suðurhluta Chicagoborgar i gær. Urðu hundruð fólks að flýja heimili sín vegna þessa. Svo vel tókst þó til, að sögn lögregl- unnar, að ekkert tjón varð á mönnum eða skepnum. Gasið er mjög eldfimt og mun aðallega vera notað við framleiðslu á plasti. Góöur árangur í starfinu viöurkennist þannig aö þú „skorar mark" í nýrri dreifingarkeppni. Þú skorar t.d. 1 mark seljir þú 20 blöö á einum degi, en A mörk seljir þú 50 blöð. 20 mörk skorar þú berist engin kvörtun úr þínu útburðarhverfi í einn mánuö. Síöan skiptir þú á mörkum þínum og verölajnagripum úr sýningarskápum í afgreiðslu blaöanna aö Þverholti 11. Allar nánari upplýsingar færö þú í afgreiðslunni. BIAÐW Afgreiðslan Þverholti 11 sími 27022 IIKIX marR! I Dreifingarklúbbi Dagblaðsins og Vikunnarskorar þú mörk og vinnur til verðlauna. Seljir þú Dagblaðið eða Vikuna á höfuðborgarsvæð- inu, eöa berir þú blaöið áskrifendum þar, þá ertu þar meö félagi í Dreifingarklúbbi Dagblaðsins og Vikunn- ar. Meðal verðlaunagripa má nefna: íþróttaáhöld og búninga, þ.á.m. skíði og skíðabúnað, hljómtæki, seg- ulbandstæki, útvarpstæki og hljómplötur. Að sjálfsögðu færð þú full laun fyrir vinnu þína eftir sem áður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.