Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. Skreppur sjálfur — lifandi kominn með leppinn góða Þarna er Þau duttu í lukkupottinn: Margir götuðu á DR. HOOK Þátttakan í Lukkupottsget- rauninni um hljómsveitina Dr. Hook var nokkru minni en í tveimur hinum fyrri. Alls bárust 197 lausnir. Dóra Stefánsdóttir blaðamaður Dag- blaðsins dró vinningslausnirnar úr bunkanum. Eftirfarandi hljóta nýjustu breiðskífu Dr. Hook að launum fyrir þátttökuna og réttar lausnir: Arnheiður Erla Sigurjðnsdóttir, Bergstaðastræti 21B, Reykjavik. Bragi Agnarsson, Gnoðarvogi 22, Reykjavik. Fjóla Lúðvfksdóttir, Háholti 21, Akranesi. Guðmundur Kr. Baldursson, Álftamýri 30, Reykjavík. Jóhanna Ingimundardóttir, Odda- braut 15, Þorlákshöfn. Óskar Gíslason, Hólabraut 8, Kefla- vík. Óskar Jóhannsson, Háaleitisbraut 41, Reykjavik. Óskar Þórisson, Bláskógum 4, Reykjavík. Vilborg Hannesdóttir, Hrauni, Grindavík. Vilhjálmur Kr. Jakobsson, Háteigi 1, Keflavik. Þetta fólk fær senda plötu Dr. Hook, Pleasure And Pain, frá hljóm- plötudeild Fálkans með fyrstu ferð. Einnig voru í Lukkupottinum tíu litlar plötur með Dr. Hook. Aðallagið á þeim er Sharing The Night Together. Eftirtaldir fá þá plötu senda: Aðalbjörg Hrafnsdóttir, Miklubraut 68, Reykjavik. Albert Gunnlaugsson, Karls Rauða- torgi 14, Dalvik. Árni Þ. Jónsson, Fálkagötu 30, Reykjavik. Fjóla Þorvaldsdóttir, Stekkjarholti 14, Akranesi. Guðrún Óiafsdóttir, HUðargötu 42, Sandgerði. Guðrún Sigurjónsdóttir, Háaleitis- braut 41, Reykjavík. Hulda Jónsdóttir, Meistaravöllum 25, Reykjavik. Jóhann R. Kristjánsson, Lagarási 2, Egilsstöðum. Kristin Bragadóttir, Hraunbæ 142, Reykjavik. Sigurjón Óskarsson, Háaleitisbraut 41, Reykjavík. Eins og venjulega gafst lesendum kostur á að svara tíu spurningum. Að þessu sinni voru þær nokkuð erfiðar og þvi talsvert um röng svör. En þó tókst álitlegum hópi að standast Dr. Hook-pröfið upp á tíu. Spumingarnar og svörin líta þannig út: 1. Hvað heitir maðurinn, sem uppgötvaði Dr. Hook á sínum tima? Svart Shel Silverstein teiknari hjá Playboy. 2. Hann réð hljómsveitina til að sjá um tónlistina í kvikmyndinni Who Is Harry Kellerman.... Hver lék aðal- hlutverkið í þeirri mynd? Svar: Dustin Hoffman. 3. Hvað heitir fyrsta lagið, sem Dr. Hook gerði frægt? Svan Sylvia’ s Mother. 4. Dr. Hook á lag, sem nú er (eða .öllu heldur var) ofarlega á vinsælda- lista í Bandaríkjunum. Hvað heitir það? Svan Sharing the Night Together. 5. Eitt sinn var nafn hljóm- sveitarinnar mun lengra en það er í dag. Hvað hét Dr. Hook þá? Svan Dr. Hook hefur heitið fjór- um nöfnum. Fyrst nefndist hún Chocolate Papers. Næst Dr. Hook And The Medicin Show. Þar á eftir Dr. Hook And The Medicine og loks Dr. Hook. — , Nóg var að segja aðeins Dr. Hook And The Medicine Show. 6. Hverjir eru tveir aðalmenn Dr. Hook? Svar: Dennis Lacorriere og Ray Sawyer. 7. Lag nokkurt kom liðsmönnum Dr. Hook á forsíðu tímaritsins Rolling Stone. Hvað heitir lagið? Svan The Cover Of Rolling Stone. 8. Fyrsta plata Dr. Hook hjá útgáfu- fyrirtækinu Capitol er áreiðanlega þekktasta plata hljómsveitarinnar. Hvað heitir hún? Svar: Bankrupt. 9. Hvert er nafn nýjustu breiðskífu Dr. Hook? Svar: Pleasure And Pain. 10. Hvað heitir sá liðsmaður Dr. Hook, sem hefur lepp fyrir vinstra auganu? Svan Enginn. Hins vegar ber Ray Sawyer svartan lepp fyrir hægra auganu. Svo mörg voru þau orð. Get- raunin um Dr. Hook var sú þriðja, sem Dagblaðið og hljómplötudeild Fálkans gangast fyrir og nefna Dettið i lukkupottinn. Þátttakan i öll þrjú skiptin sýnir að fyllsta ástæða er til að halda leiknum áfram. Hins vegar verður næstu getraun frestað fram i næsta mánuð vegna annríkis við Vinsældaval DB og Vikunnar og síðan Stjörnumessu sömu blaða. fyrir réttu auga, því hægra að sjálfsögðu. DB-mynd RagnarTh. Sigurðsson. Vinsæidaval DB og Vikunnar: Skilafrestur rennur út Frestur til að skila atkvæðaseðlum i Vinsældavali Dagblaðsins og Vik- unnar rennur út í kvöld. Síðasti seð- illinn birtist í Dagblaðinu í fyrradag. Ef einhver skyldi hafa misst af honum, er hægt að fá atkvæðaseðla hjá Dagblaðinu í Síðumúla 12. Sömuleiðis liggja seðlár frammi í hljómplötuverzlunum í Reykjavík. Talning atkvæðanna fer fram í tölvum hjá IBM á íslandi. Úrslit liggja að öllu forfallalausu fyrir um næstu helgi. Þau verða þó ekki kynnt fyrr en á Stjörnumessunni þann 18. janúar. Miðasala á Mess- una hefst á laugardaginn kemur að Hótel Sögu. Styttan, sem sigurvegurum Vinsældavalsins verður af- hent á Stjörnumessunni að Hótel Sögu, er gerð tveimur nemendum lista- og handiðaskóla Ís- lands, þeim Kolbeini Andrés- syni og Brynjólfi Jónssyni. Hún verður steypt 1 ál hjá Hellu hf. i Siðumúla. DB-mynd Hörður. ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR nýjasti liðsmaður Poker. Sigurður Karlsson trommuleikari er einnig mættur til leiks, en hann var einn af stofnendum hljómsveitarinnar. DB-mynd: Ragnar Th. Hljómsveitin Poker tekur á ný til starfa Skemmtirí Klubbnum næstu mánuöi Hljómsveitinni Poker hefur verið hóað saman á nýjan leik eftir margra mánaða hlé. Ráðgert er að hljóm- sveitin starfi af 'ullum krafti næstu tvo til þrjá mánuðina. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðsskipan Pokers siðan hljómsveitin lék saman síðast. Sigurður Karlsson er kominn i gamia sætið sitt við trommusettið og Ellen Kristjánsdóttir mun sjá um sönginn með Pétri Kristjánssyni. „Við héldum stofnfund á sunnudagskvöldið og ákváðum þá að Led Zeppelin mun, að því er áreið- anlegar heimildir herma, leggja upp í hljómleikaferðalag um Evrópu í næsta mánuði. Um svipað leyti kemur út ný breiðskífa með hljómsveitinni. Hún var hljóðrituð í ABBA-stúdíóinu í Stokkhólmi i nóvember og desember. Þó að engar tilkynningar hafi enn borizt frá útgáfufyrirtæki Led Zeppe- lin, Swan Song, er talið víst að hljóm- leikaferðin hefjist 12. febrúar næst- komandi. Sömuleiðis mun reynt að koma plötunni út þann sama dag. Ferð hljómsveitarinnar mun ná til flestra stórborga Evrópu. Einnig er talið að nokkrir hljómleikar verði ÁSGEIR TÓMASSON haldnir í Englandi, þar á meðal i London. Áður en til ferðalagsins kemur mun Robert Plant, söngvari Led Zeppelin. troða upp nokkrum sinnum með lítt þekktri hljómsveit er nefnist Little Acrc. Það gerir hann svona rétt til að hita sig upp fyrir komandi átök. Plant hefur áður komið við sögu Little Acre. Á nýútkominni tveggja laga hljóm- plötu hennar söng hann bakraddir. Hann hefur þekkt liðsmenn hljóm- sveitarinnar allt frá því er bróðir hans tók þátt í að stofna hana. Úr MELODY M AKER ROBERT PLANT söngvari | Led Zeppelin ætlar að hital sig upp með hljómsvcitinni I Little Acre áður en til alvör- [ unnar — hljómleikaferða-| lagsins sjálfs — kemur. starfa saman fram á vor,” sagði Pétur, er rætt var við hann um Pokerinn á mánudag. „Okkur lang- aði öll til að setja saman góða hljóm- sveit í nokkra mánuði og sjá síðan til um framtíðina. Við byrjum að spila opinberlega um næstu mánaðamót og ætlum eingöngu að halda okkur við Klúbbinn,” bætti Pétur Kristjánsson við. „Ef einhverjir góðir dansleikir bjóðast kemur til greina að við tökum þá, en við leitum ekki slíkt , uppi.” Auk Péturs, Sigurðar Karlssonar og Ellenar Kristjánsdóttur eru í Poker Jón „bassi” Ólafsson, Björg- vin Gíslason gítarleikari og hljóm-, borðsleikaramir Pétur Hjaltested og. Kristján Guðmundsson. Hljómsveitin Poker lagði niður störf í október siðastliðnum. Þá hafði hún verið atvinnuhljómsveit frá upphafi. Nú hyggjast Poker- spilararnir hafa hljóðfærasláttinn í Klúbbnum að aukastarfi. Áformað er að taka nokkur lög upp, jafnvel að gera plötu í febrúar. Að sögn Péturs er talsvert af lögum fyrirliggjandi, sem hægt yrði að nota. Eins og kunnugt er eru nokkrir liðsmenn hljómsveitarinnar liðtækir laga- smiðir. Þá á hljómsveitin einnig nokkur lög, sem búið er að hljóðrita. en hafa enn ekki verið gefin út. -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.