Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 10.01.1979, Blaðsíða 13
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR ÍO.JANÚAR 1979. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1979. 13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D „Siggi—ný stjarna frá íslandi” — sagði Aftenposten um Sigurð Sveinsson. Stefán Halldórsson lék sinn fyrsta leik með Kristianstad „Siggi — ný stjarna frá tslandi,” segir i fyrirsögn Aftonbladets. „tslenzki landsliðsmaðurinn Sigurður Sveinsson lék sinn fyrsta leik með Olympia gegn GUIF. Hann er liðinu mikill styrkur, „brilleraði” með stðrsnjöllum sendingum og skoraði eitt mark,” bxtti blaðið við. En það dugði Olympia litið, þvi GUIF sigr- aði 23—20 eftir að jafnt hafði verið i leikhléi. Stefán Halldórsson lék sinn fyrsta leik með Krist- ianstad gegn Hellas, og skoraði eitt mark I 23—19 sigri Kristianstad. Stefán hefur undanfarin tvö ár verið atvinnumaður i Belgiu — og þetta var þvi frumraun hans i handknattlcik. Úrslit i sænsku deildinni og staðan: AIK-LUGI 16-17 ( 8 -11) Drott—Ystads IF 17-17 ( 9- 9) GUIF—Olympia 23-20 (10-10) Kristianstad—Uellas 22-19 (12- 9) RIK-Heim 17-21 ( 7-12) Vikingarna—Kiruna 32-19 (16-13) Heim 13 11 0 2 322-258 22 Drott 13 9 1 3 323-274 19 LUGI 13 8 1 4 286-250 17 Kristianstad 13 8 1 4 291-266 17 Vikingarna 12 8 1 3 260-241 17 YstadsIF 13 7 2 4 291-250 16 GUIF 13 7 0 6 280-295 14 Hellas 12 6 0 6 240-244 12 RIK 13 5 0 8 243-271 10 AIK 13 2 2 9 253-304 6 Olympia 13 0 2 11 247-298 2 Kiruna AIF 13 0 2 11 247-332 2 Stefán Halldórsson. Möguleiki á þrem sigrum — hjá íslenzka landsliðinu á Evrópumótinu í borðtennis „Island hefur mikla möguleika á þremur sigrum í Evrópukeppni landsliða i borðtennis, sem háð verður 5.—13. febrúar næstkomandi. Það er gegn Möltu, Jersey og Guernsey en við eigum litla möguleika að sigra hinar þjóðirnar í riðlinum,” sagði Stefán Snær Konráðsson, blaðafulltrúi BTÍ við DB f gær. Landsliösnefnd BTÍ hefur valið þrjá karla og tvær konur I islenzka landsliðið, sem tekur þátt í Evrópu- mótinu. Það eru Tómas Guðjónsson, KR, Stefán S. Konráðsson, Víking, Hjálmtýr Hafsteinsson, KR, Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB, og Ásta Urbancic, Erninum. ísland keppir í C-riðli á Evrópumótinu. Tíu þjóðir eru í riðlinum. Auk Islands Rúmenía, Sviss, Portúgal, Noregur, Danmörk, Wales, Guernsey, Jersey og Malta. Einnig mun íslenzka landsliðið taka þátt í opna welska meistaramótinu en það er eitt af sterkustu mótum í heiminum, sem háð eru í borðtennis. Islenzkur sigur í Randers — ísland sigraði Dani 18-15 í Baltic-Cup íRanders, „Handboldens lykkeby” eins og Danir hafa kallað borgina, serist upp íþversögn, því aldrei áður höf ðu Danir beðið lægri hlut f Randers—fyrir nokkurri þjóð ísland varð fyrst allr þjóða til að sigra Dani i Randers — „Hándboldéns lykkeby” eins og Randu s hefur oft verið nefnd meðal Dana, snerist upp i þver- sögn sfna er íslendingar unnu óvæntan sigur gegn Dönum f Randers f Baltic- Cup i gærkvöld, 18—15. Kærkomin úr- slit, fyrsti sigur íslendinga á Dönum utan íslands og jafnframt mjög óvæntur. Aldrei fyrr hafði danskt landslið beðið lægri hlut i Randers, slikt var afrek is- lenzka liðsins. Rós f hnappagat hins unga landsliðsþjálfara, Jóhanns Inga Gunnarssonar, rós i hnappagat fslenzka liðsins, er lék sem heild — án „stjörnu- leikmanna”. „Ég hef aldrei leikið með fs- lenzku landsliði fyrr, sem hefur unnið jafn vel sem liðsheild,” sagði fyrirliði is- lenzka liðsins, Árni Indriðason eftir sig- urinn f Randers. Hin glæsilega fþrótta- höll var þéttsetin, 3500 manns, en engu að sfður voru það hinir 35 tslendingar, sem beinlinis áttu húsið. Fögnuður þeirra og hvatning var mikil. Þeir yfir- gnæfðu hina dönsku áhorfendur er komu til að sjá stóran danskan sigur. Svo varð ekki — íslenzka liðið lék af festu og yfirvegun og það þoldu Danir ekki. „Það kom Dönum mjögá óvart, að íslenzka liðið lék af einbeitingu allan leikinn. Við fundum svar við leikfléttum Dana, lékum án alls æsings. Ætluðum okkur ekki að sigra Dani með látum, heldur leika af festu og án æsings, er þvi miður hefur einkennt leiki islenzkra liða gegn Dönum í gegn um árin. Þetta tókst fullkomlega. Liðið vann vel saman í vörn og sókn. Fyrir leikinn gerðum við það upp við okkur, að Danir höfðu sigr- að okkur stórt hér í Randers í HM sið- astliðið vor. Þeir höfnuðu í 4. sæti — við í 13. sæti. Möguleikarnir voru því Dana — á pappírnum. Aðeins fullkomin ein- beiting undir spennu gat komið í veg fyrir danskan sigur,” sagði Árni enn- fremur. Og það tókst. íslenzka liðið lék mjög rólega, yfirvegað og aðeins skotið úr góðum færum. Ólafur Benediktsson varði stórkostlega í markinu — 18 skot þar af 2 víti en Danir fengu 7 viti gegn aðeins einu viti íslendinga og segir það nokkra sögu um dómgæzluna. í vörn- inni voru þeir Árni Indriðason og Ólafur H. Jónsson hinir sterku menn. Sóknar- leikurinn var yfirvegaður, þar stjórnaði Páll Björgvinsson öllu spili af snilld. Þeir voru sterkir, Ólafur Einarsson, Jón Pétur Jónsson og Viggó Sigurðsson. í hornunum mátti aldrei lita af þeim Ólafi Jónssyni og Bjarna Guðmundssyni — já, íslenzka liðið lék af skynsemi og jafn- framtógnun. Páll Björgvinsson skoraði fyrsta mark leiksins í Randers en Danir náðu að svara fyrir sig með tveimur mörkurn. Á 5. mínútu jafnaði Bjarni Guðmundsson 2—2 en enn tvö dönsk mörk, 2—4. Ólafur Einarsson minnkaði muninn i eitt mark, 3—4 með þrumuskoti. Aftur komust Danir I tvö mörk yfir, 3—5, en Ólafur H. Jónsson og Ólafur Einarsson svöruðu með tveimur mörkum, jafnt 5—5. Á 18. minútu jafnaði ísland enn, Páll Björgvinsson, 6—6. Enn náðu Danir tveggja marka forustu, 6—8, en tvö mörk Jóns Péturs Jónssonar I lokin og staðan var jöfn, 8—8 í leikhléi. 1 upphafi siðari hálfleiks stillti Jóhann Ingi Víkingunum upp í sókninni ásamt Bjarna Guðmundssyni og sóknarleikur- inn varð beittur og ísland náði þriggja marka forustu — er Danir náðu ekki að jafna og grunnur að sigrinum var lagður. Árni Indriðason kom íslandi í 9—8 þegar á 2. mínútu, Ólafur Einars- son skoraði næsta mark íslands, 10—8 og Páll Björgvinsson kom Islandi i 11 — 9. Á 12. minútu náði tsland 3 marka for- ustu, 12—9 og grunnur lagður að sigri, Bjarni Guðmundsson skoraði 13. mark ísland en Danir voru engan veginn á að gefa sig og þrjú dönsk mörk fylgdu í kjöl- farið á aðeins 4 minútum, 13—12. En taugar islenzka liðsins brugðust ekki. Ólafur H. Jónsson jók muninn i 14—12, Viggó Sigurðsson skoraði 15. mark ís- lands og 8 mínútur eftir. Þá brugðu Danir á það ráð að taka Pál Björgvins- son úr umferð, og skömmu síðar einnig Viggó Sigurðsson — en það voru íslend- ingar er héldu ró sinni. Jón Pétur skor- „Danmark blev til grin mod Island’’ — sagði í f yrirsögn Jyllandsposten í morgun. „Svona djúpt hef ur danskur handknattleikur ekki sokkið” sagði Politiken aði 16. mark Islands. Á 27. minútu skor- aði Páll Björgvinsson 17. mark íslands, kom tslandi í 17—13, fjögurra marka forustu. Þetta var afdrifaríkt mark, því Danir komust í hraðaupphlaup, brun- uðu upp en íslendingum tókst að snúa spilinu við og í stað þess að ná að minnka muninn í tvö mörk skildu fjögur mörk. íslenzkur sigur var í höfn. Mínútu fyrir leikslok skoraði Bjarni Guðmunds- son 18. mark íslands en Danir áttu sið- asta orðiö, 18—15 — fögnuður íslenzku leikmannanna i Randers var gífurlegur, og ekki síður hinna dyggu stuðnings- manna liðsins á áhorfendapöllunum — aðeins 1 % af áhorfendum i húsinu — en þeir létu sannarlega i sér heyra. Glæsilegur sigur — einn eftirminni- legasti sigur tslendinga i handknattleik og þá ekki hvað sizt móralskur sigur — en aðeins leið að stærra takmarki. B- keppninni á Spáni. Fyrir tæpu ári sigruðu Danir tslend- inga stórt i Randers, í sömu íþróttahöll- inni, 21—14. Það var í HM, þegar veru- legu máli skipti að standa sig vel. En sannleikurinn þá var að aldrei var nein ró, yfirvegun yfir leik tslands, islenzká liðið var þá stefnulaust. Aðeins tveir leikmenn er léku í gær voru í leiknum í Randers fyrir tæpu ári. Þeir Bjarni Guð- mundsson og Þorbjörn Guðmundsson. Aðrir leikmenn voru ekki með. Hetja ís- lands i gær, Ólafur Benediktsson, var meiddur, Árni Indriðason í leikbanni, Ólafur H. Jónsson lék ekki með i HM, Viggó Sigurðsson komst ekki i liðið, né félagi hans, Páll Björgvinsson og Jón Pétur Jónsson fann ekki náð. Já, það var Páll Björgvinsson, markhæstur I Rand- ers með Qögur mörk. nýtt lið er lék gegn Dönum í Randers — lið er lék af festu, án taugaæsings, lið er vann, sem heild — án „stjörnu”. Páll Björgvinsson skoraði flest mörk íslands, 4 þeir Ólafur Einarsson, Bjarni Guðmundsson og Jón Pétur Jónsson 3 mörk hver. Þeir Páll, Ólafur og Jón Pétur skoruðu 10 af mörkum íslands en þeir voru ekki með gegn Dönum i Reykjavík í desember. Ólafur H. Jóns- son og Viggó Sigurðsson skoruðu 2 mörkhvorogÁrni Indriðason 1 mark. H.Halls. „Danmark blev til grin mod Island,” sagði i fyrirsögn Jyllandsposten i morgun eftir ósigur Dana gegn íslend- ingum, 18—15 I Baltic-Cup. Á forsíð- unni var stórfyrirsögn — Danir höfu Baltic-Cup með „fiaskö”. Og blaðið sagði, Danir byrjuðu Baltic- Cup með mesta hneyksli í áratugi — tapi gegn íslandi. Blaðið sagði það tím- anna tákn, að Mikhael Berg, markhæsti leikmaður danska liðsins — með 4 mörk, að þrjú marka hans skuli hafa verið úr vítum. Jyllandsposten skammar reyndar hina hollenzku dómara — þeir hafi ekki ráðið við neitt, en sakar þá engan hátt um að hafa verið óhagstæða Dönum. „Við vonuðumst til að Danir lékju síðari hálfleik betur en hinn fyrri — að danska liðið setti islenzka liðið frá sögueyjunni á sína réttu hillu en ónei, ekki. Anders Dahl-Nielsen var rekinn útaf og þegar hann kom aftur, þá var Per Skaarup rek- inn. Raunar misstu íslendingar einnig mann, en þessi kafli var afdrifaríkur og ísland komst í 11—8. Við verðum að snúa við blaðinu — sigra Pólverja i kvöld,” segir blaðið og tekur fram, að ís- Haukar hvöttu ísland óspart Á landsleik Dana og íslendinga voru áhorfendur 3300 — og þeir bjuggust við stúrum sigri sinna manna. En hinir 35 ls- lenzku áhorfendur létu úspart i sér heyra og meðal þeirra voru leikmenn Hauka er nú eru i æfingabúðum i Danmörku. Haukarnir stóðu sig eins og hetjur, hvöttu islenzka liðið óspart og var fögn- uður þeirra mikill i leikslok — óvæntur islenzkur sigur i höfn. lendingar hafi átt sigurinn fyllilega skilið. Það vakti athygli, að undir greininni var sagt frá Víkingsmálinu, að Víkingur hafi verið rekinn úr Evrópukeppni bikar- hafa, vegna rúðubrotanna í Ystad. Politiken var ekki síður ómyrkt í máli. „Svona djúpt hefur danskur handbolti ekki sokkið í áratug”. Lélegur vamar- leikur hafi komið tslendingum á sporið. Þá hafi dönsku leikmennirnir skotið Ólaf Benediktsson í stuð. Æsingur greip um sig í síðari hálfleik er íslendingar komust i 12—9. Þá setti Leif Mikkelsen markvörðinn Mogen Jeppesen inná en hann gat ekki bjargað neinu, og islenzkur sigur var i höfn,” sagði Politiken. Og blaðið endaði: „Það sýndi hve sóknarleikur okkar var lélegur að Mikhael Berg marghæsti leikmaður danska liðsins skoraði 4 mörk — þar af 3 úr vitum.” V-ÞJODVERJAR HALDA ÁFRAM SIGURGÖNGUNNI — sigruðu Pólverja á Baltic-Cup. Svíar f engu skell og einnig B-lið Dana Axel Axelsson. Leikur Pólverja og heimsmeistara V- Þjóðverja var ákaflega jafn, og harður. Pólverjar höfðu lengst af yfir, 10—9 og í ! síðari hálfleik komust þeir i 14—10 og virtust stefna i öruggan sigur. En V- Þjóðverjar gáfu sig aldrei — og þeir skoruðu sigurmark sitt mínútu fyrir leikslok. Jerzy Klempel skoraði átta mörk fyrir Pólverja — 5 úr vítum. Axel Axelsson með gegn V-Þjóðverjum — kom á leikinn ásamt hinum leik- mönnunum f jórum eftir að hann hófst Þeir fjórmenningarnir, Axel Axels- son, Stefán Gunnarsson, Brynjar Kvaran og Þorbjörn Jensson komu á landsleik tslands og Danmerkur eftir að hann var hafinn, ásamt fararstjóra sinum, Gunnari Torfasyni. Þegar þeir komu var staðan 1—0, tslandi I vil. Það verður æfing eftir hádegi og allt bendir til að Axel Axelsson verði með gegn V-Þjóðverjum. Hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið, hefur verið „Nú verðum við að ná okkur niður fyrir leikinn gegn V-Þjóðverjum. Við erum að sjálfsögðu í skýjunum eftir sig- urinn gegn Dönum, þurfum að komast niður á jörðina og halda einbeitingu okk- ar,” sagði Árni Indriðason, fyrirliði um leikinn í kvöld. „Við eigum að leika við sjálfa heims- meistara V-Þjóðverja, og enginn reiknar með sigri — leikmenn ætla að standa sig og berjast,” sagði Gunnar Torfason, far- arstjóri íslenzka landsliðsins í Randers í morgun. i meðhöndlun og virðist hafa náð sér. Ákvörðun vefður þó ekki tekin fyrr en eftir æfinguna í dag. tslendingar mæta , V-Þjóðverjum i Viborg. V-Þjóðverjar eru án fimm leikmanna frá HM en þeir sýndu það í viðureign sinni við Pólverja að það hefur ekki veikt liðið svo mjög — enda hafa V- Þjóðverjar yfir það miklum mannskap að ráða. Úrslit á Baltic-Cup I Danmörku: Danmörk tsland 15-18(8-8) V-Þýzkal. — Pólland 19-18(9-10) B-riðill: Danmork B — A-Þýzkal. 14-24 (4-14) Svlþjóð — Sovétríkin 19-26 (7-8) tsland mætir I kvöld heimsmeisturum V-Þjóðverja í Viborg. Danir og Pólverj- -ar leika I Árósum. t Esbjerg eigast við i B-riðli Sovétmenn og B-lið Dana og Svi- ar og A-Þjóðverjar leika 1 Vejle. Jerzy Klempel Fína húsið í Laugarásnum bls. 10 Samherjar létu hnefana tala Það vakti mikla athygli, að þekktustu leikmenn Charlton úr 2. deild, þeir Derek Hales og Mick Flanagan, létu hendur standa fram úr ermutn, slógust og fengu að lita rauða spjaldið! Mick Flanagan gagnrýndi Derek Hales fyrir að vera rangstæðan og fór það i taugarn- ar á Hales. Atvikið átti sér stað 5 minút- um fyrir leikslok, skömmu eftir að Mick Flanagan hafði jafnað, 1-1, gegn Maid- stone, utandeildarliöi. Leiknum lauk með jafntefli — hinir 9 leikmenn Charl- ton héldu hreinu gegn 11 leikmönnum Maidstone. Það var mikið um óvænt úrslit í bikarnum í gær — 3. umferð, en fjöldi leikja var, þar sem nær öllum leikjum sem áttu að vera á laugardag var frestað vegna vetrarhörku. En áður en við höldum lengra skulum við líta á úrslit: Bristol City — Bolton 3— 1 Charlton — Maidstone 1—1 Coventry — WBA 2—2 Darlington — Colchester 0— 1 Fulham — QPR 2—0 Middlesbrough — Crystal Palace 1—1 Notts County — Reading 4—2 Sheff. Utd. — Aldershto 0—0 Swindon — Cardiff 3—0 Wimbledon — Southampton 0—2 York — Luton 2—0 Brighton — Wolves 2—3 Orient — Bury 3—2 Birmingham — Bumley 0—2 Þá léku i annaðsinn Arsenal og Shef- field Wednesday. Liðin skildu jöfn á laugardag I Sheffield 1—1. Svo varð Morley og Leighton James skoruðu mörk Burnley. í Lundúnum sigraði Ful- ham lið QPR 2—0, þeir Davies og Marsh skoruðu mörk Fulham. Það var hörkuleikur á Highfield Road í Coventry er heimamenn mættu WBA. Jafntefli, 2—2, og varamaður Coventry, Alan Green, jafnaði fyrir lið sitt aðeins fimm mínútum fyrir leikslok. Andy Blair náði forustu fyrir Coventry en tvö mörk WBA fylgdu í kjölfarið, Laurie Cunningham jafnaði og Allistair Brown kom WBA yfir. Green jafnaði siðan — en vafasmat er að Coventry liti björtum augum leikinn i West Bromwich, — I deildinni í vetur skoraði WBA sjö mörk gegn Coventry í stórsigri. ÆvarR. Kvaran skrifarum verndarvætti bls. 14 einnig í gærkvöld — og Arsenal var þá aðeins 3 mínútur frá ósigri. Roger Wylde náði forustu fyrir Sheffield Wednesday en aðeins þremur minútum síðar varð bakvörður Sheffield fyrir því óláni að skora sjálfsmark og bjargaði þannig andliti Arsenal — en Lundúna- liðið var í úrslitum Bikarsins síðastliðið vor. Newport vann óvæntan sigur á West Ham, er vann Bikarinn 1975. Það var mikill fögnuður í S-Wales eftir sigurinn, 2—1, og sigurmark Newport kom níu mínútum fyrir leikslok, Eddie Woods tryggði Newport óvæntan sigur. Tvö 1. deildarlið máttu bíða lægri hlut gegn liðum úr 2. deild. Burnley vann Birmingham 2—0 í Birmingham. Þeir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.