Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 5
DAGBLADID. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. Súlan EA af lahæst á loðnuvertíðinní: SKIPSTJORAHLUTURINN LOSAR SEX MILUÓNIR hásetahluturinn tvær Hásetahluturinn á aflahæsta loðnuskipinu á vertíðinni, Súlunni EA-300, losar nú tvær milljónir króna. Skipstjórahluturinn er orðinn umsexmilljónir. Þetta kom fram í spjalli, sem fréttaritari DB á Vopnafirði átti við Bjarna Bjarnason skipstjóra á Súl- unni þegar landað var úr henni 650 tonnum á laugardagskvöldið. Þessi 650 tonn fékk Súlan út af Hrollaugs- eyjum. Bjarni var hinn ánægðasti með löndunina á Vopnafirði og benti á, að ekki hafi tekið nema hálfan fjórða tíma að lánda þessum 650 tonnum. í fimm löndunum í síðustu viku kom Súlan með þrjú þúsund tonn af loðnu að landi og var aflahæst á laugardagskvöld eins og fyrr segir. Bjarni var bjartsýnn á framhald loðnuvertíðarinnar og spáði met- veiði, ekki sízt með tilliti til 100 þús- und tonna kvótahækkunarinnar. -ÓV/HK, Vopnafirði. Vopnafjörður: Lokasprettur við f rystihúss- byggingu Unnið er dag og nótt á Vopnaflrði við móttöku á loðnu og bræðslu hennar. í gær var búið að taka á móti tæplega 21 þúsund tonnum. Unnið er á átta tíma vöktum í bræðslunni, sem er í eigu Tanga hf. Fyrirtækið tekur á næstunni í notkun nýtt frystihús, sem verið er að ljúka byggingu á. Til þessa hefur almenn fiskvinnsla farið fram í leigu- húsnæði — sláturhúsi kaupfélagsins — nema i sláturtíðinni. Félagslíf á Vopnafirði er talsvert — og á þriðjudagskvöld hófust æfingar hjá Leikfélagi Vopnafjarðar á leik- ritinu Allt fyrir Maríu eftir Johannes Allen í þýðingu Halldórs G. Ólafs- sonar. Leikendur eru sjö og leikstjóri Magnús Guðmundsson frá Nes- kaupstað. Þá eru starfandi ýmis félög og klúbbar. . Á næstunni kemur til Vopnafjarðar 26 tonna bátur, sem þrír útgerðarmenn þar hafa keypt og i bígerð er að kaupa 120 tonna bát, sem væntanlega kemur um miðjan marz. Talsvert er byggt á Vopnafirði, bæði einbýlishús og fjölbýlishús auk annarra bygginga. -ÓV/HK, Vopnafiroi. Alfreð Þorsteinsson f ormaður Varðbergs Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölunefndar varnarliðseigna var nýlega kosinn formaður í Varðbergi, félagi ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu. Á aðalfundi Varðbergs hinn 14. febrúar sl. voru eftirtaldir menn kjörnir í stjóm félagsins: Alfreð.Þor- steinsson, Ævar Guðmundsson, Guðni Jónsson, Þorsteinn Eggertsson, Geir Haarde, Kári Jónasson, Björn Björns- son, Bjarni P. Magnússon og Björn Hermannsson. í varastjórn hlutu þessir kosningu: Jósteinn Kristjánsson, Marí- as Sveinsson, Skafti Harðarson, Pétur Sturluson, Jón B. Helgason, Róbert T. Árnason. -BS. Reyfarakaup— ALLARGERÐIR ÚRVÖNDUÐUSKINNI'- A TH AÐEINS ÖRFÁ PÖRIHVERJUNÚMERI VING256 Svart — yfírvídd, m/rennilás Nr. 3-5 Áður fcr. 22.770/- Nu kr. 15.0001- FORTUNA 240 Svörtogbrún, yfírvídd m/rennilás. Nr.41/2og6 Áöur kr. 27.3001- Nú kr. 18.8001- Loðfóðruð PANZL VÍNG 1818 W^mf'- ' 11 659 Brúnogsvört, V^K 11 Brún,svörtog víðir m/rennilás fm vw grœn Nr.4og6 S^^^A -' *ðí m/rennilás Áður Nr. 3-9 kr. 19.1801- Áður Nú kr. 18.6701- kr. 14.0001- Nú kr. 9.6001- PANZL 4917 Drapplit Nr.4,5og51/2 Áður kr. 26.0401- Nú 19.8001- ERABELLA 281 Drapplit Nr. 4-7, Áður kr. 24.775/- Nú kr. 16.900/- FORTUNA 215 Gulbrúnt Nr.6,61/2,8og81/2 Áður kr. 18.870/- Nú kr. 9.500/- Loðfóðruð FORTUNA 242 Vínrauð og brún Nr. 4112-8 Áður kr. 19.9701- Nú kr. 8.5001- Loðfóðruð riffHQQIQQhh age FORTUNA 252 Brúnt—yfírvídd mlrennilás Nr.4,41/2og6. Áður kr. 27.3901- Nú kr. 19.9001- Loðfóðruð Domus Medica Egilsgötu3 Sími18519

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.