Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR26. FEBRUAR 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Italir sigruðu Hollendinga íMílanó — 3-0ogítalirhafaekki tapað í átta ár á ítalíu ítalir sigruðu Hollendinga, silfur- liöið l'rú HM i Argentínu 3—0 í MHanó á ítalíu á laugardag. Sannfærandi og öruggur sigur en ítaiir hafa ekki tapað landsleik á ftalíu nú í átta ár — mikil sigurganga þar. Hollenzka liðið var án nokkurra lykilleikmanna og það voru aðeins Van der Kerkhof bræðurnir, ásamt Wildschut og Jansen, sem sýndu góðan leik í hollenzka liðinu, sem ann- ars olli vonbrigðum, og vildu Hollend- ingar kenna um hinu langa hléi, sem verið hefur í Hollandi vegna veðurs. Ekki hefur verið leikið þar í 2 mánuði. „Ég er ánægður með leik ítala. Þeir sönnuðu að ítalía er eitt af stórveldum knattspyrnunnar i Evrópu í dag, þó ég auðvitað geri mér grein fyrir að Hol- lendingar hafi verið án leikmanna eins og Krol, Arie Haan, Rensenbrink og Neeskens," sagði Enzo Bearzot eftir leikinn. ítalir náðu forustu þegar á ní- undu mínútu í Mílanó. Þá var Roberto Bettega á ferðinni, skoraði af stuttu færi. Á 18. mínútu bætti Paolo Rossi við öðru marki ítala úr vítaspyrnu eftir að Ernie Brandts hafði fellt Marco Tardelli. Og Tardelli var sjálfur á ferð- inni á 43. mínútu er hann skoraði eftir sendingu félaga síns frá Juventus, AntonioCabrini. Af sóknarmönnum Hollands var það aðeins Willy van der Kerkhof sem sýndi eitthvað, aðrir voru slakir. Jan Peters átti gott skot, en var varið. í raun var eina tækifæri Hollendinga þegar Piet Wildschut komst í gegn en Conti varði skot hans. En Enzo Bear- zot hitti naglann á höfuðið er hann sagði: „Þetta var ekki lið Hollands eins og við þekkjum það". Ahorfendur í Mílanó voru 64 þúsund. Níu met á meistaramóti unglinga — ílyftingum Meistaramót unglinga í lyftingum var haldið i Laugardalshöll um helgina. Þar litu níu met dagsins Ijós en úrslit urðu: 52 kg flokkur. Þórhallur Hjartarson, ÍBA. Snaraði 50 kg, jafnhattaði 55 kg, samtals 105 kg. í 60 kg flokki. Sigurvegari Þor- valdur Rögnvaldsson, KR.Snaraði 85 kg sem er unglingamet, og jafnhattaði 102.5. Samtals 187.5 sem er nýtt unglingamet. Annar þar varð Ágúsi Magnússon ÍBA og þriðji Ólafur Magnússon ÍBA. 67.5 kg. flokkur. Haraldur Ólafs- son, ÍBA. Snaraði 100.5 kg, nýit unglingamet, jafnhattaði 130 kg sem er nýtt íslandsmet. Hann lyfti samtals 230 kg sem er íslandsmet, en i auka- tilraun jafnhattaði Haraídur 132.5 kg. 75 kg flokkur. Leifur Björnsson, sigurvegarí. Snaraði 90 kg, jafnhattaði 107.5, samtals 197.5 kg. Annar varð Hermann Haraldsson, IBV og þriðji Gylfi Gislason ÍBA. Þorsteinn Leifsson féll úr keppni en jafnhattaði 145.6 sem er nýtt íslandsmet og þar féll siðasta met Skúla Óskarssonar, sem nú hefur sm'iifl sér eingöngu að kraftlyftingum. 82.5 kg flokkur. Sigurvegari Guðni Helgason KR. Snaraði 115 kg, jafn- hattaði 135 kg, samtals 250 kg. Annar varð Bragi Helgason KR og þriðji Jóhann Gislason ÍBV. 90 kg. flokkur, þar sigraði Gísli Ólafsson, ÍBA. Hann snaraði 102.5 kg, jafnhattaði 140 kg, samtals 242.5 kg. Annar varð Ingvar Ingvarsson, KR 100 kg flokkur. Þar sigraði Sigmar Knútsson, ÍBA, snaraði 110 kg, jafnhattaði 145, samtals 255. Aimar varfl Viðar Sigurðsson, KR. 110 kg flokkur. Þar sigraði Jón P. Sigmarsson, KR. Hann snaraði 95 kg jafnhattaði 130 kg, samtals 225. Og i 110 kg og yfir sigraði Agúst Káreson, KR. Hann snaraði 137.5 kiló og sló þar með elzta metið i lyftingum, sem Gústaf Agnarsson setti 1972. I jafnhöttun fóru 170 kg upp, samtals, 307.5 kg sem er nýtt met. Þeir hafa jafnað, þeim tókst það. Eiginkonur islenzku leikmannanna — en átta þeirra komu saman og hlustuðu á lýsingu Hermanns Gunnassonar, fögnuðu mjög, stukku & fætur er Bjarni jafnaði. Þeim tókst það! Þær eru i'rá vinstri, Erna, kona Steindórs, Kristín hans Arna fyrírliða, Ingibjörg hans Brynjars, Gunna háns Þorbjörns Jenssonar, Krístin hans Olafs Víkings, Elsa hans Stefáns, Jóna hans Jöns Péturs og Asta hans Þorbjörns Guðmundssonar. DB-mynd Bjarnleifur. Jafntefíi íSevilla! —ísland og Tékkóslavía skildujbfn, 12-12 íSevilla á laugardag. Viggó Sigurdsson og Bjarni Guðnwndsson snjallir Hallur Símonarson i Sevilla: ,,Ég hugsaði aðeins um eitt — að skora," sagði Bjarni Guflmundsson, hinn eldfljóti Valsmaður er á laugar- dagskvöldið skoraði jöfnunarmark íslands gegn Tékkum í jafnteflinu í Sevilla, 12—12. íslenzka liðið missti knöttinn þegar 50 sekúndur voru til leiksloka og Jóhann Ingi lét islenzka liðið umsvifalaust leika maður á mann. Og sekúndurnar tifuðu hver af annarri og 11....10....9 og þá skyndílega náði islenzka liðið knettinum, Jón Pétur sendi umsvifalaust fram yfir Tékkana. Hann vissi sem var að þar væri Bjarni fyrir, sem var fljótur-að átta sig, fékk knöttinn og með Tékkana á hælunum brunaði Bjarni upp og jafnaði, 12—12 — jafntefli staðreynd. íslenzka liðinu hafði tekizt það sem enginn átti von á eftir hinn slaka leik gegn ísraelsmönnum. Að já jöfnu gegn Tékkum. Og íslenzka liðið sýndi gífur- lega sterkan varnarleik hér í Sevilla. Þeir voru klettar í vörn, Stefán Gunnarsson, Ólafur H. Jónsson og Árni Indriðason og í markinu stóð Ólafur Benediktsson og varði af snilld. í sókninni lék Viggó Sigurðsson sinn bezta landsleik, var hreint stórkost- legur. Gífurlega ógnandi, með snerpu sinni og krafti. Auk þess að skora þýðingarmikil mörk þá opnaði hann laglega fyrir Bjarna og samvinna þeirra var stórkostleg. Vigeó Sigurðsson var Viggó Sigurðsson — „toppklassi" í Sevilla, eins og pólski þjálfarinn orflaði það. án nokkurs vafa maður íslenzka liðsins í Sevilla — stórkostlegur. Viggó byrjaði stjörnuleik sinn um miðjan hálfleik. Þá var gífurleg harka í leiknum. Tékkar tóku hraustlega á i vörninni og íslenzka liðið átti í erfið- leikum með að finna leiðina í net- möskva marks Tékka. Aðeins eitt mark á 15. mínútum og það skoraði Ólafur Jónsson úr horninu, stórkost- legt mark eftir laglega leikfléttu. En í kjölfarið fylgdu tvö stangarskot, Ólafur og Axel. Og Tékkar komust í 9—6, Bjarni komst í gegn en var varið og Jón Pétur og Tékki voru reknir af velli. Viggó Sigurðsson minnkaði mun- inn í 9—7 og síðan skoraði Bjarni Guðmundsson áttunda mark íslands, 9—8 eftir að Viggó Sigurðsson hafði opnað vel fyrir Bjarna. Tékkar skoruðu tíunda mark sitt, 10—8 og 21. mínúta liðin af síðari hálfleik. ísland minnkaði muninn enn ieitt mark, 10— 9. Viggó úr víti eftir að hafa brotizt í gegn og fiskað vítið. Tékkar svöruðu enn, enn var Papernic á ferðinni en hann skoraði 8 af 12 mörkum Tékka. Enn minnkaði Viggó Sigurðsson muninn, 11 —10 úr víti. Bjarni fiskaði víti eftir að Viggó hafði opnað fyrir hann. En Paprinic jók forustu Tékka enn, 12—10, úr víti og fimm mín mínútureftir. Viggó minnkaði muninn enn í eitt mark, 12—11. Braust glæsilega i gegn og skoraði, fallegt mark og liðlega Svona þekkjum við Bjarna Guðmunds- son og ekki í fyrsta sinn að hann jafnar á lokasekúndum. Hér einmitt jafnar hann gegn Ungverjum fyrír tveimur árum. þrjár og hálf m'inúta eftir. Tékkar voru gífurlega taugaóstyrkir en íslenzka liðið óx með hverri mínútunni. Tékkar reyndu allt hvað þeir gátu að halda knettinum. Dæmd leiktöf á Tékka en ísland missti knöttinn. Aftur í vörn, aftur misstu Tékkar knöttinn, Ólafur Jónsson brunaði upp í hraðaupphlaupi en tékkneski markvörðurinn stöðvaði hann, mjög ólöglega. Víti hefði átt að dæma, en aðeins aukakast, og liðlega mínúta eftir. En þegar 50 sekúndur voru eftir var dæmdur ruðningur á Jón Pétur. „Maður á mann", hrópaði Jóhann Ingi. Nauðvörn fslands og þeg- ar 9 sekúndur voru eftir misstu Tékkar knöttinn. Jón Pétur bætti heldur betur fyrir ruðninginn, sendi umsvifalaust fram og þar var fremstur Bjarni Guðmundsson og jafnaði — 12—12. Jafntefli í Sevilla staðreynd. Glæsilegur leikur íslands, sér í lagi eftir slakan leik gegn ísrael. Encgsagði eftir viðureign Tékka og ísraclsmanna að ég væri bjartsýnn. íslenzka liðið olli mér að visu miklum vonbrigðum gegn ísrael en strákarnir bættu það upp gegn Tékkum. Það hafa í gegn um árin alltaf verið hörkuleikir gegn Tékkum... tvisvar hefur ísland unnið, leikurinn í Sevilla var fimmta jafntefli þjóðanna en lOsinnumhafaTékkarsigrað. Ávallt hörkuleikir. Afrek íslands er enn meir í ljósi þess að í fyrri hálfleik unnu íslendingar upp fjögurra marka forustu Tékka. Axel kom íslandi í 1 — 0, eina mark hans en hann fékk snert af flensu og hefur verið hálfslappur. Skarð þar fyrir skildi. Tékkar komust i 3—1, síðan 6—2, Olafur H. Jónsson skoraði annað mark fslands. Þetta var afleitur kafli, þrívegis misnotuð víti, Axel tvívegis og Jón Pétur einu sinni. Jón Pétur minnkaði muninn í 6—3, Ólafur H. Jónsson i 6—4 svo 7—4, en Páll skoraði slðasta mark fyrri hálf- leiks, 7—5. í síðari hálfleik náðu Tékkar þriggja marka forustu, 9—6, en með krafti, baráttu, sér i lagi i vörninni tókst að minnka muninn og jafna á síðustu sekúndum leiksins og þar lék allt íslenzka liðið stórt hlutverk... en stærst samt þeir Viggó Sigurðsson og Bjarni Guðmundsson, skoruðu sex siðustu mörk íslans. -h.sim. Erf iðar mínút- ur gegn ísrael — en gegn Tékkum varégstoltur Hallur Símonarson í Sevilla: ,,Ég hef aldrei upplifað erfiðari mínútur en gegn Ísrael. Þá fór ég út þegar 15 mínútur voru eftir. Hreinlega gat ekki afborið að horfa á. Hins vegar var það þægileg tilfinning, stórkostleg tilfinning að horfa á íslenzka liðið gegn Tékkum — þá var ég stoltur," sagði Júlíus Hafstein, formaður HSÍ eftir jafntefli Tékka og Íslendinga í Sevilla. „En," bætti Júlíus við, „þetta er persónulegur sigur Jóhanns Inga lands- liðsþjálfara." Viggó kom mér mjög á övart — sagði Jóhann Ingi, þjálfari íslenzka landsliðsins Hallur Símonarson i Sevilla: „Ég tel þennan leik hápunkt ferils míns sem landsliðsþjálfara, þó ég verði að segja eins og er að erfic sé að velja á milli sigursins í Randers og jafnteflisins hér i Sevilla," sagði Jóhann Ingi, þjálf- ari íslenzka landsliðsins eftir jafnteflið í Sevilla, 12—12. „íslenzka liðið lék mjög sterkan varnarleik, þann sterkasta sem ég hef séð til ístenzka landsliðsins. Viggó Sig- urðsson kom mér verulega á óvart, svo ég segi alveg eins og er. Var yfirvegaður en ekki eins taugaóstyrkur og æstur eins og á móti ísrael. Sýndi stórkostleg- an leik en sem heild fyrst og fremst lék ísland stórkostlega," sagði Jóhann Ingi ennfremur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.