Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR26. FEBRÚAR 1979. Tilleigu 64 ferm húsiiæði á 4. hæð við Suður- landsbratít — Serlega hentugt fyrir ljós- myndastofu, einnig fyrir skrifstofur o.fl. Uppl. í síma 10862 eftir kl. 5 og kl. 9— 12f.h. Útgáfuþjónusta fyrir f élög og fyrirtæki Getum bætt við okkur verkefnum á sviði útgáfuþjönustu, svo sem um- sjón með útgáfu félagsblaða, afmælisrita, svo og á sviði kynninga og , auglýsinga. Sérþekking á sviði efhisgerðar, auglýsingasölu, hönnunar, auglýsinga- dreifingar, kynningar og prentunar. NESTOR, ÚTGÁFUFYRIRTÆKl Herbert Guðmundsson - Sími 83842. 100-120 FERMETRA HÚSNÆÐIÓSKAST undir þrifalegan veitingarekstur í eða nálægt miðbænum. Má þarfnast lagfæringar. Upplýsingar hjá auglýsingaþjónustu Dag- blaðsins, sími 27022. Auglýsing Þeirra eigin Guðmundur J. GuAmundsson STEFNUBREYTING Alþýðuflokks oK Alþýðubandalags og verka- lýðsforingja þessara tveggja flokka varðandl vísitttlubindingu kaupgjalds hefur vakið þjóðarathygli. í februar töldu þessir aðilar vísitöluskerðingu iauna „kauprán". Nú telja þeir vísitöluskerðingu launa nauðsynlegan þátt í viðnámi gegn verðbólgu. Morgunblaðið mun á næstunni birta nokkrar tilvitnanir í ummœli þessara aðila í rnðu og riti, sem undirstrika þessa stefnubreytingu. Fullar verðlagsbætur eina vörn launafólksins — sagði Guðmundur J. 23. júní GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands og varaþingmaður Alþýðubandalag8ins sagði 23. júní í tilefni af ársafmæli sól- stððusamningannai „Samningarnir bundu loks enda á þriggja ára timabil samfelldrar kjararýrnunar. Kaupmætti launa var lyft verulega, einkum lág- launa. Tekin voru inn að nýju ákvæði um fulla og óskerta vísitölu, fullar verðlagsbætur skv. vísitölu er eina vörn launafólks gegn því, að verðbólgan rífi niður kaupmáttinn. Full vísitala er líka beinlinis vörn gegn óðaverðbólgu. Reynslan sýnir, að þvi skertari sem vísitalan er, þeim mun meiri er verðbólgan. í samræmi við sína verðbólgustefnu þurfti rikisstjórn framsoknar og íhalds auðvitað að eyðileggja vísitöluákvæðin með ítrekaðri lagasetningu. Þess vegna eru samningarnir ekki í gildi. Þess vegna þurfum við að setja þá í gildi með þvi að koma ríkisstjórn- inni frá." Okkur er full alvara í því að styðja þessar aðgerðir — sagði Guðmundur J. 28. nóv. um 8% „kauprán" j GUÐMUNDUR J. Guðmundsson í ræðu á Alþingi hinn 28. nóv. sl.: 1 „Kauphækkunin er 6,12%. Um það þurfum við nú ekki að deila... 1... niðurgreiðslur hafa ekki verið af verkalýðshreyfingunni almennt afsagðar, þó það megi færa rök að því hvernig tekna til þeirra sé aflað... Það hefur ár eftir ár verið samið um beina skatta í kjara- samningum. Það er ekki nýtt atriði... Okkur er full alvara í því Verkamannasambandið, sem lýsir sig reiðubúið til að styðja þessar aðgerðir... Ég er ákaflega ósmeykur við að koma fram fyrir mína félaga með þessa réttinda- löggjöf. Það er fráleitt að tala þar um einhver 3% fyrir t!d. opinbera starfsmenn. Að vísu var nú einhver sérstök yfirlýsing í sam- bandi við það, þá er meginhlutinn af þessum tillögum réttindi, sem þeir hafa og ég sé enga ástæðu til að láta lægst launaða fólkið vera afskipt í, en þessar félagslegu úrbætur geta í mörgum tilfellum verið mikið meira en 3%. I öðrum tilfellum geta þær verið minna... Ég býst við að ég mundi vilja hafa þessar aðgerðir tóluvert öðru vísi en þær eru..." Nokkrir sjálf stæðismenn. Verður Gamla Garði lokað: Eftirlitsmenn voru á staðnum að kanna ástandið í kjallara Gamla Garðs. .. .¦ ¦¦¦-. : : ¦¦¦¦¦¦ Framkvæmdaf é búið —f ramkvæmdir langt komnar en ý misíegt vantar enn „Það eru tíu herbergi hér í kjallaranum á Gamla Garði," sagði Benjamín Bjartmarsson garðprófast- ur. „Ástandið hér var orðið mjög slæmt og því hafa staðið yfir viðgerðir í allan vetur." Málefni Gamla Garðs og Félags- stofnunar stúdenta eru enn í sviðsljósinu vegna fjá'rskorts. Pétur Orri Þórðarson stjórnarmaður í Félagsstofnun sagði í viðtali við DB að framkvæmdafé væri þrotið áður en framkvæmdum væri lokið og væri kjallari Gamla Garðs því alveg ónothæfur. Fjárveitingavaldið hefði ekki staðið við loforð sín og því gæti Félagsstofnun ekki gripið til annarra ráða en loka Gamla Garði. Brunamálastofnun og heilbrigðis- eftirlit hafa gert ýmsar athuga- semdir við húsnæðið og sagði Pétur Orri að Félagsstofnun tæki ekki ábyrgð á íbúum hússins að óbreyttu ástandi. Dagblaðsmenn gengu um kjallara Gamla Garðs í fylgd með garðprófasti. Hann sagði að skipt hefði verið um allar lagnir og innréttingar mikið endurnýjaðar. Framkvæmdir eru nú komnar á loka- stig og því væri mjög illa farið ef framkvæmdir stöðvuðust á þessu stigi vegna fjárskorts. -•>Brunamálastofnun fór fram á að setfur yrði brunastigi á húsið og neyðarlýsing. Það hefur ekki verið gert. Þá er þak hússins ónýtt en eng- ar líkur eru á viðgerð á því í náinni framtíð. Benjamín garðprófastur sagði að loforð hefði fengizt á síðasta ári fyrir lánveitingu vegna þessara fram- kvæmda og síðan fjárveitingu á fjár- lögum. „En það virðist hafa verið skrúfað fyrir það allt saman." Dagblaðið ræddi stuttlega við Höskuld Jónsson ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu um málefni Garðanna. Höskuldur sagði að fjár- veíting til Garðanna heyrði fremur undir fjárveitinganefnd en ráðuneyti. Höskuldur sagði þó að til ráðstöfunar árin 1978—79 væru 55 milljónir króna. ,,Á miðvikudag kemur saman hópur manna, til þess að fjalla um þessi mál," sagði Höskuldur. „Þar verður tekin ákvörðun um fram- haldið og könnuð blaðaskrif um þetta mál og hvort það er rétt sem þarerhaldið fram." -JH. Unnifl við viðgerðarstörf í einu herberginu. DB-myndir Bjarnleifur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.