Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR26. FEBRUAR 1979. 17 „Kosningabomba" eða hvað? Félagsstofnun stúdenta (FS) hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Ekki hafa það einungis verið námsmenn við Haskólann sem sýnt hafa þeirri umræðu áhuga. Mörgum er því ljóst hið mikilvæga hlutverk þessarar þjónustustofnunar stúdenta. Ástæður þessarar miklu umræðu nú eru vafalaust sífelldar fréttir af erfiðri fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhuguðum uppboðum á eignum FS, rafmagns- lokun og nú síðast frétt í blaði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, um ótrúlega bókhaldsóreiðu hjá Félags- stofnun. í Dagblaðinu, mánudag 19. feb., birtir svo Bolli Héðinsson, for- maður Stúdentaráðs Haskóla íslands, grein eftir sig þar sem hann fjallar um þessa bókhaldsóreiðu og sínar skoðanir á henni. Þá tinir hann ýmislegt fleira til af vettvangi stúdentamálefna. Ætla ég hér að reifa nokkur atriði sem Bolli impraði áí greinsinni. Óstjórná Félagsstofnun Sem kunnugt er gengur rekstur Félagsstofnunar stúdenta afar erfiðlega. Agreiningur er um af hverju. „Vinstri menn", sem hafa nú meirihluta í Stúdentaráði, telja einu ástæðuna vera þá að ríkisvaldið hafi ekki lagt FS til það fjármagn, sem nauðsynlegt hefur verið. Við Vöku- menn erum sammála því að ríkisvald- ið hafi brugðist FS að nokkru. En við teljum að óstjórn í rekstri Félags- stofnunar og bókhaldsóreiða eigi einnig mikinn þátt í því hvernig komið er. Við höfum árum saman gagnrýnt reksturinn og lagt fram í Stúdenta- ráði margar tillögur um breytingar í rekstri fyrirtækisins. „Vinstri menn" og fulltrúar þeirra í stjórn FS, sem mynda meirihluta hennar, hafa látið þær flestar sem vind um eyrun þjóta. Aðalstarf þeirra hefur verið að heimta meiri peninga frá ríkisvaldinu en þeir hafa ekki fengist til að líta í eigin ,þarm. í október sl. var okkur svo nóg boðið. Við kröfðumst fundar í Stúdentaráði þar sem gerð yrði grein fyrir stöðu Félagsstofnunar og áætluðum breytingum á rekstrinum ef einhverjar slíkar væru á döfinni. Erfitt reyndist þeim að gefa glöggar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins og var ekki nema von. Síðasta, þá nýkomin, ársskýrsla stjórnar FS var nefnilega frá því 1976 og því lítið hald í henni. Ársreikningar '77 og '78 voru i vinnslu og hafði uppgjör ársins '77 dregist að sögn þeirra vegna „erfiðleika í tölvuvinnslu". Ekki komu fram neinar hugmyndir hjá þeim „Vinstri mönnum" um rekstrarúrbætur. Eftir sem áður yrði allri orku eytt í að reyna að sarga út meira fjármagn frá ríkinu. Það var svo rétt eftir síðustu áramót, að grunur okkar Vökumanna, um að óhreint mjöl fælist í hornum FS, staðfestist. í Ijós kom að „erfiðsleikarnir í tölvuvinnslunni", sem svo höfðu verið nefndir, stöfuðu af því að þá- verandi framkvæmdastjóra FS hafði, af enn ókunnum orsökum, láðst að skila inn til Reiknistofnunar H.í. svonefndum villulista, sem er ein- hvers konar leiðréttingalisti eftir fyrstu keyrslu bókhaldsins '77. Þetta varð svo til þess að öll árskeyrslan '77 varð tóm endaleysa. Þetta virðist enn sem komið er vera meginastæðan fyrir þessum ótrúlega drætti á frá- gangi bókhaldsins '77 og '78. Ekki liggur fyrir, er þetta er ritað, hvenær endurskoðað bókhald FS fyrir '77 og '78 kemur til með að liggja fyrir. Til gamans má geta þess hér að þegar stjórn FS samþykkti í mars 1977 þá „snjöllu" hugmynd þáverandi fram- kvæmdastjóra FS að tölvuvinna bókhald fyrirtækisins þá var það m.a. ,,til að gera mögulegt að fá meiri upplýsingar fyrr" (!!!) í Vökublaðinu áðurnefnda var þessi bókhaldsóreiða Félagsstofnunár kynnt stúdentum og var þar einnig bent á ýmis dæmi þess að hún hefur getað haft veruleg áhrif á rekstrar- grundvöll fyrirtækisins. Ekki þarf víst að tíunda það hér hversu mikil- vægt það er að hafa góðar reiður á bókhaldi fyrirtækja. Það vakti mikla furðu mína þegar ég las ummæli núverandi framkvstj. FS, Skúla Thoroddsen, er blaða- maður Dagblaðsins bar undir hann fréttina í Vökublaðinu. Skúli sagði að bókhaldsóreiða FS væri auðvitað bara „kosningabomba" hjá Vökumönnum. Þetta er mjög einkennilegt vegna þess að Skúli var sjálfur aðalheimild Vökublaðsins í þessu máli. En vel að merkja: Skúli er góður og gildur „vinstri" maður í skilningi Bolla, formanns Stúdenta- ráðs, og skoðanabræðra hans. Fyrir utan það að hann var löngum sér- stakur trúnaðarmaður „vinstri manna"ámeðanhann stundaði nám í Háskólanum var hann virkur félagi í KHML, KSML og KFÍml og hvað þau heita, þessi samtök pólitískra sveimhuga hér. En Skúla verður nú að lærast, ef hann ætlar sér að gagnast fyrirtækinu sem hann starfar hjá, að hætta að taka pólitiska af- stöðu í málum er snerta Félags- stofnun. Allir sem vilja að Félags- stofnun stúdenta verði komið á réttan kjöl hljóta að viðurkenna rétt skynsamlegrar umræðu um fyrir- tækið og vandamál þess. Ráðherra skipar nef nd Á fundi um lánamál stúdenta, sem haldinn var í vetur, kynnti fjármála- ráðherra hugmynd sína um skipun nefndar sem kanna skyldi rekstur FS og gera tillögur til úrbóta. Vorum við Vökumenn vongóðir um að nú væri loks komið að því að nefnd sérfróðra manna færi í saumana á Félags- stofnun og von yrði á raunhæfum breytingum til úrbóta. Heldur varð þó yfirlýsing fjármálaráðherra okkur skammgóður vermir. Um miðjan janúar sl. tilkynnti menntamála- ráðherra að hann hefði ákveðið að koma á fót nefnd „til að gera tillögur um hvemig best megi tryggja rekstrargrundvöll Félagsstofnunar stúdenta i framtiðinni".... í nefnd þessa tilnefndu sömu aðilar, að viðbættu fjármálaráðuneyti, og skipa stjórn FS. Við Vökumenn mótmælt- um þegar skipun nefndarinnar töldum hana lítinn vanda leysa. Helst væntum við sem niðurstöðu nefnd- arinnar háværs kalls til „stóra bróður" um að stóraukið ríkis- framlag sé það eina sem Félags- stofnun vanti, ekkert að rekstri fyrir- tækisins. Við teljum nú rétt, eins og mál standa, að Alþingi hlutist til um það að nefnd menntamálaráðherra verði leyst upp og sett á fót nefnd óháðra sérfræðinga sem rannsaka skuli ofan í kjölinn rekstur og stjórn- un Félagsstofnunar stúdenta undan- farin ár og geri tillögur til úrbóta. Félag lýðræðis- sinnaðra stúdenta Aðaláróður „vinstri manna" fyrir kosningar í Haskólanum beinist að því að tengja okkur Vökumenn við „íhald" og „auðvald" og segja að Vaka sé útibú frá Sjálfstæðis- flokknum í Háskólanum, eins konar litli Heimdallur. En auðvitað vita þeir betur og allir, sem kýnna sér stefnuskrá Vöku og starf okkar í Stúdentaráði og víðar, sjá að Vaka er félag allra lýðræðissinnaðra stúdenta, hvort sem þeir hafa kosið að skipa sér í stjórnmálaflokka eða ekki, og að stefnuskrá Vöku er sann- gjörn málamiðlun í þeim atriðum sem lýðræðissinna hefur helzt greint á um. Ég held að því miður hafi þessi áróður þeirra „Vinstri manna" haft nokkur áhrif á fylgi Vöku í Há- skólanum. Ég held þó að stúdentar séu að átta sig á sannleikanum í þessu máli. „Vinstri menn" —allir kommar Hverjir eru þá þessir „Vinstri menn" sem hafa verið í meirihluta í Stúdentaráði Háskóla íslands undan- farin ár? Eitt er víst og það er að allir segjast þeir vera lýðræðissinnar. Meinið er bara að skilningur þeirra á hugtakinu „lýðræði" er allur annar en þessi varanlegi sem ftnnst í orða- bókum. Mér finnst honum svipa mest til þess skilnings sem notaður er fyrir austan járntjald. Þessir „Vinstri menn" hafa nú um nokkurt árabil kynnt þjóðinni málstað sinn í út- varpsdagskrá 1. desember og mun* víst óþarft að fjölyrða um það hér. Talsmenn „Vinstri manna", eins og t.d. Bolli formaður Stúdentaráðs, halda því fram að þeirra flokk eigi allir stúdentar að fylla sem ekki eru sjálfstæðismenn. Halda þeir félagar að allir íslenzkir vinstri menn séu marxistar? Tveir af þremur íslenskum lýðræðisflokkum, Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur, kenna sig stundum við hugtakið vinstri (svo óljóst sem það hugtak nú er). Skoðum nú niðurlag tillögu sem samþykkt var í Stúdentaráði vegna 1. maí 1978 með öllum atkvæðum „Vinstri manna" gegn atkvæðum Vökumanna: ,,En það duga engin vettlingatök í viðsjárverðum heimi og baráttan má ekki minnka, þó að stundarhagsmunum sé náð, heldur eflast og beinast að því að uppræta mein okkar þjóðfélags, efnahags- kerfi auðvaldsins. íslensk verkalýðs- hreyfing þarf að standa sameinuð i baráttu sinni og verður því að vinna gegn faglegum klofningi innan hennar. Jafnframt verður að hnekkja veldi þeirra innan launþega- samtakanna er ganga braut stéttar- samvinnustefnu og eru handbendi auðvaldsins á annan hátt." Segja þessi orð ekki einhverja sögu? Mergurinn málsins er greinilega sá að meirihlutamenn í Stúdentaráði telja alla íslenzka vinstrisinna byltingarmenn. Almenningsálit Hryggilegt er að líta til þess hversu róttæklingum í Háskólanum hefur tekist með öfgaskoðunum sínum og óvinsælum tiltektum að setja niður álit íslenzks almennings á stúdentum og Háskólanum. Hvað segir Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir í Dagblaðinu í byrjun desember sl. um „Vinstri menn" í Háskólanum: „Sá armi lýður, hinn raunverulegi verkalýður, er skrautfjöflur, sem notuð er á tylli- Tryggvi Agnarsson dögum. Ef þetta fólk kemst í yfir- mannastöður fer minna fyrir verka- lýðsástinni og þarf ekki nema undir- tyllu á launaskrifstofu til. Drottinn minn, hvað ég er orðin leið á þessu fólki." En hróður stúdentaleiðtoga okkar fer víða. Norrænn forustu- maður í félagslífi stúdenta í sínu landi, er ég hitti fyrir nokkru, sagði mér að í sínum hópi og víðar þar sem hann þekkti til væru forustumenn heildarsamtaka islenzkrar náms- mannahreyfingar nefndir „guerillas" eða skæruliðar vegna þeirra aðferða sem þeir kysu að beita í baráttu sinni. Er ekki mál til komið að fara að söðla um? Stúdentablaðið Sumir hafa viljað halda því fram að helzt megi líkja Stúdentablaðinu við klámrit. Aðrir líta á blaðið sem einbert pólitískt öfgarit í ætt við þau sem kollegar „Vinstri manna" í ýmsum félögum gefa út, svo sem Stéttabaráttuna og Neista. Um þetta má sjálfsagt lengi deila. En ef því er haldið fram að Stúdentablaðið þjóni tilgangi sínum sem almennur vett- vangur fyrir áhugamál okkar stúd- enta og ærlegt tæki í hagsmunabar- áttu okkar hljómar það eins og léleg- ur brandarií mínum eyrum. Það er rétt að árétta það hér að allir innrit- aðir stúdentar við Háskólann eru skyldaðir til að kaupa blaðið. Öllum tillögum Vökumanna um breytingar á skipulagi blaðsins hefur verið vísað á bug. Við Vökumenn íhugum nú hvort ekki sé ástæða til að taka upp harða baráttu gegn skyldu- áskriftinni verði ekki gerð bragarbót áblaðinu. Vökublaðið Það hefur mikið farið í taugarnar á „Vinstri mönnum" hve blaðaútgáfa Vöku hefur verið öflug. Á meðan stúdentar verða að punga út millj- ónum á milljónir ofan í Stúdenta- blaðið hefur Vaka fjármagnað blað sitt með auglýsingum og sent það öllu stúdentum heim, ókeypis. Vökublaðið er líka auðvitað unnið í sjálfboðavinnu en Stúdentablaðinu dugar ekkert minna en launaður rit- stjóri. Róttæklingarnir kunna auðvit- að skýringu á þessu. Hún er sú að all- ir atvinnurekendur hljóti að vera vit- lausir i að auglýsa í Vökublaðinu til að hjálpa Vökustaurum að berja á kommunum . . . Ég held nú að allir þeir sem barizt hafa í að gefa úi skólablöð viti betur. það er mikil vinna að safna auglýsingum í slik blöð og við einfaldlega lcggjum hana á okkur en „Vinstri menn" síður. Eða byrja þeir e.t.v. á því að segja þeim, sem þeir ætla að fá auglýsingar hjá, hvað muni verða gert við þá eftir byltinguna? Ef svo er þá skil ég nú mæta vel aðsöfnunin gangi treglega. Tryggvi Agnarsson, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Meira SKÁPA OG HILLUSAMSTÆDUR Fást nú aftur í PALESANDER 0. FL VIÐARTEGUNDUM VEUUM ÍSLENZKT BERIÐ SAMAN VERÐ 0G GÆÐI OPIÐ FÖSTUDAGA TIL KL 7 LAUGAR- DAGA FRÁ KL10-12 • VERZLIÐ HJÁ FRAM- LEIÐANDA einnig mikið úrval annarra húsgagna, t.d. Dropa skápa- og hillusam- stæöur, sófasett, 3 gerðir, Spira svefnbekkur, sófabord, forstofuhús- gögn, borðstofuborð, borðstofustólar, skrifstofuskrifborð. &!? JB A.GUÐMUNDSS0N HF *,.¦-¦ Húsgagnaverksmiðja Skemmuveg 4, Kópavogi — Síitii 73100

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.