Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 10
B.M.W. 528 1976 Þessi glæsilegi bill er til sölu. Billinn er silfursanseraður að lit, mjög gott lakk. Litaö gler, 2,8 1140 liestofl, beinskiptur, 4 dyra, álíelgur, sumar- og vetrar- dekk, útvarp. Bilaskipti moguleg, einnig skuldabréf. Uppl. i sima 12577 á skrifstofutima. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. Fasteignaeigendur Hef kaupanda að gódri sérhæð med bílskúr í Reykjavík. Skipti geta komid til greina á RAÐHÚSIÍFOSSVOGI. Höfum kaupanda að EINBÝLISHÚSI í GARDABÆ, eða HAFNARFIRÐI, þarf ekki að vera fullgert. Skipti á sérhæð í HLÍÐUNUM koma til greina Höfum kaupanda að EINBÝLISHÚSI vestan Elliðaár. Útborgun allt að kr. 40.000.000. Verðca. kr. 50—60.000.000.- OKKUR VANTAR ALLAR STÆRDIR FASTEIGNA Á SÖLUSKRÁ Okkur vantar á söluskrá: 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir, sérstaklega 4—5 herb. íbúð með bílskúr i FOSSVOGI eða HÁALEITISHVERFI, sem ekki þarf að vera laus fyrr en í sept. nk. Iðnaðarhúsnæði Til sölu (eignaskipti) 250 fm efri hæð við Skemmuveg. Lofthæð 4,5—5,0 m. Afhent tilb. undir tréverk í skiptum fyrir einbýlishús í Garðabæ, sem má vera í smíðum. Höfum einnig til sölu ca 600 fm súlulausa efri hæð í Ártúnshöfða, lofth. 5,20, er gefur möguleika á, að sett sé upp milliloft í húsið, þannig fengjust allt að 900—1000 fm. Steypt bílastæði, ca. 150 fm, er þegar klárað. Stórt pláss fyrir framan húsið. Hæðin yrði afhent tilbúin undir málningu utan, glerjuð með frá- gengnu þaki, fokheld að innan með vél- pússuðu gólfi, í júní-ág. nk. Við Súðarvog 3X140 fm iðnaðarhúsnæði á 1. hæð. Innkeyrsla í hvert bil fyrir sig. Laust fljótt. í austurborginni — iðnaðar-skrif- stofuhúsnæði, 1250 fm, á 3. hæð. í Kópavogi hús, sem er 860 fm á 4 hæðum. Nýtt hús. SMÁÍBÚÐAHVERFITVÍBÝLISHÚS Til sölu hús sem er 2ja herb. séríbúð í kjallara, nýstandsett, og 6—7 herb. íbúð á tveim hæðum. Tvöfaldur bílskúr. Laus strax. EFSTASUND. SKIPASUND lil sölu 93 fm kjallarafbúð f • '¦' s<ilu 2ja herb. samþ. kjall- góðu standi. araibúö. Nýstandsett. Verð kr. 11 millj. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN AUSTURSTRÆTI7 Símar 20424 —14120. Heima 42822. Sölum. Sverrir Kristjánsson. _________ Vidsk.fr. Kristján Þorsteinsson. „ÞAD SEM KARLMENN ÞEKKJAEKKIOG KONUR ÞEGJA UM" — viðtal við Ásu Sólveigu vegna menningarverðlauna DB „Mig langar til að skrifa um líf kvenna eins og það í raun og veru er, eh ekki setja upp glansmynd af því," sagði Ása Sólveig, er við hittum hana á vistlegu heimili hennar í neðra- Breiðholti „og ég skrifa um konur, því heim karla gjörþekki ég ekki. En ég get ómögulega séð að kynin séu fjendur og ég hef aldrei öfundað karlmenn. Þeir eru reyrðir í fyrir- vinnuhlutverk allan guðslangan dag- inn og á næturnar eiga þeir að standa sig í bólinu — og geta þar engu leynt." Ása Sólveig hlaut bókmenntaverð- laun DB meðal annars af því að hún skrifaraf væntumþykju um venjulegt fólk. Hún skrifar um vandamál ungra hjóna, blánkheitin, baráttuna við að koma sér upp húsnæði, alls konar misskilning sem upp kemur í sambúðinni — séð með augum ungr- ar konu. En hún skrifar líka um kon- una sem orðin er miðaldra, búin að koma upp börnunum og í vanda stödd, því þjóðfélagið metur starfs- reynslu hennar einskis og máski skilur maðurinn hana ekki. Nokkur leikrit og skáldsaga Fyrsta verk Ásu Sólveigar var leik- ritið Svartur sólargeisli, sem frum- sýnt var í sjónvarpi árið 1972 (og end- urflutt fyrir skemmstu). Annað var útvarpsleikritið Gunna (1973). Það fjallar um húsnæðisvandræði ungra hjóna með smábörn. Það hefur einnig verið leikið á sviði (á Neskaup- stað). Þriðja verkið var Elsa, sjón- varpsleikrit (1974). Þar segir frá mið- aldra hjónum, þó meira~henni. Eigin- maðurinn hefur fundið lífsfullnæg- ingu í sínum litla atvinnurekstri og undrast að hún skuli ekki líka vera hæstánægð. Fjórða verk hennar var útvarpsleikritið Ef ekki í vöku, þá í draumi, sem segir frá heldur fáfengi- legum nágrannakonum^ sem drepa lífsleiða sínum á dreif með viðhöld- um og búðahnupli. Enn eitt leikrit hefur Ása Sólveig skrifað, sem óflutt er, Gæfusmiðir. Það er hugsað fyrir útvarp og lýsir samræðu tveggja ein-/ stæðra mæðra um nótt. Nú fyrir jólin sendi Ása Sólveig frá sér fyrstu skáldsöguna, Einkamál Stefaníu, og lýsir hún lífi ungra nú- tímahjóna. önnur saga er í smíðum. í henni er aðalpersónan nokkuð full- orðin kona sem heitir Guðný. Meira vill höfundurinn ekki segja um hana, því enginn veit hvaða myndbreyting- um hún Guðný á eftir að taka áður en sagan er fullskrifuð. Gyðjan og prinsinn Flestar ástarsögur fjalla um stúlk- una, sem bíður eftir hinum eina rétta og endahnútur sögunnar er venjulega giftingin, og þar með blasir við ævi, sem er hamingjusöm og án vanda- mála. ,,En þegar maður giftir sig, þá fyrst byrjar nú ballið," segir Ása Sól- veig og brosir. „Og þessi innræting, að gifting leysi allan vanda, er að minum dómi stórskaðleg. Mig lang- aði að skrifa um stúlku sem trúir þessu (Stefaníu), en rekur sig brátt á að veruleikinn er allur annar. En það er svo sjaldan talað um þetta, og ég held kannske að ástæðan sé sú, að margar konur verða fyrir vonbrigðum — enda ekki nema von eftir allt astar- sögudótið — og vilja leyna þeim. Það er svo margt sem þarna kemur til. Óguðlega langur vinnudagur og baslið við að eignast húsnæði varpar skugga á samlífið. Svo halda margar stúlkur að það sé miklu einfaldara að búa með karlmanni heldur en for- eldrum sínum — en það þarf ekki að vera! Svo hafa stúlkurnar sett allt sitt traust á einn einasta mann. Við gift- inguna tekur hann við þeim að öllu leyti, á að veita þeim bæði fram- færslu og hamingju. En fyrr eða seinna rennur upp fyrir hverri konu, að enginn getur afhent öðrum sitt eigið líf. Og þegar sá dagur kemur, að það rennur upp fyrir hjónum að bæði eru þau aðeins mannleg, þá verður það oft harður biti að kyngja. Því fólk hefur svo ríka tilhneigingu tU að líta á manninn sinn eins og prins á hvítum hesti eða kon- una sína eins og gyðju á stalli. En það Mig langar til að skrifa um líf kvenna eins og það er i raun og veru

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.