Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR26. FEBRÚAR 1979. HRINGURINN KRINGUM IDIAMIN ÞRENGIST —Tanzaníuher sækir stöðugt nær höf uðborginni studdur útlægum Úgandamönnum Idi Amin Úgandaforseti lýsti því yfir í útvarpi í gærkvöldi, að hann myndi aldrei gefast upp fyrir innrás- arherjum frá nágrannarikinu Tanzaníu. Forsetinn sagði að tuttugu þúsund manna herlið frá Tanzaníu, Ýmsar blikur eru á lofti varðandi framtið Idi Amins Ugandaforseta og hætt er við að honum dugi ekki spjót- ið atarna til að berja á andstæðingum síiium innanlands og utan. stutt útlögum frá Uganda, hefði her- tekið borgina Masaka. Innrásarliðið sækir nú að borginni Mbarara og stefnan verður síðan tekin á höfuðborgina Kampala, sem er í 130 km fjarlægð i norðri. Fjöldi Úgandamanna er nú á flótta í átt að höfuðborginni, undan innrás- armönnunum. í útvarpsávarpi sínu sagðí Amin Úgandaforseti að þrátt fyrir alvarlegt ástand myndi Úganda aldrei gefast upp. í útvarpinu var síðan greint frá þvi að forsetinn myndi verða í höfuðborginni með fjölskyldu sinni og stjórna aðgerðum. Bardagar milli Tanzaníu og Úganda hafa nú staðið yfir i fjóra mánuði, enhafaharðnaðmjögundan- farna viku. Amin hefur nú beðið vinveitt nágrannaríki um aðstoð. Amin verður nú æ varari um sig. Hann hefur sloppið frá fjölmörgum morðtilræðum frá því að hann komst til valda. Hann skiptir nú svo oft um §amastað, að jafnvel beztu vinir hans eiga í erfiðleikum með að finna út hvar hann dvelst. Dr. Miltin Obote fyrrum þjóðar- lejðtogi í Uganda sem Amin steypti af stóli fyrir átta árum hefur hvatt and- spyrnuöfl innan Uganda til að steypa forsetanum. Obote er nú útlægur í Tanzaníu. N-Ameríka: Ský fyrir al- myrkva sólar Óttazt var í morgun, að ský kæmu í veg fyrir að menn sæju síðasta almyrkva sólar, sem hægt er að sjá í Norður-Ameríku á þessari öld. Tugþúsundir áhugamanna og at- vinnumanna i himnaskoðun hafa beðið almyrkvans með óþreyju, en hann átti að sjást um morgunverðarleyti í morgun. En himinn er skýjaður víðast hvar í N-Ameríku, allt frá Washington og Oregon til íshafssvæða Kanada. Skýin gætu komið í veg fyrir hin miklu áhrif af því er máni fer í veg fyrir sólu. Víða annars staðar er hlutamyrkvi á sólu sjánlegur. Vísindamenn eru tilbúnir með rannsóknir á því hvað gerist er tunglið kemur skyndilega í veg fyrir geislun sólar og hvað gerist er þeir síðan brjótast í gegn á ný. Danmörk: Fjölskyldan f órst öíl íbílslysinu Það er varla hægt að sjá að þetta flak hafi verið bíll, svo illa er hann leikinn eftir árekstur við flutningabil. Slysið varð við Haderslev i Danmörku og í litla bilnum var fjögurra manna fjölskylda sem fórst i slysinu. Sovézkir geim- farar áleiðis til Salyut 6 Tveimur sovézkum geimförum var skotið á braut umhverfis jörðu í gær og í nótt hringsóluðu þeir kringum jörðina. Þeir eiga síðan að fara um borð í geimstöðina Salyut 6. Geimfararnir heita Vladimir Lyakhov, 37 ára gamall og Valery Ryumin, 39 ára gamall. Geimskotið er liður í þeirri viðleitni Sovétmanna að hafa stöðugt mannaða geimstöð á ferð umhverfis jörðu. Geimfarið Soyus 32, verður tengt geim- stöðinni á morgun og verður áhöfn þess sjöunda áhöfn sovézkra geimfara, sem gistir stöðina. Þetta er 38. mannaða geimfar Sovétríkjanna. Ekki er vitað hve lengi geimfararnir eiga að vera í för sinni en sovézkir geimfarar, Vladimir Kovalyonek og Alexander Invanchenkov, settu geimferðarmet i nóvember sl. er þeir voru 140 daga úu' í geimnum. T*i<±<r Mekka leikfangajárnbrautanna Þekkt er það fyrirbrigði er feður gefa sonum sínum leikföng sem þeir vilja gjarnan leika sér með sjálfir, t.d. bílabraut- ir eða járnbrautir. Suniir menn verða æstir i slík leikföng og vart getur fullkomnari leikfangajárnbraut en getur að líta á þessari mynd. Nokkrir félagar f Winnenden i V-Þýzkalandi, i námunda Stuttgart, tóku sig til fyrir fimm árum og stofnuðu klúbb til þess að leika sér að slíkum jámbrautaakstri. Leikfangabrautin þeirra nær nú yfir 150 fermetra svæði og brautarteinarnireru um tveir km á lengd. Stjórn lestanna er i hönilum tölvu, svo ekkert fari úrskeiðis oggeta fjörutíu lestir verið á ferð i cinu. Áhugamenn um þennan leik eru velkomnir og hafa fjölmargir á fimmtugsaldrinum lagt leið sína til þessarar Mekka leikfangajárnbrautanna, víðs vegar að úr heiminum. Danmörk: Búrhvalurinn strandaði —og það kostaði kranabíl og f imm stálvíra að ná skepnunni Það kostaði fimnvstálvíra og einn kranabíl að koma þessari risaskepnu á land. Ferlíkið, sem er 15 metra langur búrhvalur, strandaði á sandrifi skammt utan við norður-józka bæinn Tversted í Danmörku. Þegar tókst að draga skepnuna á landi voru komnir fulltrúar frá dýra- görðunum i Kaupmannahöfn og Árósum, sem ekki ætluðu að missa af hinum merka feng. Langt er nú liðið siðan búrhvalur strandaði síðast við strendur Danmerkur, en árið 1941 strandaði þvílík skepna við Hirtshals, sem er um 15 km sunnan við Tversted. J ; * ?i '• 30fc ¦,iS*: '"¦'¦ - ÍL •"-"

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.