Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 6
, DAGBLAPIP^MÁNUDAGUK26,-EEBRÚABJ979.
DB á neytendamarkaði
ANNA
BJARNASON
Allt ílagi að borða saltkjöt og baunir á morgun:
Vel fylgzt með að ekki séu
skaðleg efni ísaltkjötinu
„I dag er langalgengast að kjöt sé
léttsaltað. Það er ekki líkt því eins
mikil söltun og í gamla daga. Ef
kjötið væri saltað á sama hátt í dag
er ég hræddur um að það þætti ekki
gott," sagði Jón Júlíusson kaup-
maður í verzluninni Nóatúni í samtali
við Neytendasíðuna. — Tilefni
samtalsins var morgundagurinn,
eða öllu heldur saltkjötið sem lang-
flestir landsmenn neita þann dag.
Fyrr í vettir spunnust miklar
umræður út af saltkjöti og
skaðlegum efnum sem í því eru.
Nítrít-innihald saltkjöts má ekki fara
yfir ákveðin mörk. Sagði Jón að
Félag kjötkaupmanna hefði hvatt
félagsmenn sína til þess að hafa það
innan þeirra marka sem teljast
óskaðleg.
„Sýni af saltkjöti eru alltaf tekin
af og til. Hér á landi er leyfilegt magn
nítríts í flestum matvörum lægra en
gerist annars staðar. Það má vera 100
mg í kg en ég tel að víðast hvar sé það
ekki nema 40—50 mg á hvert kg,"
sagði Jón.
— Heldurðu að fólk vildi kaupa
saltkjötið ef nítritinu væri alveg
sleppt og kjötið því grátt að lit?
„Fólk vill aðeins rautt kjöt. Ef
boðið væri upp á grátt kjöt héldi
fólk að væri verið að bjóða því upp á
gamalt og jafnvel skemmt kjöt.
Smekkur fólks hvað varðar kjöt
hefur breytzt mikið á undanförnum
árum. Hér áður fyrr vildi fólk hafa
kjötið sem feitast. Nú eru það næsta
fáir sem vilja feita kjötið. Fólk fær
líka að velja sér þá bita sem það kýs.
Auðvitað ætti verðið á saltkjötinu
líka að vera í öðrum verðflokki í dag
en var áður fyrr," sagði Jón Júlíus-
son. Jón býst við að saltkjöt verði á
margra borðum á morgun, þvi hann
saltaði í 15 tunnur eða samtals um
750 kg. Kíló af saltkjöti kostar í dag
1138 kg. Nú víkjum við talinu að
öðru.
— Hvert er álit þitt á þeirri umræðu
sem orðið hefur um frjálsan af-
greiðslutíma sölubúða í Reykjavík?
,,Á meðan sá tími sem leyfilegur
er samkvæmt reglugerðum er ekki
nýttur finnst mér fáranlegt að tala
um að rýmka þessi ákvæði. Leyfilegt
er að hafa opið til kl. 10 tvö kvöld í
viku, þriðjudags- og föstudagskvöld.
Sárafáir kaupmenn notfæra sér að
hafa opið á föstudagskvöldum og
engir á þriðjudagskvöldum. Þá er
leyfilegt að hafa verzlanir opnar frá
kl. 8 að morgni og næsta fáir notfæra
sér það. Einnig er leyfilegt að hafa
opið til hádegis á laugardögum
ákveðna mánuði. Ekki nándar nærri
allir kaupmenn notfæra sér það.
Ég tel líka að þjónustan í
verzlunum yrði almennt lakari ef
opið væri frameftir á hverju kvöldi.
Ég er heldur ekki farinn að sjá að
neytendur séu reiðubúnir til þess að
greiða þann aukakostnað sem hlytist
af auknum afgreiðslutíma í hækkuðu
vöruverði.
Fyrir nokkrum árum var farið út í
að hafa opið frameftir í nokkrum
verzlunum. Skiptust verzlanir á um
að hafa þessa þjónustu víðs vegar
um borgina. Þetta gafst yfirleitt
mjög illa og var horfið frá því,"
sagði Jón.
— Hvað finnst þér um hina
svokölluðu stórmarkaði sem risið
hafa upp á síðari árum í
fjölmenninu?
„Ég hef svosem ekki nema allt
gott um þá að segja. Þeir hafa
áreiðanlega orðið til þess að lækka
vöruverðið, því kaupmenn hafa fylgt
þeim eftir í verði. Þeir hafa hins veg-
ar jafnframt orðið að minnka
þjónustu við neytendur, t.d. eins og
með því að taka sérstakt gjald fyrir
að fá vörur heimsendar. Nú kostar
það 400 kr ef viðskiptavinurinn tekur
sjálfur vörurnar til en 600 kr., ef
hringt er i verzlunina og starfsfólkið
tekur vörunatil.
Fólk getur ekki ætlazt til þess að
fá þjónustu hjá smákaupmanninum,
sem stórmarkaðurinn veitir ekki.
i
Annars held ég persónulega að
það sé kannske ekki svo ýkja mikill
sparnaður að því að kaupa inn í
stórum slumpum. Ég held að fólk
eyði meiru ef það á miklar birgðir! Sá
sem kaupir eftir hendinni fer
áreiðanlega sparlegar með, til þess
að verða ekki alveg uppiskroppa."
— Hvað um frjálsu álagninguna?
„Það fyrirkomulag sem er á
verzlunarálagningu hjá okkur í dag,
er fráleitt. Það hvetur síður en svo til
hagstæðra innkaupa. Ég held að
frjáls álagning innan vissra marka sé
heppilegust. Vörur, sem kaupmenn
liggja lengi með óhreyfðar í
verzlunum þurfa í rauninni að seljast
með hærri álagningu en þær vörur
sem mikil hreyfing er á. T.d. er ekki
nema 10—15% álagning á mjólkinni
en hún selzt alltaf daglega og svo
mikil viðkoma í henni að hún gefur
peninga í kassann að kvöldi."
Vék Jón nú að fjármagnsskorti
verzlunarinnar í dag. Sagði hann að í
mörgum tilfellum væri smá-
kaupmaðurinn eins konar lána-
stofnun fyrir heildsalann.
,,Hjá sumum heildsölum verður
að greiða vöruna um leið og hún er
pöntuð. Hún er síðan ekki afgreidd
fyrr en eftir nokkra daga. Þeir verða
að hafa þennan hátt á, því þeir hafa
hreinlega ekki fjármuni til að leysa
vörunaút úr tolli."
Er þarna um að ræða gamalgróin
fyrirtæki, sem um áraraðir hafa flutt
inn megnið af matvöru landsmanna.
„Það er ótrúlega mikil fyrirhöfn
að reka verzlun í dag. Ég hefði
hreinlega ekki trúað því áður en ég
byrjaði, að þetta væri svona erfitt."
— Varla eru menn sífellt að stofna
verzlanir ef verzlunarrekstur er ekki
ábatasamur atvinnuvegur?
„Auðvitað má hafa upp úr sér
með verzlunarrekstri. En þá verður
maður líka að vinna eins og þræll og
vera með nefið ofan í öllu sem
viðkemur rekstrinum," sagði Jón
Júlíusson kaupmaður í Nóatúni.
Verðlags-
skrifstofan
sendirmenn
útaförkinni:
Verðlagsskrifstofan hefur nú látið
til skarar skríða og gert verðkönnun,
sem birta má almenningi. í tilkynn-
ingu frá Verðlagsskrifstofunni segir
að með verðkönnuninni sé verið að
örva verðskyn neytenda og auka sam-
keppni milli verzlana. Þar segir enn-
fremur að fullvist sé að samkeppni
geti aldrei tryggt lágt vöruverð nema
til komi þekking og virkt aðhald hins
VERDSKYN NEYTENDA AUK
H> MEÐ VERDKÖNNUNUM
almenna neytanda. Töluvert skorti á
að það sé fyrir hendi í dag.
Álagning verzlananna sem með
voru í verðkönnuninni var athuguð
sérstaklega vegna skrifa í einu dag-
blaðanna um að kaupmenn hefðu
hækkað verzlunarálagningu í heim-
ildarleysi. í Ijós kom að langflestar
verzlanir nota álagningu sem er innan
þess ramma sem leyfileg er. Nokkrar
virtust þó ekki fara eftir settum regl-
um og er mál þeirra í frekari athug-
un.
Gísli ísleifsson á skrifstofu verð-
lagsstjóra sagði í samtali við Neyt-
endasíðu DB að í sömu verzlunum sé
bæði að finna hæsta verð á einni
vörutegundinni og sömuleiðis það
lægsta. Verðmismunurinn getur staf-
að af mismunandi vörusendingum.
Þegar gluggað er í verðkönnunina-
sjálfa, sem náði til 32 vörutegunda í
34 matvöruverzlunum (niðurstöður
birtar um 25 vörutegundir), kemur
umtalsverður verðmismunur á
nokkrum vörutegundum. Á kjúkl-
ingakílói munar hvorki meira né
minna en 702 kr., dýrasta kg kostar
2200 kr. og það ódýrasta 1498 kr. Á
kindahakkinu munar 763 kr., dýrast
kostar það 1753 kr. en ódýrast 990
kr. Þaðskal tekið framaðdýrahakk-
ið er nákvæmlega samkvæmt leyfi-
legu verði.
Þó er kannske einna undarlegastur
verðmunur á tannkremstúpu, sem
dýrust kostar 495 kr. en er ódýrust á
310 kr. Þarnamunar 183 kr.!
A.Bj.
*ERBUkS83KMretorAX
V«r6S*onnun 1». og 20.
fobrú«rÍ97S.
U N
n
« o
3s
> 01
•o«o
*H»H
(-1 rH
;¦: x:
i la
J-.0
U U
rrj o>
bO ö0
o*o
tn xc
o n
¦o u
«3 3
M HJ
U U
nj j=
O 3
u c
10 »
•n U
U, U,
a c
f0 **-.
b0 0)
1J M
3: tn
-O U
V 1)
> iC
C V)
3 «0
ns **-i
«0 D
> *o
W c
C O
U 'H
3 00
¦O 4)
U >
t0 3
M'i-i
0.0
-O 9i
*D XI
£i C
U P
•r-, U
ifpto* tihuL
?00 gr.
itoaa un
220 gr, 188
ttmsksi
7 oz.
298
jj& jSágjjB
*™ g^.
ÍJY«Í, M^tfft
M00 gr.
tiUi *ml*ipwafl
1.9U 1.
g^rttYfair
JJULz.
Tmii*"*
0.9H 1.
Hwt Þ«w^i 9r«
1/1 dós
Hfii^prn
1/2 d6a 373
8MUV»Í» r*MvK^t
_EEi
Ltfaby-. t&.*t«o™
3"0 «r.
tottX ilJteiluáM
1 p"-
BlWMrf — vonn«i«« ______260 »r.
23
-j t.
•oo
'3 U
U-z.
?59
198
319
518
152
203
121
913
998
•H 3 U, 10 u TI x> ^ ¦r-i « 3 O.JÍ nj > M m rt -r-i W >. • O 01 *M u ofl 3 k bÐ 0 OÍ4 > V tc u • ae o. *0 "3*0 o 11 OO <fl O C CC O X Q > > 4J *J O O .C X u> oa c c n dj X > V) 01 QJ 01 c c u u ¦0 nj bo 00 3 3 10 ifl +4 1/1 i0 C r4 U • 10 X)-n > 10 4-i 0) 01 0) jQ • w c/j ftj ¦ H U (0 0> 01 > c 10 cn •n U U i0 Cv C ¦ií "4 oi " S|
210 216 2U5 241 210 2:
201 179 181 202 18U 202 184 202 2ii
288 292 325 • 315 316 299 316 317 yn
537 U87 570 525 552 638 424 3!„
365 ¦413 X5"4 U18' 438 448 444 438 4;
22t 210 230 219 225 230 224 " 225 2-:1
U22 378 u7e U67 U12 423 433 423 ¦ 411 _ "-4 3
875 808 878 899 860 925 883 900 81
998 935 1017 1018 1028 1018 995 1018 _J£jg
297 316 333 290 331 345 333 1 31
U65 MU6 1472 M 72 472 472 472 472 472 . 4:
244
244
271
C - 41 bvott«dn{t
650 rr.
335
382
ui« hgndgfefl
»0 gr.
<a>ll«tr ?luár t«nnkr«» 140 gr.
445
TMf 1 k«. 1190 1160 995 1210 1255 1100 1099 1200 1100 1260 1100 1050 1200 1159 1210 1180 1210 1170 1200 1116 1150 1190 1190
líiúkiin««p 1 kB. 1980 1920 2200 1980 2025 1950 1498 1970 1955 1955 1954 1864 1940 1893 1785 ' 1740 1950 1950 1915 1590 1870 1980 1850
Kind-ih.kk 1 kR. 1S13 1543 1753 1543 1543 1675 990 1543 1543 1543 1390 1753 1543 1000 1390 1500 1543 1580 1343 1543 1543 1550
§»rd£pur í clíu. K.J. 3 3/4 Oz. 269 325 315 316 198 293 295 341 198 225 302 297 . 315 199 312 182 323 316 325 316 324 316 316
riskbúfiiniúr 0r* 1/1 dðl 6S0 695 656 656 656 604 589 691 695 619 656 678 656 620 656 656 656 656 695 656 695 _