Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979.
15
Samrað — við hverja
ogumhvað
Nú er liðin hálf önnur vika síðan
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra lagði fram i ríkisstjórninni
frumvarp til laga um ráðstafanir til
tveggja ára í efnahagsmálum. Frum-
varp þetta hefur verið í mótun allt frá
því umræður um stjórnarmyndun
milli núverandi ríkisstjórnarflokka
hófust skömmu eftir síðustu kosning-
ar.
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki
tekizt nema mjög óverulega að koma
böndum á efnahagskerfið í landinu.
Hún hefur gert ráðstafanir til þriggja
mánaða í senn, sem hafa fyrst og
síðast byggzt á því að krukka í kaup-
fram og nú virðist fyrirsjáanlegt að
frumvarpið verði ekki að lögum fyrir
mánaðamót.
Ástæðan er einföld: Alþýðubanda-
lagið, eða tilteknir forustumenn þess,
byrjuðu á því að lýsa því yfir að
þetta boðaði atvinnuleysi, kjara-
skerðingu og allt annað vont sem
fyrirfinnst í samfélaginu. Að visu
hefur þeim skilizt síðar að þetta boð-
ar ekki meiri samdrátt framkvæmda
á þessu ári en þeir eru þegar búnir að
leggja til i ríkisstjórn! En þá hafa þeir
fundið nýja átyllu: Það er verið að
færa embættismönnum of mikil
völd! Þá mun helzt átt við það að
garð Alþýðuflokksins virðist slík að
aðeins óbreytt ástand dugar — hinar
minnstu breytingar til bóta verði tald-
ar Alþýðuflokknum til tekna.
Alþýðuflokkurinn hefur viljað
gera þetta frumvarp að iögum. Þar er
ekki töluð tæpitunga. Við viljum
sé rækilega kveðið upp úr með það
að þetta er auðvitað óþolandi ástand.
Ef Snorri Jónsson er sá óbrigðuli
fulltrúi þúsundanna, sem stundum er
haldið fram, þá á auðvitað að kjósa
hann á löggjafarsamkomuna til þess
að hann geti þar tekið þátt í að móta
leikreglurnar, sett lög eða synjað
þeim eftir atvikum. Það þarf auðvit-
að að gera lýðræðið virkara og full-
komnara, kjördæmaskipunina rétt-
látari. Það þarf að koma samráði við
fulltrúa hagsmunahópa í fastari
skorður, eins og frumvarpið góða
gerir raunar ráð fyrir. En staðreyndin
er sú að það er löngu tímabært að
kveðið sé upp úr með þetta falska
eru iðulega síður til þess fallnir en
aðrirað segja af eða á með það. Þeir
eru að spila pólitískan leik — en ekki
þjóna umbjóðendum sínum. Enda
sagði Haraldur Steinþórsson, vara-
formaður BSRB, þegar hann kom af
fundi með forsætisráðherra um þetta
frumvarp, við blaðamann: Stjórnin
er fallin! Það var ekki fjallað um
efnisatriði, ekki um hagsmuni BSRB
—heldur lagt flokkspólitískt mai á
atburðarasina! Þvílikt!.
Ég hef vitnað til þess áður að á sið-
asta ári gekkst Dagblaðið fyrir skoð-
anakönnun um aðgerðir ríkisstjórnar
þáverandi í efnahagsmálum. Um 80
af hundraði lýstu sig andvíga efna-
greiðsluvísitölu. Aðrar skipulegar
ráðstafanir getur varla heitið að gerð-
ar hafi verið. Hins vegár hefur verið
lofað við hverjar ráðstafanir að næst
kæmi heildaráætlun til langs tíma.
Þvi var lofað 1. september. Slíkt kom
ekki 1. desember. Því var lofað 1.
desember. Því miður virðist það nú
(22. febrúar) líta svo út að forsætis-
ráðherra ætli að guggna á því að
leggja fram lagafrumvarp þannig að
náð verði tökum á efnahagslífi fyrir
1. marz.
Saga frumvarps forsætisráðherra
er þekkt. Þetta er afsprengi funda-
halda stjórnarflokkanna, greinar-
gerðar með bráðabirgðaráðstöfunum
1. desember, frumvarps Alþýðu-
flokksins um jafnvægisstefnu í efna-
hagsmálum, sem fram var lagt í
desember, svo og starfa ráðherra-
nefndar. I raun og veru liggja allar
meginupplýsingar fyrir. Það er ekk-
ert eftir nema taka pólitískar ákvarð-
anir.
Kratar með —
kommar á móti
Efnisatriði þessa frumvarps hafa
verið svo rækilega kynnt að um þau
þarf ekki að hafa mörg orð. Kjarni
málsins er sá að þar er stefnt að
skipulegri hjöðnun verðbólgu í
áföngum á árunum 1979 og 1980.
Þessar hugmyndir höfðu verið svo ít-
arlega ræddar og voru svo þekktar að
í sjálfu sér þurfti ekki langan tíma til
þess að átta sig. Ráðherrar, þing-
flokkur og flokksstjórn Alþýðu-
flokks lýstu að degi liðnum stuðningi
við frumvarpið og kröfðust þess að
það væri lagt fram þegar í stað til
þess að það fengi þinglega meðferð.
Forsætisráðherra hefur hins vegar
heykzt á því að leggja frumvarpið
Hagsýslustofnun á að gera útreikn-
inga um kostnaðarauka lagafrum-
varpa sem samþykkt eru! Allt eru
þetta svo aumlcg rök, svo neikvætt
nöldur, að undarlegt má teljaaðhér
Vilmundur Gylfason
árangur, svo skjótan árangur sem
unnt er að ná. Þá fyrst getum við af
alvöru snúið okkur að þeim um-
bótamálum öðrum sem verðbólgu-
þjóðfélagið kallar á. En Alþýðu-
bandalagið hefur strögglað og talið
upp hin minnstu smáatriði — og
skiptir raunar nær daglega um
ástæður fyrir því að það er andsnú-
ið aðgerðum í efnahagsmálum. Fyrir
vikið er þetta stjórnarsamstarf að fá
á sig blæ ömurleikans — í efnahags-
málum stefnir í það að núverandi
ríkisstjórn verði óþekkjanleg frá fyrri
stjórn Geirs Hallgrímssonar. Verð-
bólgukynslóðinni má svo sem standa
á sama — en aðrir hafa ástæðu til
þess að taka það nærri sér.
Hverra f ulltrúar?
Eitt af því sem Alþýðubandalagið
þykist leggja á ríka áherzlu er að
,,nægilegt samráð" sé haft við sam-
tök launafólks. Þetta er auðvitað
verkalýðsblöff. Þetta er liður í valda-
pólitík gamalla kalla sem beita póli-
tískri fjarstýringu og ógna hverjir
öðrum með þeim árangri að stjórn-
kerfið er óvirkt mánuðum og árum
A „Þetta er liður í valdapólitík gamalia karla sem beita pólitískri fjar-
stýringu og ógna hverjir öðrum með þeim árangri að stjórnkerfið er
óvirkt mánuðum og árum saman."
sé að verki stjórnmálaflokkur sem
naut fylgis nær fjórðungs þjóðarinn-
ar í síðustu kosningum. Og enda hafa
verið að renna tvær grimur á komm-
ana, marga hverja að minnsta kosti.
Hitt sýnist líklegri skýring: AI-
þýðubandalagið hefur til þessa verið
ófáanlegt til þess að takast á við þann
vanda sem i orði kveðnu allir þykjast
sammála um að sé vanda mestur:
óðaverðbólgu þá sem hér hefur geis-
að um árabil. Alþýðubandalagið
virðist ekki hafa aðra stefnu í efna-
hagsmálum en þá sem kennd er við
Lúðvík Jósefsson og felst í því að
reikna sig áfram með prósentureikn-
ingi frá viku til viku, redda, möndla
og veita fyrirgreiðslur. Þessi hag-
fræði Lúðvíks er auðvitað hvorki til
hægri eða vinstri á hinni pólitísku
mælistiku. Þetta eru aðferðir ráð-
þrota verðbólgukynslóðar haftakalla
sem kunna á þetta kerfi og vilja hafa
það svona og ekki öðruvísi. — Hitt
sýnist jafnvel enn verra að það virðist
orðin afstaða Alþýðubandalagsins að
það megi ekki hrófla við verðbólg-
unni vegna þess að árangur í verð-
bólgumálum sé árangur Alþýðu-
flokksins! Heiftin og afbrýðisemin í
ágætt. Þingmenn, sem semja frum-
vörp og leggja fram frumvörp, hafa
auðvitað samráð víða út um samfé-
lagið í því skyni að ná árangri. Oft
þarf að höggva á hnúta, hagsmuna-
árekstra eða skiptar skoðanir, sem
kunna að vera á lofti, og þá er
kúnstin í því fólgin að finna skyn-
samlega leið sem nógu margir geti
fellt sig við.
En samráð í munni Alþýðubanda-'
lagsins þýða allt annað. Það hefur
komið sér upp sveit nokkurra for-
ustumanna í launþegafélögum sem
jafnframt eru sauðtryggir flokks-
menn. Þessum forustumönnum er
purkunarlaust beitt fyrir hinn póli-
tíska vagn. Frumvárp forsætisráð-
herra var sent ASÍ. Snorri Jónsson,
settur forseti, reyndist vera í útlönd-
um og þess vegna varð allnokkur bið.
Síðan tekur hann sér svo langan frest
sem Lúðvík Jósefssyni þóknast. Og
þessir menn vilja að stjórnkerfið sé
ófært um að setja almenn lög um
efnahagsmál fyrr en þessum mönnum
þóknast að segja álit sitt. Með
þessum hætti þykjast þeir ná völdum
sem þeir ná ekki i almennum kosn-
ingum. Það er löngu tímabært að það
saman. Allur fjöldinn skiptir þessa
menn hins vegar engu meginmáli.
Mér er til mikils efs að Snorri Jóns-
son sé fulltrúi annarra en fáeinna
valdaspilara í forustu Alþýðusam-
bandsins og nokkurra pólitískra for-
ustumanna í Alþýðubandalaginu. Ég
hef aldrei séð fjöldafylgi þessa
manns. Ég efast um að árum saman
hafi verið kosningar i verkalýðsfélagi
hans frekar en í mörgum öðrum
slíkum.
Það er óþolandi til lengdar að for-
sætisráðherra landsins skuli heykjast
á því að leggja fyrir Alþingi fullbúið
frumvarp til laga um ráðstafanir í
efnahagsmálum vegna þess að
Lúðvík Jósefsson togar í strengbrúð-
una Snorra Jónsson. í hverra þágu er
þessi leikur leikinn? Ekki í þágu
launafólks í þessu landi. Svo mikið er
vist.
Hitt er svo auðvitað annað mál að
forsætisráðherra, rikisstjórn og
meirihluti Alþingis þurfa að vega það
og meta á hverjum tíma hversu skyn-
samlegar aðgerðir séu og hversu
mikið fylgi þær hafi. Það getur verið
erfitt mat. En Snorri Jónsson eða ein-
hverjir aðrir kallar í filabeinsturnum
hagsaðgerðunum. Þá var spurt um
viðbrögð verkalýðsforustunnar. í
ljós kom að einnig 80 af hundraði
lýstu sig andvíga þeim viðbrögðum.
Eitthvert jarðsamband hefur skort
hjá fulltrúum þúsundanna! Skoðana-
kannanir í Bretlandi siðustu daga
benda til þess nákvæmlega sama.
Nær 80 af hundraði almennra borg-
ara lýsa þar þeirri skoðun sinni að
það sé órafjarlægð frá pólitískum
ákvörðunum sem teknar eru í forustu
verkalýðsfélaga og vilja félags-
manna. En þar eins og hér vill þorri
fólks gera þá lágmarkskröfu að að
minnsta kosti nokkurt jarðsamband
sé á milli launþegaforustu og almenn-
ingsálits.
Það eru ófyrirgefanleg misiök að
lagafrumvarp um efnahagsmál skuli
ekki hafa verið lagt fyrir i svo góðan
tíma að ráðrúm hefði gefizt lil þess
að yfirfara það vandlega, leita sam-
ráðs hjá þeim sem málið snerta en
taka siðan pólitískar ákvarðanir og
afgreiða það í góðan tíma. Svo virðist
nú sem það strandi á fáeinum köllum
sem eru í valdaleik. Forsætisráðherra
hefur guggnað. Hann hafði stuðning
Alþýðuflokksins í þessu máli. Þar var
'vilji til aðgerða. Hann guggnaði
samt. Enn er að vísu tími, þó seint sé í
rassinn gripið.
En árangurinn verður kannske
ekki annar en sá að þrátt fyrir það að
hafðir hafi verið í frammi tilburðir til
alvarlegrar efnahagsstjórnar, þá
verði runnið á rassinn með allt saman
vegna þess að Lúðvík Jósefsson og
Snorri Jónsson eru i pólitískri fýlu —
og að þess vegna sé ekki hægt að
koma við hagstjórn á íslandi — þess
vegna sé ekki hægt að draga úr verð-
bólgu álslandi.
Þetta ástand er óþolandi. Þessu ¦
ástandi verður að breyta.