Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 4
4 r DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR1979. NATTHRAFNAR RIKIS- ÚTVARPSINS Norðlingur 7316—2645 skrifar: Málefni Ríkisútvarpsins hafa verið mjög í brennidepli að undanförnu og kemur þar margt til, svo sem hlustun- arkönnun sú sem fyrirtæki eitt á sviði tölfraeði var látið vinna aö beiðni Út- varpsráðs, sem sér tíl mikillar skelf- ingar komst þó að því að könnunin sýndi næsta Iítinn áhuga landsmanna á stofnuninni. Menn vöknuðu upp við vondan draum. Eitthvað varð að gera. Útvarpsráð varð allt í einu að fara að ræða ýmis nýmæli í starfsemi stofnunarinnar, sem hingað til höfðu aðeins verið reifuð í sölum Alþingis, í umræðum um hin árvissu frumvörp sem flutt eru af ungum þingmönnum og fjalla um heimild til frjáls útvarps- rekstrar á fslandi með ýmsum til- brigðum. Nú var allt í einu farið að ræða á fundum Útvarpsráðs um hluti eins og stereoútvarp, landshluta- stöðvar og ras tvö. Eftir fyrrnefnda hlustendakönnun var meira að segja farið að ræða í fúlustu alvöru tillögur tveggja ungra Reykvíkinga um nokk- uð frjálslegt næturútvarp byggt á auglýsingatekjum, meira að segja er greinarhöfundi ekki kunnugt um það að fyrrnefnd ungmenni séu á nokk- um hátt tengd þeim fjölskyldum er húsum ráða hjá „Útvarpi Reykja- vík". Landshlutaútvarp hefur að sönnu alllengi borið á góma hjá Út- varpráði og með reglulegu millibili hefui það gefið út viljayfirlýsingar um það mál. Var loks ákveðið að hefjast handa með það mál og hefja rekstur stúdiós á Akureyri í tilrauna- skyni og var gerður árssamningur um leigu á nokkuð hentugu húsnæði til þessarar starfsemi. Var ráð fyrir því gert að þetta stúdíó hæfi starfsemi sína hinn 1. desember siðastliðinn og biðu heimamenn að vonum spenntir eftir þvi að fá loksins að heyra í út- varpi efni sem ekki væri framleitt fyrir sunnan samkvæmt sunnlensku flokkskvótakerfi. En skyndilega kom babb í bátinn. Sennilega hefur útvarpsfjölskyldun- um þótt einokun sinni stefnt í hættu með þessu norölenska brðlti. Senni- legt er að þær hafi getað gert banda- lag við hina pólitisku skömmtunar- stjóra (Útvarpsráð). Allavega var í skyndi grafin upp ein af hinum ótelj- andi huldunefndum ríkisbáknsins, svokölluð Húsaleigunefnd, og hún látin synja Ríkisútvarpinu um heim- ild til þess að leigja húsnæðið á Akur- eyri en leigusamningurinn hljóðaði upp áeina milljóna króna. Skín þú Silfurtúngl Nú hefur landslýður lengi vitað að Ríkisútvarpið er staurblankt, það er nóg að hlusta á hásemmdar hótanirn- ar um „kostnaðarsamar innheimtu- aðgerðir", séu afnotagjöldin ekki greidd skilvíslega, sem ársfjórðungs- lega eru lesnar í hádegistilkynninga- tíma útvarpsins undir flokknum ,,Frá hinu opinbera", til að komast að raun um það. Það er heldur ekkert að furða ef það þarf að sitja uppi með svosem eitt Silfurtúngl að verð- mæti 42 milljónir króna á ári, eða snara út svosem milljarði á ári í nýju höllina. Svo þarf auðvitað að kosta fréttamenn sjónvarpsins öðru hverju til Kaupmannahafnardvalar, því ekki má mörlandinn verða af nýjustu fréttunum af uppfinningum Dana á sviði nýtingar sólarorku eða verkfalli þarlendra vörubifreiðastjóra. Því miður hefur bara láðst að bæta svo dreifikerfið um landið að allir njóti skinsins af silfurtúnglum þeirra þarna syðra svo vel sé. En víkjum aftur að stúdíóinu á Akureyri. Sámkvæmt framansögðu má það ljóst vera að erfitt kann að reynast að fá fjármagnsheimild fyrir leigunni, en einhvern veginn hlýtur þó að vera hægt að fjármagna fyrir- tækið. Hér skal lauslega bent á einn möguleika til að snúa á Húsaleigu- nefnd. Fá mætti Hrafn Gunnlaugs- son norður til að stjórna upptöku sjónvarpsleikrits, eða jafnvel bara semja það, leikrits er hefði fyrir leik- mynd Eyjafjörðinn upplýstan glamp- andi silfurtúnglum í skini blóðrauðra sólarlaga. En gæta þarf þess að kann- að verði fyrirfram hvort hægt verði að pranga verkinu inn á skandihava, og að greiðslan færi fram í beinhörð- um peningum og ekki Lúðvíksbökk- um. Hrafn yrði auðvitað að hafahér aðstöðu og mætti nýta til þess hús- næði fyrirhugaðs stúdíós og fengi þá útvarpið að njóta góðs af í leiðinni. Svo vel vill til að Akureyringar eiga sér hauk í horni þar sem er varafor- maður Útvarpsráð og þingmaður Norðurlands eystra, Árni Gunnars- son. Er leitun á þingmanni sem jafn- skelegglega hefur gengið fram í bar- áttunni fyrir ýmsum velferðarmálum kjördæmisins. Afsannaði hann ræki- lega þær lævíslegu fullyrðingar and- stæðinga sinna um það að aðkomu- maður gæti aldrei unnið að hags- munamálum kjördæmisins svo vel sé. Sem dæmi um mikilvægt framlag hans í þágu íbúa kjördæmisins er til- laga sú sem hann bar nú nýverið fram í Útvarpsráði ásamt formanni þess, Ólafi Einarssyni, um stofnun „Næturútvarps Reykjavík", sem Rikisútvarpið, Skúlagötu 4. DB-mynd Sv. Þorm. óneitanlega hefur þann kost framyfir staðbundið útvarp eða stúdíó á Akur- eyri að ekki þarf að fá samþykki neinnar Húsaleigunefndar, hvað þá heldur að efna til samskota meðal starfsmanna til að geta greitt húsa- leiguna. Akureyringar kunna Árna beztu þakkir fyrir það að fá að baða sig í skini hins nýja sunnlenska Silfur- túngls sem innan tíðar mun lýsa upp náttmyrkrið. Enn um Nesco og neytendasamtökín: Vona að neytenda- samtökin vinni ekkí fleiri slíka „sigra" í Dbl. hinn 10. jan. sl. birtist frétt á baksíðu um dóm bæjarþings Reykja- víkur í máli Nesco hf. gegn Neyt- endasamtökunum. Frétt þessi varð tilefni svargreinar frá Benedikt Ólafs- syni héraðsdómslögmanni þar sem hann vekur m.a. athygli á þeirri stað- reynd að í frétt blaðsins var ekki getið þýðingarmikilla efnisatriða úr for- sendum dómsins og það atriða sem verulegu máli skipta við mat á niður- stöðu málsins. Svargrein lögmanns- ins birtis í Dbl. 31. jan. sl. ásamt at- hugasemd blaðamanns. Þessi athuga- semd er mér tilefni til eftirfarandi hugleiðinga: Blaðamaðurinn (GAJ) kveðst hafa samið frétt Dbl. frá 10. jan. með hliðsjón af forsendum og dómsorði og eingöngu fjallað um aðalatriði málsins. Ég hygg að lögfræðingar séu almennt sammála um að skýring og túlkun dóma sé i flestum tilvikum mjög vandasöm og óhlutdræg frá- sögn af niðurstöðum dómsmála vart á f æri annarra en sérfræðinga. Frétt Dbl. frá 10. jan. er ótvíræð staðfest- ing á þessum skoðunum þar sem blaðamaðurinn sleppir í frásögn sinni ýmsum veigamiklum atriðum úr for- sendum dómsins, atriðum sem nauð- synlegt er að hafa í huga við óhlut- drægt mat á niðurstöðum málsins, og af einhverjum ástæðum eru þetta einkum atriði sem skipta stefnanda, þ.e. Nesco hf., verulegu máli. í því sambandi vek ég einkum athygli á eftirfarandi: 1. í forsendum dómsins er staðfest að Grundig sjónvarpstæki fékk hæstu einkunn í könnun þýzku neytendasamtakanna ásamt tæk- inu ITT Scaub Lorenz Digitimer Ideal Color 1789. Dómarinn álítur með hliðsjón af þessari staðreynd að fullyrðing Nesco hf., þess efnis að Grundig tækið hafi orðið nr. 1 í neytendakönn- uninni, sé röng. Þessi röksemda- færsla dómarans er einkar at- hyglisverð þar sem hún virðist stangast á við almenna málvenju, þ.e. að fleiri en einn aðili geti orð- ið í fyrsta sæti, hvort sem það er í könnun, keppni eða öðru. Meö þessu er ég ekki að segja að dóm- arinn hafi komizt að rangri niður- stöðu heldur hitt að niðurstaðan orkar tvímælis og til að lesendur Dbl. geti myndað sér málefnalega skoðun verða þeir að hafa nauð- synlegar forsendur til þess. Ella er hætta á misskilningi sem auðveld- lega getur orðið öðrum eða. báðum málsaðilum til tjóns. 2. í forsendum dómsins er á það lögð áherzla að i auglýsingu Nesco hf., sem varð hvati um- ræddra málaferla Nesco hf. og Neytendasamtakanna, hafi ekki verið tekið fram að einungis hafi verið prófað eitt tæki frá Grundig verksmiðjunum. Dómarinn álítur að af þessari astæðu m.a. hafi verið farið frjálslega með stað- reyndir og dregnar skakkar álykt- anir af gefnum forsendum. Þessi röksemdafærzla vekur þá spurn- ingu hvaða þýðingu það hafi að aðeins var prófað eitt tæki. Dóm- arinn virðist óneitanlega þeirrar skoðunar að þetta skipti megin- máli. Skv. því nota Grundig verk- smiðjurnar ekki sama grundvall- arverkið í helztu framleiðsluteg- undir sínar og bygging og eigin- leikar tækjanna fara eftir því t.d. hvort um stór eða lítil tæki er að ræða, hvort tækið er ætlað til notkunar á borði eða er t.a.m. framleitt í skáp. Þessar skoðanir stangast þó að mínu áliti á við upplýsingar sjónvarpsframleið- enda og seljenda og það furðu- lega er að í forsendum dómsins er ekkert fjallað nánar um þetta atriði. 3. í fórsendum dómsins kemur fram að astæðan fyrir ómerkingu tiltekinna ummæla í fréttatil- kynningu Neytendasamtakanna er sú að Grundig tækinu sé í aug- lýsingu Nesco hf. ekki gert svo hátt undir höfði að blekking megi teljast þar sem tækið hafi einmitt hlotið plúsa fyrir þá þætti sem vógu þyngst í þýzku neytenda- könnuninni, t.d. myndgæði. Blaðamaðurinn virðist ekki álíta að þessar forsendur séu eitt af „aðalatriðum málsins" þar sem hann víkur ekki að þeim í frétt sinni en álítur sig þó að eigin sögn hafa fjallað um aðalatriðin. Þessi Dómur fallinn ímáli Nesco h.f. gegn Neytendasamtökunum: „Fréttatilkynning Neytenda- samtakanna í meginatriðum »» sonn tallinn cr dómur i máli Nesco hf. gcgn Ncytcndasamtokunum. Garðar (iistason. scuur boTgardíimari. kvaÖ uppdommn. Forsaga þcssa máls var á þa leið. að auglýsing birtist i bloðunum frá Nesco hf haustið 1977. þar scm Cirundig sjónvarpstæki er auglýst. Vitnað cr i yíiTgrinsmikla könnun limaritsins Tcst. sem gefið er út af vesturþýzku neytcndasamtökunum. 1 auglýsing unni sagöi aö i þessari könnun hafi 36 tzekniatriði verið skoðuð og einkunnir gcfnar itveir plúsar mcst og tvcir min usar minnsl). Seu plúsarnir lagðir saman og minusar dregnir frá fái — segir í niðurstöðum dómsins Grundigfleststig. Næsta skref þessa máls var að í bloðunum 20. okl. 1977 binist lil- kynning frá Neytendasamtökunum þar sem varað er við þessari auglýs ingu og sagt aö þar sé farið mjög frjáls lega með staðreyndir og dregnar skakkar ályktanir aí gefnum forsend- um. Auglýsandinn beiti þeirri lævisu brellu að leggja saman plúsa og draga siöan mínusana frá. Þetta sé mjög vill andi þar sem lækiö geti fengið plús fyrir mjög lililvæg atriöi, en aftur á móti mínus fyrir mikilvægari atriði. Þetta varð til þess að Nesco hf. för í mál viö Neytendasamtðkin og getði kröfu um. aö tilkynning Ncytenda- samtakanna yröi dæmd dauð og ömerk. Varakrafan laul að tveimur sctningum í tilkynningunni a.v. þar sem segir að i auglýsingunni se farið mjög frjálslega með staðreyndir og h.v. þarsem talaðerumaðauglýsand innbciti lævisribrellu. Niðurstaða dómsins var á þá leiö að aöalkrafa stefnanda var ekki tekin ti! greina þar sem fréttatilkynning Neyt- endasamtakanna sé i meginatriðum sönn. Hins vegar segir I niðurstöðu dómsins, að stefndu hafi ekki sýnt fram á. að stefnandi hafi beitt „lævisri brellu" og beri því að ömerkja þá setn- ingu. Um fyrri sctninguna segir. að svo mikill sannleikur felist i henni að krafa stefnanda um ömerkingu veröi ekki tekin tilgreina. Þá hafði stcfnandi gert krofu um birtingarkostnað en hún var ekkt tekin til greina en stefndu. Neylendasam tökin, greiði stefnanda. Nesco hf., kr. 90.000 i málskostnað. Jón Magnússon. lögfræðingur Neytendasamtakanna. sagði i samlali við DB að hann væri ánægöur með þessar niðurstoður. Auðvitað væri alltaf skemmtilegast aö vinna mál 100% en hann teldi að Neytendasam- tökin mættu vel við una. .GAJ vinnubrögð eru að mínu mati einkar athyglisverð og ekki til eftirbreytni. í frétt Dbl. hinn 10. jan. sl. leitar blaðamaðurinn eingöngu álits lög- manns annars málsaðila, þ.e. lög- manns Neytendasamtakanna, á niðurstöðum málsins.' Þessi vinnu- brögð afsakar blaðamaðurinn hinn 31. jan. með því að þar sem ljóst hafi verið að Neytendasamtökin hafi unn- ið málið hafi verið eðlilegt að hafa- eingöngu samband við lögmann þeirra. í sjálfu sér get ég ekki fallizt á það að jafnvel þótt Neytendasam- tökin hefðu unnið málið hafi þessi vinnubrögð verið réttlætanleg enda samræmast þau ekki að mínu áliti góðri blaðamennsku. Hitt er svo ann- að mál, og e.t.v. umdeilanlegt, hvort Neytendasamtökin hafi unnið sigur í málinu. Dómsniðurstaðan var sú að tiltekin ummæli í fréttatilkynningu Neytendasamtakanan voru dæmd dauð og ómerk og Neytendasam- tökunum gert að greiða Nesco hf. kr. 90.000 í málskostnað. Ég vona per- sónulega að Neytendasamtökin vinni ekki í framtiðinni fleiri slíka ,,sigra". Eins og kunnugt er hafa íslenzku neytendasamtökin látið að mestu af- skiptalaust sífellt skrum og hæpnar fullyrðingar sem birzt hafa i fjölmiðl- um hér á landi í formi auglýsinga. Ljóst er að flestar þessara auglýsinga fara í bága við brýna hagsmuni neyt- enda. Auglýsing Nesco hf., sem á sín- um tíma varð tilefni sérstakrar frétta- tilkynningar frá Neytendasamtökun- um, var að mínu mati óvenju mál- efnaleg og á engan hátt villandi gagn- vart neytendum. Hitt er annað mál að auglýsingin var á mörkum þess að vera samanburðarauglýsing og sem slík gat hún brotið í bága við laga- sjónarmið sem mæla fyrir um sam- keppni atvinnurekenda innbyrðis en þau sjónarmið eru fyrst og fremst til verndar einum atvinnurekenda gagn- vart öðrum. Ég undrast því stórlega að þegar Neýtendasamtökin láta loks frá sér heyra varðandi auglýsingar skuli það vera vegna hagsmuna at- vinnurekenda en ekki neytenda. Virðingarfyllst, Reykjavík, 5. febrúar 1979 Þórður Gunnarsson hdl. Er danska skyldunámsgrein í íslenzkum skólum? I'.lín Rögnvaldsdóttir skrifar: Nýlega hafa birst í blöðum frá- sagnir af því að taka eigi upp dönsku- kennslu í sjónvarpi og að Danir muni að mestu leyti borga brúsann. Á því sem haft var eftir Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra í menntamálaráðu- neytinu mátti skilja að danska væri einagreinin af Norðurlandamálunum sem til greina kæmi að kenna í ís- lenzkumskólum. Þessar yfirlýsingar vekja spurning- ar um það hvort um sé að ræða raunverulegt val á Norðurlanda- málum eins og gert er ráð fyrir í þeim reglugerðum sem íslenzkir grunnskól- ar starfa eftir. Það væri æskilegt að ráðuneytisstjórinn upplýsti hvernig þessu vali sé háttað og hvernig búið sé að norsku- og sænskukennslu fyrir grunnskólanemendur. Hefur einhvers staðar verið boðið upp á slika kennslu i grunnskólum fyrir heila bekki eða er aðeins um að ræða kennslu fyrir faa útvalda sem þegar eru altalandi á sænsku eða norsku? Er um að ræða einhverja opinbera fyrirgreiðslu hvað snertir bækur og kennslugögn fyrir önnur Norðurlandamál en dönsku? Nú er staðreynd að bæði í Svíþjóð og Noregi eru fjölmennir þjóðernis- minnihlutar sem standa svipað gagn- vart þessum tungumálum og íslend- ingar gagnvart dönskunni þegar þeir byrja. Hefur það verið kannað hvort þarna sé ekki einmitt tilvaii.i náms- efni til að vinna upp og staðfæra fyrir Islendinga? Ljóst er að danska er nær allsráð- andi sem Norðurlandamál í íslenzk- um skólum. Auðvitað er góðra gjalda vert að efla kunnáttu í þessu tungu- máli. Það sem undirrituð óttast þó er að nú eigi að fá dönskunni enn veg- legri sess í íslenzku skólakerfi og þá verið jafnframt engar tilraunir gerðar til að brydda upp á sænsku- og norskukennslu. í viðtalinu við BT var því slegið stórt upp að Danir myndu bera mestan kostnað af sjónvarps- þáttunum. Mér var alls ekki ljóst hvort það hefði einhvei ...irif á hvort heppilegra væri fyrir okkur að kenna dönsku en önnur Norðurlandamál. Gaman væri ef ráðuneytisstjórinn vildi gera grein fyrir því.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.