Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. 29 SELTJARNARNES OG KÓPAVOGUR NJÓTA ENN UM SINN VARÐ- LÆKNAÞJÓNUSTU Varðlæknaþjónustan fær sennílega inni í nýrri álmu Borgarspítaíans <&*;- Sjúkrasamlag Reykjavíkur hefur í framhaldi af samþykkt heilbrigðisráðs Reykjavíkur samþykkt að taka upp viðræður við Læknafélag Reykjavíkur og stjórn Borgarspítalans um að varðlæknaþjónustan flytji þangað, að því er Adda Bára Sigfúsdóttir form. heilbrigðisráðs tjáði DB. Varðlæknaþjónustan hefur verið til húsa í Heilsuverndarstöðinni og verið þar í hálfgerðri einangrun. Nú er hins vegar, að sögn Öddu Báru, verið að taka í notkun þjónustuálmu Borgar- spítalans og því tímabært að hefja umræður um að varðlæknaþjónustan fái inni þar í nánu sambýli við slysa- varðstofuna. Gaffalbitamáiið: K. Jónsson tekur á sig alla ábyrgðina — segja sfldarmats- menn Framleiðslu- eftirlits sjávaraf urða Síldarmatsmenn Framleiðslueftir- lits sjávarafurða hafa sent frá sér at- hugasemd varðandi þá síld, sem Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co lét salta hjá söltunarstöð Fiski- mjölsverksmiðju Homafjarðar. I at- hugasemdinni segir m.a. að i samn- ingi um síldarsöltunina fyrir K. Jóns- son & Co standi orðrétt: „Fyrir afskipun skal síldin skoðuð og samþykkt af eftirlitsmanni kaup- anda. Skal yfirtaka hans vera endan- leg og bindandi hvað snertir gæði sildarinnar. Verða engar kvartanir teknar til greina eftir að yfirtakan hefur farið fram, enda verði eftirlits- maður kaupanda viðstaddur við sölt- un síldarinnar og fullt tillit tekið til ábendinga hans varðandi meðferð síldarinnar að ósk kaupanda." Telja matsmennirnir að með þessu ákvæði samningsins taki K. Jónsson & Co á sig alla ábyrgð á gæðum síld- arinnar enda hafi hann eftirUt með söltun hennar og yfirtöku. Matsmennirnir leggja fram spurn- ingar til forstjóra K. Jónsson & Co í fjórðumliðum. 1. Hvað var mikið salt notað við söltun síldar í Höfn 1977? Spurt er hvort rétt sé að aðeins hafi verið notuð 14 kg. eða 2—3 kg minna en talið er lágmarks- skammtur í kryddsíld. 2. Eru tU mæUngar á saltinnihaldi sUdarinnar áður en tunnurnar voru slegnar upp sl. sumar tjl að létta á þeim og bæta í þær salti og fullsterkum pækli? 3. Hvers vegna voru s'Udartunnurn- ar slegnar upp, létt á þeim.salti og sterkum pækU bætt í? 4. Er það rétt að beðið hafi verið um aukið saltmagn í síld saltaða 1978 og aukið í það sem talið er lágmark. Sé svo hvers vegna var þessi breyting gerð? Dagblað án ríkisstyrks nrfl^: Þá hefur Sjúkrasamlag Reykjavíkur einnig samþykkt að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingi til að hafa yfir- stjórn símavaktar varðlækna- þjónustunnarmeðhöndum. Ergertráð fyrir að það starf hefjist 1. mai. í framhaldi af því verður unnið að þeirri samþykkt heilbrigðisráðs að öll símtöl varðlæknaþjónustunnar verði hljóðrituð, en þær hljóðritanir verða notaðar sem sönnunargögn um það hvað farið hefur á milli varðlækna- þjónustunnar og þeirra sem í hana hringja.Hefur borið á misræmi í frá- sögnum fólks um hvað þar hafi farið á milli. Um' þessar mundir eru bílar varðlæknaþjónustunnar að tengjast móðurstöð talstöðvaþjónustu sem er i turni Borgarspítalans. Tryggir það mun betur en verið hefur talsamband við varðlæknabílana. Enn er ekkert farið að ræða um minnkun starfssvæðis varðlækna- þjónustunnar. Heilbrigðisráð hafa fjallað um hugsanlega nauðsyn þess, m.a. með því hugsanlega að Seltjarnar- nes og Kópavogur yrðu skorin af starfssvæðinu. Með nýjum lögum er Seltjarnarnes tekið út úr læknis- umdæmi Reykjavíkur og sett undir Reykjanes. Að sögn Öddu Báru þykir að minnsta kosti ekki ástæða til breytingu á þessu fyrr en eftir að fyrir- huguð heilsugæzlustöð er tekin_ í notkun á Seltjarnarnesi. -ASt. Borgarspitalinn: V a ðlæknaþjónustan fær sennilega inni i nýju álmunni. Tjáningarfrelsi er ein méginforsenda þess að frelsi geti viðhaldist í samféla^i. WíMVuí ESSEaasssw?^ ****- ^^ "^^ i ii iii i LINSUR, LOKSINSTILÁÍSLANDI. LINSUR SEM HÆGT ER AÐ NOTA Á EFTIRFARANDI SLR-MYNDAVÉLAR PRAKTICA. PENTAX SP-11. SP. SL, YASHICA ELECTRO-X. IHS, FFT PENTAX K, ME, MX, K2, KX, KM, RICOH XR-1, XR-2, XR-500 PENTAX ES-11, ES, SPF CANON EF, AE-1, A1 CANON EP, FT, FTb, FX, PELLIX, TL, FX, AT-1 KONICA FTA, T3. TC, Acom-1 NIKON FM. EL2, F2. Photomic a. FT3. FE NIKON F. NIKKORMAT EL. FT2, FT MINOLTA SR, SRT MINOLTA SUPER, XK, XE, XG-E OLYMPUS 0M1, 0M2 TOPCON DM, RE-SUPER, SUPER-DM, RE200, RE300 FUJICA ST605 / 701 / 801 / 901, AZ-1 MAMIYA DSX, MSX, SEKOR DTL CONTAX RTS, YASHICA FX-1, FX-2, FR ROLLEI SL35, SL35ME. VOIGTLÁNDER VSL-1, VSL-2, VSL-3 MINOLTA XD ALLT TIL UÓSMYIMDUIMAR Austurstræti 6 — Sími 22955

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.