Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1979. Nýttfrá Max Tvíhnepptar ullarkápur Tegund:950 Litir: 4 gerðir köf lótt og einlitt gráttog camel. Stærðir: 32-44. Verð: kr. 38.900. Sendum í póstkröf u LAUGAVEGI66 Greiða Nesbúar þá þjónustu sem þeir fá hjá borgarbúum? Heimavinnandi húsmóðir hringdi: Þegar ég heyrði að það vaeri halli sem svarar einum milljarði á rekstri Strætisvagna Reykjavíkur datt mér í hug að spyrja hvort Seltirningar greiddu sinn hlut í vögnunum sem ganga þangað? Mosfellingar hafa eigin rútu og Kópavogsbúar eigin vagna, en út á Seltjarnarnes ganga Strætisvagnar Reykjavíkur. Ýmsa aðra þjónustu fá Nesbúar hjá okkur í höfuðborginni, til dæmis í heilbrigðismálum. Þannig fá unga- börn á Nesinu sprautur og aðra nauð- synlega aðhlynningu á Heilsuvernd- arstöðinni í Reykjavík. Ég er síður en svo að amast við því að þeir njóti þessarar þjónustu. En mig langar að fá upplýst hvort þeir greiða sinn hluta í henni, einkum og sér í lagi af því að þeir stæra sig af miklu lægri fasteignagjöldum en höfuðborgarbúar. Svar: DB hafði samband við Sigur- geir Sigurðsson bæjarstjóra á Sel- tjarnarnesi. Hann sagði að strætis- vagnaleiðin út á Nes væri sérleyfi sem Strætisvagnar Reykjavíkur hefðu. Seltjarnarneskaupstaður greiðir það tap sem verður á leiðum vagnanna miðað við hvern ekinn kílómetra. Á síðastliðnu ári var tapið eitthvað um fjórtán milljónir. Reikna má að þær krónur sem fara í að greiða tapið geti Hér a niyndinni er líkan af nýju 1000 fm hcilsuverndarstóðinni á Seltjarnar- nesi- i DB-mynd Hörður. rekið vagn fyrir kaupstaðinn en þetta fyrirkomulag, að vera með samning, gerir hlutina miklu- einfaldari og meiri og betri þjónustu. Um Heilsuvemdarstöðina er það að segja, að það er í gildi sams konar samningur og við strætisvagnana, hann hefur verið í gildi undanfarin tuttugu ár, eða frá því að Heilsu- verndarstöðin var reist. Greitt er eftir svokallaðri höfðatölureglu. Árið 1977 voru greidd kr. 4,6^,7 millj., eða eitthvað u'm 1800 kr. á mann í kaupstaðnum. Áætlað er að greiða þurfi til heilsugæzlumála fyrir árið í ár eitthvað á bilinu 7—8 milljónir. Einnig má geta þess að í smíðum er heilsuverndarstöð á Seltjarnarnesi sem er 1000 m2. Um eða yfir 10000 manns úr Reykjavík munu nota hana með Nesbúum, þannig að þarna yrði um gagnkvæma skiptingu að ræða. Mikil dþægindi af vélsleðum ískíðabrekkum Guðfinna Ólafsson á Selfossi 'hringdi: Eru einhverjar reglur til um það hvar fólk má aka um á vélsleðum á skíðasvæðum? Fyrir nokkru fór ég í skíðaferð og varð fyrir miklum óþægindum af vélsleðum sem trill- uðu. upp og niður allar brekkur. Bæði er hávaði í sleðunum og svo eyðileggja þeir allt skíðafæri. Ein- hver sagði mér að einhverjar reglur um akstur sleðanna væru til, er það rétt? Svar: Ekki eru til neinar reglur um hvar vélsleðar mega aka. í Bláfjöllum eru uppi skilti þar sem segir, að bann- að sé að aka um á vélsleðum. Þó er víst að tilskilin próf eða ökuréttindi þurfa menn að hafa til að mega aka vélsleðum. \/2 ELDHÚS-OG BAÐINNRÉTTINGAR SNDREMA eru fallegar og vandaðar norskar innréttingar. Höfum sett upp eldhús- og baðinnréttingar í húsnæði okkar. Þar gefst yður kostur á að sjá hinar ýmsu gerðir, ef til vill er einhver sem hentar yður. Komið og skoðið þessar glæsilegu innréttingar og leitið upplýsinga. Það er ekki oft sem þér fáið yður nýtt eldhús, þess vegna verður að vanda valið. tiö-3*' Eldhúsinnréttingar 12 gerðir Baðinnréttingar 3 gerðir Fataskápar 12 gerðir (hæð 210 cm) Fataskápar 1 gerð (hæð 148 cm) ,-'v. .-. .,.;>. ¦'* . .¦¦ ¦/¦¦¦ innréttinga- húsið Háteigsvegi 3 105 Reykjavík Verslun sími 27344 Skrifstofa simi 27475 Hvað víltu Hvar er kjarna- drykkurinn? Póló-drykkjumaður spyr: Er hætt að framleiða þann ágæta drykk Póló? Ég hef ekki séð hann lengi í verzlunum. Svar: Sigurður Waage hjá Sanitas hf. sagði að strax nú eftir helgi myndi byrjað að framleiða hann aftur eftir nokkurt hlé.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.