Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 26.02.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLADID. MÁNUDAGUR26. FEBRUAR 1979. Borgarstjórn: Lóðaskortur meginorsök sam- dráttar í byggingariðnaði „Höfuðvandinn sem byggingariðn- aður á nú við að etja í höfuðborginni er sá að mikill samdráttur hefur þegar orðið í lóðaúthlutun. Fyrirsjáanlegt er að frekari samdráttur verður a.m.k. á naestu árum," segir í greinargerð með tillögu sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fluttu í borgarstjórn Reykja- víkur nýlega. Þar sagði ennfremur að ársfjórð- ungslegar kannanir á byggingarstarf- semi staðfesti stöðugan og vaxandi skort á lóðum sem meginorsök fyrir ónógum verkefnum í byggingariðnaði. Tillagan var flutt í tengslum við af- greiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar. í fyrri hluta tillögunnar lýsa borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins áhyggjum yfir því að lóðaúthlutanir muni dragast stórlega saman á þessu ári og verða minni en nokkru sinni fyrr. Er talið útlit fyrir að ekki verði út- hlutað fleiri lóðum en fyrir 100 íbúðir á árinu. Sé það langt undir meðaltali þess íbúðafjölda sem nauðsynlegt er að byggjaárlega. Er lagt til að borgarstjórn samþykki því að flýta sem mest undirbúningi væntanlegra byggingarsvæða. Verði og stefnt að því að úthlutun lóða verði í samræmi við íbúðaþörfina. Meðal annars er lagt til að bygging- arsvæðum verði i meira mæli en gert hefur verið, úthlutað til byggingaraðila í samvinnu við heildarsamtök þeirra. Slíkar úthlutanir fari fram áður en til deiliskipulags kemur og fái samtök væntanlegra byggjenda að taka þátt i ákvörðun skipulagsins. Þá er lagt til að hraðað verði stað- festingu aðalskipulags Reykjavíkur frá 1977. „Mér var sagt að ég yrði að hætta að borða regíuíegar máltíöir ef ég vildi grennast En með hjáip Ayds hefur mér iærzt hvernig ég get borðað á réttan hátt í september 1977 var Dorcen Fox 82,5 kíló að þyngd. Hún byrjaði þá að nota Ayds til þess að hafa hemil á matarlystinni og I janúar 1978 var hún komin niður í 65 kíló að þyngd. I janúar 1979 var hún cnn 65 kíló. Hvernig hefur hcnni tekizt þetta? Dorecn segir: „Ég vil taka það skýrt fram að ég borða reglulega og hef alltaf gert. Ég borða sama mat og maðurinn minn og börnin okkar tvö. Ég hef ckki efni á — og langar heldur ekki til — að kaupa sérstakt megrunarfæði fyrir mig. Galdurinn er fólginn i minni skðmmtum. Og þar er það Ayds sem hjálpar. Mcð hjálp Ayds hef ég lagt niður þann ösið að klára leifar barnanna. (Ég er vön að segja við sjálfa mig að cg sé cngin ruslatunna!) Ég hét sjálfri mér því að ég skvldi ALDREI FRAMAR verða 82.5 kilo að þyngd og ég hef haldið þyngdinni I skefjum i meira en ár. Það merkir ekki að cg sé í stöðugum megrunarkúr. Ég elska mat og ég elska Ayds l'yrir að hafa átt þátt i að kenna mér að borðaá réttan hétt" HvernigAyds verkar Það cr álit margra vísindamanna að þcgar blóðsykurinn minnkar, segi heilinn: „Fg er svangur!" Augljðslega gcrist þctta oftast skömmu fyrir venjulcgan matmálstíma cn það getur lika gcrzt á milli mála. Ff þú borðar citt eða tvö Ayds (gjarnan mcð heitum drykk sem hjálpar þír að melta það) hálftíma fyrir máltíð, cykst blððsykurinn og matarlystin minnkar. Hvers vegna Aydsverkar Ayds hjálpar til afl hafa hemil á matarlystinni. Þafl hjálpar til afl borfla hita- einingasnaufla fœflu og forðast fitandi mat. Þafl er eina leiflin til afl grennast og halda áfram að vera grannur. Og — vegna þess afl þafl tekur tima afl venj- ast nýjum matarsiflum — fœst Ayds i pökkum sem innihalda fjögurra vikna birgðir. Hver skammtur inniheldur 25 hitaeiningar. Loks er lagt til að skipulega verði unnið að endurnýjun eldri borgar- hverfa með fjárhagslegum og tækni- legum stuðningi borgarinnar. BS. Trúnaðarráð Dagsbrúnar gegn tillögum Ólafs Trúnaðarráð Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur lagzt af þunga gegn frumvarpsdrögum Ólafs Jóhannes- sonar forsætisráðherra. Fundur í trúnaðarráðinu sl. fimmtudag mótmælti „harðlega þeim hugmyndum sem fram eru settar í frumvarpinu um skerðingar á umsömdum reglum um verðbætur á vinnulaun," eins og segir í frétta- tilkynningu fráDagsbrún. „Sérstaklega mótmælir fundurinn þeim tillögum, að taka óbeina skatta og niðurgreiðslur út úr vísitölunni og að takmarka greiddar verðbætur við 5% á hverju verðbótatímabili, hvað sem verðlagshækkunum liður. í þessu sambandi minnir fundurinn á að með ráðstöfunum 1. desember sl. tóku launþegar drjúgan þátt í því að gefa ríkisstjórninni vinnufrið, en undir- strikar jafnframt að kaupgjald verka- fólks er ekki orsök vandans í efnahags- málum og að það má með engu móti skerða." ÓV. Öðru hjolinu stolið f rá ungum náms- manní á sama árinu „Þetta er mikill skaði fyrir mig, ef mér tekst ekki með ykkar hjálp og annarra að finna reiðhjólið mitt aftur," sagði Trausti Valdimarsson er hann kom á ritstjórn DB og sagði sínar farir ekki sléttar. Á föstudaginn var um kl. 6 lagði Trausti nýlegu reiðhjóli sínu á standara alveg upp við Útvegsbankann, við þann gluggann sem veit út að Lækjartorgi og klukkunni þar. „Það liðu ekki margar mínútur frá því ég lagði hjólinu og þar til ég ætlaði að grípa til þess aftur, en hjólið var horfið þegar að þvi kom," sagði Trausti. Trausti er ungur námsmaður, sem notar hjólið sitt mikið. Þetta er mikið tjón fyrir hann. Það sem meira er, að fyrir svo sem hálfu ári var stolið hjólinu sem hann átti þá. Hjólið er nýlegt, með lukt og dynamó og vel með farið. Felgustærðin er 23 tommur. Verksmiðjunúmer á hjólinuer 5190597. Ef einhver verður hjólsins var er hann vinsamlega beðinn að hafa- samband við Trausta á Grettisgötu 57 B, eða í síma 13971. Eins mætti koma upplýsingum til Dagblaðsins í síma 27022. Fundarlaunum erheitið. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.