Dagblaðið - 02.04.1979, Side 4

Dagblaðið - 02.04.1979, Side 4
4 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á mjög hagstæðu verði GÚMMÍV!NNöSTOFAN\ SKtPHOLTI35 - SÍMI31055 G40-14 ásamt 165x13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75RX 14 205/70RX 14 FR. 78x14 HR. 78xM 600x15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Kefla- víkur, Njarðvíkur, Grinda- víkur og Gullbringusýslu Aðalskoðun G- og Ö-bifreiða í Grindavík fer fram dagana 17., 18. og 20. apríl nk. kl. 9—12 og 13—16.30 við lögreglustöðina að Víkur- braut 42, Grindavík. Aðalskoðun í Keflavík hefst síðan 23. apríl nk. og fer fram svo Mánudaginn þriðjudaginn miðvikudaginn fímmtudaginn föstudaginn mánudaginn miðvikudaginn fímmtudaginn föstudaginn mánudaginn þriðjudaginn miðvikudaginn fimmtudaginn föstudaginn hér segir: 23. .,j '! 24. apríl 25. apríl 26. apríl 27. apríl 30. apríl 2. mai 3. maí 4. mai 7. maí 8. maí 9. maí 10. mai 11. maí Ö 1 —Ö 75 Ö- 76—Ö-150 0-131—0-225 Ö-226—Ö-300 Ö-301—Ö-375 Ö-376—Ö-450 Ö-451—Ö-525 Ö-526—Ö-600 Ö-601—Ö-675 Ö-676—Ö-750 Ö-751—Ö-825 Ö-826—Ö-900 Ö-901—Ö-975 Ö-976—Ö-1050 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að Iðavöllum 4 í Keflavík og verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum milli kl. 8.45—12.00 og 13.00—16.30. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun ann- arra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld fyrir árið 1979 séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd verður skoðun ekki framkvæmd og bif- reiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máU. Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarflvík og Grindavík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR2. APRÍL 1979. Getum ekki orða bundizt — svarvið grein skólastjóra Vörðuskóla ■ „Níðingar” úr Vörðuskóla skrifa: Sem nemendur úr Vörðuskóla sjáum við okkur tilneydda til að svara bréfi Gunnars Finnbogasonar skólastjóra þann 23. marz, sem raunar var svar við athugasemd nemenda 16. marz. Að vísu er bréf skólastjóra ekki svaravert, en vegna allra þeirra „fögru” orða sem hann lætur falla i okkar garð getum við ekki orða bundizt. Ætli það sé virkilega skoðun skóla- stjóra að nemendur hans séu „ósann- gjarnir níðingar” sem þjást af and- legri fátækt í þokkabót? Hvers andlega fátækt er það, þegar skóla- stjóri skrifar umrætt bréf, þar sem greinilega er meira lagt upp úr því að níða niður nemendur en að svara athugasemdum þeirra? í bréfi sínu spyr Gunnar hvort nemendur séu svo óþroskaðir að þeir geti ekki sjálfir lesið sér til gagns þótt kennari námsgreinarinnar sé ekki yfir þeim. Og við spyrjum á móti: Hvaðan hefur skólastjóri þennan vísdóm? Það kemur aðeins fram hjá skólastjóra sjálfum að nemendur hans séu svo „óþroskaðir”. Hins vegar voru nemendur að kvarta yfir því að í slíkum tilvikum væri komið fram við þá eins og lítil börn. Hann bendir einnig á að skólar eigi ekki að vera afdrep fyrir iðjuleysingja. Okkur finnst sú athugasemd ekki eiga heima í umræddi grein, nema auðvitað skólastjóra firínist sú vera raunin i hans skóla. f bréfi nemenda getum við hvergi fundið að þeir séu óánægðir með hátt þann sem hafður er á með leyfisveit- ingar vegna veikinda, vinnu eða persónulegra ástæðna, heldur var verið að ræða þessi ákveðnu tilvik. Samt getur háttvirtur skólastjóri ekki stillt sig um að hælast ofurlítið af því hvernig leyfisveitingum er almennt háttað, enda í sjálfu sér ekkert út á þær aðsetja. Næst spyr skólastjóri hvort við vitum ekki að okkur sé kennd staf- setning í 3 1/2 stund á viku. Hver ætti að vita það betur en við að við lærum stafsetningu í tvær kennslu- stundir á viku (hér getum við aðeins talað um tímafjölda þeirrar bekkjar- deildar sem við erum í), og lesum þá bók sem heitir Ritvör og er einmitt eftir Gunnar Finnbogason. 1 formála þeirrar bókar talar hann raunar sjálf- ur um hve stafsetningin sé „verðugt viðfangsefni” sem er að okkar mati alveg hárrétt. En það getur svo sem vel verið að hann hafi skipt um skoðun síðan. Hins vegar lesum við Njálu í 4 tíma og Tinda, sem er forn- bókmenntafræði og einnig eftir hann sjálfan, í einn tíma. Það virðist sem sagt vera hæfilegt fyrir væntanlega iðnskólanema að fást við „hin verðugu viðfangsefni” i 2 tima á móti þeim 5 sem við „klítum hina háu tinda fornbókmennianna”, svo vitnað sé beint í skólastjóra sjálfan. Síðast í grein sinni kveðst Gunnar ekki hirða frekar um orð nemenda og fullyrðir að þau séu skrifuð af van- þekkingu og kjánaskap en þó kútvelt- ir hann sínum röksemdavagni endan- lega þegar hann talar um ábyrgðar- laus skrif, því hvernig er hægt að lýsa grein hans sjálfs nema einmitt með þeim orðum? Góð þjónusta hjá Radíóbúðinni — tók ekki greiðslu fyrir fyrirhöfnina Haustið 1977 opnaði Radíóbúðin nýja verzlun þar sem Röðull var til húsa. DB-mynd Bj.Bj. Lesandi skrifar: Það er oft talað um dýra þjónustu og það er hún oft óneitanlega. Oft er mat manna á þessu þó óraunhæft og getur verið eðlilegt þegar betur er að gáð. Mig langar að nefna dæmi um það andstæða: Fyrir skömmu bilaði sjónvarpið mitt, sem er keypt hjá Radióbúðinni, Skipholti. Þegar til kom var lítið sem ekkert að sjón- Regína skrifar: Það var sagt í sjónvarpsfréttum í sl. viku að fjöldi alþingismanna hefði ekki mætt til þings og væri þetta í þriðja skipti síðan alþingi tók til starfa sl. haust sem þeir mættu ekki kl. 2 e.h. Ég vil biðja hinn dugmikla for- sætisráðherra Ólaf Jóhannesson um að bæta einni grein við hið margum- talaða efnahagsfrumvarp sitt. Það er að draga 10 daga af kaupi alþingis- ATH. lesendasíður eru einnigá bls. 2-3 varpinu. Þeir komu og sóttu það og komu með það aftur cg vildu ekkert taka fyrir fyrirhöfnina. Ég hefi ekki orðið fyrir þessu áður, en mér fannst ekkert sjálfsagðara en að greiða fyrir þjónustuna og reiknaði ekki með öðru en fullri greiðslu. Þar sem maður heyrir oft frásagnir af háum reikningum og óskiljanlegum fannst mér að þetta mætti koma fram. manna fyrir hvern dag sem þeir ekki mætatil vinnu. Fyrir tveimur árum fóru kennarar í verkfall, ólöglegt, og þá dró hinn tignarlegi fjármálaráðherra af kaupi kennaranna og það likaði mér og fleirum mjögvel. Ef verkafólk kemur 10 mínútum of seint til vinnu þá er dregið ríflega af þeirra kaupi. Margir spurðu hvort áðurgreind frétt hjá sjónvarpinu væri rétt. Ef svo væri ætti að setja alla þingmenn, sem ekki mættu, í geðrannsókn og það með forgangshraði. Okkur Aust- firðingum er farið að ofbjóða slík þingmennska. Regína/RK Raddir lesenda Allir eru að f lýta sér — umferðarslysum fjölgar Gísli Jósefsson skrifar: Bifreiðafjöldinn eykst og um- ferðarslysunum fjölgar dag frá degi og verða æ alvarlegri því að hraðinn er mikill og menn gæta ekki að sér. En það er frekar handvömm um að kenna en ökumönnunum. Það vantar nauðsynlega umferðarljós á hættu- legustu gatnamótin. T.d. eru engin Ijós á mótum Vesturlandsvegar, Bæjarháls og Höfðabakka. Þarna verða oft alvarleg slys, því að gatna- mót þessi eru mjög varhugaverð, jafnvel við beztu aðstæður. Lögreglan er þarna við umferðar- stjórn hvern morgun um kl. 8 á mesta umferðartímanum, en það dugir ekki til því að um leið og gæzlan er farin af staðnum þádynja ósköpin yfir. • Væri ekki vert að taka þetta mál til athugunar? En það eru víst ekki til peningar til að gera neitt svoleiðis, þeir eru notaðir í eitthvað annað. Þarna varð einn geysilega harður árekstur 29. marz kl. 8,15 þrátt fyrir lögregluvakt á staðnum. Annar hvor bílstjórinn hefur þarna verið í algjörum órétti og ekki virt um- ferðina sem i kringum hann var. Tryggingarfélögin verða fyrir gífurlegum fjárútlátum af þessum sökum. En þessu mætti liklega breyta með því að þyngja sektarákvæði vegna umferðarlagabrots. Gera þá nienn sem valda slysi og eru i órétti fullábyrga fyrir öllu tjóni, jafnvel sekta þá á staðnum eða taka bara af þeim bílinn eða ökuskírteinið. Ætli hinir ruddarnir færu þá ekki að lita i kringum sig áður en þeir tækju næstu beygju. Maður verður sífellt að vera á varðbergi gagnvart öðrum vegfar- endum, þó svo að maður sé í fullum rétti, því að fullur réttur er hér ekki virtur. Alþingismenn í geðrannsókn

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.