Dagblaðið - 02.04.1979, Side 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979.
.1
unar. Barnlaus hjón hafa gjarnan
samband við þennan umboðsmann,
sem síðan fer á sjúkrahús og
fæðingarstofnanir og ræðir við þung-
aðar konur, sem þar eru. Oft á tíðum
tekst þeim af eigin frumkvæði að
telja hinar verðandi mæður á að
selja barn sitt fyrir þeirra milligöngu.
Útskýra þeir þá fjálglega fyrir þeim
erfiðleikana, sem framundan séu
vegna skorts á opinberri aðstoð til
þeirra eftir barnsburðinn.
Að sögn sjá margar þessara
mæðra síðar eftir öllu saman og
reyna að komast að því hvað hefur
orðið um börn þeirra. Langoftast
mun slík leit unnin fyrir gíg og þær fá
aldrei framar að líta barn sitt augum.
Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem
ógiftar mæður og börn þeirra í
Grikklandi eiga við að stríða vegna
fjárhagslegra erfiðleika virðist það
þó ekki höfuðorsök þess að mæð-
urnar selji börn sín. Samkvæmt
könnun sem gerð hefur verið á vegum
griskra dagblaða þá reyndist svo að
65% þeirra mæðra sem rætt var við
og höfðu selt börn sín hafa gert það
vegna þeirra niðurlægingar sem þeim
fannst barnsburðurinn hafa i för með
sér. Að eignast barn'utan hjónabands
þykir mikil skömm og hneisa í
Grikklandi eins og viðar.
Við könnun dagblaðanna og
reyndar áður hefur komið fram að
mjög erfitt er að afla haldgóðra
upplýsinga um þessi mál. Mæðurnar
vilja að skiljanlegum áslæðum lítið
ræða málið og því síður umboðs-
mennirnir, sem annast viðskiptin.
Svör mæðranna munu oftast vera
þau að barnið hafi dáið skömmu eftir
fæðinguna eða jafnvel fæðst and-
vana.
í viðræðum við þá foreldra sem
keypt hafa börn sögðust 70% þeirra,
sem rætt var við hafa gert það vegna
þess að þau óskuðu eftir að gefa
barninu betra heimili og framtíð.
Aðrir svöruðu því til að umhyggja
fyrir hinni ógiftu móður hafi ráðið
gerðum þeirra.
Stjórnvöld í Grikklandi segjast nú
hafa fullan hug á að koma í veg fyrir
að þessi sala á smábörnum haldi
áfram að dafna. Ráðagerðir eru uppi
hjá félagsmálaráðuneyti landsins að
endurskoða reglur um ættleiðingu
þannig að verstu agnúarnir á núgild-
andi lögum verði sniðnir af.
Aðstoðarfélagsmálaráðherrann
Anna Synodinou sagði í viðtali að þó
að höfuðástæðan fyrir því aðslík
barnasala fær'i fram væri sú, að mun
fleiri barnlausir foreldrar væru til
heldur en fjöldi þeirra barna sem
hægt er að fá ættleidd. Þessi barn-
lausu hjón væru tilbúin til að greiða
fyrir smábarn og væru jafnvel líka
tilbúin til að brjóta gildandi lög um
þessi efni ef það mætti verða til þess
að hið langþráða barn kæmi á
heimilið.
veginn í réttu hlutfalli við styrk þeirra
á þingi. Þeir neituðu.
Kommúnistar heimtuðu m.a. að fá
innanríkisráðuneytið í sinar hendur
(stjórn löggæzlunnar í landinu),
viðskiptaráðuneytið svo og ráðherra-
stöðu i utanríkisráðuneytinu. Þetta
þótti hinum flokkunum tveimur sem
ræddu við þá um myndun meirihluta-
stjórnar gjörsamlega óaðgengilegt.
Síðan segir Fagerholm um myndun
minnihlutastjórnarinnar. ,,Það var
eingöngu ósanngirni kommúnista i
samningaviðræðunum sem þvingaði
okkur til að stíga þetta skref (Að
mynda minnihlutastjórn).
Eftir á sögðu kommúnistar að
hefðum við bara beðið nokkra daga i
viðbót þá hefði verið unnt að mynda
samsteypustjórn. Slíkt er auðvelt að
segja eftir á. Við höfðum ærnar
ástæður til að láta okkur gruna að til-
gangur kommúnista væri að draga
samningaviðræðurnar í það óendan-
lega og setja síðan áróðursvél sína í
gang samhliða viðræðunum. Einn af
samningamönnum þeirra sagði hreint
út að það skipti ekki nokkru máli
þótt viðræður drægjust á langinn
vikutíma eða meira. Við sáum ekki á
hinn bóginn, að það þjónaði
neinum tilgangi að teygja stjórnar-
kreppuna í það óendanlega.”
Hljómar
kunnuglega
Minnir þetta ekki svolítið á sitt-
hvað sem verið hefur að gerast og
gerzt hefur hér á landi?
Um samsteypustjórnina sem var
við völd áður en minnihlutastjórn
jafnaðarmanna tók við segir Fager-
holm: „ Efnahagsstefna þeirrar
stjórnar hlaut að teljast afskaplega
veik. Það var útilokað að samræma
hin ólíku sjónarmið innan stjórnar-
innar. Einn daginn var gefið eftir við
einn flokkinn, næsta dag var látið
undan kröfum annars flokks.”
Hljómar þetta ekki kunnuglega?
Fagerholm greinir frá þvi að jafn-
skjótt og jafnaðarmannastjórnin
hafði tekið við, hafi kommúnistar
byrjað hatrammar árásir á stjómina
vegna stefnu hennar í utanríkis-
málum. Tilgangurinn var að sverta
finnsku ríkisstjórnina í augum ríkis-
stjórnar Sovétríkjanna, hins volduga
granna i austri. Síðan segir orðrétt:
„Þeir höfðu * - staðreyndir fram
að færa — stjón„.i var varla byrjuð
að starfa, þegar áróðurs; «>rferðin fór
af stað — en skortur á slaðreyndum
hefur aldrei staðið finnskum komm-
únistum fyrir þrifum.” Gæti nú ekki
verið aðsvo háttaði einnig til víðar?
Á þessum árum kölluðu finnskir
kommúnistar sig „folk demo-
kratena”. íslenzkir kommúnistar
hafa löngum falið sig bak við nöfn í
svipuðum dúr. Nú síðast Alþýðu-
bandalagið eða Folk Alliansen eins
og þeir kalla sig á Skandinavisku. En
nafnið breytir engu þeir eru samir við
sig og hugsunin sú sama. Skylt er að
visu að láta það koma fram að aðeins
lítill hluti þeirra sem styðja Alþýöu-
bandalagið eru kommúnistar, hitt er
fólk, sem blekkt hefur verið til fylgis
við flokkinn, m.a. á grundvelli
Kjallarinn
ERurGuðnason
rómantískrar þjóðernisstefnu. En
staðreyndin er sú að sanntrúaðir
kommúnistar ásamt með fáeinum
tækifærissinnum og pólitískum
flökkusveinum hafa aila tið haldið
um stjórnvöl Alþýðubandalagsins
allt frá því að það var stofnað. Það
var þessum ástæðum fyrst og fremst,
.em stjórnarmyndunarviðræðurnar í
vumar gengu svo hægt sem raun bar
vitni. Og það er líka af þessum
ásatæðum að stjórnarsamstarfið að
undanförnu hefur verið svo brösótt
■.em alþjóð veit. Og það er einnig af
þessum ástæðum sem það er grund-
vallarspurning hvort yfirleitt sé hægt
að vinna með Alþýðubandalaginu,
og víst er að það gera menn aðeins af
þeirri illu nauðsyn að i skjóli úrelts
skipulags og gamals valdakerfis hefur
Alþýðubandalagið óeðlileg itök í
forystuliði íslenzkrar verkalýðshreyf-
ingar. Um raunveruleg ítök Alþýðu-
bandalagsins í íslenzkri verkalýðs-
hreyfingu veit hins vegar enginn, þar
eru hlutföllin áreiðanlega önnur en
að því er varðar ítök Alþýðubanda-
lagsins i forystusveit ASÍ.
EiðurGuðnason
alþingismaður
Stórslysaakstur lögreglunnar
y
niður alla löggæslu gagnvart ölvun
við akstur. Nú kann að vera að þú og
þeir sem eru á svipaðri skoðun séu að
því komnir að spyrja, er þá ekkert
hægt að gera til þess að fækka ölvun-
arslysum?
Látum ölvaðan
mann í f riði
Það sem Einar leggur áherslu á i
sambandi við hraðakstur ölvaðs
ökumanns, hræðslan við að vera tek-
inn, er rétt. Að vegna hræðslu vegna
lögbrots síns grípur ökumaðurinn
stundum til hraðaksturs, sem aftur
veldur stundum ótímabæru slysi.
Meðal sumra þjóða þekkist sú regla
gagnvart ölvun við akstur að ölvun
við akstur er leyfð, svo lengi sem
ölvaður ökumaður ekki veldur
óhappi. Löggæslan er í framkvæmd
þannig að ölvaður ökumaður hefur
leyfi til þess að aka heim, en
lögreglan skiptir sér ekki afþvínema
að því leyti að sjái hún ofurölvi öku-
mann sem virðist á leið með að aka
bíl sínum, þá er reynt að koma í veg
fyrir það, t.d. með því að bjóða þess í
stað heimakstur eða að útvega bil.
Lögreglan vinnur m.ö.o. þannig að
ölvaður ökumaður veit að hann má
aka bíl sinum heim en samt sem áður
er hann undir þeirri pressu einni, að
ölvaður ökumaður sem veldur slysi er
tekinn í rétti, harðari tökum en aðrir
ökumenn ef slys hefur orðið.
Það sem er að okkar umferðarlög-
um er aðallega það að allir ökumenn
eru gerðir jafnvitlausir eða allir jafn-
ábyrgðarlausir. Ljóst er að margir
ökumenn aka ölvaðir og sennilega er
mesta hættan fólgin í ótimabærum
hraðakstri, sem einatt á sér stað
vegna þess að ölvaður ökumaður vill
flýta sér heim til þess að vera ekki
tekinn af lögreglu, hvort sem er ein-
kennisbúinni eða án búnings. Tökum
því ekki ölvaðan ökumann nema
hann hafi valdið óhappi, en dæmum
hann þá harðaren aðraökumenn.
Hraðakstur
Ef íslenskar umferðareglur yrðu i
þessa átt þá er farið að nálgast að
hætta líka hinum vitlausu hraða-
mælingum og sektum vegna þeirra.
Ef tekið er dæmi þá má rétt athuga
hraðamælingai lögreglu á Hring-
braut vestan viðTjorn. Á þeim vegar-
kafla má aðeins aka á 50 km hraða,
en í þurru veðri og góðu skyggni er
engin goðgá að aka þarna á a.m.k.
70 km hraða. Sé dæmi tekið af þjóð-
vegi þá hefur lögregla sést taka
hraðamælingu á þjóðveginum
norðan að við Staðarskála i Hrúta-
firði. Se lit.i umferð þá er það
enginn hraði þ,> ökumaður sé á t.d.
90 km hraða á þeim vegarkafla, svo
fremi að hann hafi hægt á bilnum
þegar komið er á svæði gangandi um-
ferðar viðskálann.
1 báðum þessum tilfellum hafa
margir ökumenn sætt þeirri súru
reynslu að vera teknir fyrir of hraðan
akstur þó svo að vissulega hafi akstur
þeirra alls ekki stofnað neinum í
hættu heldur einungis verið meiri en
alltof strangar reglur mæla fyrir um.
Mörg lík dæmi mætti nefna víðs
vegar um landið og t.d. skal það enn
nefnt að á Reykjanesbraut á leið úr
Breiðholti þá er við góð akstursskil-
yrði engin goðgá þó ökumaður sé á
t.d. 70 km. hraða. Flestir aka þar á
þeim hraða og algengt er að ekið sé
þar á 80 km hraða og þykir engum
mikið, séu skilyrði góð. í íslenska
umferðarmenningu vantar líklega
fyrst og fremst það að ökumönnum
sé treyst til þess að meta sjálfir hvað
sé rétt og rangt, miðaðvið aðsræður.
Rétta aðferðin varðandi öku-
hraðann væri hugsanlega sú að miða
á hverjum vegi við tiltekinn hraða en
láta svo ökumenn sjálfa um það
hvort nákvæmlega væri farið eftir
honum. Sé enn eitt dæmi tekið þá má
segja að 80 km hraði sé alveg nóg á
Suðurlandsvegi þegar mikil umferð
er um veginn, en þegar einn bíll er á
ferð í björtu og þurru veðri og fátt
annarra vegfarenda þá er 80 km
reglan fásinna en 100 km hraði engin
ósköp. Þessu skal lokið með þeim
orðum að trúlega eru umferðarlög
okkar fyrst og fremst röng að því
leyti að í þeim virðist alls ekki
reiknað með þvi að nokkur sé
fullorðinn og sýni ábyrgð í samræmi
við það.
Kristinn Snæland
£ „Trúlega eru umferöarlög okkar fyrst og
fremst röng aö því leyti aö í þeim virðist
alis ekki reiknaö meö að nokkur sé fulloröinn
og sýni ábyrgð í samræmi viö það.”