Dagblaðið - 02.04.1979, Síða 15
15
\
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR2. APRÍL 1979.
/ "
Gagniýnið hugarfar
Kvik
myndir
LV_—_____
Fáir bandarískir kvikmynda-
gerðarmenn hafa vakið jafnmikla
athygli síðastliðið ár eins og Paul
Schrader. Með tvær myndir að baki
og þá þriðju á leiðinni hefur hann
getið sér gott orð sem einkar skarpt
hugsandi leikstjóri. í myndum sínum
tekur Schrader fyrir þjóðfélagsleg
vandamál og er óhræddur við að
skera á kýlin. Líkt og félagar hans,
þeir Martin Scorsese og John Milius,
lauk Schrader háskólaprófi í kvik-
myndafræðum. Að námi loknu
ákvað hann að gerast kvikmynda-
handritahöfundur. Þetta gekk hálf-
brösulega þangað til Warner
Brothers keyptu handritið Yakuza
sem Schrader skrifaði í samvinnu við
bróður sinn. Að vísu fékk hann
aldrei nafn sitt á hvíta tjaldið því
kvikmyndaverið fékk annan rithöf-
und til að umskrifa handritið og fékk
sá allan heiðurinn. Árið á undan
hafði Schrader skrifað handrit sem
hann nefndi The Taxidriver. Það var
ekki fyrr en þremur árum síðar að
Martin Scorsese gerði samnefnda
mynd sem enn er mjög umtöluð
vegna mikilla ofbeldisatriði.
Vandinn að
leikstýra
Sama ár og Schrader skrifaði
Yakuza gerði hann þrjú önnur hand-
rit. Deja Vu fékk hálfdapurleg enda-
lok því leikstjórinn, Brian de Palma,
breytti handritinu í mikilli óþökk
Schraders. Raunar hét myndin
Obsession þegar hún loks kom á
markaðinn. Eftir þessa slæmu
reynslu ákvað Schrader að gera allt í
sínu valdi til að fá að leikstýra þeim
myndum sem byggðar væru á hand-
ritum hans. Hann varð þó að bíta í
það súra epli að vera leystur frá störf-
um sem leikstjóri rétt áður en kvik-
myndataka hófst á Rolling Thunder
sem hann skrifaði 1973. Á þessum
tíma skrifaði hann handrit sem
nefndist CE3K sem siðar var endur-
ritað af Steven Spielberg undir nafn-
inu Close Encounters of the Third
Kind. í samnefndri mynd kom nafn
Schraders hvergi fyrir enda segist
Spielberg hafa umturnað öllu han'<-
ritinu.
,,Ég lærði fljótlega að eini mö„a-
leikinn til að leikstýra mynd sjálfur
var að tryggja mér fjármagn og
leikara. Svo ég útvegaði hvort
tveggja. Ég fékk Richard Pryor og
Harvey Keitel til að gera persónu-
legan samning við mig og fékk síðan
TAT-fyrirtækið, sem framleiðir
myndir fyrir sjónvarp, til að leggja
fjárhagslega blessun yfir fyrirtækið.
Síðan kom Universal til sögunnar og
dæmið gekk upp.” Þannig lýsir
Schrader hvernig hann skapaði sér
tækifæri til að leikstýra sinni fyrstu
mynd, BlueCollar.
Blue Collar
Blue Collar er merkileg mynd. Hún
gerist í bílaverksmiðju í Detroit og
fjallar um líf þriggja starfsmanna
verksmiðjunnar. Allir búa þeir við
frekar kröpp kjör og eru í sífelldum
peningavandræðum. Því dettur þeim
það snjallræði í hug að ræna skrif-
stofu verkalýðsfélagsins en þeim
hafði lengi verið í nöp við fulltrúa
þess í verksmiðjunni. En þeir hafa
ekki erindi sem erfiði og hafa aðeins
600 dollara upp úr krafsinu en stjórn
verkalýðsfélagsins segir að 10.000
dollarar hafi horfið. í innbrotinu
höfðu þeir félagar komist yfir
minnisbók sem skráðar voru í ýmsar
ólöglegar greiðslur frá verkalýðs-
félaginu. Þeir reyna að beita félagið
fjárkúgun en missa smátt og smátt
tökin á viðfangsefninu. Eftir átök
sem kosta einn félaganna lífið
splundrast samstaða hinna tveggja og
annar þeirra gengur til samstarfs við
verkalýðshreyfinguna enda bíður ný
staða eftir honum.
í handriti sínu dregur Schrader upp
ljóta mynd af forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar í Bandaríkjunum.
Mikil spilling er allsráðandi og allt
snýst um völd og peninga. Einnig
kemur Schrader inn á mjög
viðkvæmt mál í Bandaríkjunum sem
er kynþáttafordómar.
Stutt kynning á Paul Schrader en
hann á að baki myndirnar
Blue Collar og Hardcore
Kynþáttafordómar
Evrópubúa
Um þetta mál segir Paul Schrader:
,,Ég held að Evrópubúar séu jafnvel
enn hræddari en Bandaríkjamenn að
hreyfa við þessu máli. . . Ef þú horfir
á breskar kvikmyndir gætirðu dregið
þá ályktun að kynþáttavandamál þar
væri ekki til. Flestir Evrópubúar láta
eins og þetta vandamál séekki til þótt
það sé liklega þar stærra vandamál en
hér”.
Það er gleðiefni að Laugarásbíó
hefur keypt Blue Collar þótt hún
verði ekki sýnd strax. Það er fuU
ástæða að mæla með þessari mynd,
enda á boðskapurinn erindi til allra
og leiðir i ljós þau fjölmörgu sam-
félagslegu vandamál sem snúa að
einstaklingnum í nútíma þjóðfélagi.
Næsta mynd Schraders var
Hardcore. Myndin fjallar um heitt-
trúaðan verksmiðjueiganda og dóttur
hans. Dag einn hverfur dóttirin.
Hafin er Ieit en það eina sem finnst er
klámmynd sem dóttirn hafði tekið
þátt í. Þetta verður mikið áfall fyrir
föðurinn og hann ásetur sér að finna
dótturina. Meginhluti myndarinnar
lýsir þessari leit og hér sýnir Schrader
áhorfendum klámheim stórborg-
anna. Ég efast um að Bandarikja-
menn sjálfir hafi gert sér grein fyrir
H
Alriði úr myndinni Blue Collar scm
Laugarásbió mun vera búið að festa
kaup á.
BaldurHjaltason
hve klámiðnaðurinn er oröinn gífur-
lega stór og þess vegna eigi þessi
mynd eftir iö hrisia upp í siðgæðis-
vitund þtirra. Myndin virkar
ótrúlega sterk og lýsir vel þessu von-
leysi sem margir þátttakendur í
þessum iðnaði búa við. Schrader lítur
á þennan iðnað sem kýli á þjóðfélag-
inu sem nauðsynlegt sé að stinga á.
Mynd hans er án efa stórt skref í þá
átt þótt fleira verði að koma til.
Um þessar mundir vinnur Schrader
að gerð sinnar þriðju myndar sem ber
heitið American Gigolo og hefur
sjálfan John Travolta í aðalhlutverki.
Hann hefur nýlega skrifað handrit
fyrir Martin Scorsese sem ber heitið
Raging Bull og fjallar um Jake La
Motta. Einnig er Schrader búinn að
gera samning við Paramount im
tvær myndir og byrjar líklega á
Covert People eftir handriti sínu á
næstunni.
Nýjasta tæknií pípuiagningum
■ »
SOLUSkAUNN arnbergi
j r 800 SELFOSS — P.O. BOX 60
IIIIÍL ClatlAD 1CQC _ 1DOO
Rotostock hentar bæði fyrír nýlagnir og viðha/d
Fyrir hús, skip, gróðurhús og allar aðrar pípulagnir
auðveit í flutningum, aðeins 16 kg. í handtösku.
Iðnnotendur
Rotostock ermeðal annars, notað ípípulagningaiðnaði:
Hitadreifingu og loftræstingu + raflagningar + viðhaldi og
viðgerðum + skipaiðnaði + vatnsveitum og vatnsveituvirkjun-
um + jarðvinnslu + byggingariðnaði + úðun + kœliketfum
+ iðnaði og o.s.frv.