Dagblaðið - 02.04.1979, Síða 21

Dagblaðið - 02.04.1979, Síða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. 21 >ttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Staðan íl.deild Úrslit í leikjum í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik um helgina urðu þessi. Fylkir — HK 16—16 Víkingur — FH 20—14 Staðan er nú þannig: Víkingur 13 11 1 1 317- -251 23 Valur 12 10 1 1 224- -188 21 FH 14 6 1 7 289- -286 13 Haukar 13 5 2 6 271- -282 12 Fram 13 5 1 7 256- -289 11 ÍR 13 4 1 8 237- -254 9 HK 14 3 3 8 236- -278 9 Fylkir 14 2 4 8 250- -271 8 Næsti leikur er í Hafnarfirði á þriðjudag kl. 21.00. Þá leika Haukar og ÍR. Valur og Fram ieika á fimmtu- dag í Laugnrdalshöll kl. 21.00 — en úrslitaleikur Vals og Víkings verður í Laugardalshöll miðvikudaginn 11. apríl kl. 20.00. íslandsmet ílyftingum Freyr Aðalsteinsson frá Akureyri setti nýtt íslandsmet i snörun i 75 kg flokki á laugardag. Snaraði 121 kg sem er hálfu kg betra en íslandsmet hans var áður — sett á íslandsmótinu fyrir hálfum mánuði. Geir Hallsteinsson kom ekki mörgum skotum gegnum Vikingsvörnina f gær — skoraði aðeins tvö mörk — en hann skoraði flest mörk allra í deildinni, 95 samtals i 14 leikjum FH. Hér reynir Geir markskot — og kom knettinum i gegn, en Kristján Sigmundsson, markvörður Vikings, varði eins og svo oft i leiknum. DB-mynd Bjarnleifur. Víkingar léku eins og meistarar í 10 mínútur —og það nægði gegn FH í 1. deildinni í Laugardalshöll í gærkvöld Varnarleikur Víkings — stórsnjöll markvarzla Kristjáns Sigmundssonar — lagði grunn að góðum sigri Víkings gegn FH i 1. deild i Laugardalshöll í gærkvöld, 20—14. En sóknarleikurinn var óvenju siappur að þessu sinni — Vikingar léku aðeins eins og meistarar i sókn og vörn i 10 min. snemma i siðari hálfleik og sá kafli gerði úr um leikinn. Víkingar skoruðu þá sjö mörk gegn tveimur. Breyttu stöðunni úr 8—6 í 15—8 og eftir það var ekki spurning hvort liðið mundi sigra. Geir Hall- steinsson kom skotum sínum illa i gegn að þessu sinni. Skoraði aðeins tvö mörk í leiknum — en er þó yfirburða- maður í markaskorunni i deildinni. Skoraði samtals 95 mörk i 14 leikjum. Næstur kemur Stefán Halldórsson, HK, með 79 mörk og siðan Hörður Harðarson, Haukum, með 78 mörk en IHVASS- IG FÁ! lUÍBIáfjöllum 2. IngaK. Guömundsdóttir A 3. Þórd'is Hjörleifsdóttir Vik. Drengir lOára ogyngri. 1. Sveinn Rúnarsson KR 2. Guðmundur Pálmason Á 3. Amgeir H au ksson K R Stúlkur II —12ára. 1. Bryndís Ýr. Viggósdóttir KR 2. Halla Marteinsdóttir KR 3. Sigrún Kolsöð KR Drengir 11 —12 ára 1. Haukur Þorsteinsson A. 2. Kristján Valdimarsson í R 3. Baldvin Valdimarsson Á Drengir 15—lóára. 1. Einar Úlfsson Á 2. Jónas Valdimarsson ÍR 3. Halldór Ingólfsson Á 123.05 124.29 97.28 98.86 104.07 168.13 175.04 183.94 150.15 152.44 158.22 127.56 133.92 138.75 Þorri. á einn leik eftir. Geir verður þvi marka- kóngur íslandsmótsins enn einu sinni — Hörður skorar varla 18 mörk í siðasta leik sínum. Aðalleiks Víkings og FH í gærkvöld var snjöll markvarzla. Kristján frábær hjá Víking — Magnús Ólafsson og Birgir Finnbogason snjaUir í marki FH. En leikurinn var heldur þunglamalegur lengstum. Sóknarlotur FH mjög langar og leikmennum Uðsins gekk Ula að finna glufur hjá Víkingsvöminni — og ekki fjörgaði mikið flaut dómaranna Dökkt útlit hjá Víkings- stúlkum Vikingsstúlkumar töpuðu enn í 1. deild kvenna i gærkvöld — nú fyrir FH 10—16 i Laugardalshöll — og útlitið er vægast sagt orðið dökkt hjá þeim i deildinni. Neðstar með fjögur stig og eiga einn leik eftir við Breiðablik en Kópavogsstúlkurnar, sem hafa 5 stig eiga einnig eftir að leika við Þór á heimavelli. FH náði strax forustu i ieiknum i gær. Komst í 2—0 — síöan 5—2 og staðan í hálfleik var 8—4. Sami munur hélzt lengi í s.h. en FH jók svo muninn undir lokin. Sigur FH-stúlknanna aldrei i hættu — en Vfkingur fékk þó sín tækifæri. Þau voru misnotuð — fimm vítaköst fóru forgörðum meðan FH nýtti öll sin. Staðan í deildinni er nú þannig: Fram 13 12 0 1 155- -99 22 FH 13 8 1 4 177- -147 17 Valur 11 7 1 3 155- -144 15 Haukar 14 7 1 6 150- -157 15 KR 12 7 0 5 141- -125 14 Þór 11 3 0 8 128- -147 6 Breiðablik 12 2 1 9 108- -160 5 Víkingur 13 1 2 10 123- -172 4 leikinn. Það gekk yfirleitt allt — allt of hægt. Víkingar gerðu sig seka um óvenjumargar villur í sóknarleikn- um að þessu sinni. Komust þó i 20 mörk eftir að hafa skorað sjö í f ,h. Víkingur skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en áður hafði Kristján varið víti Geirs — Magnús víti Sigurðar Gunnarssonar. FH skoraði sitt fyrsta mark ekki fyrr en eftir rúmar 10 mín. og jafnaði svo í2—2. Jafnt 3—3 og4— 4, síðan skoraði Víkingur þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan 7—4. í byrjun síðari hálfleiks komst Víkingur í 8—4 — FH minnkaði mun- inn í 8—6 en svo kom stórleikur hjá Víkingum bæði í vöm og sókn. Staðan breyttist i 15—8 og úrslitin ráðin. Litlar breytingar það sem eftir var. Viggó Sigurðsson reyndist FH-ingum erfiður eftir að Magnús hafði varið flezt skot hans í f.h. — en þá gerði Ólafur Jóns- son, leikmaður, sem aldrei bregst, mestan usla hjá FH. Leikmenn FH virka æfingarlausir og Geir tókst að þessu sinni ekki að setja nein mörk á leikinn. Mörk Vikings skoruðu Viggó, 7, Ólafur 4, Steinar Birgisson 3, Sigurður 2, Páll 2/1, Erlendur 1 og Árni 1/1. Mörk FH. Guðmundur Magnússon 4, Viðar 3/2, Guðmundur Árni 3, Geir 2, Janus 1 ogSæmundurStefánsson 1. Dómarar Árni Tómasson og Jón Friðsteinsson. Þeir dæmdu 3 víti á hvort félag. Einum leikmanni var vikið af velli í tvær mínútur, Viðari Símonar- synL -hsím. Kef Ivíkingar fóru létt með Haukana — í Litlu bikarkeppninni á laugardag Litli-bikarínn. ÍBK—Haukar 3—0 (2—0) Gisli Eyjólfsson, — pílturinn, sem gekk til liðs við ÍBK, frá 111-deildar- liðinu Viði, i vetur, braut isinn i marka- skoruninni Keflavík i fyrradag, þegar heimamenn léku við Hauka. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leikn- um, fékk Gisli góða sendingu frá Guðjóni Þórhallssyni, — lagði knöttinn fyrir sig á markteig, og sendi liann örugglega i netið. Sigurbjöm Gústafsson bætti skömmu síðar öðru marki við, og gegn norðanbeljandanum skoraði svo Ómar Ingvarsson þriðja mark ÍBK, sem léku mestan hluta leiksins aðeins 10, því að Ragnari Margeirssyni var nefnilega vikið af leikvelli í fyrri hálfleik fyrir að slá mótherja. Haukaliðið virtist því heldur slappt og verður sannarlega að taka sig á ef það ætlar að halda sæti í 1. deildinni. Annars voru Haukar ekki með sitt sterkasta lið, fremur en ÍBK, en þar vantaði Rúnar Georgsson, Einar Ás- björn og Sigurð Björgvinsson, sem allir eru erlendis. Jafntefli varð í keppni B-liða sömu aðila, 3—3, þar sem Haukar höfðu lengst af undirtökin, en heldur var mönnum farið að hitna í hamsi undir lokin. Þá áttu Breiðablik og FH að leika í Litlu bikarkeppninni á laugardag en leiknum var frestað — völlurinn í Kópavogi ekki leikhæfur. Þjóðverjar skora ekki — Jafntefli 0-0 við Tyrkland Vestur-Þjóðverjum gengur heldur illa í sjöunda riðli Evrópukeppni lands- liða. Léku í gær sinn annan leik í riðlin- um — gerðu jafntefli við Tyrkland i Izmir án þess mark væri skoraö. Áhorfendur 50.000. Þetta var annar leikur Þjóðverja i riðlinum. Þeir hafa enn ekki skorað mark. Gerðu jafntefli i fyrsta leiknum á Möltu. Staðan i riðlinum er nú þannig: Wales 2 2 0 0 8—0 4 V-Þýzkaland 2 0 2 0 0—0 2 Tyrkland 2 0 11 0—1 1 Malta 2 0 11 0—7 1 Dynamo Berlín og Magdeburg íbikarúrslit Dynamo Berlin og Magdeburg munu leika til úrslita í austur-þýzku bikarkeppninni i knattspyrnu i næsta mánuði. Á laugardag gerðu Dynamo Dresden og Dynamo Berlín jaftefli 1— 1 í Dresden en Berlínar-liðið vann samanlagt í báðum leikjunum í undan- úrslitum með 2—1. Magdeburg vann 2—0 i Lok í Leipzig — samanlagt 7—1 i báðum leikjunum. Heimsmet Í200 m bringusundi Svetlana Varganova, 14 ára sovézk sundkona, setti nýtt heimsmet i 200 metra bringusundi í iandskeppni Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands í Minsk á föstudag. Synti vegalengdina á 2:31.09 min. en eldra metið átti önnur sovézk stúlka. Lind Kachushite, 2:31.42 mín. sett i Vestur-Berlín í ágúst 1978.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.