Dagblaðið - 02.04.1979, Side 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979.
25
-• .W'. v"\. . .J?*-*1**^* •• ->'''' ,
_J£.v mx'BF?*1 11 W!j2r_.
Hafísinn fyrir Austurlandi:
DB-mynd Einar Ólason
Orðinn uppáþrengjandi
—við Neskaupstað
,,Jú. fsinn er farinn að gerast frekar
uppáþrengjandi hér og er kominn alveg
inn í fjarðarbotn,” sagði Skúli Hjalta-
son, fréttaritari DB á Neskaupstað er
blaðið hafði samband við hann í gær.
„Togarinn Birtingur var lengi að
þræða hér siglingaleiðina út fjörðinn
í dag vegna íssins. AUur megin inn-
fjörðurinn er orðinn fullur af ís. Ut-
fjörðurinn er auður en svo er ísspöng
við hafsbrún. Við höfum áður séð
einstaka jaka úti á firðinum en það
hefur ekki verið neitt að ráði fyrr en í
dag,” sagði Skúli að lokum.
Á laugardagsmorgun kom mikiil is
inn Seyðisfjörð en siglingarleið var þó
alltaf fær að sögn Jóns Guðmunds-
sonar fréttaritara DB á .Seyðisfirði.
Aðfaranótt sunnudagsins hvarf svo
allur ísinn aftur, hafði rekið út fjörðinn
þá um nóttina.
-GAJ-
I v" A. td, L. i ;, x
Sigluvíkin á útleið frá Siglufirði i miklum hafís. DB-mynd Bjarni Árnason.
Húsavík:
Mikið tjón
grásleppubáta
„Bátarnir héðan voru á sjó í gær og
fyrradag. Þorskveiðibátarnir náðu
sínum netum en þeir sem eru á grá-
sleppunetum hafa tapað miklu af
netum og þannig orðið fyrir verulegu
tjóni,” sagði Ásmundur Bjarnason,
fréttaritari DB á Húsavík.
„Þrír bátanna hér eru farnir suður
og koma ekki fyrr en ísinn er alveg far-
inn. Höfnin hér er lokuð þó að höfnin
sjálf sé laus við ís. En þegar litið er yfir
flóann þá er hafís inn með Kinnarfjalli
og út í miðjan Skjálfandafióa. Annars
hefur ísinn rokkað til og frá undan-
farna daga. Er kannski kominn inn á
morgnana og farinn á kvöldin,” sagði
Ásmundur aðlokum.
Svipaða sögu er að segja af Siglu-
firði. ísinn kemur þar og fer. Lítill is
var þar í gær en heilmikill í fyrradag.
Tveir Siglufjarðartogaranna, Stapavík
og Sigluvík voru i gær fastir vestan við
Horn og hugðust snúa til Reykjavíkur.
Hins vegar hafði Stálvíkinni gengið vel
frá Homi.
-GAJ-
SEIG ER SELMA
Snemma beygist krókurínn. Hún er falleg þessi mynd frá Vestmannaeyjum, tekin i
lognbliðu. Gg Ijósmyndarínn er aðeins 6 ára, Selma Ragnarsdóttir. Pabbi hefur
kannski hjáipað örlítið við að stilla myndavélina, en Selma hefur siðan smellt af.
Og árangurínn er góður.
Nuerkomiðað
DAS húsinu!
Breiðvangi 62 Hafnaríirði
Söluverömæti um 30 milljonir krona.
Dregiö verður í 12. flokki 3. apríl.
Nú má enginn gleyma aö endurnýja.
Verö á lausum miöum er kr. 8.400.-
H5