Dagblaðið - 11.04.1979, Page 4
SAFNARAR
rf
Stjórnir Félags frímerkjasafnara og
Myntsafnarafélags íslands munu gangast
fyrir skipti- og sölumarkaði í Gyllta saln-
um að Hótel Borg laugardaginn 14.
apríl kl. 2—6 e.h. Gengið verður inn um
aðaldyr.
Vonast er til að meðal efnis verði:
Frímerki, mynt, seðlar, póstkort, gömul
umslög, hlutabréf, vindlamerki,
skömmtunarseðlar, vöruávísanir, jóla-
merki, prjónmerki og margt annað, sem
menn kynnu að vilja skipta, kaupa eða
selja. Við vekjum athygli á, að þarna
gefst kjörið tækifæri til hagkvæmra
skipta eða ódýrra kaupa. Stjórnarmenn
frá báðum félögum munu verða við-
staddir til aðstoðar og ráðgjafar.
Nánari upplýsingar veita Anton Holt
sími 23603 og Björgúlfur Lúðvíksson sími
35273.
pFYRIR PÁSKANA
snittur og brauðtertur.
Pantanir í síma 16740.
Brauðbankinn
Laufásvegi 12 — Sfmi 16740.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979.
DB á ne ytendamarkaði
LIFRARPOTTUR
SOOglifur
hveiti, salt og pipar
100 g smjörlíki
250 g sveppir
2 laukar
1 tsk. paprika
1/2 tsk. rosmarín
1/2 tsk. sellerísalt
3 dl sjóðandi vatn
2 dl tómatkraftur (puré)
4 bollar soðin hrísgrjón
Uppskrift
dagsins
Saxið laukinn og sneiðið sveppina,
það sett í pott með 2 msk. af smjöri,
látið krauma í 15 mínútur. Kryddinu
blandað saman við. Lifrin er skorin í
ræmur, velt upp úr hveiti með salti og
pipar, brúnuð i smjörlíkinu og sett í
pottinn. Vatni og tómatkrafti hellt á
pönnuna og soðinu hellt yfir, látið
krauma í 15 mín. Borið fram með
hrísgrjónum.
Verð: 850 kr.
Meðferð og ending páskablómanna:
Óli Valur Hansson
gef ur nokkur góð ráð
Þótt páskaliljur séu aðeins litið út-
sprungnar, opna þær sig furðu fljótt
eftir að þær hafa verið settar í vatn og
fluttar inn í stofuhita, en einmitt eitt
af því ánægjulega við blóm er að sjá
þau springa út og breiða úr sér.
Á flestum heimilum mun það orðin
hefð fyrir páska að verja smávegis
fjármunum til kaupa á afskornum
blómum. Blóm Iífga ætíð upp á
hátíðlegri stund og veita mörgum
hrifningu og gleði, sem erfitt er að tjá
með orðum.
Ýmis afskorin blóm eru nú fáanleg
í blómaverzlunum, en í sambandi við
páskahátíðina hefur það löngum
verið siður að nota páskaliljur öðrum
blómum fremur. Mörgum finnst að
þær heyri frekar páskunum til en
önnur. Ending afskorinna blóma er
vissulega mikið háð því, hvaða með-
ferð þau hljóta eftir að þau eru kom-
in inn á heimilið. Gildir þetta ekkert
síður um páskaliljur en önnur blóm.
Þeir sem eignast blóm gera sér vissu-:
lega ætíð vonir um, að þau lifi sem
lengst, en til þess að svo megi verða
þarf að sýna þeim nokkra umhyggju,
eins og öllu öðru sem er lifandi.
Varðandi endingu (lífslengd)
ræður og ætíð miklu á hvaða þroska-
stigi blómið er þegar það er fengið.
Um páskaliljur gildir t .d. að örugg-
astar eru þær með að standa lengst
séu þær aðeins nýútsprungnar.
Nokkuð auðvelt er að átta sig á þessu
þroskastigi. Eru þá blómblöðin rétt
byrjuð að opnast, þannig að vel sést
inn í blómtrektina, og jafnframt er
blómið tekið að halla sér út frá blóm-
stilknum. Munar jafnan nokkrum
dögum hvað páskaliljublóm á um-
ræddu stigi á fyrir sér lengri lífdaga
en fullútsprungið blóm.
Strax og páskaliljur hafa verið
fengnar þarf að koma þeim fyrir
í vatni. Séu þær ekki fluttar strax inn
í stofu er best að geyma þær á köld-
um stað við 2—50 hita.
Veljið hentugan blómavasa og
gætið þess að skola hann vandlega úr
sápuvatni áður en blómunum er
komið fyrir.
Setjið síðan dálítið áf ylvolgu vatni
í vasann og látið jafnvel ögn af
plöntufæðu í vatnið. Skerið því næst
dálítið af neðsta hluta stöngulsins á
hverju blómi og skerið jafnvel smá-
vegis upp í stöngulinn, en það auð-
veldar mjög vatnsupptöku. Hag-
Þessi unga stúlka heldur hér á fallegum páskaliljum, en margs er að gæta i með-
ferð þeirra, DB-mynd Hörður.
ræðið að lokum blómunum þokka-
lega og gætið þess að þau standi ekki
ímjög miklu vatni.
Veljið blómunum góðan stað í
stofu, en þó ekki mjög nálægt ofni né
heldur þar sem dragsúgs gætir, og.
geymið þau helst á svölum stað að
nóttu til.
Fylgist vel með vatninu í vasanum
og bætið í eftir þörfum. Sé blóma-
fæða ekki notuð er best að endurnýja
alveg vatnið annan hvern dag.
Svejhherbergishúsgögn — Mesta úrvalið
INGVAR 06 GYLFI
GRENSÁSVEGI3108 REYKJAVlK, SiMI; «1144 OG 33630.
Sérverzlun með rúm