Dagblaðið - 11.04.1979, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979.
Systir Elisabet við dyrnar ð kapellunni
sem er áföst Sánkti Jósefsspitala i
Hafnarfirði. Hún er að læra islensku i
Málaskólanum Mfmi.
DB-mynd Bjarnleifur.
fingerð og blíðleg kona og tekur
okkur vel. Svartur nunnukjóllinn
nær varla niður á hné og er ermalaus,
en undir honum er hún í venjulegri
hvítri rúUukragapeysu. Á fingrinum
hefur hún einfaldan giftingarhring.
„Það er af því ég er brúður Krists,”
segir hún, „ég fékk hann þegar ég
gekk undir nunnuheitið árið 1938.”
Hún er alin upp í stórum systkina-
hópi í írlandi, á sjö systur og einn
bróður. Hún segir, að ástæðan fyrir
því að hún vígðist Kristi hafi verið sú,
að hún gekk í barnaskóla hjá nunn-
um, þótti vænt um þær og virdst sem
/'líf þeirra mundi hæfa sér vel. „Ég hef
aldrei iðrast jæss,” segir hún. „Ég
held það hafi veitt mér það sem ég
sóttist eftír.” Hún segir, að síðan
frjálsræðið jókst, þá þurfi nunnurnar
að bera meiri ábyrgð sjálfar á því,
hvort þær rækja trúarskyldurnar vel.
„Þáreynir meira á trúna,” segirhún.
„Það er erfiðara, en krefst meiri ein-
lægni.”
Mega fara í
leikhúsið
Það eru fjórar aðrar írskar nunnur
við sjúkrahúsið í Hafnarfirði og þær
komu hingað að beiðni biskupsins til
að taka við af Sánkti Jósefs-nunnun-
um sem stofnuðu sjúkrahúsið árið
1926, en eru nú eftír langan vinnudag'
sestar í helgan stein við Karlabraut í
Garðabæ, þar sem þær eiga sér eins
konarelliheimili.
Þær írsku eru af Mercy-reglunni,
sem aðalskona í írlandi, Catherine
McAuley, stofnaði fyrir 150 árum og
hefur mannúðarmál á stefnuskrá
sinni.
Þrjár af nunnunum skreppa til
grænu eyjarinnar, ættlands sins, í
stutta heimsókn um páskana. „Það
hefði alls ekki verið leyft, þegar ég
gekk í regluna,” segir systir Elísabet.
„Þá mátti maður ekki einu sinni
heimsækja foreldra sina. En nú
megum við þiggja heimboð hjá vin-
um okkar. Við erum oft boðnar í mat
og kaffi hingað og þangað um
Hafnarfjörð. Og við megum fara í
leikhús og á bíó. En ég mundi ekki
. fara á veitingahús, þar sem vín væri
haftumhönd.” -IHH
Ekki lengur erfitt
að vera nunna
—■ ef maður bara getur neitað sér um vín og karlmenn
Kannske maður ætti bara að gerast
nunna! Losa sig út úr streðinu og lífs-
gæðakapphlaupinu og fara að þjóna
Guði með því að hjálpa sjúkum og
hlynna að börnum. Hér á landi er
engin munkaregla, en um fjórar
reglur að velja fyrir konur, ef þeim
kynni að detta slíkt í hug.
Strangastar eru Karmel-nunnurnar
frá Hollandi. Þær sitja á Jófriðar-
stöðum í Hafnarfirði, og hafa snúið
baki við heiminum og eyða mestum
tíma sínum við bænagerð og inn-
hverfa trúarlega íhugun. Þær ein-
angra sig svo mjög, að varla má heita
að þær fari út fyrir híbýli sín og gefa
sig lítið að félagslegum vandamálum.
En hinar reglurnar þrjár hafa allar
komið á fót sjúkrahúsum og sinna
auk þess fræðslustörfum. í rauninni
er þetta arfur frá þeirri tíð, þegar
ekkert rikisvald var til þess búið að
sjá fyrir sh'kri þjónustu. Þá var það
kaþólska kirkjan, sem vann geysilega
mikið starf á þessu sviði og lagði
grundvöllinn að heilbrigðis- og
menntakerfinu eins og við þekkjum
það í dag.
Á tímum harðrar lífsbaráttu og
ófullkominna getnaðarvarna setti
kirkjan fram kröfuna um algjört
skírlífi þjóna sinna, sennilega mest til
þess að kraftar þeirra nýttust óskertir
fyrir almenningsheill. Því hvorki
voru þeir bundnir við eigin böm né
maka.
Brennd á báli
Skírlífiskrafan reyndist stundum
erfíð. Frá kaþólskum tíma á íslandi
fyrr á öldum geymast ýmsar sögur
um baráttu biskupanna í þessu efni.
Árið 1343 var nunna brennd á
Kirkjubæjarklaustri. Hún var sökuð
um að hafa „gefið sig púkanum með
bréfi”. Sannað þótti, að hún hefði
verið full greiðasöm við munkana í
Þykkvabæ.
Ekki hefur frést, að neinn þeirra
hafi látið lífið fyrir kvennafar, en
þetta sama ár voru ýmsir þeirra
straffaðir fyrir að berja ábóta sinn.
„Bróðir Arngrímur var settur í tá-
járn, bróðir Eysteinn í hálsjárn,”
segir í annálum. Þessir tveir voru
þrátt fyrir óstýrilætíð mestu merkis-
munkar, því Eysteinn orti um Maríu
guðsmóður hið fræga kvæði Lilju,
sem allir vildu kveðið hafa. Og Am-
grímur samdi söguna um Guðmund
biskup góða og var auk þess fyrsti
maður, sem flutti orgel til íslands og
lék á það. Hvort ábótinn var að ávíta
þá fyrir að hokra að konum, þegar
þeir börðu hann, er ekki vitað. Hitt
er víst, að enn þann dag í dag er
spilda neðst í túninu á Kirkjubæ köll-
uð Glennir. Sú skýring fylgir nafn-
inu, að þegar munkarnir voru komnir
svo nálægt nunnuklaustrinu hafl þeir
gerst æði langstígir af tilhlökkun.
Brúður Krists
Ennþá rísa nunnur á íslandi svo
snemma úr rekkju að upp úr klukkan
sex á morgnana eru þær farnar að
biðja morgunbænir. En að öðru leyti
Catherine McAuley stofnaði Mercy-
regluna 1831 og á tiu árum kom hún
upp fjórtán klaustrum. Nú eru Mercy-
systur yfir tuttugu þúsund og dreifðar
víða um heim.
hafa þær flestar fengið miklu meira
ferða- og athafnafrelsi en áður var.
„Þessu var .öllu breytt á kirkjuþing-
inu Vatikan II. fyrir tíu ámm síðan,”
segir írska nunnan systír Elísabet,
sem sýnir okkur kapelluna við Sánkti
JósefsspítSlann í Hafnarfirði. Hún er
JUv e rp au^í^
leikfangaverzlun landsins
LAUGAVEG118
GLÆSI-
ÚRVAL
LEIK-
FANGA
FYRIR
ALLA
ALDURS
FLOKKA
OPIÐ
LAUGAR
DAG
FYRIR
PÁSKA
KL
9-12
Mikið urva/af ieikföngum tíl sumargjafa
LAUGAVEG118
SIMAR: 11135 0G14201