Dagblaðið - 11.04.1979, Qupperneq 19

Dagblaðið - 11.04.1979, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979. " .......................... Það er ekki oft sem íselnzk myndlist og myndlistarmenn koma grandalausum rýnendum i opna skjöldu. Ég verð þó að játa að nýj- ustu verk Kristjáns Guðmundssonar komu mér á óvart, en þau hafa um skeið hangið uppi í galleríi föður hans, Guðmundar Arnasonar, við Bergstaðastræti. Nokkrar myndanna hafa nú selst og eru í burtu, en til uppfylling- ar hefur Guðmundur komið fyrir grafík og litkrítarmyndum efur forn- vin okkar íslendinga, Rúdólf Weissauer. Samt eru nægiiega margar myndir Kristjáns eftir til að gefa manni hugmynd um þá stefnu, sem hann hefur tekið. Úr meinlætalist Eins og mörgum er eflaust kunnugt, er Kristján einn af Amster- damhópnum og hefur unnið staðfast- lega að því að raða saman punktum, kommum og strikum eftir fyrirfram gefnum formúlum, auk þess sem hann hefur framkvæmt önnur verkefni af strang-huglægum toga. Þetta hefur verið allt að því Ingi Hrafn ásamt myndum sínum. meinlætaleg listsköpun, sem yngri menn hafa fagnað sökum hreinlegra vinnubragða og áherslu lista- mannsins á frumeiningar sköpunar. Broncojeppi valt f Grundarfirði á laugardag. Tveir voru f bilnum og sluppu þeir ómeiddir, en billinn er talsvert skemmdur. DB-mynd Bæring Cecilsson. Nú blasa hins vegar við manni olíumálverk Kristjáns, landslag eða landslagsstemningar, þekkileg verk í djúpum, mettum litum, sem benda ótvírætt til talsverðra málara- hæfileika. Er Kristján að hlaupa und- an merkjum? spyrja áhyggjufullir ungir nýlistarmenn um alla borgina. „Nei, nei,” segir Guðmundur faðir hans, „Kristján hefur ætíð haft ánægju af því að gera svona verk inn á milli, til að slappa af”. Þá vitum við það. Sem í draumi Það er æði langt síðan eitthvað hefur heyrst frá Inga Hrafni, höfundi „Víxilsins” góða og verksins sem Reykjavíkurborg keypti forðum og er nú að grotna niður úti í móa fyrir ofan Árbæ. Ingi Hrafn hefur haft I 27 r i Myndlist L________J Guðmundur Árnason, rammameist- vinnuaðstöðu i Skólastræti og kallar „Stúdíó 5,”, en þar sýnir hann 23 ný verk uppi á Iofti fram yfir páska og kannski lengur. Það er einkennileg tilfinning sem fylgir því að koma þar í hús. Sýningarstaðurinn er fjögur samliggjandi herbergi sem halda upphaflegri skreytingu sinni, eða hafa verið endurmáluð, — flúr er á veggjum, krúsidúllur á körmum og bitum og allir litir samstilltir í hólf og gólf. Þarna er lágt til lofts og þegar læðst er inn, er engu líkara en maður sé staddur í afkimum eigin drauma (eða martraðar) eða eins konar súr- realísku umhverfi því lágmyndir Inga Hrafns sem þekja alla veggi ganga allar út á tilbrigði í kringum einhvers konar lífrænan skapnáð, mitt á milli rækju, sædjöfuls og maurs. Alls kyns kenndir Ingi Hrafn notar masónít grunn sem hann þekur með striga og málar lágtónum. Ofan á þetta festir hann formið sem að hluta til er gert úr frauðplasti, þöktu epoxí og inn í meginformið fellir hann hvelft form skreytt hrosshári. Ég held samt að formtilraunir hafi ekki verið ofarlega I huga Inga Hrafns, heldur fremur tjáning á fantasíum, sem sálfræðing- ar mundu eflaust hafa gaman af að grufla í. Víst er að alls kyns kenndir vakna við skoðun þessara einkennilegu verka. Þeir sem óttast skordýr munu sjálfsagt hrylla sig, aðrir munu finna í verkunum angist og erótík. Af þeim sökum hljóta þessar myndir að teijast áhrifa- miklar. Ég ber fulla virðingu fyrir þeirri ágætu tækni sem Ingi Hrafn hefur komið sér upp og því einæði og einbeitingu sem að baki þessum verkum liggia, þótt mér þyki þau hættulega nærri mörkum glans- myndagerðar og fágaðrar skreyting- ari. / Vasabrotsbækur Suomælti SVARTHOFDI 1977 PRENTHOSK) FAST Á ÖLLUM BÚKA OG BLAÐSÖLU ■ ■

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.