Dagblaðið - 17.04.1979, Page 7

Dagblaðið - 17.04.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. 7 Þúsundir fólks skoðuðu bflasýningu Kvartmfluklúbbsins: VONUMST TIL AÐ SYNINGIN LOSI OKKUR VIÐ MESTA SKULDABAGGANN — Klúbburinn skuldar nú milljónir króna Alls skoðuðu milli fimmtán og sextán þúsund manns bílasýningu þá er Kvartmíluklúbburinn gekkst fyrir um bænadagana og páskana. Sýning þessi er ein af aðaltekjulindum klúbbsins og stærsti liðurinn i vetrarstarfi hans. „Aðsóknin er svipuð og við gerðum okkur vonir um,” sagði Jóhann Kristjánsson varaformaður Kvartmílu klúbbsins er Dagblaðið ræddi við hann seinnipartinn í gær. „Við opnuðum sýninguna á miðvikudagskvöldið. Allt var rólegt fyrst í stað, en eftir það hefur verið stöðugur straumur af fólki á öllum aldri.” Á sýningunni, sem var haldin í sýningahöllinni Ársölum við Bílds- höfða, gaf að líta 55 bíla. Þar af voru fjórir torfærujeppar og tveir rallbilar. Þá voru á sýningunni ein tíu mótorhjól — þar af eitt sex strokka — og nokkrar vélar. Að sögn Jóhanns Kristjánssonar vakti sænskur kvartmílubíll, sem fluttur var hingað til lands gagngert fyrir sýninguna, einna mesta athygli allra sýningargripanna. Bíll þessi er Chevrolet Vega að uppruna en er sér- smíðaður til kvartmílukeppni. Af „innlendum” gripum sagði Jóhann að bíll af gerðinni Chevrolet Monza hefði vakið hvað mesta hrifningu. Annars [XSUND-I | S4 keppntsbÚl sem tlesti sigra vnnn t btlakeppnum i stflnsln irl er jeppi Benedlkts Eyjólfssonar. Hann var að sjilfsögðu i sýningu Kvartmtluklúbbslns og skaitaði öllum þeim verðlaunapeningum og bikurum sem hann og eigandinn höfðu unnið sér inn i sameiningu. DB-mynd Ragnar Th. anddyri sýningarhallarinnar hafði sænska kvartmilubílnum verið komið fyrír. í kringum hann var yfirleitt stór hópur fólks, sem velti mjög vöngum yfír þessu urðuverki. DB-mynd RagnarTh. Sigurðsson. gafst gestum sýningarinnar kostur á að kjósa um fallegasta bílinn, þann verk- legasta og loks hinn athyglisverðasta. Kvartmíluklúbburinn hefur gengizt fyrir þremur bílasýningum á undan þessari. Að sögn Jóhanns Kristjáns- sonar eru sýningarnar ásamt keppnum aðaltekjulindir klúbbsins. „Við vonumst til þess að sýningin eigi eftir að losa okkur við mestallan skuldabaggann,” sagði Jóhann. „Við skuldum núna fjórtán milljónir króna í kvartmílubrautinni sem lögð var síðast- liðið haust. Þá upphæð þurfum við að hafagreitt alla næsta sumar.” Vígja átti kvartmílubrautina síðast- liðið haust. Það fórst hins vegar fyrir, því að á vígsludaginn féll fyrsti snjór vetrarins. — Kvartmílubrautir þurfa að vera skraufaþurrar til að hægt sé að keppaáþeim. -ÁT- Stærsta leikfanga verzlun landsins LAUGAVEG118 GLÆSI LEGT ÚRVAL LEIK FANGA FYRIR ALLA ALDURS FLOKKA FLUGELDAR BOLTAR SIPPUBÖND | • FÖTUR OG SKÚFLUR • OG MARGT MARGT FLEIRA Mikið úrva/af ieikföngum tii sumargjafa LAUGAVEG118 ^ivprpoot' SÍMAR: 11135 OG14201

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.