Dagblaðið - 17.04.1979, Page 14

Dagblaðið - 17.04.1979, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 17. APRÍL 1979. Frönsk kvikmyndavika Frakkar hafa ávallt lagt ríka áherslu á að kynna kvikmyntlir sínar utan heimalands síns. Hér á íslandi hefur franska sendiráðið haft veg og vanda af kynningunni og má nefna í þvi sambandi frönsku myndavik- urnar 1975 og 1977 i Háskólabíói. Auk þess hefur sendiráðið staðið fyrir kvikmyndasýningum í franska bókasafninu þótt aðstæður þar séu ekki eins og best væri á kosið. Franskar myndir eiga hér töluverðan hóp áhorfenda sem kunna að meta þann sérkennilega stil sem einkennir flesiar franskar myndir. Það er því ánægjuefni að franska sendiráðið skuli enn einu sinni setja upp franska kvikmyndaviku og gefa áhorfendum kost á að sjá eitthvað nýtt. Þvi er ekki að neita að dagskráin er ekki eins spennandi og oftast áður. Það virðist vanta myndir eftir þekkt- ari lcikstjóra Frakka auk þess sem flestar myndanna kynna ekki þær hræringar sem eru í franskri kvik- myndagerð i dag sem ætti þó að vera hlutverk kvikmyndavikunnar. Samt sem áður er ánægjulegt að fá tæki- færi til að sjá franskar kvikmyndir sem því miður eru alltof sjaldséðar í kvikmyndahúsum borgarinnar þótt ein ogcin slæðist til landsins. Fjóla og Franz Að þessu sinni var Regnboginn val- inn sem sýningarstaður enda heppi- legur að mörgu leyti. Ætlunin er að sýna myndirnar í öllum fjórum söl- unum sem gerir það að verkum að hver mynd verður sýnd nokkrum sinnum. En litum nánar á hvað er til boða. Tvær myndanna eru síðan 1977 en þær eru Fjóla og Franz (Violette et Francois) og Krabbinn (Le crabe-tambour). Sú fyrrnefnda fjallar um áður nefnd.skötuhjú sem búa saman í París ásamt barni sínu. Franz virðist eiga erfitt með að aðlag- ast þjóðfélaginu og á i vandræðum með að tolla í vinnu. Hægt og rólega sígur á ógæfuhliðina og hjónakornin fara að stunda búðahnupl. Þetta tekur þó endi þegar Franz er hand- tekinn en upp úr því skilja þau og halda í sitt hvora áttina þótt þau haldi sambandi sín á milli bréflega. Leikstjórinn Jacques Rouffio gerði sína fyrstu mynd 1966, La Horison, þótt hún væri ekki frumsýnd fyrr en nokkrum árum síðar. Hann hefur ný- lega sent frá sér myndina Le Sucre sem hefur þótt lofa góðu. Enda þótt Fjóla og Franz hafi hlotið misjafna dóma þá hefur Andréas Winding hlotið mikið lof fyrir kvikmyndatöku sína, en hann lést í París nýlega. Krabbinn Krabbinn gerist aftur á móti um borð í fylgdarskipi fiskveiðiflota fyrir utan strönd Nýfundnalands. Um- ræðuefnið meðal áhafnarinnar er „krabbinn” sem flestir þekkja en hann tók m.a. þátt í uppreisninni í Alsír. Inn í þetta blandast svo önnur atriði eins og sjúkdómur skipstjórans og margt fleira. Þess má geta að við- komandi skáldsaga hlaut verðlaun frönsku kvikmyndaakademíunnar 1976. Leikstjórinn er Pierre Schoen- doerffer. Þekktastur leikstjóranna er líklega Pierre Granier-P ferre enda hafa a.m.k. þrjár mynda hans verið sýndar áður á frönskum myndavik- um. Hér er hann að vísu með 10 ára gamla mynd sem ber heitið Eiturlyf (La Horse). Áhorfendur kynnast þar hörkutólinu Auguste sem dag nokk- urn finnur eiturlyf á landareign sinni. Hann kemst að raun um að dóttur- sonur hans er flæktur í málið og ákveður að taka málið í sínar hendur með örlagaríkum afleiðingum. í hlut- verki Auguste er einn þekktasti kvik- myndaleikari Frakka fyrr og síðar sem er Jean Gabin, en hann lést fyrir nokkrum árum. 3 milljarðar án lyftu Af öðrum myndum má nefna 3 milljarðar án lyftu (3 milliards sans ascenseur) sem gerð var 1972 af Roger Pigaut. Myndin fjallar um fimmmenninga sem alist hafa upp í útjaðri Parísar. Dag einn, þegar þeir eru staddir á gimsteinasýningu þar sem 10 fegurstu gimsteinar Frakk- lands er.u til sýnis, ákveða þeir að leggja til atlögu og reyna að ná þeim í sína vörslu. Segðu að þú elskir mig (Dis Moi Que Tu M’aimes) er gerð 1974 og leikstýrð af Michel Boisrond. Hún fjallar um hjón sem slíta samvistum. Fylgst er með hvernig sitt hvort kynið bregst við þessu aukna frjálsræði. Meðal leikara má nefna Mireilla Darc og Daniel Ceccaldi. Karlinn í kassanum Pierre Lary er leikstjóri myndar- innar Karlinn í kassanum (Le diable dans la boite) sem hann gerði 1976. Myndin fjallar um Alain Brissot sem skyndilega er rekinn úr starfi eftir langa þjónustu því fyrirtækið væri aö breyta rekstrarfyrirkomulagi. Brissot er ekki á þeim buxunum að láta reka sig og situr sem fastast í skrifstofu sinni. Þetta hefur ýmsar óvæntar breytingar í för með sér á rekstrinum eins og áhorfendur munu eflaust sjá. Þetta er fyrsta mynd leikstjórans Pierre Lary í fullri lengd en hann hefur starfað nokkuð fyrir sjónvarp. Að vísu er hann ekki ókunnur kvik- myndabransanum því hann er að- stoðarmaður meistarans Luis Bunuel í sumum mynda hans eins og t.d. Cet obscur objet ’du désir. Með kjafti og klóm Sjöunda myndin_ í dagskránni stingur dálítið í stúf við hinar en það er myndin Með kjafti og klóm (La griffe et la dent). Hér er um að ræða frásögn án orða um veiðidýr nætur- innar. Leikstjórarnir Francois Bel og mnui ur mynumm „sc^uu uu jju usiui img. ... ' ' " < Leikfangasýning í Árbæjarsaf ni Mikið úrval leikfanga verður á sýningunni 1 Arbæ 1 sumar. DB-mynd Bjamleifur. Árbæjarsafn hefur í hyggju að efna til leikfangasýningar í sumar i tilefni barnaársins. Sýningin verður hluti af þeim aðgerðum sem Barna- ársnefnd Reykjavíkurborgar mun standa að. Það er ætlunin að leita til almenn- ings og biðja þá sem eiga gömul leik- föng að lána þau á sýninguna. Þetta yrði um leið ágætt tækifæri til að kanna hvað til hefur verið af leik- föngum og hvort einhverju hefur verið haldið til haga. Árbæjarsafn biður fólk sem á gömul leikföng eða ljósmyndir sem það vildi lána á sýninguna að hafa samband við safnið í síma 84412 alla virka daga. Stefnt er að því að opna sýninguna um leið og safnið hefur sumarstarfsemi sína þann 1. júní. -GAJ Frábær fegpngargjöf Þann 17.-23. aprflverða sýndarT franskar myndir íRegnboganum ávegum franska sendiráðsins --------------- Konson handblásarinn verdfm kr.16.020.- RQNSON Gérard Vienne hafa báðir fengist mikið við dýralífsmyndir, en þeir hófu samstarf 1955. Þeir gera hér grein fyrir heimi dýranna að nætur- lagi og þeirri blóðugu baráttu sem þar ræður ríkjum. Hér er lokið þessari stuttu kynn- ingu á frönsku myndavikunni. Von- andi hafa lesendur getað dregið ein- hverjar ályktanir af. Þess skal einnig getið að myndirnar verða sýndar með enskum texta en um sýningartíma er vísað til auglýsinga. Einnig munu koma til landsins tæknimyndir í til- efni vörusýningarinnar sem fjalla um ýmis málefni svo sem sólarhitun, kjarnorku og fieira. Baldur Hjaltason Kvik myndir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.