Dagblaðið - 09.05.1979, Page 2

Dagblaðið - 09.05.1979, Page 2
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1979. Hef ur verið, ^sl lal ■ k- * ■ ■■ r m. • bááÍÉ-, fc'-..... du d Munm : ingarstjóra Flugleiða í mestu vinsemd langar mig til þess að beina til yðar, herra Már Gunnars- son, þessari spurningu: Hverjar eru þær kröfur sem Flug- leiðir gera nú á þessu ári til stúlkna þeirra sem sækja um flugfreyjustarf hjá félaginu? Ástæða þessarar spurningar er sú að tuttugu og eins árs gömul vinkona min sótti um flugfreyjustarf þegar síðast var auglýst eftir stúlkum í starfið. Henni var hafnað án skýr- inga. Stúlkan hefur stúdentspróf og sendi hún með umsókn sinni prýðileg meðmæli kennara sinna í ensku, dönsku og þýzku. Auk þess var sér- staklega tekið fram í öllum meðmæl- unum hve umrædd'stúlka væri hátt- vís og hefði góða framkomu. Um tíma dvaldi hún erlendis og jók með því við tungumálakunnáttu sína. Vinkona mín er fallega vaxin og fríð en slíkt mun þykja kostur í starfi þessu þótt ég álíti að góð og hlý fram-. koma við farþega, ásamt málakunn- áttu og dugnaði, séu þeir kostir sem meiraberaðmeta. Ég hefi álitið að strangar kröfur væru gerðar til menntunar umsækj- enda, sérstaklega hvað snertir mála- kunnáttu. En nú var mér nýlega tjáð að hjá sumum dugi skyldunámið eitt til þess að hlotnast umrætt starf. Er verið að „slaka á klónni” hjá ráðn- ingardeild Flugleiða í sambandi við hæfni umsækjenda? Bjamveig Bjarnadóttir. Flugfreyjustarfið hefur alltaf verið mjög eftirsótt. AÐGERA SÍMAAT — er ekkert gamanmál Reiður lesandi hringdi: Ég er fyrir löngu orðinn dauð- þreyttur á þessum krakkaormum sem eru að gera símaat allan guðslangan daginn. Ég hef illilega orðið fyrir barðinu á þeim og finnst mér ekkert gamanmál þegar t.d. leigubíll kemur til mín með fulla poka af vörum sem pantaðar hafa verið í mínu nafni. Eitt sinn kom sendiferðabíll hingað með reiðhjól og ekki nóg með það, í eitt skipti kom hingað til mín meindýra- eyðir og sagðist hafa verið beðinn að koma til þess að útrýma rottum. Svona lagað er svívirðileg framkoma og ættu krakkar eða hver sem að þessu stendur að leggja þetta niður hið bráðasta. AA-SAMTÖKIN OG ALMENN BINDINDISHREYFING /S RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTI — á þeim er mikill munur Halldór Kristjánsson ritari Stórstúku íslands IOGT skrifar: Heimagangur einn i Dagblaðinu, sem nefnist Siggi flug, skrifar um áfengismál 2. maí. Við það þarf að gera leiðréttingu og athugasemd. Hann fullyrðir að góðtemplara- reglan fái álitlegan hluta af gróða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Ég hef heyrt þetta fyrri. Engin bein tengsl Nýlega var ég spurður hve margar krónur við templarar fengjum af hverri seldri flösku. Þarna eru ekki nein bein tengsl á milli. Stórstúkan fær 4,5 millj. króna úr ríkissjóði þetta árið. Ef menn vilja endilega tengja það tekjum af áfengissölu og áætla að áfengi verði selt fyrir 15 milljarða yfir árið svarar þetta til 30 aura af þúsund kr. sölu. En auðvit- að væri alveg eins hægt að tengja önnur framlög rikisins þessari sölu því að engin tengsl eru þarna á milli. Hins vegar er lögbundið að ákveðið brot af því sem inn kemur fyrir tóbakssölu skuli ganga til að segja þjóðinni satt um þær hættur sem tóbaksnautn fylgja. AGOLF með bílasöluna eftir vorsýningartímabilið. Komdu með bílinn þinn hreinan og strokinn sem allra fyrst. Hann selst hjá okkur. Sýningarhölfínni viö Ártúnshöföa. Símar 81199 og 81410 Bindindishreyfingin fái ekkert Siggi flug vill að allt það fé sem ríkið leggur til áfengisvarna gangi til AA-manna en bindindishreyfingin fái ekki neitt. Þetta ber að meta sam- kvæmt eðli málsins og þá sieppum við þvi að AA-menn vilja ekki ríkis- styrk, enda þótt þeir þiggi ýmsa fyrir- greiðslu, svo sem húsaskjól fyrir starfsemi sina. Hver munur er á þessum samtökum? Samtök AA-manna eru bundin við ofdrykkjufólk eingöngu. Þau eru ætluð áfengissjúklingum einum, alkóhólistum eingöngu. Þar er unnið ómetanlegt starf en það er eingöngu og algjörlega innan þessara marka. AA-menn eru ýmsir óþreytandi að hjálpa þjáningarbræðrum sinum. En samtök þeirra skipta sér ekki af öðrum. Þau hafa til dæmis enga skoðun á áfengislöggjöf. Einstakir AA-menn hafa að sjálfsögðu sínar skoðanir en samtökin eru hlutlaus um þjóðfélagsmál. AA-menn eru frjálsir að því að veita vín. Gagnvart drykkjusiðum annarra eru þeir hlut- lausir. Án þess að gera á nokkurn hátt lítið úr björgunarstarfi og fórnfýsi AA-manna vil ég spyrja hvort þeirra starf sé fullnægjandi áfengisvarnir? Er ekki ástæða til að vera víðar á verði? Allir alkóhólistar? Ég geri ráð fyrir að Siggi flug hafi eins og aðrir frétt af manntjóni vegna drykkjuskapar í vetur. Þar eru mörg hörmuleg tíðindi. Ég fer varlega í að rekja þær sögur. Það þykir ekki nær- gætni gagnvart nákomnum að tala um slíkar hörmungar. Þó er okkur skylt að hugsa um þetta. Og nú spyr ég: Heldur Siggi fiug að allir sem þar koma við sögu hafi verið alkóhólist- ar? Er t.d. víst að bílstjórinn, sem veldur slysi á sér og öðrum, hafi verið alkóhólisti? Var hann ekki bara að skemmta sér og ætlaði að mæta til vinnu næsta virkan dag? Svo má spyrja um fleiri óhappamenn. Markmið bindindis- hreyfingarinnar Bindindishreyfingin varar við þess- ari braut. Hún vill vekja fólk á unga aldri til hugsunar og skilnings á vímu- efnum. Hún vill beina huga manns strax í bernsku að betri viðfangsefn- um. Hún vill fækka tilefnum og tækifærum sem gera fólk alkóhól- ista. Hún vill byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann. Hana dreymir um heilbrigt líf. Nú ætla ég ekkert að fullyrða um hvað gera skuli. Það er rétt að hver og einn meti. En áður en menn mynda sér skoðun er rétt að þeir viti Raddir lesenda hver munur er á samtökum AA- manna og bindindishreyfingu. Því eru þessi orð skrifuð. Brugg er orðlð nokkurs konar heimilisiðnaður á mörgum stöðum. DB-mynd Hörður.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.