Dagblaðið - 09.05.1979, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 9. MAt 1979.
BIADID
Útgafandl: Dagbtaðifl hf.
^ramkvaBmdastjóri Svoinn R. Eyjóifssofl. Rhstjóri: Jónas Kristjánsson.
t’ itstjómarfulitrúi: Haukur Heigason. Skrífstofustjóri rítstjóman Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar
Valdbnarsson.
próttk Hallur Simonarson. Menning: AAaisteinn Ingótfsson. Aflstoflarfréttastjórí: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pélsson.
SlaAamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefénsdótt-
u, Glssur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson.
Hönnun: Gufljón H. Pélsson.
Ijósmyndir Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjélmsson, Ragnar Th. Sigurfls-
son, Svekm Þormóflsson.
Skrífstofustjórí: Óiafur Eyjótfsson. Gjaldkorí: Préinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
orstjóri: Mér E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiflsla, éskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
AAalsimi blaflsins er 27022 (10 Hnur). Áskríft 3000 kr. é ménuflí innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakifl.
ietning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. SKJumúla 12. Prentun:
Arvakur hf. Skeifunni 10.
Pétur lagði kappana
Ríkisstjórnin og ráðamenn Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja biðu mikinn
hnekki í atkvæðagreiðslunni um nýja
kjarasamninginn. Félagsmenn höfnuðu
með yfirgnæfandi meirihluta að kaupa
aukinn samningsrétt á 3% hækkun
grunnlauna.
Úrslitin eru skemmtilegt dæmi um aukið lýðræði í
þjóðfélaginu. Menn risu gegn ráðamönnum stéttar-
samtaka sinna og neituðu að taka gilda föðurlega um-
hyggju þeirra. Samt eiga allir stjórnmálaflokkarnir
nokkurn hlut að stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja.
Segja má, að þetta séu úrslit Péturs Péturssonar út-
varpsþular. Hann stofnaði til andófsins gegn samning-
unum og keyrði það áfram sem hvirfílvindur, unz hann
og hans menn sátu eftir sem fullkomnir sigurvegarar.
Það er merkilegt, að slíkt einstaklingsframtak skuli
vera mögulegt. Það er merkilegt, að óbreyttur liðs-
maður skuli geta risið upp gegn sameinaðri forustu og
hrifíð aðra með sér, ekki bara einfaldan meirihluta,
heldur yfirgnæfandi meirihluta.
Auðvitað hafa ráðamenn Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja verið úti að aka. Þeir kenna um ýmsum
breytingum í þjóðfélaginu á tíma samningaviðræðn-
anna. En auðvitað er það léleg frammistaða þeirra að
átta sig ekki á slíkum breytingum, ef einhverjar eru.
Nokkuð er til í því, að órói hafí magnazt á vinnu-
markaðinum í kjölfar samninga flugmanna. Þeir
hleyptu illu blóði í marga og gera samninga farmanna
örugglega erfiðari en ella hefði verið. Opinberir starfs-
menn hafa án efa óttazt að sitja eftir.
Einnig er nokkuð til í því, að miklar kröfur opin-
berra fyrirtækja um hækkun á verði þjónustu sinnar
hafí dregið úr áhuga starfsmanna þessara fyrirtækja á
að fórna 3970 grunnkaupshækkun. Auðvitað vilja
menn fá örlítinn hluta af herfangi hins gráðuga ríkis-
valds.
Allt þetta gátu ráðamenn bandalagsins og ráðherrar
ríkisstjórnarinnar séð, áður en gengið var til samninga.
Enda felst ósigur þeirra fyrst og fremst í að skilja ekki
umhverfi sitt eða breytingar á því.
Eftir útreið atkvæðagreiðslunnar mun það kosta
ríkissjóð 1,7—1,8 milljarða króna að greiða ríkisstarfs-
mönnum 3% hækkun grunnkaups frá 1. apríl til næstu
áramóta. Fjárlögin gera ekki ráð fyrir þessari blóð-
töku.
Ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar, að úrslitin þýði í
raun, að 3°7o hækkunin fari á alla línuna. Slík þróun
jafngildir því, að verðbólgan hækki um 2% umfram
það, sem ella hefði verið. En þar með erum við ekki
búnir að bíta úr nálinni.
Eftir flugmannasamninga og atkvæðagreiðslu opin-
berra starfsmanna kann ríkisstjórnin að verða fyrir
þriðja áfallinu í farmannadeilunni.Viðhvert áfall eykst
ókyuóin á vinnumarkaðinum. Við hvert áfall rýrna
tök ríkisstjórnarinnar á verðbólgunni.
í blaðaviðtali í gær sagði Árni Gunnarsson alþingis-
maður: ,,Ég er hræddur um, að við séum að missa tök
á launamálastefnunni. Ef stefnir í 60% verðbólgu, sé
ég ekki, að það sé verjandi að halda áfram stjórnar-
samstarfinu.”
Hið eina, sem stjórnin getur huggað sig við, er að
óviljandi hefur henni ekki tekizt að troða auknum
samningsrétti upp á opinbera starfsmenn. En líklega er
það skammgóður vermir.
tm.
Frakkland:
Sjónvarpið enn
undirhamri
ríkisstjómar
— Giscard dEstaing forseti fylgir þar f fótspor de Gaulle
sem notfærði sér áhrif sjónvarpsins óspart
Nú eru 38 ár liðin siðan Leon
Trotsky var myrtur í Mexíkó. Stjórn-
völd í Moskvu virðast hafa gleymt
því. En stjómvöld í París eru enn að
hafa áhyggjur af morðinu og hið
ríkisrekna sjónvarp hefur tvisvar
sinnum hafnaðaðsýna kvikmynd um
ævi Trotskys.
Franska stjórnin neitar að vísu að
eiga hér hlut að máli. En það er al-
mannarómur í París að bannið við að
sýna þessa mynd tákni endurlífgun á
stjórnareftirliti með því hvað sýnt sé í
franska sjónvarpinu. Tregða gegn því
að sýna mynd um sovézka njósnara
þykir af áþekkum toga spunnin.
Ástæðan virðist hin sama í báðum til-
vikum — Valery Giscard d’Estaing
vildi ekki styggja Rússa á nokkurn
hátt áður en hann heimsótti Leonid
Brezhnev í Moskvu í lok april sl.
Franska sjónvarpið vildi heldur
ekki sýna víðfræga mynd um viðhorf
frönsku þjóðarinnar til Alsír-styrj-
aldarinnar 1954 til 1962.
Þar með hafa brostið vonir hinna
mörgu sem bjuggust við að Giscard
mundi losa franska sjónvarpið úr
hlekkjum þeim sem de Gaulle lagði á
frjálsa skoðanatjáningu þessa áhrifa-
mikla fjölmiðils.
Hömlurnar hófust þegar franska
ríkið tók að sér rekstur á útvarpi í
striðslok. Einkareksturinn fékk þó
nokkurt mótvægi, sérstaklega á tím-
um Alsír-styrjaldarinnar, þegar
reknar voru útvarpsstöðvar rétt utan
við landamærin frönsku, eins og til
dæmis sú sem nefndist Evrópa númer
eitt, og voru þær að nokkru leyti í
einkaeign.
Enn hefur ekki fengizt leyfi til að sýna
í Frakkiandi heimildarmynd um ævi
Leon Trotskys sem stjómaði Rauða
hernum i Sovétríkjunum en féll siðan i
ónáð.
De Gaulle hikaði ekki við að notfæra sér sjónvarpið til framdráttar enda bar hann ekki tiltakanlega mikla virðingu fyrir lýð-
ræðinu eða frjálsum fjölmiðlum.