Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG--MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. - 114. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Garðar Sigurgeirsson Islands- meistari í hárskurði og Sigurður Grétar BenAnýsson íslandsmeist- ari i hárgreiðslu. Sjá ennfremur um hárgreiðslukeppnina á bls. 7 og baksíðu. __ Hjólreiðamenn fjölmenna íhóp ferðáreiðhjólum - sjá bls. 13 Fjórir ráðherrar: LETU RIKIÐ GERA UPPGOMLU BILANA fyrir hundruð þúsunda—Ólaf ur Ragnar ber sakir á ráðherra á þingi f dag Ólafur Ragnar Grímsson (AB) mun kveðja sér hljóðs utan dagskrár í efri deild í dag og leiða rök að því að fjórir ráðherrar hafi látið gera bíla sína upp á kostnað ríkisins fyrir mörg hundruð þúsund krónur, áður en þeir seldu þa. Ólafur telur að þetta hafi þeir gert Steingrímur Hermannsson, Tómas Árnason, Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson. „Ég mun gera kröfu til að ríkis- endurskoðunin fari ofan í frumreikn- ingana,” sagði Ólafur Ragnar í morgun. ,,Ef rétt reynist, er hér um hrikalega misbeitingu að ræða.” Samkvæmt þessu voru hinir gömlu bíiar, sem þeir fjórir komu með, er þeir urðu ráðherrar, seldir nýupp- gerðir, en ríkið útvegaði siðan nýja bíla handa þeim, Þannig telur Ólafur Ragnar að. Tómas Árnason hafi fengið 3 milljóna lán með 19% vöxt- um, til 10 ára, úr ríkissjóði. Ólafur Ragnar mun einnig krefja Tómas svara um það atriði i dag. Tómas hefur áður færzt undan að svara. „Ef Tómas Árnason neitar enn að svara, stendur þingið frammi fyrir þeirri neitun og verður að ákveða hvaða afstöðu það tekur til slíks ráðherra,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -HH. -----------------—:---:--- Annar eins fjöldi og var á gamla góða Melavellinum 1 gær, hefur ekki sézt siðan Clausenbræður, Huseby og fleiri gerðu garðinn frægan hér í „den tið”. Og nú var það íslenzki hesturinn sem yljaði mönnum um hjartaræturnar. Hestar verða stöðugt vinsælli hér- lendis og var ungt fólk i meirihluta meðal þúsunda áhorfenda á Melavellinum í gær. Þá gerðist það, að Knattspyrnuráð Reykjavíkur bar fram kæru á hendur Baldri Jónssyni, vallarstjóra Melavallar, fyrir að leyfa hestasýninguna. íþrótta- bandalag Reykjavikur hefur fengið kæruna til með- ferðar. Félögum í Knattspyrnuráði þótti sem Meiavellinum hefði verið spillt með því að hestarnir gerðu þarfir Sjá einnig bls. 6. Hallur Símonarson skrifar —sja íþróttir íopnu hallur Sl'MONARSON Ætla að bæta heimsmetið í mara- þonknattspymu — ungir Eyjapeyjar höfðu leikið í 47 tíma kl. 8 í morgun — s já íþróttir í opnu Þettaersvindlmál Lokunarmáliðsaltað sjá bls. 6 Tólfsíðna blaðauki fylgir Dagblaðinu ídagfrá Gunnari Ásgeirs- syni hf. Málþóftefur framhaldsskóla- frumvarpið — sjá bls. 6 FIB: Mótmæla- pípið íkvöld sinar á vúiiinn og er kæran af þeim rótum runnin. Baldur vildi sem fæst um kæruna segja í morgun, en óttaðist hana ekki. „Þetta eru svo gamaldags jóla- sveinar,” sagði hann. - JH / DS — DB-mynd Ragnar Th. — og bílarnir eftir heima á morgun í kvöld kl. 19.30—19.32 munu bif- reiðaeigendur um allt land láta bílfiaut- ur sínar hljóma í mótmælaskyni við hinn háa skatt ríkisins á bensíni og hve lítill hluti þessa skatts fer til vegagerð- ar. Einhver áhöid munu vera um, hvort líta beri á þetta flaut bíleigenda sem mótmæli eða fagnaðarpíp en þannig vill samgönguráðherra skilja fiautið. Á morgun hyggjast svo bifreiðaeigendur láta bifreiðar sínar standa óhreyfðar. Það er FÍB sem stendur fyrir þessum aðgerðum. Þeir sem hyggjast taka þátt i þessum aðgerðum ættu að annast allar nauðsynlegar útréttingar sínar í dag þar sem hætt er við, að þröngt verði á þingi í strætisvögnum á morgun. -GAJ- 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.