Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ1979. 15 í nábýli við góða hönnun Það verður sífellt líflegra umhorfs í kringum blöðin hérna í Síðumúlanum og fjölbreytt verslunar- og þjónustu- starfsemi er nú rekin niður alla götuna. Nýjasta viðbótin er verzlunin Epal að Síðumúla 20 sem selur sérhannaða vöru fyrir heimilið. Það fyrirtæki rekur ungur húsgagnaarkitekt, Eyjólfur Páls- son. DB hitti hann að máli um daginn og skoðaði það sem hann hefur á boð- stolum í glæsilegu sýningarhúsnæði sinu. Eyjólfur kvað Epal vera tveggja ára fyrirtæki og hefði hann flutt úr litlu plássi við Laugalæk til þess að geta veitt betri þjónsutu og boðið upp á meiri fjölbreytni. í Siðumúlanum selur hann húsgögn, áklæði, gluggatjöld, kókosteppi, lampa, eldhúsinnréttingar o.fl. Flestar eru vörurnar danskar að uppruna og sagðist Eyjólfur gæta þess sérstaklega að velja vandaða vöru þaðan en sjálfur var hann i námi í Dan- mörku. Gagnvönduð og látlaus Varan yrði að vera gagnvönduð og látlaus og geta staðizt allar kröfur um gæði, styrkleika o.s.frv. Sagðist hann einnig leggja á það áherzlu að allt starfsfólk Epals vissi nákvæmlega hvað það væri að selja og gæti gefíð við- skiptavinum allar upplýsingar þar að lútandi. Allt of mikið væri um það að afgreiðslufólk verzlana hefði enga hug- mynd um eðli þeirrar vöru sem það seldi. Vildi Eyjólfur einnig benda á fall- ega stóla fyrir aldraða og sjúka sem hægt væri að breyta eftir þörfum, áklæði frá dönsku fyrirtæki, sem er helzti viðskiptavinur Gefjunar þar í landi og hefur hlotið margar viður- kenningar fyrir framleiðslu sina, og svo kókosteppin sem hann taldi vera beztu vöru af því tagi á landinu. Væru þau framleidd af aldargömlu svissnesku fjölskyldufyrirtæki. Hvetja íslenzka hönnuði til dáða Sjálfur kvaðst Eyjólfur hafa leiðzt út i þessa verzlunarstarfsemi eftir að hann kom frá námi og hafði reynt að koma sinni eigin hönnun á framfæri. Höfðu Eyjólfur Pálsson húsgagnaarkilekl í verzlun sinni. húsgagnaframleiðendur tekið henni fá- lega og hefði hann því ákveðið að flytja inn húsgögn með meiru. Sagði hann að lokum að tilgangur hans væri ekki aðeins sá að selja góða vöru, heldur einnig að hvetja íslenzka hönnuði til dáða og ætlaði hann að hafa verk eftir ,þá á boðstólum um leið og farið væri að framleiða þau í einhverjum mæli. A.l. SNARFARI félag sportbátaeigenda Aðalfundur félagsins verður haldinn i húsi SVFÍ, Grandagarði, þriðjudaginn 29. maí kl. 21.00 Fundarefni: 1. Skýrsla formanns. 2. Stjórnarkjör. 3. Innritun nýrra félaga. 4. Sjórall ’79 rætt. 5. Kvikmyndasýning af keppni hraðbáta o.fl. 6. Önnur mál. Tekið á móti ógreiddum félagsgjöldum. Látið fundarboðið berast og takið með ykkur gesti. Allir sportbátaunnendur velkomnir. — Fjöl- Stjðmin. Allar akreytingar unnar af tag- , mönrHjm.__________ Ncag bilastaaM a.ai.k. á kvöldia díIÓMFAMXIlR HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Brígitte Bardot semur bék um seli —barnabók, sem vakið hef ur mikla athygli Franska leikkonan Brigitte Bardot er annar höfundur óvenjulega blóð- ugrar og grimmilegrar barnabókar, sem nýlega kom út og fjallar um rán- yrkju á kópum. Að dómi gagnrýnenda hefur blóðið aldrei dropið svo mjög af siðum einnar bókar fyrir börn, eins og gert er í nákvæmum lýsingum á drápi selveiðimannanna á kópunum. Leikkonan þekkta hefur fyrir löngu lýst því yfir, að hún elski dýr meira en manninn og hefur í áraraðir lagt nafn sitt og fé í baráttuna gegn seladrápinu. Nafn hennar er því komið á prent einu sinni enn í barnabókinni Noo- noah litli hvíti selurinn, sem hún hefur samið með Daniel Dollfus. IKópurinn Noonoah hjá mömmu sinni á meðan allt leikur i lyndi. . . . . . en dag einn koma selveiðimenn- irnir. Þeir rota kópana og flá þá lif- andi til þess að ná af þeim skinninu Brigitte Bardot á baksíöu bókarinn- ar: „Gleymið aldrei örlögum kóp- anna. . .” Atburðirnir gerast í norðurhéruðum Kanada og greinir frá kópnum Noonoah, sem lifir áhyggjulausu lifi með pabba sínum og mömmu og hinum selunum . . . En dag einn koma selveiðimennirn- ir. klæddir síðum skinnkápum og með langar þungar kylfur. Selirnir flýja örvita af hræðslu, en þeir minnstu verða eftir, þar eð þeir kunna ekki að synda. Veiðimennirnir ná þeim. í blóðugu fjöldadrápi, eru kóparnir drepnir fyrir framan augun á foreldrum sinum: „Rekísinn var rauður af blóði. Skinnið var selt og margar finar frúr gátu fengið fina pelsa,” segir i bókinni. Hvað kemur fyrir Noonoah sjálfan verður ekki sagt héi, en frásögnin er trúverðug og þaðrýrirekki álit manna á BB að hún skuli standa að samn- ingu bókarinnar. þ-hp. ■■■ CITROÉN^i^™ Reynsluakstur Parísarferð Þú reynsluekur Citroen og tekur um leið þátt í ferðahappdrætti. CITROÉN G SPECIAL CITROÉN VISA Special og Club eyða 5,7 I. pr. 100 km. á 90 km. hraða. Special eyðir 6,4 I. pr. 100 km. á 90 km. hraða Glóbus hf. efnir nú tií kynningar á tveimur trompum frá Citroen bilaverksmiðjunum, hinum viður- kennda CITROEN G SPECIAL og nýjasta meðlim Citroen fjölskyldunnar, CITROEN VISA. Kynningunni verður þannig háttað að dagana 21. maí til 14. júní n. k. verður gefinn kostur á sér- stökum reynsluakstri. Pú hringir t síma 81555 á skrifstofutíma og pantar þér reynsluakstur, jafnt um helgar sem virka daga. Þegar þú mætir og prófar vagnana, fyllir þú út „Happaseðil”. Úr þeim verður síðan dregið að kynningu lokinni og hlýtur vinningshafi ókeypis vikuferð til Partsar í boði Citroenverksmiðjanna. Mundu, að það er alltaf þess virði að reynsluaka Citroen. Þeir eru rómaðir fyrir aksturseiginleika, útlit og sfðast en ekki síst sparneytni. Það sann- aðist best í Sparaksturskeppninni 13. maí s. I., en þar komst Citroen bill lengst allra í bensínflokkn- um. GERIÐ SVO VEL, - hringið í síma 81555, fáið reynsluakstur og takið um leið þátt í ferðabapp- drætti. G/obus/ LÁGMÚLI 5. SÍMI81555

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.