Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 36
ístjóminni um þingslití vikunnh „MNGIÐ ÞYRFTl ÞA ADSmAÍSUMAR” —segir Steingrímur „Þingið þyrfti þá líklega að sitja i sumar, ef það ætti að biða eftir alger- um sáttum og samlyndi á vinnumark- aðnumV’ sagði Steingrimur Her- mannsson dómsmálaráðherra í við- tali við DB i morgun. „Ef eitthvaðgerist í farmannadeil- unni, yrði það ef tii vill ekki fyrr en um aðra helgi,” sagði Steingrímur, og hann bætti við: „Svo eru fleiri ágreiningsmál á vinnumarkaðnum ýmist boðuð eöa án boðunar í upp- siglingu eftir því sem heyrist, svo að þingið þyrfti þá helzt að sitja í sumar.” Steingrimur minnti á þá yfirlýstu skoðun framsóknarmanna, að þinglausnir væru eðlilegar nú á næstu dögum. Sú skoðun kom fram á flokks- stjórnarfundi Alþýðuflokksins í gær, að ráðberrar flokksins ættu að segja sig úr ríkisstjórninni, ef þingi verður slitið um miðja vikuna, eins og for- sætisráðherra hefur talið eðlilegt. Ráðherrar Alþýðuflokksins tjáðu sig ekki greinilega um þetta atriði, samkvæmt heimildum DB, og engin samþykkt var gerð um það á flokks- stjómarfundinum. Talsverðar líkur eru til þess að fram komi á Alþingi þingsályktunar- tillaga þess efnis, að þingi verði frestað um sinn, e.t.v. einhverjar vikur, eða þar til ráðið er til lykta þeim átökum sem nú eru á vinnu- markaðnum, í stað þess að slíta því. Sú skoðun hefur komið fram hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, að ekki sé rétt að senda þingið heim eins og staðan á vinnumarkaðnum er nú. Um þingsályktunartillögu um frestun þingsins i stað þingslita sem borin yrði fram af þingmönnum Aiþýðu- flokksins, kynni að verða mjótt á munum í atkvæðagreiðsíu. - BS Loðnustríð að hefjast — íslenzki flotinn byrjar veiðar í næsta mánuði ef Norðmenn ætla að beita flota á Jan Mayen svæðið þá Vaxandi horfur eru nú á að eitt æðis- gengið loðnuveiðikapphlaup milli Norðmanna og íslendinga kunni að hefjast á miðunum við Jan Mayen strax í næsta mánuði og verði þar veitt grimmt úr íslenzka loðnustofninum, en utan 200 mílna lögsögunnar. Fregnir hafa borizt frá Noregi þess efnis að verið sé að búa þar út öflugan flota til þessara veiða, en þær mundu skerða verulega eða klára þann 600 þús. tonna kvóta sem íslenzki flotinn má byrja að veiða í haust og fram á næsta vor. Hyggjast íslenzkir útgerðar- menn þvi ekki horfa sitjandi upp á þetta. „Þar sem þessar veiðar færu væntanlega fram utan 200 milna lög- sögunnar, getum við í rauninni ekki stöðvað þær,” sagði sjávarútvegsráð- herra i viðtali við DB í morgun er hann var spurður hvort haldið yrði aftur af íslenzku bátunum,” en við vonum i lengstu lög að unnt verði að leysa þetta mál með samningum.” - GS Hafnarfjörður: Leki og elduríbát fhöfninni — tveirölvaðir menn voru um borð Uppi varð fótur og fit við Hafnar- fjarðarhöfn kl. rúmlega 1 í nótt er Búr- fell KE 140, 149 lesta stálskip, tók að síga i sjó. Slökkviliðið kom á vettvang og hóf dælingu og forðaði þvi að bát- urinn sykki. Meðan verið var að dæla tók reykur að stíga út úr íbúð eins skip- verja. Var hann annar tveggja sem um borð var en vildi ekki opna fyrir slökkviliðsmönnum. Brutust þeir inn til hans og mun þar hafa byrjað að loga út frá vindlingi eða öðru sem hann handlék. Lekinn er talinn hafa stafað út frá loka sem opnaður var eða opnazt hafði. Ekki var byrjað að yfirheyra mennina í morgun, en þeir gistu fanga- geymslur í nótt vegna ölvunar. v ASt. Bfllinn illþekkjanlegur eftir velturnar Tveir menn liggja á sjúkrahúsi eftir ævintýralega ökuferð sem endaði með hrikalegum veltum skammt norðan við Kiðafell í Kjós. Slysið varð um kl. 8 á laugardagsmorguninn. Svo illa var bill- inn leikinn að ekki varð í fljótu bragði séð hverrar tegundar hann væri, en hann reyndist af Volvo-gerð. f brakinu fundust áfengisflöskur og tvær byssur meðal annars. Mennirnir eru ekki taldir í lífshættu, og er slíkt talin mildi, því billinn fór margar veltur og stöðvaðist langt frá vegi. - ASt. I Allsherjarverkbann 5. júnf 7 þrjátíu skip hafa stöðvazt AUsherjarverkbann, sem hæfist 5. júní, fyrsta virkan dag eftir hvita- sunnu, er efst á baugi í athugunum Vinnuveitendasambandsins á þvi, til hvaða samræmdra aðgerða það skuli næst gripa. Þetta verður aðalmálið á fundi sambandsins á miðvikudaginn. Vinnumálasamband samvinnu- manna vUI ekki vera með i slikum að- gerðum og hefur látið af nánu sam - starfi við Vinnuveitendasambandið. í gær voru haldnlr undirnefndar- fundir í farmannadeilunni. Páll Her- mannsson hjá FFSÍ sagði i samtali við Dagblaðið i morgun, aðákveðinn hluti viðsemjenda þeirra, þ.e. Vinnu- málasambandið, hefði áttað sig á þvi að samningar væru eina leiðin út úr þessari deilu. „Þeir geta ekki skýlt sér bak við eitt eða neitt ríkisvald,” sagði Páll. Vinnuveitendasambandið teldi hins vegar harkalegri aðgerðir vænlegri til árangurs. Hann bætti þvi við, að þó ekki hefði miðað mikið i samkomulagsátt i gær þá hefði þó aðeins verið „pen- ingalykt” á sáttafundinum í gær og væri það góðs viti. Hann sagðist binda vonir við störf sáttanefndar og taldi hana líklega til að halda málum gangandi. Verkfall farmanna er nú verulega farið aö segja til sín þar sem þrjálíu skip hafa stöðvazt af völdum bess. -GAJ-/HH. Sigurður Grétar með stúlkunum tveim sem tryggðu honum Islandsmeistaratitil. íslandsmeistarar íhárgreiðslu og hárskurði: Brósi meistari á nýjan leik DB-mynd Bjarnleifur. Hann gerir það ekki endasleppt hann Sigurður Grétar Benónýsson, sem al- menningur þekkir ef til vill betur undir gælunafninu Brósi. Annað skiptið í röð varð hann i gær íslandsmeistari i hár- greiðslu og fór heim með 5 verðlauna- bikara. Garðar Sigurgeirsson varð ís- landsmeistari í hárskurði og fékk hann önnur eins verðlaun. Þeir Garðar og Brósi voru valdir eftir harða hárgreiðsluraun sem stóð í Laug- ardalshöll frá því klukkan eitt í gærdag tU klukkan níu í gærkvöldi. Fjöldi fólks kom þar til þess að horfa á snUI- ingana með greiðurnar. Bjarnleifur ljósmyndari var einn af þeim og má sjá 'myndir hans á bls. 7. DS. frjálst, úháð daghJað MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. Sextán ára piltur f órst íbflslysi — framúraksturá gatnamótum var orsök slyssins Sextán ára gamall Keflvíkingur lézt af Völdum meiðsla er hann hlaut í um- ferðarslysi á sunnudagsmorgun um klukkan fimm. Var hinn látni farþegi i bíl ásamt jafnaldra sinum en 17 ára fé- lagi þeirra ók. Slysið varð á Reykjanes- braut á mótum vegarins upp á Kefla- víkurflugvöU. Báðir bUarnir voru á leið frá Reykjavík og voru félagarnir þrír í bíln- um sem á eftir ók. Á gatnamótunum sveigði sá er á undan var upp tU flug- vallarins en hinn ætlaði fram úr i sama mund. Skullu bílarnir saman og bíll þremennjpganna kastaðist út af vegi og valt. Farþegarnir báðir köstuðust út úr bílnum og hlutu báðir mikil sár. Annar lézt um kl. 10 í Borgarspítalanum en hinn er ekki talinn i lifshættu. öku- maðurinn liggur i sjúkrahúsi í Keflavik minna meiddur en illa haldinn. Þrennt var í hinni bifreiðinni og slapp það fólk ómeitt. ASt. Mjólkur„verkfallið”: Allar mjólkur- vörur í verzlanir í dag „Hér er unnið að dreifingu allra mjólkurvara til verzlana og verður svo í dag,” sagði Guðlaugur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamsölunn- ar, í viðtali við DB í morgun. Hann sagði að unnið væri eins og venjulegum mánudegi en aftur á móti mætti búast við því að lítið yrði um að vera á morgun. Heppilegra þætti að vinna af fullum krafti annan hvern dag og loka þá á milli heldur en að starfa með hálfum afköstum. Sáttanefndin, sem skipuð hefur verið í kjaradeilunum, hefur kallað deOu- aðila einu sinni á fund. Enginn fundur hafði verið boðaður í morgun. -ÓG. Brautrúðu á lögreglu- stöðinni ölvaður maður braut rúðu í Mið- borgarstöð lögreglunnar í Reykjavík, kl. 1.40 aðfaranótt sunnudags. Hinn ölvaði hafði verið tekinn á stöðina og var ekki alveg sáttur við meðferðina. Hann opnaði þvi glugga og skellti honum harkalega aftur með þeim af- leiðingum að glerið brotnaði. Aðgerðin stytti ekki dvölina með vörðum lag- anna. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.