Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. 7 LJÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Skipstjóra- og stýrimannatal íþremurbindum: „Bók um þá stétt sem verðmætust er” —og hef ur skapað ísland nútímans Út er komið Skipstjóra og stýri- mannatal í þremur bindum, samtals rúmlega 900 blaðsíður. Útgefandj er Ægisútgáfan, en Guðmundur Jakobsson tók saman. í inngangsorðum útgáfunnar segir hann meðal annars að lengi hafi verið uppi raddir um það meðal sjómanna að æskilegt væri að gefa út skip- stjóratal. „Flestar stéttir þjóðfélagsins eiga sér orðið slík „töl” eða æviskrár, auk þess sem eru „íslenskar ævi- skrár”, ,,Hver er maðurinn?”, „íslenskir samtíðarmenn og fleira af því tagi, að ógleymdum öllum ættar- skrám. Ekki er nema gott eitt um það að segja, en öll eiga þessi rit það sameiginlegt, að þar er að mestu gengið fram hjá sjómönnum, hafi þeir ekki jafnframt verið embættis- menn, bændur eða þá orðnir fram- kvæmdastjórar. Er nánast broslegt að sjá stóra doðranta, yfirhlaðna af upplýsingum um presta, skrifstofufólk, Ijósmæður og hjúkrunarkonur, þótt allt sé þetta bezta fólk, en láta ógetið svo til allra okkar dugandi skipstjórnarmanna, auk ailra óbreyttra liðsmanna þeirrar stéttar sem verðmætust er og hefur skapað ísland nútímanx”. -ÓV. Blóðf lokkur verði til- greindur á ökuskírteini Þing Slysavarnafélags íslands, sem lauk sl. sunnudag samþykkti m.a. áskorun til stjórnvalda um að blóð- flokkur handhafa ökuskírteina væri tilgreindur í nýjum ökuskírteinum og viðendurnýjun gamalla. Sérstök nefnd fjallaði á þinginu um umferðarmálin og kom áður- greind áskorun frá henni. Jafnframt voru deildir SVFÍ hvattar til að beita sér fyrir notkun og dreifingu endur- skinsmerkja í enn ríkara mæli en til þessa. Loks kom fram áhugi meðal þingfulltrúa um sérstakar umferðar- vikur sem víðast á landinu, en þær voru taldar stuðla að bættri umferðarmenningu og vektu al- menning til umhugsunar um umferðarvandamálin. Slysavarna- deildir voru hvattar til að fylgjast með framvindu umferðarmála hver i sinni heimabyggð, fræðslu í skólum og meðal almennings. -ASt. íslandsmeistarakeppnin í hárgreiðslu og hárskurði: „GALAGREIÐSLA 0G SKÚLPTÚRKLIPPING” Nýtt á markaðinum! Komið í verzlanir víða um landið PUSSYCAT JÚLÍUS SVEINBJÖRNSSON HEILDVERZLUN LAUGAVEGI26 - SÍMI20480 íslandsmeistarakeppnin í hárgreiðslu og hárskurði var haldin í gær i Laugar- dalshöll. Þar kepptu hárgreiðslu- meistarar og sveinar í ýmsum tegundum greiðslna. Þar mátti sjá tizkugreiðslur í framúrstefnustíl og galagreiðslu. Meistarar og sveinar í hárskurði kepptu í skúlptúrklippingu og klipp- ingu og tízkugreiðslu á eigin módeli og hárgreiðslunemar kepptu m.a. í diskó- greiðslu, klippingu og blæstri. Rakara- nemarnir kepptu siðan í frjálsri tízku- greiðslu á eigin módeli. Það var því margháttuð útkoma á höfuðprýðinni. Þegar kom að hinum „Netgreiðsla”, sem á vinsældum að fagna. fínni hárgreiðslum var heldur ekkert slegið af í klæðaburðinum og voru módelin tilbúin á fínasta kvöldfagnað. -JH. Dýr pelsinn og síðkjóllinn undirstrika viðhafnargreiðsluna. „Skulptur við hæti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.