Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. 3 \ Umferðarrétha' strætisvagna Magnús Skarphcðinsson vagnsljóri hjá SVR skrifar: Þann 1. maí tóku gildi ný umferð- armerki og hafði fjöldi þeirra nærri þrefaldazt þá að því er mig minnir. En samtvirðist það ekki hafa dugað til að koma öllum þeim merkjum sem nú þegar eru í umferð á skrá. Undar- legt en satt! Metum mikils réttinn Við vagnstjórar SVR metum mjög mikils þann rétt er okkur var veittur þann 17. mai 1977 með lögum er varðar skyldur almennrar umferðar gagnvart auðkenndum almennings- vögnum er ætla að aka út úr auð- kenndum biðstöðvum almennings- vagna. Þessi lagagrein hefur orðið til stórbatnaðar fyrir almenningsvagna á sumum mestu umferðargötum borgarinnar að komast leiðar sinnar. Beitti Albert nokkur Guðmundsson alþingismaður sér fyrir þessu og á hann allar hinar mestu óskoruðu þakkir skildar frá öllum okkur bif- reiðarstjórunum. Ekki meðal nýju merkjanna En bíðum við. í reglugerð er gefin var út til nánari ákvæða um fram- kvæmd þessarar lagagreinar er kveðið skýrt á um ákveðið umferðar- merki er skal prýða vinstra horn afturrúðu vagnanna. Ýtarlega er tekið fram um stærð merkisins, breidd og lengd, liti, staðsetningu o.fl. Samt er í nýju umferðarmerkja- skránni ekki minnzt á þetta merki sem er orðið eitt aðalumferðarmerki landsins í framkvæmd á þéttbýlis- stöðum. Væntanlega var ætlun yfirvalda á sinum tíma með hönnun umræddjs merkis meira en timabundið skraut aftan á vögnunum. Held ég að mér sé óhætt að fullyrða að um frambúðar- lausn til lengri eða skemmri tima hafi verið að ræða. Fullur réttur vagnanna Enn i dag eru margir ökumenn sem því miður geta varla vitað af merk- ingu fyrrgreind merkis. Þegar vagn- arnir ætla að aka út í umferðina og gefa stefnumerki þar að lútandi er nefnilega þó nokkuð algengt að þeir verði að hleypa fram hjá nokkuð mörgum bifreiðum. Að vísu kveður lagagreinin á um fullan rétt vagnanna að komast leiðar sinnar, ásamt við- komandi varúðarráðstöfunum, en í reynd bíða vagnstjórarnir langoftast eftir smáhléi í umferðarstraumnum til að raska ekki um of hinni almennu umferð. En samt gerist það hjá alltof mörgum einkabifreiðarstjórum, sem lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að hægja á ferðinni til að hleypa vögn- unum inn i umferðina, að í stað þess sé bifreiðin þanin til hins ýtrasta og slagur látinn standa. Það veltur svo á snarræði og samvizku vagnstjórans hvort sloppið er slysalaust út úr þess konar ævintýrum. Þetta fyrirbæri er alltof algengt og oft er flautað svona vel með í leiðinni til að veita vagnin- um tilhlýðilega ráðningu þegar haldið er fram hjá. Réttur ökumanna takmarkaður Ég held að viðkomandi ökumenn viti hreinlega ekki um umrædda laga- grein. Aksturslag þeirra hlyti að vera öðruvísi vissu þeir að ef óhapp yrði væri lagalegur réttur þeirra mjög tak- markaður. Engar upplýsingar En hvað er þá að? Af hverju vita mennirnir þetta ekki? Jú, þeim hefur aldrei verið sagt frá því, utan þess að þetta kom einungis sem almenn frétt í fjölmiðlum forðum daga. Skipulagð- ar upplýsingar frá umferðarráði í einu eða öðru formi voru engar! Hvorki hósti né stuna heyrðist opin- berlega frá umferðaryfirvöldunum um þetta. Þar á ofan bætist að fyrr- greint merki er ekki einu sinni á um- ferðarmerkjaskránni. Hefði mátt bæta út þessu Eflaust stafar þetta að einhverju —fyrirspum til umferðarráðs Umferðarmerki það sem rætt er um í bréfinu er vinstra megin á afturrúðu strætisvagnanna eins ng sést á myndinni. Mynd R.Th.Sig. leyti af vangá og gleymsku sem er ein- ungis mannlegt. í raun er mjög auð- velt að bæta úr því sé áhugi fyrir hendi á réttum stöðum. Vonumst við SVR-bílstjórar fyrst og fremst eftir leiðréttingu á þessu atriði i stað þess að eytt sé miklum tíma í orðaskak í fjölmiðlum um hvort þetta hefði verið svona eða hinsegin. En það get ég sagt strax við væntanlegu svari umferðarráðs í gráttón um mann- fæð, fjárskort, þrengsli og fjársvelti og fleira að úr þessu hefði mátt bæta án nokkurs teljandi kostnaðar og fyrirhafnar ef rétt hefði verið að staðið strax í upphafi í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi svo að léttvæg verður sú skýring. Egerléttust... ' búin 800Wmótor og12lítra rykpoka. (MadeinUSA) ^ Ryksugan sem svifur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 litra, já 12 litra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún liður um gólfið á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig, svo létt er hún. ^HOOVER er heimilishjálp FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Kynningarverð: 30% afsláttur kr. 64.510.- Spurning dagsins Ræktarðu kartöflur? Margrét Pálsdóttir húsmóðir: Já, en i mjög litlum mæli. Rétt til þess að eiga ef ég fæ nýjan lax eða silung. Valgeir Gestsson rafvirkl: Ég hef ræktað smávegis i’að .lugar ekki einu sinni handa fjölskyldunni. Ragnheiður Ögmundsdóttir húsmóðir: Nei, það geri ég ekki. Ég ræktaði kartöflur áður fyrr þegar ég bjó úti á landi. Gunnar Sæmundsson tollvörður: Ég geri það, já. Uppskeran dugar fjöl- skyldunni út árið. Ég er með ræktun suður í Kópavogi. Þóra Sigmundsdóttir tölvuritari: Já. Ég fékk góða uppskeru i fyrra og er enn til af henni. Heimaræktaðar kartöflureru miklu betri en þær sem maður fær í búðum. Jensina Guðmundsdóttir, vinnur í sparisjóði: Já, til heimilisnota. Upp- skeran frá í fyrra entist mér fram í maí. Þetta eru miklu betri kartöflur en þær frá grænmetisverzluninni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.