Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 13
13 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR21. MAÍ 1979. Hver á að fá að lifa? Loikfólag Reykjavíkur: ER ÞETTA EKKI MITT LÍF? Sjónleikur eftir Brian Clark Þýðandi: Silja Aðalstoinsdóttir Leikstjóri: Maria Kristjánsdóttir Leikmynd: Jón Þórisson Leikbúningar: Messlana Tómasdóttir Leiktónar: Gunnar Reynir Sveinsson Lýsing: Daníel Williamsson Er þetta ekki mitt líf, nýja sýning Leikfélags Reykjavíkur, er fjarska vel samið leikhúsverk um áhugavert viðfangsefni sem auk þess er í tísk- unni um þessar mundir: rétt manns til lífs, og þar með til að afsala sér lífi sínu, sjálfsmorð, líknardráp sem svo má nefna, frjálsar fóstureyðingar. Það drepur á og veitir umhugsunar- efni um öll þessi /nál. Hitt er aftur allt annað hvort það leiðir eina eða neina umræðu til lykta, um nein slík málefni, eða leggur einu sinni neitt umtalsvert til umræðu um sitt gefna efni: rétt ósjálfbjarga sjúklings til að ráða sjálfan sig af dögum. Umfram allt er það velvirkt og áhrifamikið leikhúsverk út af vandamáli sem af einhverjum ástæðum hefur á undan- förnum árum verið í heilmikilli um- ræðu lækna, félagsfræðinga, sál- fræðinga, heimspekinga og auðvitað áhugasamra leikmanna um heil- brigðismál og almenna félagsfræði. 1 þessu tilfelli er samt meir um það vert að sýning Leikfélagsins i gær- kvöld var, að mér finnst, fjarska vel tamin, öguð og yfirveguð; ein af þeim leiksýningum sem tekst að nýta til hlítar getu og krafta leikhópsins við yrkisefni sem i rauninni hentar honum og þar með þeirri raunsæis- legu leikhúshefð sem hér er sífellt í gildi. Það var gaman að sú stefna Leikfélagsins að velja sér æ ofan í æ að viðfangsefni gönguleiki af West End og Broadway skyldi loksins bera ávöxt. Er þetta ekki mitt líf? ber eins og gull af eiri af sambærilegum sýning- um í Iðnó og Austurbæjarbíó í vetur, Deathtrap og A Bedroom Farce sem sjálfsagt hafa verið valin til sýninga af sömu undarlegu ástæðum. Sum- part hentar að vísu nýja leikritið leik- hópnum betur en þau — hvort sem „leikhúsráð” Leikfélags Reykjavíkur hefur gert sér neina grein fyrir því. En umfram allt kemur hér til mark- sækin, vísvituð leikstjórn. Þetta góða kvöld, að loknum löngum og leiðum vetri mistaka og vanstjórnar í Iðnó, er áreiðanlega umfram allt að þakka Maríu Kristjánsdóttur leikstjóra — sem i daglega lífinu mun vera læknis- frú fyrir austan eða norðan, eða hver veit hvar hún býr. Það er einkennileg sjálfspynding sem leik- húsin iðka, að nota sér ekki þá leik- forustu sem í rauninni er til taks. María hefur ekki fyrr sett á svið leiksýningu á aðalsviði í Reykjavík. Annar sérmenntaður leikstjóri sem til er á landinu rekur, að ég held, kúabú í Flóa. En hvað um það: nú um sýninguna í gærkvöldi. Nærtækt er að bera hana saman við aðra ágæta sýningu Leikfélagsins á þáverandi tískuleik fyrir fáum árum aðeins: Equus eftir Peter Shaffer með sömu leikara, Hjalta Rögnvaldsson og Jón Sigur- björnsson, í aðalhlutverkunum. Hana báru þeir tveir einir uppi. 1 þetta sinn var allt annað jafnræði með fólki i leiknum, áhöfnin alveg eftirtakanlega jafnvíg. Það held ég að sé að þakka vísvitaðri leikforustu — sem auðvitað ætti ekki að vera svo sjaldgæf sem raun ber vitni í leik- húsunum i Reykjavík. Eins og Equus er leikrit Brian Harrison ort um tískuefni og torvelt að sjá í fljótu bragði hvað unnt sé að taka efni þess alvarlega. Það er alveg bráðeinkennilegt að lesa grafalvarleg- ar ritgjörðir lækna og lögfræðinga í leikskránni um leikinn sem enginn þeirra fjallar um raunsæislega undir- stöðu eða forsendur hans: það spurs- mál hvort mögulegt sé, eða einu sinni líklegt, að maður sem hlotið hefur aðra eins áverka eins og Kenneth Harrison í leikritinu hafi aðra eins sjálfstjórn, kímnigáfu og kynþokka til að bera eins og Kenneth: Hjalti Rögnvaldsson hefur í leiknum. Er tilfellið Kenneth Harrison trú- legt, gæti það í alvörunni skeð? Það held ég ekki. Og þess vegna er örðugt að taka mark á umræðu leiksins um sitt alvarlega efni, rétt manns til að deyja þegar hann kýs. Hvað um allt það fólk sem tekur sömu ákvörðun á hæpnari forsendum en Kenneth gerir í leiknum? Hefur ekki meðalmaður- inn, hálfvitinn eða geðsjúklingurinn Leiklist ÖLAFUR JÖNSSON sama rétt til að deyja eins og ungi sæti sjarmerandi myndhöggvarinn sem alveg er lamaður og getur ekki sinu sinni skrifað minningar sínar með tánum á sérhannaða ritvél? Gagnvart því fólki yrði hins vegar málstaður Emersons yfirlæknis: Jóns Sigurbjömssonar miklu áhrifameiri en hann er í þessum leik þar sem spilin eru gefin fyrirfram. Lífið er ekk-i eins einfalt og leikritahöfundar halda — þeir sem ekki eru skáld. Brian Clark held ég að sé ekki leik- ritaskáld. En hann er flinkur leikhús- maður. Og hann hefur skrifað mjög virkan leiktexta sem umfram allt snýst um eitt stórt hlutverk, Kenneth Harrison sem kýs og endanlega fær og á líka rétt til að deyja fyrir eigin hendi. Það kemur svo sem ekkert við læknis- og félagsfræðilegu viðfangs- efni sjálfsmorða og líknardrápa. En það er stjörnuhlutverk. Við leiðsögn Maríu Krístjánsdóttur byggði Hjalti Rögnvaldsson hægt og hægt upp þetta hlutverk og málstað sem hrósar sigri í lokaatriði leiksins: það er eitt- hvað hið áhrifamesta sem ég man eftir á íslensku leiksviði. Það þarf að hugsa sig ögn um í norðansvalri gol- unni þegar út er komið til að átta sig á því að yrkisefnið er meira en leikrit- ið: það snýst um rétt manns, okkar allra, til að lifa og deyja eins og við kjósum. En Brian Clark réð ekki, eða reyndi ek ki, við það efni. Það er ekki þakkarvert að Ieikárar leiki „vel” sem kallað er. Það er eins og sjálfsagður hlutur. í þetta sinn gerðu allir betur en hversdags. Ég nefni bara Jón Sigurbjörnsson sem mér fannst vinna aðdáanlegan sigur á sínu vanþakkláta hlutverki, Ásdísi Skúladóttur: félagsráðgjafann sem auðvitað ræður ekkert við þetta máttlausa greindarskrímsl sem Hjalti er, og Pál geðlækni: Kjartan Ragn- arsson sem gáir að því hvort heilbrigt sé að vilja deyja. Eftir á að hyggja var það alveg einkennilega falleg sena hjá þeim Hjalta Rögnvaldssyni. Sjaldan man ég aðra eins þögn í Iðnó eins og undir síðasta atriði leiks- ins. Óg leikendum var eins og vonlegt er tekið með dunandi lófaklappi. Gatnan var að fá að sjá og klappa fyrir höfundinum sjálfum sem til að sjá sýnist vera næs náungi. Hitt var verra að koma hans varð til að dreifa athygli leikhúsgesta frá þeim sem mestan heiður átti í gærkvöldi, leik- stjóranum, Maríu Kristjánsdóttur. Sé hún velkomin til starfa, hún lifi! Þór Vigfússon tilbúinn i hjólreiðarnar og reiðskjótinn i garðinum. DB-mynd Ragnar Th. Hjólreiðamenn fjölmenna —í hópferð á reiðhjólum „Það er engin tilviljun, að samtök áhugamanna um hjólreiðar fjölmenna á morgun til þess að vekja áhuga á gildi reiðhjóla sem samgöngutækja”, sagði Bjarni Kjartansson, þegar hann kom á ritstjórn DB með tilkynningj um þetta efni. I fyrramálið gefst eigendum reiðhjóla tækifæri til þess að láta meira á sér bera en venjulega, ef Reykvík- ingar gera alvöru úr mótmælum sínum við bensínverðið á íslandi. Hópferð áhugamanna um hjólreiðar hefst annars rétt fyrir klukkan 5 síðdegis á morgun þriðjudaginn 22. maí. Safnast verður saman við Skáta- búðina við Snorrabraut kl. 16.45. Hjólað verður suður Snorrabraut, austur Miklubraut, norður Lönguhlíð og niður Laugaveg að Lækjartorgi. DB er kunnugt um nokkra þekkta hjólreiðamenn, sem þátt taka í þessu skemmtilega tiltæki. Meðal þeirra má nefna Helga Skúla Kjartansson, sagn- fræðing, Ágúst Jónsson, lækni, og Þór Vigfússon, kt .nara og börgarfulltrúa. Þeir eru forgóngumenn í áðurnefndum samtökum. -BS. Vélstjórar kallist nú vélf ræðingar Á nýlegum aukaaðalfundi í Vél- stjórafélagi íslands, sem haldinn var að beiðni um 80 félagsmanna, var m.a. fjallað um réttarstöðu fullmenntaðra vélstjóra. Á fundinum var samþykkt tillaga þess efnis, að þeir félagsmenn, sem lokið hafa fyllstu menntun frá Vél- skóla íslands á hverjum tíma og auk þess sveinsprófi í vélvirkjun, eigi rétt á að taka upp starfsheitið „vélfræð- ingur”. Þeim, sem gerðu námssamning áður en lög um vélstjóranám voru sett 1966, nægi þó sveinspróf i einhverri annarri grein málmiðnaðar. Á fundinum var skipuð þriggja manna nefnd til undirbúnings öflunar lögbundinna og samningsbundinna réttinda til handa vélfræðingum og auk þess lögverndunar starfsheitisins „vél- fræðingur”. -ÓV. ÞEIR SEM HAFA PANTAÐ OG EKKI GREITT INNBORGUN ERU BEÐN- IR AP GREIÐA, ANNARS VERÐA SÆTIN SELD OÐRUM. MÖGULEIKI A 2JAVIKNA FERÐUM, 25. JÚNÍ, 2. JÚLI, 16. JÚLI, 23. JÚLÍ EF BÖKAÐ ER STRAX ÓDÝRAR ORLOFSFERÐIR, MEÐ GISTINGU, HALFU FÆÐI ÖLL HERBERGI MEÐ BAÐI/STURTU, WC, SVÖLUM, ISSKAP SJÓNVARPI VERÐ FRÁ KR. 180.000.- BÖKIÐ STRAX HÆGT AÐ VELJA UM SKOÐUNARFERÐIR TIL: ISTANBUL — AÞENU — MOSKVU — LENINGRAD OG GREIÐA EINA ÞEIRRA I ISLENSKUM PENINGUM HÉR HEIMA. BROTTFÖR: Nova School 3. JÚNÍ UPPSELT 24. JÚNí 2 SÆTI LAUS 15. JÚLÍ 1 SÆTI LAUST 5. ÁGÚST UPPSELT, BIÐLISTI 26. ÁGÚST UPPSELT, BIÐLISTI 17. SEPT GÓÐIR MöGULEIKAR LÆRIÐ ENSKU í ENGLANDI 12 SKÓLAR Síðustu forvöð að tryggja sér for I sumor - Brottför alla mánudaga 21. MAí UPPSELT 11. JÚNÍ 10 SÆTI LAUS 18. JÚNI 11 SÆTI LAUS 25. JÚNI GOÐIR MöGULEIKAR 2. JÚLÍ 17 SÆTI LAUS 9. JÚLÍ GÖÐIR MöGULEIKAR 16. JÚLÍ GÖÐIR MÖGULEIKAR 23. JÚLI 20 SÆTI LAUS 30. JÚLI BIOLISTI 6. ÁGÚST BIÐLISTI 13. ÁGÚST UPPSELT EKKI TEKINN BIÐLISTI 20. ÁGÚST BIÐLISTI 27. ÁGÚST BIÐLISTI * 3. SEPT GÓÐIR MÖGULEIKAR 17. SEPT GÖDIR MÖGULEIKAR 24. SEPT GÓÐIR MöGULEIKAR Mánarferð 1000 ára afmœlisferð 18. júní 15 DAGAR MÖN — 1 VIKA LÖNDON HÁLFT FÆÐI MÖN — MORGUNMATUR LONDON VERÐ — UM 250 ÞÚS. KR. ÖRFÁ SÆTI LAUS - t Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar hf. Gnoðarvogi 44-46,104 Reykjavík. Símar 29211 og 86255.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.