Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 17
fc DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. I Iþróttir Iþróttir 17' Iþróttir íþróttir Sumarliði Guðbjartsson (lengst til hægri) skorar þriðja mark sitt gegn Magna : i föstudag. GÍSLI JÓNSSON OG CO HF., SUNDABORG, SÍMI86644. Þorbjöm Kjærbo er nú orðinn 51 ars, en lætur ekki á sjá frekar en fyrri dag- inn. Um heigina gerði hann sér lítið fyrir og bætti vallarmetið í Leirunni og vann Michelin keppnina svona í leið- „Gamli maðurinn” sló öllum við og setti vallarmet! —Þorbjöm Kjærbo vann Michelin keppnina í Leirunni og bætti vallarmetið „Gamli maðurinn”, eins og Þor- bjöm Kjærbo er oft nefndur á meðal kyifinga, sló öllum öðrum keppendum á Michelinmótinu í Leirunni við um helgina er hann vann upp 8 högga for- ystu Hannesar frá þvi á laugardag og reyndar gott betur, því hann gerði sér litið fyrir og vann keppnina, sem var mjög spennandi og skemmtileg. Aður en lengra er haldið er e.t.v. rétt að geta þess, að Þorbjörn Kjærbo er ekki nema 51 árs og alls ekki eins gamall og menn hafa verið að halda á lofti að gamni sinu. Það sem gerir árangur Þorbjarnar enn athyglisverðari er það, að hann hóf ekki að leika golf reglulega fyrr en hann var 35 ára gamall. Þetta sýnir þó öllu öðru betur, að golf er íþrótt fyrir fólk á öllum aldri, en nóg um það og snúum okkur á ný að mótinu. Það var hálfgert leiðindaveður í Leir- unni á laugardag eins og víðast annars staðar á SV-horninu, en keppendur létu það ekki á sig fá frekar en á Hvaleyr- inni um sl. helgi og 78 manns mættu til keppni á laugardag. Keppt var annars vegar i 18 holum með forgjöf og hins vegar i 36 holum án forgjafar. Keppninni með forgjöf lauk á laugardag og sigurvegari í henni varð Ásgeir Nikulásson úr GK á 67 höggum nettó. Annar varð Rúnar Val- geirsson, GS, á 68 höggum og þriðji Hannes Eyvindsson, GR, á 69 höggum. Það voru því rúmlega 35 keppendur sem mættu til leiks í gærmorgun og góða veðrið virtist hafa mjög jákvæð áhrif á Kjærbo, sem lék betur en nokkru sinni fyrr og fór báða 9-holu hringina á 35 höggum — 70 höggum samtals, sem er nýtt vallarmet. Þessi frábæri árangur dugði honum til sigurs i keppninni, þrátt fyrir frekar slakan Þrennur Heimis og Sumarliða —þegar Selfoss vann Magna 6-0 Á föstudagskvöldið áttúst við nýlið- arnir í 2. deild, Selfoss og Magni, á grasvcllinum á Selfossi í talsverðum strekkingi. Það er skemmst frá að segja að heimam'enn höfðu algera yfirburði allan tímann og unnu 6—0 eftir að hafa lcitt 2—0 í ieikhléi. Selfyssingar hófu strax stórsókn og fyrsta markið kom á 13. mínútu, er Sumarliði Guðbjartsson skoraði eftir undirbúning Gisla Sváfnissonar. Tveimur mín. síðar skoraði Heimir Bergsson gott mark eftir sendingu Sigurðar Reynis. Selfyssingar fengu mýgrút tækifæra en mörkin urðu ekki fleiri i fyrri hálfleiknum. Strax i upphafi síðari hálfleiks átti Guðjón Amgrímsson skot i þverslá marks Magna og tónninn var gefinn — áfram með sóknina. Á 60. minútu einlék Sumarliði upp hægri kantinn og gaf vel fyrir markið á Heimi, sem skoraði, 3—0. Á 78. mínútu var mjög illa brotið á Sumarliða og umsvifalaust dæmd víta- spyrna. Sumarliði tók spyrnuna sjálfur og skoraði örugglega, 4—0. Við þetta niark 'var sem leikmenn Magna gæfust upp og Selfyssingar færðust allir i aukana. Á 84. minútu fengu heimamenn aukaspyrnu út við hliðarlínu. Knötturinn var gefinn vel fyrir markið þar sem Sumarliði Guðbjartsson stökk hærra en allir og skoraði með þrumuskalla (sjá mynd að neðan). Þetta var þriðja mark Sumar- liða í leiknum. Heimir Bergsson, sem hafði gert tvö mörk, lét ekki sitt eftir liggja og á 89. mínútu lék hann upp allan völl og skor- aði 6. mark Selfoss og sitt þriðja mark. Stórsigur Selfoss staðreynd. Þeir Heimir og Sumarliði voru beztu menn heimamanna, en af leikmönnum Magna bar mest á markverðinum, en aðrir leikmenn liðsins börðust vel. Númi Geirmundsson dæmdi leikinn ágætlega. GG/-SSv,- fyrri dag. Þá lék hann á 80 höggum, en Hannes Eyvindsson lék á 72 höggum á laugardag. Hannes var hins vegar ekki eins vel upplagður í gær og lék á 79 höggum og missti þar með af fyrsta sætinu. Þorbjörn Kjærbo kom stórskemmti- lega á óvart i mótinu og sýndi það þar og sannaði, að allt er fimmtugum fært og víst er að hann mun ekki láta sinn hlut í mótum sumarsins átakalaust. Kjærbo lék 36 holurnar á 150 höggum, en Hannes varð annar á 151 höggi. Sigurjón Gíslason, GK, varð þriðji á 153 höggum. í fjórða sæti kom svo Einar Þórisson, GR, á 159 höggum, en jafnir í 5.—6. sæti voru þeir Páll Ketils- son og Rúnar Kjærbo, báðir úr GS, á 160 höggum. Michelin umboðið gaf þrenn vcrð- laun bæði með og án forgjafar, en auk þess voru veitt þrenn aukaverðlaun, — allt hjólbarðar. Gunnar Hjartarson, NK, fékk verðlaun fyrir að vera næstur holu á 3. braut og þeir Gunnar Péturs- son og Rúnar Kjærbo hlutu einnig sinn hjólbarðann hvor. -SSV. EVR0PA BIÐUR10FVÆNI —eftir leik Hollands og Argentínu Hin rólega borg Bern, sem hin fagra á Aare rennur i gegnum, með trjá- gróðurinn meðfram öllum götum er skörp andstæða við hina iðandi mannlífsborg Buenos Aires i Argen- tínu, en á morgun leika Hollendingar og Argentinumenn saman í tilefni 75 ára afmælis FIFA. Leikurinn er í raun endurtekning á úrslitaleik þessara liða í HM-keppninni i Argentínu sl. ár en þá vann Argentína 3-1 eftir framlengdan lcik. Nú er hins vegar ekkert í húfi og það kemur til með að gera leikinn óþvingaðri og um leið skemmtilegri. Argentínumenn munu auk leiksins við Hollendinga leika landsleiki við ítali, fra og Skota í ferð sinni um Evrópu. Argentína vann Búlgariu 2-1 í vináttulandsleik í Buenos Aires í síð- asta mánuði, en leikurinn á morgun er aðeins þeirra annar landsleikur á þessu ári. Hollendingar hafa á hinn bóginn verið á kafi í Evrópukeppni landsliða, þar sem þeir leiða 4. riðil keppninnar. Þeir ættu að vera í betri samæfingu eins og gefur að skilja og möguleikar þeirra á að hefna tapsins i Buenos Aires frá í fyrra eru miklir. — Þetta er bara ósköp venjulegur leikur fyrir okkur, sagði Cesar Menotti, þjálfari landsliðs Argentinu- manna. FIFA hefur auglýst þennan leik upp sem endurtekningu á HM úrsiita- leiknum frá í fyrra en bæði liðin líta hann öðrum augum. — Það er öruggt, að öll landslið vilja sigra okkur þar sem við erum heimsmeistarar, einkum Hol- lendingar, en það sem við stefnum að er HM-keppnin á Spáni 1982. — Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan við urðum heimsmeistarar i fyrra jOg liðið er öðruvisi upp byggt, sagði Menotti. — Ég vona að við töpum engum þessara leikja, en ef Holland vinnur okkur, verður það enginn heimsendir fyrir okkur. Hollendingar léku á Wankdorf Stadium í Evrópukeppninni i haust og unnu þá Svissiendinga 3-1 í mjög góðum leik. Sigurður Sverrisson Sumarið '79 Vorsýning okkar opnar þriðjudaginn 22. maí og stendur til 27. mat Opið verður alla daga, virka sem heíga, frá kl. 14 til 18.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.