Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ1979. 9 Erlendar fréttir Danmörk: Lögreglunni þótti Anker Jörgensen grunsamlegur Lögreglan í Kaupmannahöfn ætlaði ekki að láta neitt fara úrskeiðis við heimsókn Elísabetar af Bretlandi til borgarinnar. Fengu lögreglumenn því ströng fyrirmæli um að hafa auga með öllum grunsamlegum mönnum. Ungur lögreglumaður einn danskur ætlaði heldur ekki að láta sitt eftir liggja þar sem hann var á verði við komu Elísabetar drottningar. Skyndi- lega sá hann mann einn sem virtist vera að reyna að komast að þar sem Margrét drottning var ásamt öllu stórmenninu. Lögreglumaðurinn ungi var fljótur til og stöðvaði manninn og spurði hann hvert hann væri að fara. Maðurinn brást heldur önugur við en um síðir kom í ljós að hann sagðist heita Anker Jörgensen og vera forsætisráðherra. Taldi hann sig eiga erindi þangað sem stórmennin voru. Eftir skamma hríð leiðréttist málið, danski forsætisráð- herrann fékk að halda áfram en ekki fara sögur af lögreglumanninum unga og áhugasama. Kínverjar hætta við kjamorkuver —eftir slysið við Harrisburg ætla þeir að einbeita sér að vatnsaf Isvirkjunum M Geng Biao varaforsætisráðherra Kína og Ola Ullsten forsætisráðherra Svíþjóðar skála fyrir nýjum fimm ára viðskipta- samningi á milli landanna. Kínverjar ætla ekki að reisa fleiri kjarnorkuver en þegar hafa verið reist. Er ákvörðun þessi tekin í ljósi þeirrar reynslu sem fékkst við slysið í kjarnorkuverinu við Harrisburg í Bandaríkjunum í fyrra mánuði. Einn varaforsætisráðherra Kína hefur verið í opinberri heimsókn í Svíþjóð undanfarið. Sagði hann að Kínverjar ætluðu að einbeita sér að frekari nýtingu vatnsaflsins fremur en kjarnorkunnar. Tvennt væri það sem einkum væri fundið kjarnorku- verunum til foráttu. í fyrsta lagi væru þau dýrari í rekstri en áður hefði verið reiknað með. í öðru lagi hefði áhættan við þau verið mun meiri en áður var talið. Vísaði vara- forsætisráðherrann, Geng Biao, meðal annars til reynslunnar í orku- verinu við Harrisburg, sem bilaði í fyrra mánuði. í hei'msókninni til Svíþjóðar gekk kinverski varaforsætisráðherrann frá fimm ára viðskiptasamningi milli landanna. Sagði hann að Kínverjar hefðu meðal annars mikinn áhuga á að kaupa ýmsar fullkomnar vélar og tæki til iðnaðarframleiðslu frá Svíþjóð. Þar er til dæmis talið að ýmis tæki til vatnsorkuvera séu inni- falin. í staðinn ætla Svíar að kaupa vörur framleiddar af léttaiðnaði Kínverjar, sem þegar er allþróaður. Til að flýta fyrir kaupum Kínverja hafa Svíar boðið þeim lán upp á 1,5 milljarða sænskra króna. Kínverski varaforsætisráðherrann bauð sænsku konungshjónunum og forsætisráðherra landsins Ola Ullsten I heimsókn til Kína við fyrsta tæki- færi. Ceausescu í heimsókn til Spánar —fyrsti kommúnistaleiðtoginn sem það gerir—viðurkenning á vaxandi sambandi Spánar við Austur-Evrópu Nicolae Ceausescu, forseti Rúmeníu, kemur í dag í opinbera heimsókn til Spánar. Er hann fyrsti þjóðhöfðingi Austur-Evrópu sem það gerir. Heimsóknin mun taka fimm daga og er litið á hana sem viðurkenningu á batnandi og vaxandi sambúð Spánverja og kommúnista- ríkjanna i Austur-Evrópu. Hafa þau smám saman farið í vöxt eftir dauða Francos einræðisherra Spánar árið 1975 og lögleyfingu kommúnista- flokks landsins til að starfa opinber- lega. Ceausescu mun bæði ræða við Juan Carlos konung Spánar og Suarez forsætisráðherra. Meðal þess sem rætt verður um er væntanleg öryggis- og samstarfsráðstefna Evrópuríkja sem haldin verður í Madrid á næsta ári. Haft hefur verið eftir rúmenska forsetanum að hann telji að á þeirri ráðstefnu eigi að ein- beita sér að afvopnunarmálum. Ceausescu forseti, sem í mörgum málum hefur tekið aðra stefnu en leiðtogarnir í Moskvu, hefur að sögn haldið því fram að höfuðmarkmiðið ætti að vera að draga úr fjárframlög- um til hernaðarþarfa og koma öllu herliði á brott af erlendri grundu svo fljótt sem auðið væri. Þjóðarleiðtogarnir munu einnig ræða um ýmis viðskiptamál en við- skipti hafa aukizt mjög að undan- förnu á milli Spánar og Rúmeníu. Fullkomin, falleg ogvönduð £5*^ á frábæru verði x CS-I COSlfsj^ * Verö með standard íinsu og tösku: 49.900.- Auto winder 44.000.- Linsa: 28 mm. 2,8 48.100.- Linsa: 135 mm. 2,8 58.400.- Linsa: 200 mm. 3,5 127.200.- Linsa: 35-105 mm. 3,5 151.200.- Linsa: 70-210 mm. 3,5 CS-1 meö 50 mm. f 1,7 MC CS-3 meö 50 mm. f 1,7 MC 143.350.- 156.800. 0 COSIINIA SJONVARPSBUÐIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SÍMI 27099

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.