Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ1979. Útgefandi: Dagbtaðið hf. J Framkvœmdastjórí: Sveinn R. ÉyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Ritstjómorfulltfúi: Hagkur Helgason. Skrifstofustjón ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Slmonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Adi Steinarsson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, ÓlafunGeirsson, Sigurflur Sverrísson. Hönnun: Gufljón H. Pélsson. Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. • * Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkorí: Þróinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúta 12. Afgreiflsla, óskríftadeikf, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. Aðalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. ó mónufli innanlands. í lausasölu 150 kr. ointakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf. Síflumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skeifunni 10. Vogun vinnur, vogun tapar Bíleigendur leggja ekki hart að sér, þótt þeir fari út í bíla sína klukkan hálf- átta í kvöld til að þeyta flautur þeirra í tvær mínútur. Það er einföld og auð- veld aðgerð, enda verður þátttakan vafalaust mikil. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda tekur litla áhættu í þessum flautuleik. En hann einn sýnir heldur ekki stjórnyöldum, að bíleigendur séu harðir í horn að taka. Landsfeður munu bara yppta öxlum og halda áfram að hækka bensínið. Þess vegna hefur Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hætt sér út á hálari ís. Það hefur skorað á bíleigendur að leggja hart að sér á morgun með því að skilja bílana eftir heima allan daginn. Þar er til mikils mælzt. Félagið tekur mikla áhættu með þessari ósk. Ekkert er enn vitað um samstöðu bileigenda. Þeir kunna að mikla fyrir sér gönguferð í vinnu eða troðfulla strætis- vagna á eftir áætlun. Ef til vill finnst þeim nóg að flauta. En menn ná heldur ekki árangri nema taka áhættu. Og einhvern tíma varð að koma að því, að Félag íslenzkra bifreiðaeigenda tæki á sig rögg og gerði alvöru liðskönnun á þrýstihóp sínum til að prófa styrk sinn. Léleg þátttaka bíleigenda í aðgerð morgundagsins sýnir landsfeðrum, að bíleigendur séu pappírstígrisdýr. Þeir kvarti og kveini, en beri ekki hönd fyrir höfuð sér. Þeir séu einfaldlega ekki marktækur þrýstihópur. Hingað til hafa stjórnvöld vafalítið hugleitt fyrir hækkanir, hvort þær muni ofbjóða bíleigendum. Eftir lélega þátttöku á morgun munu landsfeður sannfærast. um, að bíleigendum verði ekki ofboðið. Bensínhækk- anirverðameiriogörarienáður. . Góð þátttaka bileigenda í aðgerð morgundagsins sýnir yflrvöldum, að bíleigendur séu afl, sem taka verði tillit til. Þeir séu marktækur þrýstihópur, sem geti valdið landsfeðrum vandræðum, þegar bensínokur gengur út í öfgar. Einstakir þingmenn, sem eru næmari fyrir al- menningsáliti en hinir, munu verða hræddir. Þeir munu reyna að halda aftur af okurgleði ráðherra sinna. Þeir vilja ekki, að bensínhækkanir leiði til missis ástkærra þingsæta. Landsfeður munu í fyrsta sinn líta á bileigendur sem þrýstihóp, er sé til alls vís. Þeir munu hugsa málið betur en nokkru sinni fyrr, næst þegar hvarflar að þeim, að ríkið þurfi fleiri krónur af hverjum bensín- lítra. Hitt skiptir þó enn meira máli, að bíleigendur verða búnir að fínna mátt sinn og megin í samstöðunni. Þeir munu verða óragir til frekari og harðari aðgerða. Þeir munu ekki hætta fyrr en þeir eru búnir að taka lands- feður á taugum, Engir sigrar vinnast án fyrirhafnar. Bíleigendur verða að vera þess albúnir að leggja hart að sér til að sýna stjórnvöldum, að þeim sé full alvara, þeir séu ekki bara marklausir vælukjóar. Á morgun sýna þeir, hvað þeir eru. Spennandi verður að sjá, hvað bíleigendur gera í fyrramálið. Verða þeir værukærir og láta kúga sig hér eftir sem hingað til? Eða hrista þeir af sér hlekkina og gera landsfeður hrædda um mjúka valdastóla? Dagblaðið skorar á alþjóð að nota þetta þungbæra tækifæri og sýna ráðamönnum þjóðarinnar, að þeir hafa farið yfir mörk velsæmis í bensínokri. Dagblaðið skorar á alþjóð að gera morgundaginn að fyrstu kennslustund í fjölbreyttri röð, sem ekki ljúki fyrr en landsfeður hafa lært lexíuna. r Kosningar á Italíu ítalir eiga létt með að mikla hlutina fyrir sér og fyrir síðustu kosningar árið 1976 tókst þeim að sannfæra sjálfa sig um að ítalski kommúnista- flokkurinn myndi ráða lögum' og lofum í ríkisstjóminni. í þetta sinn hafa fæstir trú á því. Hvernig sem allt veltur í kosningunum, sem fram fara 3. og 4. júní nk. er talið næsta ólík- legt, að kommúnistar muni eiga sæti í næstu ríkisstjórn Ítalíu. Það er flestum hulin ráðgáta hvers vegna ítalir sem annars eru ákaflega nýjungagjörn þjóð, skuli búa við stjórnmálakerfi, sem tekur svona litlum breytingum. í hverju frjálsu ríki Evrópu hefur verið skipt um ríkisstjórnir á milli stjómmálaflokka a.m.k. einu sinni á síðustu þrjátíu árum og venjulega oftar. ítalir hafa hins vegar nú kvatt 41. stjóm kristi- legra demókrata. Eftir kosningarnar munu þeir á ný heilsa 42. stjórn þeirra. Ein afleiðing þess að sami flokkur- inn hafi haldið um stjórnartaumana svona lengi er sú að spilling hefur grafið um sig í embættismannakerf- inu og almenningur er fullur hefni- girni og gremju. Gaetano Salvemini, sem nú er lát- inn, lýsti báðum fyrirbærunum á þessa leið: ,,Ef ég yrði sakaður um að hafa misboðið Maddonnu Milano (stytta sem skreytir dómkirkjuna í MUanó) kynferðislega myndi ég flýja land ástundinni.” Þessi skoðun er ákaflega skUjanleg nú því að í apríl sl. vom sextán leið- andi hugmyndafræðingar vinstri Enrico Berlinguer, formaður italska kommúnistaflokksins, stendur í ströngu þessa dagana. Spurningin er, kemst hann I ríkisstjórn? manna, skáld, stjórnmálafræði- prófessorar og slíkir, handteknir og gefið að sök að „æsa til almennra ■lögbrota” í sambandi við morð Rauðu herdeUdanna á Aldo Moro, leiðtoga kristilegra demokrata, í fyrra. Sumir, eins og t.d. Antonio Negri, prófessor við háskólann í Padua, hafa verið sakaðir um beina aðild að morðinu. Ásakanir þessar eru augljóslega og áberandi upplognar. Þessir hug- myndafræðingar „Baráttuhreyfingar verkamanna” kunna að vera sammála ihlaupahryðjuverkamönn- um í röðum lengst til vinstri, en þeir eiga ekkert sameiginlegt með herskáum manndrápurum Rauðu herdeildanna. Enda hefur ekki verið sýnt fram á það á nokkum hátt. Þessi skrípaleikur heldur hins vegar á lofti þeirri hugmynd fólks að flokkur kristUegra demókrata geti haldið lögum og reglu í landinu. Kommúnistar taka með þegjanda- hætti sínum þátt í þessari herferð gegn vinstri öflunum í landinu, þar eð þeir vilja reyna að koma því inn hjá óákveðnari kjósendum að það séu „vitlausu vinstri öflin” en ekki þeir, mun virðulegri kommúnistar, sem eigi sök á því hvernig ástandið nú er á Ítalíu. Aðalkosningamálin eru, eins og venjulega, hermdarverkastarfsemi og efnahagsmál. Þar eð starfsemi hermdarverkamanna er sérlega blóm- leg þessa stundina (og kommúnistar eru, óréttlátlega, sakaðir um að standa fyrir henni af almenningi) en efnahagurinn hefur rétt við nánast fyrir kraftaverk, miðað við ástandið árið 1976, er búizt við að kristilegir demókratar muni bæta við sig atkvæðum, lítUs háttar þó, eða frá 38.8% í um 40%. Kommúnistar geta hins vegar fallið niður i 30% frá þeim 34.4%, sem þeir höfðu við síðustu kosningar. En flókið kosningafyrirkomulag veldur því að næsta ríkisstjórn verður annað hvort samsteypustjórn eða minni- hlutastjórn, með stuðningi „utan frá”. Það þýðir að stjórnmála- mennnirnir eru þegar með hugann við samningaviðræður eftir kosningar. Hin réttu hitamál þessara kosninga eru hins vegar hin sömu og alltaf Tengsl verðbólgu og skattsvika Löngum hefur verið litið á skatt- svik sem eins konar þjóðaríþrótt meðal íslendinga. Sennilega höfum við ekki i neinni annarri íþrótt átt frambærilegra lið en í þessari. Það úrræði sem hingað til hefur helst þótt koma til greina í baráttunni gegn skattsvikum er aukið eftirlit og var í því sambandi m.a. gripið til þess ráðs að stofna sérstaka rannsóknar- deild innan ríkisskattstjóraembættis- ins. Deild þessi hefur vissulega gert , sitt gagn þó að seinvirkt og illa starf- hæft dómstólakerfi hafi verulega dregið úr mætti hennar. En víkjum nú að öðrum þætti þessara mála, orsökunum. Hvers vegna stela menn undan skatti? Orsakirnar eru vafalaust margar og ólíkar en ef til vill gæti þekking okkar á þeim orðið skæðasta vopnið til þess að uppræta skattsvik. Eitt af þvi mikilvægasta sem til athugunar kemur í þessu sambandi er löggjöfin sem unnið er eftir við skattlagning- una, hvort hún er réttlát og mis- munar ekki aðilum eða atvinnu- greinum. Ég ætla hér á eftir að fara nokkrum orðum um lögin um tekju- skatt og eignarskatt i þessu sambandi og þá skekkju sem verðbólgan veldur við útreikning tekna til skatts. V Söluhagnaður eigna Hver kannast ekki við manninn sem seldi bilinn sinn? Samið var um verð og greiðslukjör og síðan var sagt: Hvaða verð eigum við svo að setja í afsalið? Það var m.ö.o gengið út frá því að vegna ranglátra laga yrði að greina rangt frá söluverðinu til þess að losa seljandann undan því að greiða skatt af tekjum sem lögin töldu vera söluhagnað en var það í ■ raun alls ekki. Seljandinn hafði keypt bílinn nýjan fyrir tæpum tveimur árum fyrir kr. 1.000.000. Verðlag í landinu hafði stigið um 100% síðan þá og kostuðu því sambærilegir bílar nýir kr. 2.000.000 á söludegi. Eftir tveggja ára not seldust þeir hins vegar á kr. 1.600.000 eða því sem næst. Okkar maður hafði hins vegar selt sinn bil fyrir kr. 1.400.000 vegna slæms útlits og því í raun tapað kr-. •200.000. En samkvæmt lögunum hafði hann hagnast um kr. 400.000 og bar þvi að skila tekjuskatti af þeirri upphæð, kr. 200.000. Úr þessu vandamáli, varðandi skattlagningu á óraunhæfum söluhagnaði eigna, hefur nú verið bætt að hluta með nýrri löggjöf, sem væntanlega mun gilda við álagningu skatta 1980, en þar er gert ráð fyrir að tekið sé tillit til verðlagsbreytinga við ákvörðun söluhagnaðar. Ákvæði þessi geta þó reynst ófullnægjandi í ákveðnum til- vikum, þar sem vísitala er aðeins reiknuðeinu sinni á ári. Vextir og lántökukostnaður En víðar kemur verðbólgan við. Gerum nú ráð fyrir að okkur hafi tekist með löngum og ströngum vinnudegi að aura saman einni milljón króna. Og að hann Jón litli frændi eigi í erfiðleikum svo að við bjóðum honum milljónina til láns í eitt ár með hóflegum vöxtum, 20%. Eftir árið endurgreiðir Jón lánið skil- víslega ásamt vöxtum með kr. 1.200.000. Á lánstímanum hefur verðlag i landinu hins vegar stigið um 50% og hefði Jón því þurft að endur- greiða lánið með kr. 1.500.000 til þess að skila sömu verðmætum og hann fékk lánuð. Við höfum því tapað kr. 300.000 á góðseminni, auk þess sem lögin líta nú svo á, að við höfum hagnast um kr. 200.000 og beri þvi aðgreiða kr. 100.000 i skatt. Tekjur af atvinnurekstri Þau atriði sem við höfum skoðað hér að framan geta varðað bæði ein- staklinga og atvinnurekstur. En lítum nú á atvinnureksturinn sérstaklega. Þar eru vandamál af þessu tagi mörg og úrlausn þeirra flókin. Þegar óða- verðbólga geysar á borð við það sem hér hefur verið undanfarin ár eru hin hefðbundnu reikningsskil fyrirtækja ekki lengur fullnægjandi og geta f ' „í fljótu bragði virðist mér, að ein- faldasta og raun- hæfasta leiðin sé sú að fella niður tekjuskatt af at- vinnurekstri.” -

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.