Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 21.05.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. MAÍ 1979. Tveir forvigismenn Rauðu herdeildanna við réttarhöld yfir þeim í Róm. ERLEND MÁLEFNI Gwynne Dyeer Kjallarinn Kristinn Sigtryggsson gefið alranga mynd af afkomu fyrir- tækjanna. Þessi reikningsskil eru svo notuð til að ákveða skattskyldar tekjur og geta því leitt af sér mjög svo óraunhæfa skattlagningu. Erfitt er að skýra hér í stuttu máli hvað við er átt, en við skulum skoða eitt einfalt dæmi. Fyrirtækið x h.f. keypti vöru til endursölu. Álagning var háð verð- lagsákvæðum og var 20%. í kostnað, laun o.fl., fóru að jafnaði 10% af innkaupsverði vöru hjá x h.f. Nú var slæmur sölutimi og varan seldist ekki fyrr en eftir 3 mánuði en á þeim tíma hafði verðlag i landinu stigið um 10% og þar með innkaupsverð umræddrar vöru. Ekkert var því eftir i hagnað þegar keypt hafði verið inn ný vara til þess að birgðir yrðu jafnar og áður. Engu að síður sýna hefðbundin reikningsskil hér 10% i hagnað, þar sem þau taka ekki tillit til þess taþs sem verðbólgan veldur. Skatturinn af þessum falska hagnaði verður því hreint tap í þessu dæmi okkar. Fyrirtæki sem að verulegu leyti eru fjármögnuð með lánsfé hafa á und- anförnum árum getað mætt töpum hefur verið: „Mun kommúnistum takast að fá sæti í umfangsmikilli samsteypustjórn eða mun kristilegum demókrötum takast einu sinni enn að mynda stjóm án þeirra? Allt bendir til að kommúnistar verði fyrir von- brigðum einu sinni enn. Vonlaus staða kommúnista undan- farin þrjú ár eftir að þeir veittu kristi- legum demókrötum atkvæði sitt án þess að hljóta sæti í ríkisstjórn að launum, er ástæðan fyrir því að ítalir ganga nú til kosninga, tveimur árum fyrr en ætlað var. Skuld núverandi ríkisstjórnar hefur hins vegar verið skellt miskunnarlaust á kommúnista án þess að þeir hafi hlotið það sæmdarheiti að vera stjórnarflokkur. Þar kom að jafnvel dyggir flokks- menn voru nánast tilbúnir að hefja byltingu, og ekki bætti úr skák að mikið fylgishrun varð í bæjar- og s veitarstjórnarkosningum. í febrúarmánuði lýsti Enrico Berlinguer fiokksformaður því yfir sem þessum að einhverju leyti með verðbólguhagnaði af lánsfé, sem myndast hefur á sama hátt og hjá Jóni frænda i dæminu okkar hér að framan. En fyrirtæki sem að miklu leyti hafa verið fjármögnuð með eigin fé hafa ef til vill orðið fyrir mestum töpum af þessum vötdum. Niðurstaða Þegar við höfum virt fyrir okkur þessi dæmi vaknar sú spurning, hvernig getum við vænst þess að hinn almenni skattborgari beri virðingu fyrir löggjöf, sem ekki tekur mið af svo veigamiklum staðreyndum sem hér um ræðir og ef fólk ber ekki virðingu fyrir löggjöfinni, hvað þá? Við skulum ekki gera því skóna að nokkrum skattamálasérfræðingi eða stjórnmálasnillingi takist nokkurn tíma að semja lög sem eru yfir alla gagnrýni hafin og allir virða í smáu sem stóru. Síst af öllu um skattamál. En þegar um það er að ræða að skil- greina undirstöðuhugtök eins og þetta, „hvað eru tekjur”, þá verður að vanda til verka. Umbætur Það virðist ekki vera verulegum vandkvæðum bundið að lagfæra þau atriði sem snúa að einstaklingum í þessu efni, ef beitt er svipuðum að- ferðum og minnst var á hér að framan um skattlagningu sölu- hagnaðar af eignum. Hitt vanda- málið er erfiðara, hvernig leiðrétta má skattlagningu atvinnurekstursins. í fljótu bragði virðist mér að einfald- asta og raunhæfasta leiðin sé sú, að fella niður tekjuskatt af atvinnu- rekstri og byggi þá skoðun á eftirfar- andi: (1) Tekjuskattur af atvinnu- rekstri er óverulegur þáttur í tekjuöfiun ríkissjóðs og ætti því ekki að vera verulegt vandamál að finna nýjan tekjustofn til þess að mæta tapinu af niðurfelling- unni. að stuðningi flokksins við stjórnina væri lokið og spáði þeim kosningum, sem nú verða. Á flokksþingi í apríl hét Berlinguer því að láta af slagorði flokksins” annað hvort í stjórn eða í stjórnarandstöðu” — hér eftir enga hálfvelgju. Hvernig sem allt veltur er ekki lík- legt, að neinar breytingar verði, jafn- vel þótt „Evrópukommúnistar” nái sæti í næstu ríkisstjórn. Kommúnistaflokkur Ítalíu hefur fyrir löngu orðið mun meira samdauna kerfinu en nokkur annar slíkur flokkur í Evrópu. Eins og Enrico Berlinguer sagði í ræðu í apríl þá fyrirfinnast þeir staðir þar sem kristilegir demókratar eiga meira fylgi meðal verkamanna og kommún- istar hafa orðið að „næst stærsta kaþólska flokknum” á Ítalíu. Það er i raun ákafiega lítill hugsjónamunur í flokkum í þessum kosningum að dómi flestra. þ-hp. (2) Til þess að fá nokkurn veg- inn óbrenglaða mynd af rekstar- afkomu atvinnureksturs í verð- bólguþjóðfélagi þarf að breyta bókhaldi fyrirtækja allmikið og er slíkt bókhald talið nokkuð víðamikið, sérstaklega fyrir hin smærri atvinnufyrirtæki, sem hér eru mörg. Einnig greinir menn nokkuð á um heppilegustu og réttustu leiðir til þessa. (3) Ætla má að þessi ráðstöfun yrði til þess að gera reikningsskil fyrirtækja mun betri en áður, þar sem ýmsar skattalegar tilfærslur sem nú eru almennt í reiknings- skilunum féllu út og þau yrðu gerð með nokkuð breyttu hugar- fari. Með þessu fengjum við ef til vill betri upplýsingar um afkomu einstakra atvinnugreina og annað sem máli skiptir við opinbera skýrslugerð. (4) Þessi ráðstöfun ætti að geta orðið til þess að einfalda og bæta eftirlit með skattalegri fram- kvæmd. Að sjálfsögðu er reiknað með að allar úttektir eigenda úr rekstrinum, í hvaðaformi sem þær eru. verði skatt- lagðar hjá þeim, þar með talin úttekt umfram uppreiknað stofnframlag við slit félags eða lok reksturs. Ekki er gert upp á milli rekstrarforma, þ.e. einkarekstur yrði skattlagður með sama hætti og félög. Lokaorð Ég hef hér að framan lýst í örstuttu máli villandi áhrifum verðbólgunnar á útreikning tekjuskatts. Aðeins hafa verið tekin hér út úr örfá atriði, sem dæmi um þessi áhrif og ber því ekki að líta á það sem hér er skrifað sem neitt tæmandi yfirlit í þessu efni. Ef það gæti hins vegar orðið til þess að koma af stað umræðu um efnið, þá er vel, því að núverandi ástand þessara mála virðist óviðunandi. Kristinn Sigtryggsson endurskoðandi. Parkinson hjá Pósti ogsíma Nú þegar hinn þekkti prófessor Parkinson hefur heiðrað okkur íslendinga með heimsókn sinni væri fróðlegt að fylgjast með hvort okkar rekstrarhrjáða ríkisbákn sýnir nokkur merki um að hafa tekið eftir boðskapnum. Byggingamenn báknsins hafa vissulega haft ærnar ástæður til að lesa ekki rit prófessorsins en þeir hafa vart komist hjá því að taka eftir inntaki kenninga prófessors Parkinsons núna þegar fjölmiðlar okkar hafa gert honum glögg skil í sambandi við heimsóknina. Ein kenning Parkinson er sú að stofnun búi sér ætíð til verkefni til að fylla út allan þann tíma sem hún hefur til umráða. Hvað er hæft í þessari kenningu á íslandi? Gerum við jafnvel betur og fyllum út ákveðinn yfirvinnutíma til viðbótar? Skírteini út á bflskúrsopnara Eitt dæmið um að kenningin passi hjá okkur er að Póst- og símamála- stjórnin hefur fundið upp á því að gefa út sérstök skirteini sem heimila mönnum að nota sjálfvirka bílskúrs- opnara. Skírteini þetta er stimplað og f 111,1 * . . er því ærinn starfi hjá tollvörð- um að hindra, að menn falli í þá freistni að smygla inn talstöðvum 99 • • • pakkað inn í plast eins og blóð- fiokkakort og ökuskírteini og fylgir með bréf frá embættinu með tegundar- og framleiðslunúmerum og aðsetur framleiðslu „græjanna”, svipað og gert er þegar menn sækja um leyfi fyrir ákveðnu skotvopni. Auðvitað sjá allir sem skilja eitt- hvað í lögmálum Parkinsons að þetta er æpandi brjálæði að fara svona með tíma og peninga skattborgar- anna i þetta skriffinnskuæði, en sömu mönnum er líka ljóst að Alþingi íslendinga er líka stofnum sem þarf að fylla út í ákveðinn tíma með því að setja ný og ný lög og reglugerðir. Því má búast við því að næsta skref hjá Póst- og símamála- stjórninni við þessari bráðmerku bíl- skúrshurðaopnaratækni verði að skylda alla þá sem hyggjast taka tæknina í sína þjónustu að ganga á námskeið með tilsvarandi hæfnis- prófi svo allt sé í formi og þessi nýja tækni fái fastan sess í kerfinu. Sýndarmennska Samspil Alþingis og Pósts og síma á sér einnig fleiri góðar hliðar, sem horfa til heilla. Sem dæmi um það er að á Vesturlöndum, og sérstaklega í Bandaríkjunum, hefur rutt sér til Kjallarinn EHas Kristjánsson rúms tegund af smámenningu, eða CB menning. Þ.e.a.s að menn kaupa sér litlar stuttbylgjutalstöðvar í bíl- ana sína til að geta talað við konurnar sínar heima í eldhúsi, sem þá hafa einnig sams konar talstöðvar, og einnig við vini og kunningja þegar verið er að rúnta á kvöldin og um helgar. Tæknin hefur að líkum fyllt upp í kröfur markaðarins á þessum sviðum sem öðrum og er nú mest keypt erlendis af stöðvum sem hafa marga tugi talrása og gjarnan frá 5 og upp í 40 vatta sendiorku. Hin háttupplýsta stjórn Pósts og sima fann sér að sjálfsögðu farveg í þessari nýju menningu undir kjör- orðinu úrelt er ódýrt og leyfir ekki sölu á nema 6 talrása stöðvum og í viðþót tekur allra vinsamlegast að sér að breyta styrkleika stöðvanna úr 5 vöttum niður í 0,5 vött, bara si svona í þakklætisskyni fyrir að fá vinnu við þetta. Kostir þessara athafna eru þó ekki allir taldir. Auðvitað léttir þetta líka undir hjá tollstjóraembættinu að finna vinnu við hæfi fyrir sína menn. Þekkt er að almenningur er bæði lævís og lipur að finna sér leiðir framhjá sýndarmennskulögum og reglugerðum og einhverjir gætu hugsanlega fundið upp á þvi að smygla nýtísku stöð til landsins til að hafa í bílnum sínum, en láta konunni eftir að hafa úreltu stöðina sem skráð er hjá Pósti og síma heima á eldhús- eða náttborði. Er því ærinn starfi hjá töllvörðum að hindra að menn falli í þá freistni að smygla inn talstöðvum og starfsmönnum Pósts og síma að hlusta eftir því hvort menn séu að tala ólöglega út í ljósvakann. Einnig verða ungir þingmenn, sem eru gegn spillingu, að fást við þann vanda að ekki skapist neitt neðan- jarðarhagkerfi í kringum þetta fyrir- brigði, þ.e.a.s að laghentir menn fari að taka að sér í hjáverkum að breyta styrkleika stöðvanna á þann veg að þær verði sambærilegar við það sem þær voru upphafiega smíðaðar fyrir eða ,,tuna” þær upp úr 0,5 vöttum i 5,0vött. Alþingismenn horfa með aðdáum á þessa efnahagshringrás kerfisins og segja að eitt erum við þó sammála um, en það er að bægja atvinnu- leysisvofunni frá og cf einhverjir ræfiar verða undir í baráttunni og heyra ekki á milli húsa vegna ofsa- trúnaðar á embættismannavaldið, þá geta þeir bara átt sig. Elías Kristjánsson eftirlitsmaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.