Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — MÁNUDAGUR 11. JUNÍ1979 — 129. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVKRHOLTI1 l.-AÐAI.SÍMI 27022. [ Skoðanakönnun DB um fylgi flokkanna: J- isfíokkurínn n^i Sjálfs með hreínan meiríhiuta Fnimsóknrífurtilsínfylipfrásamstarttf 7 Sjálfstæðisflokkurinn fengi hrein- an meirihluta atkvæða og þing- manna, ef kosið yrði nú, samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins. Flokk- urinn hefur samkvæmt könnuninni 50,6 af hundraði atkvæða og fengi 31 þingmann, bætti við sig 11 þingsæt- um ogJ7,9 prósentustigum frá síð- ustu koltángum. Sjálfstæðisflokkurinn var koininn mjög nálægt meirihluta samkvæmt skoðanakönnun DB í marz og hefur nú bætt við sig herzlumuninum. 31 þingsæti mundi ekki nægja flokkn- um til að stjórna einn vegna skipt- ingar þingsins í deildir. Mikil breyting hefur orðið frá niðurstöðum könnunar DB í marz í því, að nú er Framsón í mikilli sókn og rífur til sín fylgi frá samstarfs- flokkunum, einkum Alþýðubanda- laginu. Framsókn fengi samkvæmt könnuninni nú 21,5 af hundraði at- kvæða sem þýddi aukning um 4,6 prósentustig frá síðustu þingkosning- um. Framsókn fengi samkvæmt þessu 14 þingmenn og ynni tvo. Alþýðubandalagið tapar sam- kvæmt þessari skoðanakönnun miklu fylgi. í fyrri könnunum DB eftir stjórnarmyndunina hélt Alþýðu- bandalagið nokkurn veginn sínu. Al- þýðubandalagið hefur nú aðeins 13,3 prósent atkvæða, sem þýddi 9,6 pró- senta tap og fengi 8 þingmenn i stað 14. Fylgishrun Alþýðuflokksins heldur áfram samkvæmt þessari síðustu könnun. Alþýðuflokkurinn hefur nú 12,7 af hundraði atkvæða og fengi aðeins 7 þingmenn. Það þýddi tap um 9,3 prósentustig og helming þing- manna flokksins. Miklu fleiri en í fyrri könnunum vildu ekki nefna neinn flokkanna í þessari könnun. Aukinnar óánægju gætir þar, og gerir það erfiðara að spáum úrslit. -HH Hálfrar milljón króna þjófnaðurí Hollywood Máliðer„áfrumstigi" segirRLR Mesta. leyndarmál Rannsóknar- lögreglu ríkisins í morgun var peningaþjófnaður sem framinn var í Hoilywood seint á laugardags- kvöldið. Kepptust lögreglumenn við að segja að málið væri „á frumstigi" og „alls ekkert væri hægt að segja um málið". Starfsfólk Hollywood sagði í morgun að að minnsta kosti 400 þús. krónur og sennilega hátt á 5. hundraðið hefðu horfið íir peninga- kassa á bar. Var verið að ganga þar frá og talið sennilegast að einhver fingralangur hafi teygt sig í peninga- skúffuna án bess að starfsfólkið sæi og tekið 5(XK' króna seðlabúntið.AUt annaðvar í kassanum. Lögreglan lokaði útgöngu af staðnum um stund á sunnudags- nóttina, en heimild til að leita á fólki fékkst ekki og máiið er enn óupplýst. -ASt. Það eru engin smaátök sem eiga sér stað þarna. Ilinum sterka manni þeirra norðanmanna Arthúri Bogasyni hefur þarna mistekizt lyftan I hnébeygjunni en aðstoðarmennirnir eru vel á verði og sjá um að slys hljótist ekki af. Arthúri 'bkst oetur upp f réttstöðulyfrunni. Þar setti hann nýtt og ulæsik »t Ki^ndsmet i sinum flokk., sem er yfirþungavigt. Þar lyfri hann 332,5 kg og alls lyft' hann >05 kg í hinum g-.ein- ununi þremur. DB-mynd Ragnat Th. Sig. OpiðbréfVilmundar tilHauks Guðmundssonar: „Viðrekumþá samsærid áf ram, þú lokaðuriimií tugthúsienég fyrirutan" -sjábls.l2ogl3 GjaldþrotBreiðhoits dregurdiik áeftirsér. Verdur efnahagur saklausra lagðuríhist? — neytendasíðan Ms.4 4-4,5 prósenta gengis- breyting — þyrfti 3-3,5% í viðbót, ef leysa ætti allan olíuvandann — sjá nánar um fiskverðið á bls. 23 4—4,5 prósenta gengisbreyting þarf að fylgja ákvörðun fiskverðs nú. Gert er ráð fyrir, að þessu verði náð með því að meira en tvöfalda hraða gengissigsins, sem hefur verið 1,5—2 prósent á mánuði að undanförnu. Olíuvandi útgerðarinnar er ekki leystur nema að hluta með fiskverðs- ákvörðuninni nú. Ætti að leysa allan olíuvandann, sem fyrir liggur miðað við olíuverðið, þyrfti 3—3,5 prósenta gengisbreytingu i viðbót, verði ekki farnar aðrarleiðir. Bráðabirgðalög í tengslum við fiskverðið koma í dag. Þar er kveðið á um hækkun olíugjaldsins og uppbót á vannýttar fisktegi;ndir. Hið nýja fiskverð o° hækkaða olíugjald kostar frystiiðu.u" in einan 10—12 milljarða, það sem eftir er ársins, aðsögn Eyjólfs ísfelds, fram- kvæmdastjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í gær. -HH/GS. Munið Ijósmyndakeppnina um SUMARMYND DAGBLAÐSINS '79

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.