Dagblaðið - 11.06.1979, Side 15
15
I
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 11. JÚNÍ1979.
I
Iþróttir
Iþróttir
■
■ ■
Skúli reynir við Norðuriandametið i gær.
DB-mynd Ragnar Th,
SKUU MISSTINIÐUR
NORDURLANDAMEÍID
Þrattur vann
á Akureyri
- Sanngjam sigur Reykjavíkuiiiðsins á KA
Þróttur er greinilega að rífa sig upp
úr þeirri laegð, sem liðið var í í fyrstu
leikjum íslandsmótsins. í gær vann
Þróttur sanngjarnan sigur á KA á
Sanavellinum á Akureyri, 0—2.
Höfuðmunurinn á liðunum lá i því að
Þróttarar voru fljótari á knöttinn og
börðust betur. Náðu yfirtökum á
miðjunni. Þeir léku undan sterkri
sunnangolu í fyrri hálfleik og skoruðu
þá tvívegis.
Þróttur fékk óskabyrjun og eftir
aðeins fimm min. lá knötturinn í marki
KA. Það var klaufalegt mark KA-
manna. Steinþór Þórarinsson, bak-
vörður KA, fékk tækifæri til að hreinsa
frá marki en tókst ekki betur til en að
senda knöttinn í eigin stöng. Þar rann
boltinn fyrir markið og þegar Haraldur
Haraldsson, miðvörður, ætlaði að
spyrna frá lagði hann knöttinn beint
fyrir fætur Jtjþanns Hreiðarssonar,
sem kominn var í sókn Þróttar, og
Jóhann gat ekki annað en skorað.
Þremur min. síðar munaði litlu að
Þróttur skoraði aftur. Baldur Hannes-
son átti skot í þverslá og aftur fyrir —
skot frá vítateig.
En á 24. mín. komst Þróttur í 2—0.
Baldur tók hornspyrnu vel — spyrnti
yfir á stöngina fjær. Þar kom Ársæll
Kristjánsson og skallaði í þverslá.
Knötturinn hrökk út í teiginn fyrir
fætur Sverris Brynjólfssonar, sem
skoraði auðveldlega, alveg óvaldaður.
Markverði KA urðu á mistök að ná
ekki knettinum úr hornspyrnunni —
var of framarlega. Á 41. mín. fékk KA
eina færi sitt í fyrri hálfleiknum.
Jóhann Jakobsson kastaði sér fram og
skallaði knöttinn rétt framhjá marki
Þróttar. Leikmenn KA voru seinir í
gang i leiknum.
í síðari hálfleik lék KA undan
vindinum og sótti mjög utan það að á
sjöundu mín. átti Þróttur skot ofan á
þverslá úr aukaspyrnu Á 56. min. fékk
Njáll Eiðsson knöttinn frír, aleinn, í
vítateig Þróttar en skaut hátt yfir.
Sannkallað dauðafæri. Rétt á eftir var
fyrst bjargað frá Gunnari Blöndal —
síðan Óskari Ingimundarsyni. Pressa
KA var þung og á 63. mín. átti Gunnar
skalla í þverslá Þróttar-marksins — frá
markteig. Þar var illa farið með gott
færi. Sending frá Elmari Geirssyni og á
70. mín. komst Elmar i dauðafæri en
spyrnti knettinum himinhátt yfir
Þróttar-markið.
Leikmenn Þróttar voru jafnir í
leiknum — Jóhann Hreiðarsson og
ÁrsælJ Kristjánsson beztir. Hjá KA var
Einar Þórhallsson yfirburðamaður.
Áhorfendur voru milli siö og átta
hundruð. Dómari Ingi Jónsson og
dæmdi þokkalega.
-St.A.
r
—Fjögur Islandsmet í kraftlyftingum
„Höndin opnaðist hjá mér og ég
missti niður Norðurlandametið i rétt-
stöðulyftu einmitt þegar dómarínn
ætlaði að fara að dæma lyftuna lög-
lega. En ég er ánægður með þetta — er
að byrja æfingar aftur og var aðeins 12
kg frá mínu bezta samanlagt. Ég er að
byggja upp fyrír Norðurlandamótið i
september. Miða allt við að vera í sem
beztri æfingu þá — og öxlin er að lag-
ast,” sagði Skúli Óskarsson cftir að
hann hafði reynt að lyfta 307.5 kg í
réttstöðulyftu á íslandsmótinu i kraft-
lyftingum í Laugardalshöllinni i gær.
Norðurlandametið er 305 kg og greini-
legt að það fellur fljótt fyrir Skúla.
Hann heldur á föstudag til Englands og
tekur þátt í opna brezka meistaramót-
inu í Birmingham á sunnudag.
Fjögur íslandsmet voru sett á mótinu
í gær. Kristján Kristjánsson, ÍBV, setti
íslandsmet í hnébeygjulyftu í 60 kg
flokki. Lyfti 157.5 kg, en eldra íslands-
metið var 150 kg. Gunnar Steingríms-
son, ÍBV, setti tvö íslandsmet í 90 kg
flokki. 272.5 kg i hnébeygjulyftu og
300 kg í réttstöðulyftu en eldri metin
voru 270 kg og 292.5 kg. í yfirþyngdar-
flokki setti Arthúr Bogason, ÍBA,
íslandsmet í réttstöðulyftu, 332.5 kg.
íslandsmeistarar í einstökum flokk-
um urðu: í 52 kg flokki Gísli Valur
Einarsson, KR, lyfti samtals 260 kg. í
60 kg flokki Kristján Kristjánsson,
ÍBV, með samanlagt 405 kg. í 67.5 kg
flokki Hörður Markan, Á, lyfti samtals
507.5 kg, en Kári Elísson, ÍBA, féll út.
f 82.5 kg flokki varð Skúli Óskars-
son, UÍA, íslandsmeistari, lyfti samtals
710 kg. í 90 kg flokki varð Gunnar
Steingrímsson, ÍBV, íslandsmeistari
með 732.5 kg samanlagt. í 100 kg
flokki varð Guðmundur Sigurðsson,
Á, íslandsmeistari með 685 kg. í 110 kg
flokki varð Óskar Sigurpálsson, ÍBV,
íslandsmeistari. Lyfti samtals 820 kg
og í þyngsta flokknum varð Arthúr
Bogason, ÍBA, íslandsmeistari með
805 kg.
Taugar Sveins brugð-
ust á lokaholunni
—og Sigurður Haf steinsson vann
Dunlop-keppnina í Leirunni
Dunlop keppnin svonefnda, fór fram
í Leirunni um helgina í miklu vatns-
veðri — einkanlega í gærdag, en þá var
nær stanzlaus rígning. Keppnin var
mjög jöfn og spennandi og úrslit réðust
ekki fyrr en á allra síðustu holunum.
Eftir fyrri daginn leiddu þeir Sigurður
Hafsteinsson, GR, og Þorbjörn Kjær-
bo, hinn síungi, báðir á 75 höggum.
Fast á hæla þeirra komu svo þeir Barry
Lane, sem keppti þarna sem gestur, og
Sigurður Pétursson á 76 höggum.
I gær náðist örlítið slakari árangur,
enda hafði veðrið slæm áhrif á kepp-
endur. Þegar 27 holum var lokið var
Sveinn Sigurbergsson, GK, kominn
með forystu, en hann missti hana niður
á lokaholunni er hann fór útaf braut-
inni og fór holuna á 7 höggum — 3 yfir
pari.
Sigurður Hafsteinsson hélt hins
vegar sínu striki og sigraði í keppninni
á 152 höggum — fór síðari daginn á 77
höggum. Barry Lane varð í 2.-3. sæti
ásamt Sigurði Péturssyni, GR, á 153
höggum. í fjórða sæti kom svo Þor-
björn Kjærbo á 155 höggum, en í 5.—
6. sæti urðu jafnir Sveinn Sigurbergs-
son og Björgvin Þorsteinsson á 156
höggum. Sveinn er úr GK en Björgvin
frá Akureyri. Þetta er fyrsta mótið i
vor þar sem Björgvin er á meðal
fremstu manna, en hann hefur verið í
erfiðum prófum í Háskólanum að
undanförnu.
i keppninni með forgjöf sigraði
Gunnar Schram, GS, á 138 höggum
nettó (með 23 í forgjöf)- í öðru sæti
varð Ægir Magnússon, Selfossi, á
143 nettó (22 í forgjöf) og þriðji varð
Jóhann Jósepsson, GS, á 145 nettó (6 í
forgjöf). Dunlop umboðið veitti þarna
mjög vegleg verðlaun og alls kyns
aukaverðlaun að auki þannig að margir
fóru ánægðir heim þrátt fyrir rigning-
una og kalsann. -SSV
EMíkörfu
Evrópumeistaramótið i körfuknatt-
leik karla hófst á ítaliu á laugardag.
Úrslit í þeim leikjum, sem háðir hafa
erið. Tékkóslóvakía-Grikkland 74—67.
Spánn-Hoiland 105—83, Frakkland-
ísrael 92—83. Sovétríkin-Búlgaría
104—71. Ítalía-Belgía 86—76 og
Júgóslavía-Pólland 102*95.
Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastotnun byggingariónaöarins hefur gert á
steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komlö i Ijós aö eina varanlega lausnln
til aö koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er aö klæöa þau alveg tll dæm
meö álklæöningu.
A/klæöning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel íslenska
A/klæöning er fáanleg i mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei aö
Leltiö nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar.
Sendiö teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð
yöur aö kostnaöarlausu.
FULLKOMIO KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.
TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400.